Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1985, Side 6
DV. FÖSTUDAGUR 4. OKTOBER1985.
Leikhús — Leikhús — Leikhús — Leikhús
Þjóðleikhúsið
Grímudansleikur
Uppselt hefur verið á allar sýning-
ar Þjóðleikhússins á óperu Verdis,
Grímudansleik. Um helgina verða
tvær sýningar, á föstudags- og laug-
ardagskvöld, sem eru 7. og 8. sýning,
og er þegar uppselt á þær báöar. Þar
með lýkur kortasýningunum og auk-
ast þá líkur til að ná í miða fyrir þá
sem ekki eru með áskrifendakort, en
nú eru fáar sýningar eftir. I aðalhlut-
verkum eru Kristján Jóhannsson,
Kristinn Sigmundsson, Elísabet F.
Eiríksdóttir, Katrín Sigurðardóttir,
Sigríður Ella Magnúsdóttir, Viöar
Gunnarsson og Robert Becker.
Reykjavíkurfrumsýning á
„Ekkó"
Stúdentaleikhúsið er nú komið til
höfuöborgarinnar eftir að hafa verið
á tæplega mánaðar leikför um landiö
og var sýnt á 22 stööum. Reykjavík-
urfrumsýningin verður á sunnudags-
kvöld í Félagsstofnun stúdenta við
Hringbraut og hefst kl. 21. önnur
sýning verður á mánudagskvöld kl.
21.
„Ekkó” eöa guðimir ungu er eftir
Claes Andersson og fjallar verkiö um
unglinginn, samskipti hans við hitt
kynið, foreldra og klíkuna. Aðal-
áherslan er lögð á klíkuna og á sögu
Ekkó og Narsa, sem leikin er af örnu
Valsdóttur og Ara Matthiassyni.
Frumsýningílðnó:
Land míns föður
Söngleikur Kjartans Ragnarsson-
ar Land mms föður, verður frun>
sýndur í kvöld, föstudagskvöld.
Þetta verk er eitthvert hið viöamesta
sem LR hefur ráðist í frá upphafi.
Yfir 30 manns koma fram í sýning-
unni, söngvarar, leikarar, dansarar
og tónlistarmenn.
önnur sýning verður á morgun og
þriðja sýning á sunnudag.
Leikurinn hefst þann 9. maí árið
1940 og spannar yfir öll stríðsárin.
Fjallað er um samskipti Islendinga
við herinn, Bretavinnu, stríðsgróða,
ástandið o.fl. Einnig kemur stofnun
lýðveldisins við sögu, svo og íslensk
stjórnmál þeirra tíma. Með helstu
hlutverk fara Helgi Björnsson, Sig-
rún Edda Björnsdóttir, Jón Sigur-
björnsson, Margrét Helga Jóhanns-
dóttir, Hallmar Sigurösson, Aöal-
steinn Bergdal, Sigríður Arnardóttir,
Steinunn Olína Þorsteinsdóttir og
Ágúst Guðmundsson.
Tónlist er eftir Atla Heimi Sveins-
son, Jóhann G. Jóhannsson er hljóm-
sveitarstjóri, Olafía Bjarnleifsdóttir
er höfundur dansa, Guörún Erla
Geirsdóttir (Gerla) gerði búninga en
Steinþór Sigurðsson leikmynd. Leik-
stjóri er Kjartan Ragnarsson.
Ólafur Haukur Símonarson þýddi
verkið og samdi söngtexta, Ragn-
hildur Gísladóttir, Stuðmaður, frum-
samdi tónlist fyrir verkið og er þetta
jafnframt frumraun hennar í að
semja fyrir leikhús. Karl Aspelund
gerði leikmynd og búninga, Guðný B.
Richards hannaði leikbrúður, Egill
Árnason annaöist lýsingu og Ándrés
Sigurvinsson leikstýrði.
Alls koma 13 leikarar fram: Auk
Örnu Vaisdóttur og Ara Matthíasson-
ar koma fram Anna E. Borg, Ásta
Arnardóttir, Björn Karlsson, Börkur
Baldvinsson, Einar Gunnlaugsson,
Guðmundur Karl Friöjónsson, Halla
Helgadóttir, Soffía Karlsdóttir, Stef-
án Jónsson og Svanbjörg Einarsdótt-
ir.
íslandsklukkan
Afmælissýning Þjóðleikhússins á
Islandsklukku Halldórs Laxness er
nú komin á fjalirnar á ný, en gera
má ráð fyrir fáum sýningum á verk-
inu. Næsta sýning verður að kvöldi
sunnudagsins 6. október. Með helstu
hlutverk í sýningunni fara Helgi
Skúlason, Tinna Gunnlaugsdóttir,
Þorsteinn Gunnarsson, Arnar Jóns-
son, Róbert Arnfinnsson, Sigurður
Sigurjónsson og Pétur Einarsson en
alls koma yfir 30 leikarar fram í
þessari uppfærslu á Islandsklukk-
unni.
