Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1985, Side 8
MEÐ BARNSANDUTK)
Orson Welles var einn fremsti leikstjóri útvarpsleikrita sem um getur.
„Hann er risi meö barnsandlit,
hamslaus letingi, spakur
brjálæðingur, einfari í fjölmenni,
skólastrákur sem sefur í
kennslustund, ráöabruggari sem
þykist vera ofurölvi til aö fá aö vera í
friði. Hann kann betur en nokkur
annar að færa sér í nyt aö líta út eins og
sofandi björn.”
Þessi orö franska skáldsins Jean
Cocteau lýsa ef til vill betur en margt
annaö manninum sem var efnilegasta
sjötuga gamalmenni heims er hann
lést fyrir viku, kvikmyndagerðar-
manninum Orson Welles.
Orson Welles var um margt einn sér-
kennilegasti listamaöur þessarar
aldar. Hann varö heimsfrægur,
kornungur er hann geröi Citizen Kane.
Þrátt fyrir að sú mynd sé oft talin
besta kvikmynd sem nokkru sinni
hefur veriö gerö tókst honum líklega
aldrei eins vel upp síðar og fékk raunar
harla fá tækifæri til aö láta kné fylgja
kviði.
Hver var snillingurinn
með barnsandlitið?
Orson Welles var borinn í þennan
heim hinn 6. dag maímánaöar 1915 í
bænum Kenosha í Bandaríkjunum.
Hann var kominn af litríku fólki. Einn
forfaðir hans í fóðurætt var skv.
amerískri heimild vinur William
Shakespeare (!) hvernig sem menn
hafa komist aö því. Þegar Orson Welles
kom í heiminn áriö 1915 var honum
ætlað stórt hlutverk. Þeim Richard
Welles jr. og Beatrice Ives, konu hans,
hafði orðið eins drengs auðið sem
nefndur var eftir föður sínum og bætt
við júníor að amerískum sið. Pilturinn
var ættingjum sínum til lítillar
ánægju. Hann átti við geðveiki að
stríöa. Harmurinn var ef til vill meiri
þar sem foreldrarnir þóttu ekki hið
einasta skara fram úr að andlegu
heldur og likamlegu atgervi. Welles
fjölskyldan var vel stæð og bærinn
Kenosha, þar sem þau bjuggu, óx úr
smábæ í allstóran bæ þar sem
innflytjendur af ýmsum uppruna fylltu
sparibauka fjölskyldunnar er þeir
keyptu bjórinn frá Badger Brass sem
var í eigu hennar.
Beatrice Ives Welles var valkyrkja
hin mesta og allt í öllu í bæjarlífinu.
Richard Welles var hins vegar
fylliraftur þó ríkur væri. Og raunar fór
það svo að Richard hélst illa á fé og svo
fór að fjölskyldan varð að flytja i
skammarlega lítið húsnæði miöaö við
þaö aö heimihsfaðirinn var meðeig-
andi í stóru fyrirtæki. Um það leyti
sem Orson var að fæöast í heiminn lést
afi hans og amman flutti heim. Hún
þjáðist af magakrabba og settu angist-
aróp hennar svip á barnæsku hans.
Dauöi og þjáning urðu honum einmitt
hugleikin viðfangsefni. Dr. Maurice
Bernstein, læknir að starfi og mennt,
sinnti ömmunni. Og svo fór að hann
sinnti móður Orsons æ meir og urðu
þau elskendur. Faðir hans ákvað
fjörutíu og sex ára gamall að það væri
kominn tími til að fara á eftirlaun og
seldi hlut sinn í bruggunarfyrirtækinu.
Fyrir hlut sinn föck hann fjárhæð sem
nægði honum tU að lifa sómasamlegu
lífi tU æviloka.
Beatrice stakk karl sinn þá af og var
þá Bernstein gerður að fjárhalds-
manni Orsons og síðar varð hann fyrir-
mynd að fjárhaldsmanni Charles
Foster Kane í Citizen Kane.
