Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1985, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1985, Blaðsíða 17
DV. LAUGARDAGUR19. OKTOBER1985. 61 sakamál — Sérstæð sakamál — Sérstæð sakamál Myndarlegur maður — í leit að móðurást. kerlingu alvarlega? Kerlíngu, sem auk þess aö vera gömul, er svo bjánaleg aö segjast vera ástfangin af þessum unga villimanni. Enginn hlustaöi nokkru sinni á „mæðurnar” í lífi Taddeusar. Nóttina fyrir dramað uppi á svölum hringdi María í hjúkrunarfræðinginn sem haföi meö Tad að gera. María fullyrti að Tad myndi myrða einhvern. Hjúkrunarfræðingurinn sagöi bara: „Þú getur ekkert gert! Snúöu þér ekki til lögreglunnar, það getur orðiö hættu- legt og getur komiö sjálfri þér í koll.” Þegar Tad svo setti sitt síöasta drama á sviö varð lögreglan til þess að hjálpa honum með þvi að útvega alla aukaleikarana: 30 lögreglumenn í skotheldum vestum umkringdu fjöl- býiishúsiö í níu klukkustundir. Nær- liggjandi götum var lokað, strætis- vögnum var beint á aðrar leiðir, sjúkrabíll var hafður til taks og fjöl- býlishúsið sjálft var tæmt af fólki. Tad haföi komiö i heimsókn til Maríu og hafði Mauser-riffilinn með sér. Hann hrakti hana út úr íbúðinni. „Hann var greinilega gersamlega á valdi geðbilunarinnar,” sagði María. „Hann var eins og villidýr, virtist ekki þekkja mig, vissi ekki hvað hann gerði, vissi ekki hvar hann var.” María kallaði á lögregluna. Þegar lögreglan kom með skotsveit og bíla kom Tad út á svalir og sagðist vera með sprengideig í fórum sínum. En hefðu lögreglumennimir hiustað á „mæðurnar” í lífi Taddeusar hefðu þeir getað gengiö að því vísu að tal hans um sprengideig væri ekki annað eneinhótunintil. María sagði lögreglunni að Tad hefði margsinnis reynt að fremja sjálfs- morð. Tad hringdi úr íbúðinni og náöi þann- ig sambandi við Maríu. Hann var þá orðinn þreyttur, ráðvilltur og vissi ekki hvernig lögreglan myndi bregöast við. „Ef lögreglan hefði bara verið róleg — ekki veriö á svæðinu með allan þenn- an mannfjölda — þá hefði Tad bara sofnað,” sagði María. „En í lok sam- talsins réðst lögreglan til atlögu og varpaði einum 40 táragassprengjum inn í íbúöina. Það síðasta sem heyrðist til hans var að hann hrópaði gegnum táragasreyk- inn: „Það illa sem maður gerir í lífinu það sendir lífiö sjálft manni aftur! ” Lfkast til átti móöir hans, langt í burtu í Póllandi, að heyra þessa speki — ekki lögreglan og ekki María. Taddeus tók Mauserinn og skaut sig í höfuðið. Spurningar Eftir á spyr fólk margs um Tad. Hann starfaði lengstum sem farmiða- sali við neðanjarðarlestina í Stokk- hólmi. Kona ein, sem stendur afsíðis í kirkjugarðinum við jarðarförina, segist hafa vingast við Tad gegnum son sinn sem hafði löngum leikið sér við innganginn í lestina. Konan var einstæð og einhverju sinni haföi hún ekki ráö á að gefa syni sínum reiðhjól í afmælisgjöf. Þá bauðst Tad til aö lána henni peninga. Því segist hún aldrei munu gleyma. Þess vegna fylgir hún honum til grafar. Spurningarnar um raunveru- legt eðli Taddeusar hrannast upp þar í kirkjugarðinum: Hefði lögreglan bara tekið Tad alvarlega þegar hann var að hóta sjálfsmorði. .. Hefði hann fengið betri hjálp á taugadeildunum þegar hann lenti þar.. . Ef það væri bara til eitthvað í þessu neyslu- og vel- megunarsamfélagi sem liti til með veikumsálum. .. Sektarkennd „Mæðurnar” lifa eftir með sínar til- finningar. Karen finnst lífið erfitt. Fólk hefur dæmt hana fyrir það að hún gaf sig ekki fram við Tad þegar hann hrópaöi á hana af svölunum. Margar hinna kvennanna sakna hans — sakna hans sem spennandi elskhuga. En með tímanum grær yfir söknuðinn — kannski aðrir elskhugar hjálpi þeim við aö gleyma. „Mæðurnar” eru allar svo fullorðnar að þær muna eftir gömlu heimilisfeðr- unum, vinnuþjörkunum, sem komu heim til eiginkvennanna og heimtuðu atlæti, umönnun. Kannski eru þær sjálfar núna að svipast um eftir þannig karlmönnum — einhverjum til að ann- ast. Og þær reyndu að „annast” Taddeus. En