Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1985, Síða 10
54
DV. LAUGARDAGUR19. OKTÖBER1985.
Fiskveiðilögsagan var fœrð út í 200 milur 15. október 1975 og eru nú liðin 10 ár frá
þessum atburði. Með þessari ákvörðun hófst hið tiunda þorskastriða íslendinga og átti
eftir að vera háð með meiri hörku en áður hafði gerst á miðunum. Níunda þorskastrið-
inu var ekki lokið þegar það tíunda hófst. Niunda þorskastríðið er það strið nefnt sem
upphófst þegar íslendingar færðu fiskveiðilögsöguna út i 50 milur 1. september 1972.
Það var mikið sem gekk á þegar fiskveiðilögsagan var færð út í 200 milur. Bretar
mótmæltu útfærslunni sem fyrr og urðu okkar hörðustu andstæðingar í þessu stríði.
Bresk herskip sigldu 54 sinnum á íslensk varðskip og oft munaði litlu að stórslys hlyt-
ust af. Bresku togararnir sóttu veiðar sinar lengst af undir vernd herskipa en samt
tókst varðskipunum að klippa togvira aftan úr 46 togurum.
Langir og strangir fundir voru haldnir á þessu tímabili milli íslendinga og andstæð-
inga þeirra.
Bretar voru erfiðir viðureignar og 19. febrúar 1976 sleit ísland stjórnmálasambandi
við Bretland og kallaði sendiherrann heim og Norðmenn tóku að sér að annast þar af-
greiðslu islenskra mála. Þessi ákvörðun var tekin eftir löng og ströng fundarhöld i
London. Breska stjórnin lagði fram tillögu til lausnar sem islenska stjórnin hafnaði.
Um miðjan mai hófust furtdir islenskra stjórnvalda með utanrikisráðherra Breta fyrir
milligöngu norsku stjórnarinnar. Þeim viðræðum lyktaði með þvi að gert var
samkomulag 1. júní 1976 og lauk þar með þessu tiunda þorskastriði.
APH
Geír Hallgrímsson var forsætisráðherra
íþorskastríðinu:
„Þetta var við-
burðaríkur og
hættulegur tími”
Mikil og erfiö fundahöld stóöu yfir
þann tíma sem Bretar og Þjóðverjar
voru andvígir því aö fiskveiðilögsaga
Islands væri 200 mílur. Geir
Hallgrímsson var forsætisráöherra á
þessum tíma. „Þegar ríkisstjórn sú,
sem ég veitti forstöðu, tók þá ákvöröun
aö færa efnahagslögsöguna út í 200
mílur og reglugerð var gefin út af þá-
verandi sjávarútvegsráðherra,
Matthíasi Bjamasyni, þar aö lútandi
15. október 1975, stóð deilan um út-
færsluna í 50 mílur enn yfir. Mönnum
þótti of mikið í fang færst með þessu.
Sagt var aö það væri enginn fiskur á
milli 50 og 200 mílna og það væri fá-
sinna að gera neitt frekar í útfærslu
þar til Hafréttarráðstefnu Sameinuðu
þjóðanna væri lokið. Við töldum hér
vera um slíkt lífshagsmunamál aö
ræða aö það þyldi enga bið. Erlend
veiðiskip höfðu tekið nálægt helming
aflans á Islandsmiöum um langt árabil
og allir gátu nú séð hvernig unnt væri
að lifa í þessu landi ef' við ættum að
láta helming af afla okkar í hendur
annarra,” sagöi Geir Hallgrímsson
utanríkisráðherra í viðtali við DV.
„Eg minnist þess að við héldum því
fram að þróunin á hafréttarráðstefn-
unni hnigi í þá átt að 200 mílurnar yrðu
regla eins og á daginn kom. Og þó
þetta hafi verið harðvítugasta land-
helgisbarátta okkar þá var hún eftir á
að líta tiltölulega stutt því aö í raun
lauk henni í maímánuði 1976.