Og raunar er það svo að þegar litiö
er yfir barnæsku Welles má sjá þar
flest atriði kvikmynda hans fyrr og
síðar í misbreyttri mynd
Móðurmissir
Móðir Orsons hafði náð nokkurri
frægð sem píanisti eftir skilnaðinn.
Árið 1924, er Orson WeUes var aðeins
níu ára gamaU, veiktist hún alvarlega
af lifrarsjúkdómi. Hún vissi að
dauöinn var skammt undan. Á
afmæUsdegi hans sátu mæðginin ein og
kertin af afmælistertunni voru eina
ljósið sem lýsti upp svefnherbergi
hennar. Hún bað Orson að slökkva á
kertunum. I myrkrinu sagði hún syni
sínum hvað dauðinn væri og hvers væri
að vænta. Hún lést viku síðar, og
kannski hafði enginn atburður lífs
hans jafnmikil áhrif á hann og þetta
niu ára afmæli með dauðvona
móðurinni.
Orson sótti ekki skóla fyrr en eftir
dauöa nioður sinnar. Hann náði skjótt
góðum námsárangri (nema í
stærðfræði eins og fleiri góðir menn).
Og barn að aldri lék hann í og leik-
stýrði skólaleikritum. „Skopmynda-
teiknari, leikari, skáld, og aðeins tíu
ára,” var fyrirsögn á grein sem birtist
um hann í skólablaðinu. Hann var
settur í betri skóla og hélt þar áfram
með áUka árangri. Og nýtt kom til
sögunnar. Hann var lygari. Hann
falsaði mjög glæsilega vottorð um að
hann væri ófær um að taka þátt í
U'kamsæfingum hvers konar og lék á
einu og sama ári Júdas, Jesú Krist og
leikstýrði að auki JúUusi Sesari og
Ríkarði þriðja eftir Shakespeare.
Orson var semsé undrabarn.
„Félagslegar aðstæður” hans voru
undarlegar í meira lagi. Richard, faðir
hans, var fuUur meira eða minna og
Bernstein, fóstri hans, afrekaöi meðal
annars að búa með hjónum þar sem
karlmennimir skiptust á aðfarameð
líkamslosta að fraukunni. Bernstein
dró sér fé úr þeim sjóðum sem Orson
UtU hafði erft og átti að erfa.
Ætlaði að verða málari
Fimmtán ára gamall missti Orson
föður sinn og átti þá einan að
svindlarann og kvennamanninn
Bernstein. Ári síðar var strákurinn
orðinn stúdent. Fjölskyldan vildi senda
hann í Cornell háskólann en stráksi
vildi óhnur læra leikUst. Ekkert sam-
komulag varð en að lokum tókst Orson
aö kría út fé og fara til írlands. Hann
ætlaði aö verða málari.
Eftir flakk og alls kyns vitleysu
komst drengurinn í kynni viö
hommapar í Dublin og svo
skemmtUega vildi tU að það rak Gate
Theatre — framúrstefnuleikhús.
Kynnin hófust þannig að peyin
sótti um vinnu í leikhúsi þeirra og laut
þá fulla af alls kyns vitleysu eins og
hann átti eftir að gera oft og einatt sér
til framdráttar alla ævi.
Teningunum var kastað. Ævistarfið
var hafiö. Meðal hlutverka Orsons í
Gateleikhúsinu var mUljónarinn Ralph
Bentley í leikriti David Sears, The
Dead rise fast. Þar var sáð fyrir Charl-
es Foster Kane. Og auðvitað var
Shakespeare ekki langt undan: senni-
lega hefur draugurinn í Hamlet
sjaldan verið leikinn af yngri leikara.
Welles gat sér gott orð sem leikari á Ir-
landi aöeins 16 ára gamall en svo hlaut
að fara að hann sneri heim á ný.
Svartur Macbeth
Welles hóf störf við leikhús í New
York. Honum gekk vel en mjög bar á
ýmsum agavandamálum. Hann fékk
írsku vini sína yfir tU Bandaríkjanna
og sýningar þeirra á verkum eins og
Hamlet vöktu talsverða athygli.
1934, þegar Welles var nítján ára,
kvæntist hann fyrstu konunni sem
hann hafði nokkru sinni haft áhuga á,
hinni stórglæsilegu Virginia Nicholson.