það þurfti meira til en velmeinandi ekkju á miöjum aldri til að tjónka við Tad. Hann var sjúkur — sjúkur af söknuöi. „Ég held að kynlífið sé það mikil- verðasta í lífi karlmanna,” segir María. „Hvað konur snertir er það áreiðanlega ást og umhyggja. Þetta er rótgrónara í okkur en við höldum,” ímyndar hún sér. „En við verðum að láta ungum konum skiijast að þær eiga ekki aö ganga mönnum sínum í móö- urstað,” — segir „móðirin” María. Sérstæð sakamál — Sérstæð sakamál — Sérst Nauðungaruppboð sem auglýst hefur verið í Lögbbl. á fasteigninni Suðurgötu 19 í Sand- gerði, þingl. eign Sigurðar Guðjónssonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Garöars Garðarssonar hrl. fimmtudaginn 24.10. 1985 kl. 10.30. Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 109. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1984 og 3. og 17. tbl. þess 1985 á eigninni Marargrund 4, Garöakaupstað, þingl. eign Rúnars Daðasonar, fer fram eftir kröfu bæjarfógetans I Kópavogi og Gjaldheimtunnar í Garðakaupstað á eigninni sjálfri miðvikudaginn 23. október 1985 kl. 14.30. Bæjarfógetinn í Garöakaupstað. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 109. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1984 og 3. og 17. tbl. þess 1985 á eigninni vélaverkstæöi, lóö úr landi Lyngholts, Garðakaupstað, þingl. eign Sigurðar Sveinbjörnssonar, fer fram eftir kröfu lönþróunarsjóös á eigninni sjálfri miðvikudaginn 23. október 1985 kl. 14.00. Bæjarfógetinn í Garðakaupstað. Nauðungaruppboð annað og síðasta á eigninni Grænavatni, lóð úr Krísuvík, Hafnarfirði, þingl. eign Óskars Agústssonar, fer fram á eigninni sjálfri þriðjudaginn 22. október 1985 kl. 17.15. Bæjarfógetinn i Hafnarfiröi. Nauðungaruppboð sem auglýst var I 109. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1984 og 3. og 17. tbl. þess 1985 á eigninni Vesturbraut 18, Hafnarfiröi, þingl. eign Hjalta Hjaltasonar, fer fram eftir kröfu Veödeildar Landsbanka islands, Sigríðar Thorlacius hdl., Brunabótafélags Islands og Ólafs Gústafs- sonar hdl. á eigninni sjálfri mánudaginn 21. október 1985 kl. 15.15. Bæjarfógetinn I Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 109. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1984 og 3. og 17. tbl. þess 1985 á eigninni Hjallabraut 92, Hafnarfirði, þingl. eign Braga Brynjólfssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Hafnarfirði á eigninni sjálfri mánudaginn 21. október 1985 kl. 15.00. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Nauðungaruppboð annað og síöasta á eigninni Flugubakka 6, (1/6 hluti), merkt 6F, Mos- fellshreppi, þingl. eign Kristins Sigurðssonar, fer fram á eigninni sjálfri miövikudaginn 23. október 1985 kl. 17.30. Sýslumaðurinn i Kjósarsýslu. Nauðungaruppboð annað og síðasta á eigninni Dalatanga 11, Mosfellshreppi, tal. eign Sveins Gíslasonar, fer fram á eigninni sjálfri miövikudaginn 23. október 1985 kl. 17.00. Sýslumaöurinn I Kjósarsýslu. Nauðungaruppboð annað og síöasta á eigninni Skólabraut 19, n.h., Seltjarnarnesi, þingl. eign Lúöviks Jónssonar, fer fram á eigninni sjálfri miðvikudaginn 23. október 1985 kl. 16.15. Bæjarfógetinn á Seltjarnarnesi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 109. tölublaði Lögbirtingablaösins 1984 og 3. og 17. tbl. þess 1985 á eignini Noröurtúni 6, Bessastaöahreppi, þingl. eign Andreasar Bergmann, fer fram eftir kröfu Útvegsbanka Islands og Þor- valds Lúðvíkssonar hrl. á eigninni sjálfri miðvikudaginn 23. október 1985 kl. 15.30. Sýslumaöurinn í Kjósarsýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 109. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1984 og 3. og 17. tbl. þess 1985 á eigninni Smiösbúð 7, Garöakaupstaö, þingl. eign Manus hf., c/o Ingimundur Árnason, fer fram eftir kröfu Gjaldheimt- unnar i Reykjavík á eigninni sjálfri miðvikudaginn 23. október 1985 kl 15.00. Bæjarfógetinn í Garöakaupstaö.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.