Það var guðs mildi að þessi barátta
hafði ekki í för með sér manntjón eins
og árekstrar á miðunum voru tíðir
milli bresku freigáínanna og
varðskipanna okkar,” sagði Geir
Hallgrímsson.
Hann sagðist minnast þeirra
viðræðna sem hann átti viö Wilson og
Callaghan í London. Einnig minnist
hann fundar sem hann átti með
Crosland, þáverandi utanríkis-
ráðherra Breta, og sem hafði nýtekið
við af Callaghan. Fundurinn fór fram í
íslenska sendiráðinu í Osló.
„Á þessum fundi voru lögð drög að
því samkomulagi sem var um það bil
mánuði síðar undirritað af Matthiasi
Bjarnasyni sjávarútvegsráðherra og
Einari Ágústssyni utanríkisráðherra.
Eftir það samkomulag var sigurinn í
höfn en baráttan var oft tvísýn. Þótti
sumum á stundum vænlegast að segja
sig úr lögum við vestræn ríki og segja
sig úr NATO. En sannleikurinn er sá
að málflutningur okkar á þeim vett-
vangi og stuðningur annarra NATO-
ríkja, en við áttum í höggi við, átti ekki
síst þátt í farsælum málalokum. ’ ’
— Það hvarflaði aldrei að þér að
Island ætti að segja sig úr NATO?
„Nei, aldrei. Vegna þess aö ég gerði
mér grein fyrir því aö þar hefðum við
vettvang til að sannfæra aðra um
stefnu okkar aðgerða, enda er þátttaka
okkar í NATO forsenda öryggis og
frelsis okkar.”
— Voru Bretar ekki harðir í horn aö
taka?
„Jú, vissulega voru þeir það. En
það hefur síðan vakið athygli að strax
eftir að við höfðum fengiö okkar
málum framgengt, með samningum,
þá notuðu Bretar sér okkar rök í eigin
deilum við önnur ríki sem veitt höfðu í
þeirra lögsögu.”
— Það er að sjálfsögðu margs að
minnast frá þessum tíma?
„Jú, það var til dæmis mjög
harðvítugur fundur sem við héldum í
London. Við héldum mjög langa fundi,
bæði á sveitasetri forsætisráðherrans
og í Downing Street 10 og ennfremur í
þinghúsinu.
Það er að sjálfsögðu margs aö
minnast frá þessum fundi. Eg man
eftir því að þegar Callaghan, sem varð
skömmu síðar forsætisráðherra, kvaddi
mig sagði hann viö mig. „Ur því aö það
er svo erfitt fyrir okkur að
komast að samkomulagi getum við
ekki verið sammála um það að vera
ósammála?” Þá svaraði ég því að það
væri engin lausn og hvenær sem væri
gæti slíkt leitt til manntjóns á
miðunum, svo að ekki væri talað um þá
fiskveiöihagsmuni sem í húfi væru
fyrir okkur.”
— Hvað er þér minnisstæðast af því
sem gerðist á hafi úti?
„Þetta var svo viðburðaríkur tími
og svo hættulegur að ég óttaðist í hvert
skipti sem síminn hringdi að voöa-
fregnir væru á ferðinni. Sem betur fer
varð ekki neitt manntjón þó oft væri
mjótt á mununum.
Það eru margir atburðir sem ég
minnist frá þessum tíma. En ég vil að
það komi fram hvílíkan kjark og fæmi
íslenska landhelgisgæslan sýndi og
verður það aldrei metið og þakkað sem
skyldi,” sagði Geir Hallgrímsson utan-
ríkisráðherra.
-APH.
Þröstur Sigtryggsson var skipherra i þorskastríðinu:
„Klipptum tvo á
fímm mínútum"
Islensku varðskipin stóðu sig vel í
þorskastríðinu. Bretum tókst ekki að
hindra það að þau gætu truflað veiðar
bresku togaranna þótt þeir sendu hing-
að á miðin freigátur og dráttarbáta.
Þröstur Sigtryggsson var skipherra á
þessumtima.
„Þetta var mjög viðburðaríkur tími
á margan hátt og það var í mörg hom
að líta í sambandi við öryggi skipanna.
