Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1986, Side 30

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1986, Side 30
42 DV. FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR1986 ÞÚSUNDKALL VIKUNNAR ELVIS COSTELLO - DON’T LET ME BE MISUNDERSTOOD (F-BEAT) Þaö má bréfa þaö að hvað sem Elvis Costello gerir það gerir hann vel. Hérna ræöst hann ekki á garðinn þar sem hann er lægstur, flutningur gömlu skepn- anna (Animals) á þessu lagi er enn í hávegum hafður. En Elvis er snillingur, það er að segja Costello. FIMMHUNDRUÐKALL VIK- UNNAR PREFAB SPROUT - JOHNNY JOHNNY (KITCHENWEAR REC- ORDS) Aöalpostular gáfumannarokks- ins eru enn aö puöa við að gefa út smáskifur sem enginn nennir að kaupa, hversu góðar sem þær eru. Þaö er kannski vegna þess að þetta eru einu smáskíf- urnar sem þarf virkilega að pæla i. Og hver nennir að kaupa smáskifu sem hann þarf að hlusta tíu sinnum á áður en hann nær melódiunni. En verður maður ekki að þykjast vera gáf- aður? KLINKIÐ BANGLES - MANIC MONDAY (CBS) Létt og þægilegt popp, skemmti- legar raddanir, pinulítið gamal- dags en góð tilbreyting frá öllu tölvujukkinu. Venst vel. STEVIE NICKS - I CANOT WAIT (EMI) Hún er iðin við kolann sú stutta, hver smáskifan rekur aðra. Þetta er svosum allt í lagi, ágætt lag sem hægt er að ánetjast'en það stendur ekki upp úr í lengdina. SARA BRIGHTMAN & STEVE HARLEY - PHANTOM OF THE OPERA (POLYDOR) Lag eftir Andrew Lloyd Webber þiö vitið; klassiskur tónn og kraftur til aö byrja með en þegar söngurinn byrjar koma bólurnar. Illa fariö meö gott lag en það mætti kannski nota það í Evr- ópukeppnina. JELLYBEAN - SIDEWALK TALK (EMI) Madonna semur lagið, Madonna syngur bakraddir, söngkonan syngur eins og Madonna, Ma- donna syngur eins og söng- konan, Madonna Madonna Madonna... REAGINA - BABY LOVE (FUNK- IN MARVELLOS) ...Madonna, Madonna, Ma- donna, enn ein Madonnan, hvur- slags er þetta eiginlega, þurfa allar nýjar söngkonur að stæla Madonnu. Hvilík fátækt. -SþS Sæl nú!... Simon ,,sjóhund- ur" LeBon er ekki einn popp- ara um það að fara illa út úr viðskiptum sinum við sjávarguðinn, en eins og kunnugt er ýmist hvolfir hann eða strandar snekkju sínni Drum er hann lætur úr höfn á annað borð. Nú hefur Grace Jones gengið í sjó- slysaklúbb Simma en hún stakkst á höfuðið á sjóskíð- um undan ströndum Jamaica fyrir skemntstu og aðvifandi hraðbátur gerði sér litið fyrir og brunaði yfir hana! Rotað- ist ungfrúin en var svo hepp- in að góðvinur hennar, Dolph Lundgren (sá er leikur heimska Rússann í Rocky), var nærstaddur og bjargaði henni eins og hetju sæmir... LEIKFELAG REYKJAVIKUR - LAND MINS FÖÐUR Gotthráefni Atli Heimir segir eitthvað í þá átt að það sé þægileg tilbreyting að semja öðru hvoru svona létta tónlist eins og gefur að heyra á plötunni Land míns föður. Bara að hann þyrfti oftar á þægilegri tilbreytingu að halda! Þá myndi góðum, íslenskum dægurlögum fjölga. Og poppararnir okkar mættu vara sig á tónskáldinu sem hingað til hefur ekki verið í samkeppni við þá um hlustendur. Fyrst eftir að ég fékk plötuna Land míns föður vildi ég helst ekkert annað, bara spila hana aftur og aftur: Krían með gargi er komin í bæinn, kann einhver betri frétt? syngur kórinn og það er ómögulegt annað en taka undir. Mann nefnilega lang- ar að vera með, þetta er allt svo skemmtilegt. Dálítið mikið ærsla- kennt á köflum en undurljúft á milli og laglínurnar sumar hreinustu perl- ur, yndislega fallegar. Og tónlistin fellur eins og flís við skemmtilega og vel.gerða texta Kjartans Ragnars- sonar. Enda tekst þeim vel að vekja upp stemmningu, sem mér eldra fólk verður að dæma um hvort er stríðs- árastemmning, ég efast reyndar