Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1986, Blaðsíða 26
26
DV. ÞRIÐJUDAGUR 25. MARS1986.
Andlát
Ingunn Bjarnadóttir frá Látrum í
. Aðalvík, til heimilis að Stóragerði
5 10, lést í Borgarspítalanum 22. mars
sl.
Otför Geirs Guðmundssonar, fyrrum
bónda á Lundum, sem lést í Hrafnistu
21. mars sl., fer fram frá Fossvogs-
kirkju þriðjudaginn 1. apríl nk. kl.
13.30.
Agnes Guðnadóttir, Neshaga 12, lést
í Landakotsspítala 21. mars sl.
Guðmundur Jónasson málarameist-
ari, Langholtsvegi 180, lést 16. mars
á Vífilsstöðum. Útförin hefur farið
fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Þóra Arnadóttir, Sólvallagötu 29
Reykjavík, lést á pálmasunnudag.
Pálína Jóhannesdóttir frá Húsavík,
andaðist á Hrafnistu í Reykjavik
aðfaranótt 22. mars.
Hans F. Christiansen er látinn.
Anna Jóna Loftsdóttir, Jórufelli 2
Reykjavík, verður jarðsungin frá
Fossvogskirkju miðvikudaginn 26.
þ.m. kl. 15.
Sigríður Eiríksdóttir hjúkrunar-
kona lést í Reykjavík 23. mars.
Útför Jóns Lárussonar, Framnesvegi
46, sem lést í Borgarspítalanum 20.
mars, fer fram frá Dómkirkjunni
miðvikudaginn 26. mars kl. 15.
Hörður Ingvarsson, Hjarðarholti 8
Selfossi, varð bráðkvaddur 20. mars
sl. Útför hans verður gerð frá Sel-
, fosskirkju laugardaginn 29. mars kl.
* 15.
Ólafur Einarsson skrifstofumaður,
Espigerði 12, verður jarðsunginn
miðvikudaginn 26. mars kl. 13.30 frá
Bústaðakirkju.
Anna Þorsteinsdóttir, Kárhóli, and-
aðist í Landspítalanum laugardag-
inn 22. mars. Minningarathöfn fer
fram frá Langholtskirkju miðviku-
daginn 26. mars kl. 15. Jarðsett verð-
ur frá Einarsstaðakirkju laugardag-
inn 29. mars kl. 14.
Útför Sigurðar Guðmundssonar,
> Vitastíg 17 Reykjavík, fer fram frá
Fossvogskapellu miðvikudaginn 26.
mars kl. 13.30.
Elísabet Sigurðardóttir frá Bónda-
stöðum verður jarðsungin frá Foss-
vogskirkju miðvikudaginn 26. mars
kl. 10.30.
Útför Inga B. Gröndal, Háaleitis-
braut 121 Reykjavík, verður gerð frá
Fossvogskapellu miðvikudaginn 26.
mars kl. 16.30.
Dagfinnur B. Einarsson, áður til
heimilis að Brávallagötu 24, lést
miðvikudaginn 12. mars. Útförin
hefur farið fram í kyrrþey.
Þorgils Jónsson, Ægissíðu, Rangár-
vallasýslu, verður jarðsettur frá
Oddakirkju laugardaginn 29. mars
kl. 14.
Þverholti 11
Síminn er
27022
Fréttaskotiö,
símiimsemaldrei sefur
68-78-58
L3V7MV
alla vikuna
Þverholti 11
Síminner
27022
Úrval
vid allra hœfi
Þverholti 11
Síminner
27022
Tilkynningar
Trúnaðarbréf afhent
Hinn 18. mars 1986 afhenti Haraldur
Kröyer sendiherra Aristides Pereira,
forseta Grænhöfðaeyja, trúnaðarbréf
sitt sem sendiherra Islands á Græn-
höfðaeyjum með aðsetri í París.