Mesta hættan stafaöi af dráttarbátun-
um og freigátunum sem send voru
hingað á miðin í þeim tilgangi að sigla
á varðskipin og gera þau óvirk. Þá
þurfti maöur sérstaklega að taka tillit
til þeirra og gefa þeim ekki færi á sér,”
sagði Þröstur Sigtryggsson skipherra í
viðtali við DV.
„Það var gaman að þessu stundum
og svo komu sorglegir atburöir fyrir.
Einn vélstjóri hjá mér, Halldór Hall-
freðsson, lést um borð og var þaö óbein
afleiðing af árekstrí við freigátu.
Það sigldi freigáta að okkur og
beygði svo frá með þeim afleiðingum
að síður skipanna skullu saman. Viö
þetta brotnaði lunningin af hjá okkur.
Og það fór að leka niður í vélarrúmið
þar sem stoðimar á lunningunni rifn-
uðu upp. Þegar þetta gerðist vorum við
að nálgast hóp togara og freigátan var
að reyna að hindra okkur í því að kom-
ast að þeim. Við stoppuðum og fórum
að reyna að gera við lekann og tylla
lunningunni á aftur. Þá kallaöi freigát-
an dráttarbát á vettvang og við urðum
að forða okkur undan honum. Við-
gerðarmennimir voru ekki allir farnir
af þilfarinu og það kom smáalda yfir
skipið með þeim afleiöingum að Hall-
dór datt á þilfarinu og missti
meðvitund. Hann komst aldrei til
meðvitundar aftur,” sagði Þröstur.
Þetta var það hryggilegasta sem kom
fyrir hjá Þresti á þessum tíma.
„Það skemmtilegasta var þegar
hægt var að leika á freigáturnar. Það
kom einu sinni fyrir að við vorum einir
á öllu austursvæðinu á Ægi. Þá hafði
okkur tekist að plata freigáturnar og
komumst úr þeirra gæslu. Þær voru
víðsfjarri og voru að passa okkur inni í
þremur fjörðum og héldu að við
værum þrjú mismunandi varðskip. A
meðan lékum við lausum hala á miðun-
um og tókst að komast inn í togarahóp
þar sem við klipptum aftan úr tveimur
togurum á fimm mínútum,” sagði
Þröstur Sigryggsson skipherra og hef-
ur aðeins rifjað upp brot af því sem
gerðist í hans skipherratíð í tíunda
þorskastríðinu.
-APH.
nbandi vio nmianii—
LEYNILEGUSTU
VIÐRÆÐUR
SÍÐARI TÍMA
VISIR
Bajorttjiromélié i ÍTjom:
„Notaii söfnunarféð í eigin
bógu", segir bœjarstjórn
- Sjó bak
i i london
STJÓRNMÁLASLIT EF FREI-
GÁTURNAR KOMA INNFYRIR
segir Einar Ágóstsson, utonríkisróðhem
... . ^| Einar Agústsson. 1
_ Ef bresku Iret riu,ri6herr, vlö
nktumar vrxfta aftur
f..a,r Innfyri, m m«“,
milna mörkin eru allar
borfuráað stJómmáU
sambandi við Bretlai
verði slitið
ra r**«* '
Veðdoust OO flMM
_ No comm.nL nn „lUOnu, Kurí.Uírift-
„mnr.nl .«»1 O.ir ‘«™““
riUh.rra, vih innl.mi,
o. trl.nil, fr.ttam.nn I.IBinnum oR antulili lip-
2«„ h,nn k.m fri uH framhil ..IrilUr-
London 4 miðnæUi sffr bálunum’’ sem að hon-
WÆtlm'
ósto
Tilbúið -omrungs- h -
uppkHnt liggur fvrir |
Ekkprt 'T’*'•»*■••**
•TPkast
ÖrBíBBttBQd""
teq”
,WVi.«»
\ |«l| I 1 sSítSS’"'_
f«
Nokkrar úrklippur úr dagblaðinu Vísi frá þessum stormasama tími