Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1985, Side 33

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1985, Side 33
DV. FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER1985. 45 Sviðsljósið Sviðsljósið LÍSA í UNDRALANDI Natalie Gregory, aðeins níu ára i hlutverki Lisu í Undralandi, á milli rauðu og hvitu drottning- anna, þeirra Ann Jillian og Carol Canning. Fyrir neðan sjá- um við enga aðra en Donnu Mills úr Knotts Landing i einum rósarunna Undralands. Konungur stórslysamyndanna frægu í Hollywood, Irwin nokkur Allen, er nú upptekinn við það þessa dagana að kvikmynda ævin- týrið gamalkunna um Lísu í Undralandi. Verkið kostar litlar 16 milljónir dollara og er fjármagn- að af bandarísku sjónvarpsstöð- inni CBS og verður frumsýnt um jólin um gervöll Bandaríkin í stöðvum sjónvarpsrisans. Mikið er lagt í kvikmyndatök- una og segja kunnugir að stíll leik- stjórans og spennusenur úr mynd- um eins og Póseidon slysið og Log- andi víti fái aö njóta sín og séu áberandi þó efni og söguþráöur sé af annarri gerð. Aðalhlutverkið í sjónvarpsmyndinni, hlutverk sjálfrar Lísu, er í höndum níu ára gamallar stúlku, Natalie Gregory að nafni. „Það er stórkostlegt að vinna með litlu Natalíu,” segir Paul Zastupnevich búningahönn- uður. „Hún er með eindæmum vel gefin og skemmtileg. Hún vinnur með yfir 42 leikurum og hefur stol- ið senunni frá flestum þeirra. ’ ’ Nokkuð af þekktum andlitum úr iioliywood kemur fyrir í myndinni óg sjáum við eitthvað at þeim á meðfylgjandi myndum. Lisa með flugskrimslum, að hálfu Ijón og að hálfu örn, og uppistand- andi skjaldböku, þeim Sid Caesar og fyrrverandi Bitlinum Ringo Starr. Til hægri er Sammy Davís yngri tilbúinn fyrir töku í stórflugu- gervi sinu. Til vinstri Jonatan Winters og sér- kennilegur egglaga búningur hans. Segir sagan að hann hafi fengið viftu tengda fyrir innan gervið til að svala sér í sumarhitanum á meðan upptökur fóru fram. Til hægri sjá- um við Karl Malden vigalegan með skögultennur tvær i hlutverki rost- ungsins. „Þegarþeir skjálfa líðurmérver Þóra Steffensen sem stundar nám við hebreska liáskólann i Jerú- salem. „Þegar Israelar skjálfa úr kulda finnst mér hitinn vera þægilegur,” seg- ir Þóra Steffensen í viðtali viö skóla- blað háskólans sem hún stundar nám við. Þóra hefur verið að nema he- bresku í ísrael í sumar. Þóra kom fyrst til Israel í fyrra og segist vera oröin ástfangin af iandinu. „Mér finnst notalegt að vita til þess með vissu að sólin skín á morgun,” segir Þóra sem hefur komist að því að á það megi treysta í Israel. Hún segist vel geta hugsað sér að flytja til Israel en fyrst ætli hún að ná fullum tökum á hebreskunni. „Það er reyndar erfitt að útskýra hvers vegna mig langar að flytja hing- aö,” segir hún. „En ég kann vel við fólkið og landið. Einnig finnst mér gaman að andstæðunum á milli lands- lagsins og fólksins hér.” Samkvæmt þessari frétt er Þóra dóttir þeirra Björns og Agnesar Steff- ensen og er búsett í Reykjavík. Á vet- urna stundar hún nám í læknisf ræði við Háskóla íslands. VERKFRÆÐINGUR - TÆKNIFRÆÐINGUR Til starfa við þróun á tækjum og búnaði til sjávarútvegs og fiskvinnslu óskum við eftir að ráða vélaverkfræðing eða véltæknifræðing. Skriflegar umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu berast fyrir 25. september. VÉLSMIÐJAN ODDI HF. Strandgötu 49, Akureyri. Sími 96-21244. Ritmo, kr. 695, nr. 36-41 Olympia, kr. 370, nr. 30—41 Kreditkort i LaugavegiH 21675 Tilboðsverð Vegna hagstæðra innkaupa getum við boðið (' þennan þýska skrifborðsstól „MÓDEL SILKE" á sérstöku TILBOÐSVERÐI á meðan birgðir endast. KR. 2.450,00 Sendum í póstkröfu hvert á land sem er. FGRUHCISÍÐ HF.! SUÐURLANDSBRAUT 30— SlMI 687080

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.