Bækur
Finnsk bókakynning í Norræna
húsinu.
I kvöld, þriðjudagskvöldið 25.
mars kl. 20.30 ,kynnir finnski sendi-
kennarinn Timo Karlsson við Há-
skóla Islands nýútkomnar finnskar
bækur, nánar tiltekið bækur sem
komu út árið 1985.
Gestur á þessari bókakynningu
verður Anders Huldén, sendiherra
Finnlands á íslandi. Hann mun tala
um fyrsta hluta dagbóka J.K. Paa-
sikivis sem var sjöundi forseti Finn-
lands, árin 1946-56. Bókin kom út á
sænsku sl. haust, en í maí 1984 var
fyrst leyfður aðgangur að þeim.
Dagbækurnar hefjast sumarið 1944
þegar lok stríðsins milii Finnlands
og Sovétríkjanna nálgaðist, en síðan
eru minnisgreinar um atburði eftir
vopnahléð allt til febrúarmánaðar
1947 er friðarsamningur var undirrit-
aður. Þetta er um margt mikilvæg
bók, sambandið milli Paasikivis for-
seta og Mannerheims marskálks er
sýnt í nýju ljósi og ekki er ósennilegt
að með birtingu þessara dagbóka
kunni mynd okkar af sögu Finnlands
í samtímanum að breytast nokkuð.
Anders Huldén tók við starfi sendi-
herra á íslandi árið 1985 en var áður
aðalræðismaður Finnlands í Ham-
borg 1979-85. Hann starfaði lengi
sem blaðamaður og hefur kynnt sér
sérstaklega sögu Finnlands eftir að
sjálfstæði varfengið 1917.
I bókasafninu verður til sýnis úrval
af bókum sem út komu í Finnlandi
árið 1985 og sem til eru í safninu.
Bækurnar verða til útláns strax að
lokinni bókakynningu.
Gamli maðurinn og hafið
eftir Ernest Hemingway hjá
Bókaklúbbi AB
Bókaklúbbur Almenna bókafélags-
ins hefur gefið út Gamla manninn
og hafið í endurskoðaðri þýðingu
Björns O. Bjömssonar.
Gamli maðurinn og hafið er, eins
og kunnugt er, síðasta stórlistaverk
Hemingways. Margir líta svo á að
sagan sé eins konar uppgjör höfund-
arins ekki aðeins við sína eigin
ævi, heldur við ævi þeirrar kynslóðar
sem hann tilheyrði. Sú kynslóð lifði
tvær heimsstyrjaldir, var stórvirk í
starfi og framkvæmdum, en hvað
liggur eftir hana?
Gamli maðurinn og hafið segir frá
gömlum fiskimanni sem hefur svo
vikum skiptir komið slyppur að
landi. Svo gerist það að risafiskur
bítur á hjá honum. Hann dregur
bátinn eins og hann væri fis eitt, en
með snilld sinni og þrautseigju tekst
gamla manninum að þreyta fiskinn
og eftir margra klukkutíma viður-
eign að drepa hann. Hann setur fisk-
inn á seil og á heimleiðinni ráðast
hákarlarnir á hann og éta hann þrátt
fyrir harðvítuga vöm gamla manns-
ins. Hann keraur ekki í land með
annað en beinagrindina og af henni
er ekkert gagn að hafa annað en það
að hún er vitni um veiði hans og
ósigur sem var einnig sigur.
Útgáfa bókaklúbbsins er 2. útgáfa
bókarinnar á íslensku. Þýðandinn
er Bjöm O. Bjömsson en Kristján
Karlsson hefur að beiðni útgáfunnar
endurskoðað þýðinguna af þeirri
einföldu ástæðu að séra Björn þótti
fylgja of ákveðið sinni fast mótuðu
stefnu að leggja sig ekki eftir hin-
um sérstæða stíl Hemingways, sem
hann taldi of óskyldan íslensku til
þess að unnt væri að ná honum svo
vel færi.