um að allt hafi verið svona gaman, en allavega: í meðferð Leikfélagsins eru stríðsárin svo hrífandi að það liggur við að ég vildi vera þrjátíu árum eldri en ég er. En Land míns föður er ekki góð plata nema að vissu marki, hún ristir ekki nógu djúpt og er fyrir vikið svolítið tæp. Tónlistin er skyld þeirri sem var vinsæl í söngleikjum á stríðsárunum, léttur jass og marsar í fyrirrúmi en rómantiskar ballöður inn á milli. Það er engin alvara á ferð, eins og stríðið sé bara fiugelda- AtliHeimirSveinsson. sýning og flottir dátar. Það er kannski allt í lagi að draga upp þá mynd í söngleik en mér finnst platan á köflum dálítið sápukúluleg, ærslin og fjörið helst til mikið. Þetta er eiginlega einum of léttvægt og stutt í að vera leiðinlegt. Sápukúlan er á mörkum þess að springa. Þó lögin séu yfirleitt kaflaskipt og það virðist sem Atli Heimir hafi úr nógu að moða þá er samt of mikið um endur- tekningar, tönnlast svo á sumum laglínum að engu er líkara en nálin hjakki í sama farinu. Eins og gama- nið megi ekki fyrir nokkurn mun taka enda. Leikararnir eru upp til hópa ágætir söngvarar, í það minnsta ráða þeir vel við það sem fyrir þá er lagt í Land míns föður. Það kemur þó fyrir að fullmikið er lagt á einstaka radd- bönd. Jóhann G. Jóhannsson, auk þess að spila á píanó, stjórnar hljómsveit- inni, fimm góðum jassistum. Hjá þeim er allt í góðu gengi, enginn losarabragur á neinu: Sveiflunni • haldið innan vissra marka. ^ Enda þótt sitthvað megi finna að þessari plötu vega þó kostir hennar þyngra. Það er fengur að henni. JSÞ MOTELS - SHOCK Sjokkerandi gott Vegir vinsældanna eru órannsak- anlegir einsog þar stendur og marg- oft hefur maður horft á með undrun þegar undirmálsmenn slá í gegn einsog ekkert sé á meðan hæfileika- mennirnir lepja dauðann úr skel. Ekki veit ég hvort Motels hafa lapið dauðann úr skel en hitt er víst að þessi hljómsveit hefði átt skilið fyrir löngu að öðlast almennar vin- sældir. Einu sinni tókst þeim að vekja á sér athygli, það var fyrir fjórum árum með laginu Only The Lonely. Síðan þá hafa komið út tvær plötur með Motels og er það sú síðari, sem kom út skömmu fyrir áramót, sem hér ertil umfjöllunar. Tónlist Motels er á engan hátt þannig framúrskarandi að hún ætti þess vegna að vera vinsæl. Þetta er einfaldlega heiðarlegt rokk með nútímalegu ívafi; vel gert og meló- dískt og miklu betra en margt af því sem verið er að hampa í tíma og ótíma. Og það sem gerir það enn óskiljan- legra að Motels skuli ekki vera almennt viðurkennd er að hún hefur séreinkenni sem er meira en sagt verður um margar vinsælar rokk- hljómsveitir. Og þetta er söngkonan Martha Davis. Rödd hennar, dálítið í hásari kantinum, ljær tónlist Mot- els það séreinkenni sem greinir hana frá öllum þeim fjölda rokkhljóm- sveita sem leika tónlist á svipuðum nótum. Þess má svo geta að Martha er ekki bara söngkona Motels, hún er Motels, semur bæði lög og texta og leikur aukinheldur á gítar. Þó svo að ég hafi í þessari umsögn i leitast við að benda fólki á kosti Motels er fjarri því að þessi plata hljómsveitarinnar sé eitthvert snilld- arverk, því fer fjarri, hún er misjöfn að gæðum einsog flestar plötur. Hins ' vegar held ég að enginn rokkunn- i andi verði svikinn af að kynnast' Motels lítilsháttar. -SþS- NOKKRIR VESTM ANN AEYINGAR - EG VILDIGETA SUNGID ÞER Dyrmætlög í Jónasar Þóris-útsetningum Er það ekki rétt að Vestmannaeyja- lög séu dálítið öðruvísi en önnur lög? Það vilja margir meina, í það minnsta Vestmannaeyingar. Og ég er ekki frá því að eitthvað sé til í því. En hvort það eru eyjamar og lífið þar sem blása listamönnum ákveðna anda i brjóst er ég ekki viss um, enda hef ég aldrei til