Kvikmyndahús — Kvikmyndahús
Stjörnubíó
Á fullri ferð nefnist ný dans- og
söngvamynd sem frumsýnd hefur
verið í Stjörnubíói. Er hún, eins og
dansmyndir í dag, aðallega fyrir
yngri kynslóöina. Fjalla.r myndin um
nokkra krakka sem hafa dans að
aöaláhugamáli sem öll koma til New
York í framaleit meðal annars. Af
öðrum myndum má nefna hina
ágætu mynd John Carpenters,
Starman, sem fjallar um veru utan
úr geimi sem verður strandaglópur á
jörðinni.
Nýja bíó
Það eru þrjár kvikmyndir í kvik-
myndahúsum höfuðborgarinnar sem
státa af því að hafa Dudley Moore í
aðalhlutverki. Nýja bíó sýnir gaman-
myndina Abbó, hvað (Unfaithfully
Yours) þar sem Dudley Moore leikur
hljómsveitarstjóra sem hættir sér út
á hála braut gagnvart eiginkonu
sinni sem leikin er af Natassja
Kinski.
Háskólabíó:
Það eru sjálfsagt margir sem hafa
beðið með óþreyju eftir hinni marg-
verðlaunuðu mynd, Amadeus. Nú er
þeirri bið lokið og aðeins eftir að
skoða dýrðina. Leikstjóri myndar-
innar er Milos Forman. Kvikmyndin
er byggð á samnefndu leikriti Peter
Schaffer sem lýsir leikritinu sem
hugarórum byggöum á staðreynd-
um. Snemma á 19. öld var uppi sá
orðrómur að Mozart hefði verið byrl-
að eitur af keppinaut sínum, Antoni
Salieri, sem ætið fann til smæðar
sinnar gagnvart Mozart.
Tónabíó
Ragtime er kvikmynd sem Milos
Forman stjórnaði næst á undan
Amadeus svo að þaö er svo sannar-
lega kominn timi til að hana reki á
fjörur okkar. Myndin er gerð eftir
þekktri bók sem komið hefur út á
íslensku og gerist í byrjun
aldarinnar. Þótt ekki hafi hún hlotið
jafnmikið lof og Amadeus hlaut hún
góöar viötökur gagnrýnenda á sínum
tíma.
Austurbæjarbíó
1 aðalsal Austurbæjarbíós er sýnd
ný mynd fyrir táninga. Vafasöm
viðskipti (Risky Business) nefnist
hún og er aðalpersónan Joel sem
leikinn er af Tom Cruise. Eins og á
við um flesta unglingsstráka eru
aöaláhugamál hans bílar og stúlkur.
Austurbæjarbíó sýnir einnig úrvals-
myndina Zelig þar sem Woody Allen
tekst á snilldarlegan hátt aö tengja
saman heimildarform kvikmynda
LAGARÁSBÍÓ
MILLJÓNAERFINGINN
Richard Bryorc er einhver vinsæl-
asti gamanleikari vestanhafs.
Nokkrum kvikmyndum hefur hann
leikið í með misjöfnum árangri. Nýj-
asta kvikmynd hans, Milljónaerfing-
inn (Brewster’s Million), er frum-
sýns í Laugarásbíói í dag.
Richard Pryor leikur þar horna-
boltaleikara er nefnist Monty
Brewster. Einn daginn fréttir hann
að gamall ættingi hans hafi látist og
hann hafi erft 300 milljón dollara.
Einn galli er þó á gjöf Njaröar, ef
hægt er að kalla galla: Brewster þarf
sem sagt aö eyða 30 milljónum doll-
ara á 30 dögum til að eignast arfinn.
Um þessa eyðslu fjallar myndin.
Milljónaerfinginn er farsakennd
gamanmynd fyrir alla. Þá sýnir
Laugarásbíó einnig Grímu (Mask),
mynd sem snertir flesta.
Kvikmyndahús
við skáldaðan söguþráö. Þetta er
mynd fyrir alla áhugamenn um kvik-
myndir.
Bíóhöllin
Aö vanda eru margar myndir, sem
velja má um, í Bíóhöllinni og ættu
flestir að finna eitthvaö fyrir sig. I
aöalsalnum er sýnd táningamyndin
Á puttanum (The Sure Thing). Mynd
þessi hefur fengið lofsamlega dóma
erlendis. Aðdáendur Stephen King fá
sinn skammt í Auga kattarins (Cat’s
Eye), nýjustu kvikmyndinni sem
gerð er eftir sögum hans. Þá má
nefna tvær ólíkar sakamálamyndir,
Ar drekans (Year Of The Dragon),
og nýjustu James Bond myndina Víg
í sjónmáli (A View To A Kill).