Gamli maðurinn og hafið er 111
bls. að stærð í hinni nýju útgáfu.
Hún er prentuð og bundin í Prent-
smiðjunni Odda.
Utvarp
Sjónvarp
Skjöldur Vatnar kennari:
Ættumað horfaá
Jesú frá Nasaret
Þátturinn Út um hvippinn og
hvappinn með Inger Önnu Aik-
mann á rás tvö var vel til þess fall-
inn að gera mér þá vinnu léttari,
sem ég var að inna af hendi eftir
klukkan 14, og sömuleiðis þátturinn
sem Helgi Már Barðason stjómaði,
en ég var að skipuleggja blakmót
fyrir Blaksamband íslands.
En svo hrökk ég við þegar ég
hafði fært yfir á rás eitt til að hlusta
á bamaútvarp, því þar voru margar
raddir í einu sem hlógu, skríktu og
töluðu hver upp í aðra, svo óskýrt
að ég heyrði varla hvað sagt var.
Ég hlustaði litla stund en færði svo
aftur yfir á rás tvö.
Ef til vill er myndin um Jesú frá
Nasaret löng og langdregin en ég
held að fólk ætti að eyða af dýrmæt-
um tíma sínum í horfa á þættina,
það gæti gefið hugmyndaflugi sínu
lausan tauminn á meðan og reynt
að finna sjálft sig í því samfélagi
sem þar er sýnt og jafnframt hug-
leitt hvert við nútímamenn stefnum.
Mér finnst myndin vel gerð og sér-
staklega vel leikin.
Það lyftist heilmikið á mér brúnin
þegar spumingakeppni framhalds-
skóla byrjaði. Það er alltaf gaman
að sjá og heyra í glaðlegu og huggu-
legu fólki sem er vel að sér.
Sjónvarpið hefur sýnt mikið af
góðu fræðsluefni á liðnum árum og
þó að sumt af því kunni að sýnast
fánýtur fróðleikur fyrir mig, þá læt
ég það síður fram hjá mér fara. Ég
fylgdist í gær með þessum fróðlega
þætti um krabbamein og erfðir.
Ég vissi af áttundu sinfóníu Beet-
hovens í dagskrárlok útvarpsins en
ég held að varla sé hægt að hlusta
á slíkt listaverk nema á tónleikum.
Grikklandsvinir gera sér
glaðan dag
Grikklandsvinafélgið HELLAS efnir
til aðalfundar og árshátíðar að Hótel
Esju (annarri hæð) miðvikudaginn
26. mars (kvöldið fyrir skírdag) í til-
efni af þjóðhátíðardegi Grikkja dag-
inn áður. Aðalfundurinn hefst kl. 19
og verður helgaður venjubundnum
störfum, svo sem skýrslu stjórnar,
yfirliti um fjárhagsstöðu félagsins og
stjórnarkosningu, en síðan verður
gert hlé meðan lagt verður á borð
fyrir árshátíðina. Verður þar boðið
upp á grískan mat við vægu verði
en meðal skemmtiatriða má nefna
leikinn upplestur úr hinni víðfrægu
skáldsögu, Sorba, eftir Nikos Kaz-
antzakis (Inga Hildur Haraldsdóttir
Bllkó bætir þjónustuna
Bílaþjónustan Kópavogi hf., sem
ekki fyrir löngu flutti sig um set að
Smiðjuvegi 36 í rúmgott og bjart
húsnæði, hefur nú bætt þjónustuna
við bíleigendur enn frekar með því
að taka í notkun hundrað fermetra
fullkominn sprautuklefa fyrir þá
bíleigendur sem vilja sprauta bíla
sína sjálfir. Sprautuklefi þessi er
búirm öllu því sem þarf til að tryggja
sem bestan árangur sprautunar,
bæði með yfirþrýstingi til að hindra