Vest- mannaeyja komið og trúi engu fyrr en ég get snert með fmgrunum. Mér finnst miklu nær að segja bara að Oddgeir Kristjánsson og Asi í Bæ séu svolítið sér á báti og svo þrælgóðir að allir eyjaskeggjar, sem fást við laga- og ljóðasmíðar, taki þá sér til fyrirmyndar, reyni að gera eins og þeir. Og þó, hitt er auðvitað mun skemmtilegri og frjósaman skýring að eyjamar búi yfir svo miklum og dásamlegum töfrum að hver meðals- kussi verði skáld og listamaður á því einu að koma þangað, anda að sér sjávarseltunni og hlusta á kríu- gargið. Reyndar er enginn kominn til að leysa þá Oddgeir og Ása af hólmi, það held ég verði seint. Lög eins og Ég veit þú kemur í kvöld til mín, Jónas Þórir. Ágústnótt, Glóðir, Fyrir austan mána og vestan sól (eða var það öfugt) og fleiri eru slíkar perlur, eins og allir vita, að það væri lofsvert ef hægt væri að búa til eitt slíkt á ári (og vinna allar Eurovision-keppnir næstu fimmtíu árin). Já, góðir lands- menn, þau eru öll á plötunni Ég vildi geta sungið þér og Minning um mann og Kvöldsigling líka. Auk þeirra tvö O.K.-lög sem ég man ekki eftir að hafa heyrt áður, titillagið og Góða nótt frá því Oddgeir var ungur og Loftur Guðmundsson, þá líka ungur, samdi ljóðið. j Ég ætla ekki að hafa mörg orð um ' lögin á plötunni, nemakannskisegja ‘ að þau tvö sem ég var að nefna eru ekki í sama gæðaflokki og hin átta sem eru öll gamlir og mjög traustir slagarar. En Jónas ÞO! Þórir er dálítið kaldur að hræra svona í þeim með svuntuþeysara og alls kyns gauragangi. Almáttugur minn, þetta er hálfgert funk! Það er ekkert mjög smekklegt og algjör óþarfi að vera með þess háttar rósir. Það er líka hæpið að segja að þær blómstri. Þó venjast þær merkilega vel og brjóta | allavega ekki þann sjarma sem lögin ! hafa. j Söngvararnir eru allir Eyjamenn og auðvitað með tilfinningu fyrir því' sem þeir gera. Þetta eru mjúkmæltir menn (ekki illa meint), svona hæfi- lega vemmilegir og góðir, sætir karl- ar. Það er enginn sérstakur fengur að þessari plötu, á henni eru lög sem urðu til fyrir löngu og það er litlu við þau bætt með því að klæða þau í þennan búning. Þær sögur ganga nú fjöllun- um hærra i Bretlanrii aö Frankie Goes to Hollywood hafi lagt upp laupana. Tals- menn hljómsveitarinnar og hljómplötufyrirtæki þver- neita þessum fréttum og segja hljómsveitina vera stadda á Ermarsundseyjum við upptökur og æfingar (ekki sundæfingar þó); enn- fremur að ný plata sé vænt- anleg frá Frankie i april... Duranaðdáendur geta hlakk- að til sumarsins þvi hljóm- sveitin hyggst koma saman að nýju í hljóðverinu í mai og hefja upptökur á nýrri plötu. Fram að þeim tima verður Simmi ..sjóhundur" að velkjast til sjós en Nick Rhodes ætlar að setja upp listsýningu í London. Paris og New York sein saman- stendur af myndum lista- manna sem hver fyrir sig hefurgrandhlustað á eitt lag af Arcadiaplötunni og túlkað áhrifin yfir á léreft (eymingja mennirnir)... Dire Straits er nokkuð örugg með að fá einhver Grammy verðlaun þegar þau verða afhent 25. febrúar næstkomandi. Hljómsveitin hefur nefnilega verið útnefnd til átta verð- launa hvorki meira né minna. Þar á meðal má nefna verð- laun fyrir plötu ársins, bæði litla og stóra, lag ársins og myndband ársins svo eitt- hvað sé nefnt... Evrópska innrásin á breska vinsælda- listann heldur áfram; næsta innrásarlið sem, spáð er miklum frama, er svissnesk- ur dúett, Double. sem nú geysist upp breska vinsælda- listann með lagið The Capta- in of Her Heart. Einhverjir hérlendis kannast kannski viö meðlimi dúettsins, þá Kurt Maloo og Felix Haug, en þeir eru fyrrum liðsmenn Yello... Búið i bili... -SþS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.