Á þessum árum mótaðist hugsun
Orson Welles. Hann snerist öndverður I
gegn uppgangi fasisma í Evrópu og
tUhneigingum ýmissa stjórnmálaafla í
sömu átt í heimalandi sínu.
Og að mörgu leyti var það pólitískur
áhugi hans sem varð kveikjan að
fyrsta stórvirki hans, sem var upp-
setning á Macbeth.
Roosevelt var kominn tU valda og
meöal fyrstu verka hans var að koma á
fót ýmiss konar atvinnubótavinnu.
Þessi stefna náði meðal annars tU leik-
Ustar. Ákveðið var að koma á fót leik-
húsi tU að sjá atvinnulausum leikurum
fyrir Ufibrauði. Og það var í slíku leik-
húsi í miðju Harlem fátækrahverfinu
sem Welles fékk að setja upp þetta
fræga leikrit Shakespeare. Á þessum
tíma töluðu menn í alvöru um að svert-
ingjar ættu ekki aö fá atvinnuleysis-
bætur eins og hvítir menn en Orson
Welles gaf sUkum öflum rækilega á
kjaftinn með því að láta svertingja
leika Macbeth og atburðina gerast
í frumskógi óralangt frá Skotlandi hins
klassíska Macbeths. Og í stað galdra-
kvenna Hálandanna voru mættir til
leiks kolsvartir voodoo galdramenn.
Leikritið fékk rífandi góða dóma í öll-
um blöðum nema New York Herald
Tribune. Er gagnrýnandi þess blaðs lést
skömmu síðar óttaðist Orson mjög að
voodoo negrarnir hans hefðu magnað
seið. . .
Mercury verður til
En fljótt skarst í odda milli ríkis-
styrkta leikhússins annars vegar og
Welles og John Housemann hins vegar.
Félagamir stofnuðu Mercuryleikhúsiö
hf., kusu hvor annan forseta og vara-
forseta á stjórnarfundi og eyddu hluta-
fénu, hundraö dollurum, í hvelli.
Mercuryleikhúsið setti upp klassísk
leikrit en í höndum þess varð Júlíus
Sesar ögn líkur Mússólíni og það var
enginn í vafa um hvar stjórnendur
þess væru í pólitík.
Leiklist var í augum Welles á þess-
um tíma einungis eitt tæki til að hafa
áhrif á samtímann. Baksvið þessa
atburöa er spænska borgarastyrjöldin,
uppgangur fasisma og styrjaldarund-
irbúningur. Mercuryleikhúsið græddi
ekki mikla peninga en það var öllum
ljóst, sem höfðu vit á leiklist, að Orson
Welles var einn besti leikstjóri Banda-
ríkjanna, þrátt fyrir ungan aldur.
Hann var ætíð með mörg jám í eld-
inum. Hann leikstýrði hjá Mercury,
leikstýrði í Chicago og var byrjaður aö
vinna fyrir útvarp. Virginia, kona
hans, eignaðist dóttur en þar sem þau
hjónin voru búinn að ákveða að barnið
ætti að vera strákur var stelpan skýrð
Christopher. En hjónin þoldu vart
hvort annaö lengur og skilnaður var
óumflýjanlegur.
Árangur hans í útvarpsleikritum
var sérlega athyglisverður. Drakúla
þótti frábært og Dauði Dantons var að
sögn kunnugra frábær úttekt á spill-
ingu valdsins.
Welles var eins og venjulega á fullu
út um borg og bí og hafði vart nokkurn
tíma til aö sinna verkefni sem útvarpiö
var búið að panta hjá honum: Innrás-
inni frá Mars (War of the worlds) eftir
sögu H.G.Wells. Hann fékk Howard
nokkurn Koch til að skrifa leikgerð
sögunnar en Koch þessi varð síðar enn
frægari fyrir handritiö að Casablanca.
