Alþýðublaðið - 24.06.1921, Blaðsíða 1
0-eflð 1kt stf ^LlþýöiafflO'IíM»xsam«
1921
Föstudagian 24. júní.
142 tðinht.
Allir út á Iþróttavöll í kvöld kl. 9
„Fram" og „K. R." keppa.
€rlen9 simskeyii.
Khöfn, 19 júní.
KolaTerkfalliÖ.
Lundúnafregn hermir, að ko!a-
verkfallið haldi áfram. Grdddu
183,827 tilboði stjóraarinnar at-
kvæði, en 432,511 á móti. [Þetta
skeyti er á eftir tímanum; í gær
birtist skeyti sem segir að þeir
hafi hafið vinnu, sem voru með
tiiboði stjórnarinnar; en foringj-
arnir skora á aiian verkalýð Eng-
lands til fulltingis við kolanema.
Er ekki átitlegt ástandið og útlitið
slæmt fyrir kolanemana, má vænta
þess að þeir tapi vérkfallinu, ef
svo stór hluti gengur úr leik, sem
hér að ofan er talinn.}
Khöfn, 22. júní,
Bretar og J?jóðTerjar.
Sfmað er frá Berlin, að þýzkir
útgerðarmenn skoði það sem gleði-
legt timanna tákn, að Bretastjórn
heíir leyft að selja til Þýzkalands
skip, sem áður voru þýzk,
Itirgangur Japana f Asín.
Sfmað er frá Farís, að Japanir
hafi tekið marga bæi í Austur-
Síberiu herskyldi.
Bretar og Pólyerjar.
Símað er frá Breslau, að Bretar
hafi rekið Pólverja, er innrásina
gerðu, úr Kattowitz og fleiri bæj-
um yfir landamærin.
íshafsfor Amnndsens.
Sfmað ér frá Kristjaníu, að A-
mundsen hafi á föstudaginn lent í
Noœe og hafi tilraun hans til að
reka yfir íshafið með ísnum mis-
hepnast.
Jarðarför Hans Árna Jóhannssonar, er andaðist 13. þ. m., fer
fram laugardag 25. þ. m. kl. 3 og hefst jarðarförin með húskveöju
frá heimili okkar, Laugaveg 24.
Sigriður Gudberg. Harald Gudberg.
Piltur
sem er ráðvandur og duglegur getur fengið atvinnu við afgreiðslu og
sendiferðir hjá einni af stærri verzlunum bæjarins. Meömæli nauðsyn-
leg. Umsóknir sendist strax til afgr. þessa blaðs mrkt. „BáðTenðni".
Þjóðasamband Hardings.
Simað er frá Washington, að
rikin í SuðurAmeríku hafi þegar
tekið á móti stefnuskrá Hardings
Bandaríkjaforseta í Þjóðasambands
máiinu. Hötuðatriðin: 1) Samband
ið hafi enga skráða stefnuskrá. 2)
Því sé stjórnað af ráði, sem sanv
anstandi af fulltrúum ailra félags-
þjóðanna, og séu ákvarðanir þess
fremur ráðgefandi en bindandi. 3)
Æðsta ráð bandamanna má nota
sem fyrirmynd. 4) Settur skal á
stofn alþjóðadómstóil, ráðið frá
nauðungardómstóli, riki sem ekki
hlýta dómi dómstólsins sæti eng-
um sektum.
Bíkiskansslari Austurríkis.
Ritzau-fréttastofa segir, að Scho-
ber hafi verið kjörinn rfkiskanzlari
Austuríkis með 98 atkvæðum gegn
62 atkvæðum }afnaðarmanna.
Peningalán til Anstnrríkis.
Símað er frá Genf, að sænskir,
norskir og holienzkir bankar séu
fúsir til þess að veita Austurríki
bráðabirgðaláa eftir fyrirkomulagi
Hollendingsins Ter Meulens og fjár-
málanefndar þjóðabandalagsins.
Jtýjustii simskeyti.
Khöfn, 23. júní.
Eommnnistasamsæri.
Sfmað er frá Stokkhólmi, að
komist hafi upp um víðtækt kom-
munistasamsæri. Hafi margir verið
teknir fastir og vísað ur landi.
[Engu skal hér um það spáð, hve
mikið ýktar þessar fregnir eru, en
Alþbl. mun flytja fregnir af þessu
síðar, þegar hingað berast sænsk
blöð.]
Banðaríkin og Lenin.
Símað er frá London, að Banda*
rfkin hafi með sérleyfum Lenins
(þ. e. a s. rússnesku stjórnarinnar)
til Vandetiips fengið samskonar
réttindi til flotastöðvar á Kyrra
hafsströndinni (i Síberíu), sólar-
hringssigling frá Alaska, og Bret*
ar hafa i Gibraitar. japanir eru