rykmyndun og eins góðri loftræst-
ingu. Bíleigendur, sem vilja vinna
bíla sína undir sprautun sjálfir, geta
einnig fengið bíla sína sprautaða
gegn föstu gjaldi og eru þeir Sigurður
Ottar Hreinsson bifreiðasmiður og
Sævar Hallgrímsson bílamálari
leikkona), atriði úr gamanleiknum
Lýsiströtu eftir Aristófanes í upp-
færslu nemenda Menntaskólans við
Sund undir leikstjórn Hlínar Agn-
arsdóttur og flutning á vinsælum
grískum lögum sem „Islenska bouzo-
uki-tríóið" hefur á hendi (Haraldur
Arngrímsson, Hilmar J. Hauksson
og Matthías Kristiansen). Auk þess
er von á einum eða fleiri leynigestum
sem kynntir verða á staðnum. Milli
atriða verður leikin grísk tónlist af
snældum. Loks verður gerð nánari
grein fyrir þriggja vikna menningar-
ferð félagsins til Grikklands sem
hefst 6. júní næstkomandi, en hún
hefur nú verið fastráðin. Allir vel-
unnarar Grikklands og grískrar
menningar eru velkumnir á fagnað-
inn á miðvikudagskvöld.
mönnum til aðstoðar í því efni. Einn-
ig taka þeir að sér að vinna bíla
undir sprautun og fullvinna fyrir þá
sem þess óska. Bílaþjónustan selur
öll lakkefni sem þarf til sprautunar
á staðnum frá Valentine og eru þau
á hagstæðu verði. „Blöndunarbar"
er á staðnum svo ekki eru vandkvæði
á að fá rétta litinn á bílinn. Enn sem
fyrr eru til sölu á staðnum smávörur
til bíla, öll bón- og hreinsiefni ásamt
kveikjuhlutum í flestar tegundir bíla.
Alls geta 20 bílar verið samtímis í
húsnæði Bílkó að Smiðjuvegi 36 og
góð aðstaða til þrifa eða smærri og
stærri viðgerða og er lyftuaðstaða til
reiðu fyrir þá sem þess þurfa. Aða-
leigandi og framkvæmdastjóri Bíla-
þjónustunnar Kópavogi hf. er Vil-
hjálmur Þorláksson.
60 ára afmæli á í dag, 25. mars, Björg
Jóhannsdóttir frá Steinum undir
Eyjafjöllum, Fáfnisborg 1 Kópavogi.
Björg ætlar að taka á móti gestum á
heimili sínu eftir kl. 20 í kvöld.
Fundur með Carrington lávarði,
framkvæmdastjóra NATO
Samtök um vestræna samvinnu
(SVS) og Varðberg gangast fyrir
fundi með Carrington lávarði, fram-
kvæmdastjóra Atlantshafsbanda-
lagsins, þriðjudaginn fyrir páska, 25.
mars.
Umræðuefni Carringtons lávarðar
á fundinum verður ,,NATO og sam-
skipti austurs og vesturs“.
Fundarstjóri verður Hörður Ein-
arsson, formaður SVS.
Fundurinn verður haldinn í Súlna-
sal á annarri hæð Hótels Sögu og
hefst klukkan 17.15. Salurinn verður
opnaður kl. 17.
Aðgangur að fundinum er heimill
félagsmönnum í SVS og Varðbergi,
svo og gestum þeirra.
Aðalfundir
Aðalfundur Félags leiðsögu-
manna, haldinn að Hótel Esju 27.
febrúar 1986, mótmælir harðlega
hækkun flugvallarskatts. Ferða-
þjónustan er ung starfsgrein með
viðkvæman vaxtarbrodd og mjög
líkleg til að taka við auknum mann-
afla, ef hún fær að þróast í friði. Því
skýtur skökku við er yfirvöld gera
vísvitandi atlögu að henni og taka
með því ófyrirsjáanlega áhættu.