Þegar vinnubrjálæðingurinn Welles
var kominn í spilið á fullu trúði Koch
ekki sínum eigin augum. Það var allt
vitlaust. Welles barði hann áfram eins
og dráttarklár og þegar útsending
byrjaði klukkan átta að kvöldi (á New
York tíma) föstudaginn 30. október
1931 var Koch úrvinda af þreytu.
Innrásin frá Mars
Á slaginu átta kynnti leikstjórinn,
Welles, leikritið og gaf svo hljómsveit-
inni merki um aö byrja að leika kynn-
ingarlagið, Píanókonsert eftir
Tsjækovskí. Því næst lásu þægilegar
raddir venjulegt útvarpsbull um vont
veður yfir Nova Scotia, hæði yfir
Grænlandi, kannski rigning á morgun,
og svo var tilkynnt að Ramon Raquello
og hljómsveit hans myndu leika frá
Park Plaza hótelinu. Og í þann mund
sem hlustendur bjuggu sig undir aö
dotta yfir samkvæmisdönsum var dag-
skráin rofin: „Herrar mínir og frúr,
viö rjúfum danslagadagskrá okkar til
að útvarpa sérstökum fréttaþætti frá
Millimeginlandafréttaþjónustunni. Tutt-
ugu mínútum fyrir átta í kvöld varö
prófessor Farrell hjá stjörnuathug-
unarstöðinni á Jenningshöfða í
Chicago Illinois var við reglubundnar
gassprengingar á plánetunni
Mars... ”
Því næst var tilkynnt aö gasstraum-
ar æddu í átt til jaröar. I kjölfarið
sigldu viðtöl og til aö blekkja hlustend-
ur enn frekar var leiðinlegum athuga-
semdum og lögum skotið inn á milli.
Tíu mínútum fyrir rúu var tilkynnt að
brennandi vígahnöttur hefði lent rétt
hjá Grovers Mill í New Jersey. Carl
Phillips fréttamaður var kominn á
staðinn eftir örfáar mínútur og
milljónir Bandaríkjamanna misstu
niður kaffibolla eða svelgdist á í keleríi
þegar Carl hrópaði upp yfir sig:
„Hluturinn gefur frá sér hviss. . .
hey. . . toppurinn er aö fara af. . .
hann skrúfast af. . . Hvað er
þetta?.. . Tveir hringir sjást í svörtu
opinu. . . Eru þetta augu?. .. Þetta
gæti veriö andlit. Þetta gæti verið. . .
Almáttugur, það liðast eitthvað út úr
hlutunum eins og eiturslanga.”
Carl Phillips fréttamaður lýsti því
svo er slímugar slöngulaga verur lið-
uðust út úr hlutnum og fyrr en varði
var allt í voöa: fólk féll allt um kring.
Innrásin frá Mars var hafin.
Allt brjálað
I fáum orðum sagt: Það varð allt
brjálað. Talið er að 12% útvarpshlust-
enda hafi verið við viötækin og út um
allt var fólk sem flúði heimili sín í of-
boði. Fjöldinn allur fékk móöursýkis-
kast. Hringt var til rafveitu og hún
beðin um að taka rafmagnið af til að
Marsbúarnir ættu erfiðara um vik með
loftárásir. Þónokkrir vildu gerast
sjálfboðaliðar hjá Montgomery Smith
hershöfðinga sem átti að stjórna her-
sveitum Bandaríkjamanna í stríðinu
við Marsbúa.
I lok þáttarins var minnt á að hér
væri aöeins um leikrit aö ræða en svo
virðist sem fáir hafi hlýtt á þann boð-
skap. Útvarpsstöðin fylltist af frétta-
mönnum sem flestallir voru mjög arg-
ir út í Mercuryfólkið. Forsvarsmenn
þess, Welles og Housemann, vörðust af
kappi. CBS útvarpsstöðin, sem haföi
nýtt krafta þeirra í þessa útsendingu,
var ekki par hress, en gat lítt að gert.
Og undir niðri dáðust allir að Welles og
hans mönnum sem höfðu platað Amer-
íku jafnrækilega og raun bar vitni.
En þaö þykir engum gaman að vera
plataður og næsta árið voru allir
vondir út í Welles. Hann var líka
óhemjufrekur og því var ástandið ekki