Regnboginn
1 dag frumsýnir Regnboginn The
Mean Season, sakamálamynd þar
sem Kurt Russel og Mariel Heming-
way eru í aðalhlutverkum. Myndin
segir frá blaðamanni sem kemst í
„heitt” mál en það verður honum
afdrifaríkt. I Regnboganum er
einnig sýnd hin ágæta gamanmynd
Örvæntingarfull leit að Susan
(Desperately Seeking Susan) sem
státar meðal annars af því aö hafa
hina frægu Madonnu í einu aðalhlut-
verkanna.
Hvað er á seyði um helgina — Hvað er á seyði um helgina — Hvað er á seyði um helgina — Hvað er á seyði um helgina — Hvað
Sýningar
Kjarvalsstaðir
v/Miklatún
Þar stendur yfir á vegum Listahátíðar
kvenna myndlistarsýningin Hér og nú.
Opið daglega kl. 14—22 og lýkur sýn-
ingunni á sunnudagskvöld.
Nýlistasafnið,
^Vatnsstig
Þar stendur yfir ljósmyndasýningin
Augnablik á vegum Listahátíðar
kvenna. Er þetta samsýning 20
kvenna. Opið virka daga kl. 16—22 en
frá kl. 14—22 um helgar.
Gallerí Borg,
Pósthússtrœti 9
Opið virka daga frá kl. 12—18 en milli
kl. 14 og 18 laugardaga og sunnudaga.
Gallerí Grjót,
Skólavörðustig
Þar stendur yfir sýning á nokkrum
skúlptúrverkum og smámunum eftir
Magnús Tómasson. Sýningin ber heitið
Konan til gagns og gamans. Verkin eru
öll úr málmi og hafa sum þeirra verið
sýnd áður hér heima og erlendis. Sýn-
ingin er opin daglega frá kl. 12—18
virka daga en kl. 14—18 um helgar.
Sýningin stendur til 10. október.
Listasafn Islands
I tilefni af Listahátíö kvenna stendur
nú yfir í Listasafni Islands sýning á
verkum 19 íslenskra myndlistar-
kvenna sem fæddar eru 1888—1930. Á
sýningunni eru 80 listaverk, högg-
myndir, klippimyndir, olíumálverk,
vatnslitamyndir og vefnaður, öll í eigu
safnsins. Sýningin er opin daglega frá
kl. 13.30—16 virka daga og frá kl.
13.30—22 um helgar.
Galleri Langbrók,
Amtmannsstig
Sýning á vegum listahátíðar kvenna.
Ásrún Kristjánsdóttir sýnir verk sín.
Hafnarborg,
Hafnarfirði
Engin tilkynning hefur borist um
sýningu þessa helgi.
Ásgrimssafn,
Bergstaðastræti 74
Opnunartími safnsins er á þriðjudög-
um, fimmtudögum og sunnudögum frá
kl. 13.30-16.
Ásmundarsalur
v/Freyjugötu
Sýning á verkum 13 ísl. kvenarkitekta,
þar er einnig finnsk litskyggnusýning
sem sýnir sögulegt yfirlit yfir verk
finnskra kvenarkitekta. Sýningar
standa til 6. október.
Mokka kaffi,
Skólavörðustíg
Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir og Sól-
veig Aðalsteinsdóttir sýna grafík og
teikningar.
Árbæjarsafn
Safnið opið eftir samkomulagi. Hægt
er að hringja í síma 84412, mánudaga—
föstudaga milli kl. 9 og 10, og panta
tíma.
Ásmundarsafn
v/Sigtún
Nú stendur yfir í Ásmundarsafni sýn-
ing sem nefnist Konan í list Asmundar
Sveinssonar. Er hér um að ræöa mynd-
efni sem tekur yfir mestalian feril Ás-
mundar og birtist í fjölbreytilegum út-
færslum. Sýningin er opin í vetur á
þriðjudögum, fimmtudögum, laugar-
dögum og sunnudögum frá kl. 14—17.
Listmunahúsiö,
Lækjargötu 2
Eyjólfur Einarsson sýnir 40 málverk
og vatnslitamyndir unnar á sl. tveim
árum, meðal annars í Hollandi, þar
sem hann dvaldi sl. vetur. Sýningin,
sem er sölusýning, er opin virka daga
frá kl. 10—18, laugardaga og sunnu-
daga kl. 14—18. Lokað á mánudögum.
Sýningunni lýkur 13. október.
Stofnun Árna Magnússonar
Handritasýning, opin á þriðjudögum,
fimmtudögum og laugardögum frá kl.
14-16.
Listasafn
Háskóla íslands
I Odda, nýja hugvísindahúsinu, er opið
daglega kl. 13.30—17. Þar eru til sýnis
90 verk úr eigu safnsins, aöallega eftir
yngri listamenn þjóðarinnar. Aðgang-
ur er ókeypis að sýningunni.