Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1986, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1986, Blaðsíða 7
DV. ÞRIÐ JUDAGUR 25. MARS1986. 7 Atvinnumál Atvinnumál Atvinnumál Atvinnumál „Hekluúlpur" frá Hong Kong og Kóreu Saumaðfyrir Sambandið í Austur- löndum fjær: Frá Jóni G. Haukssyni, blaða- manni DV á Akureyri: Sambandið ætlar að flytja inn frá Hong Kong og Suður-Kóreu hluta þess fatnaðar sem Hekla á Akureyri framleiðir þegar starfsemi verk- smiðjunnar lýkur í næsta mánuði. Aðallega verður um úlpur og galla- buxur að ræða. Búið er að gera fyrstu pöntunina og er von á send- ingunni seinnipart sumars. „Við höfum átt þennan markað og ætlum ekki að sleppa honum þegar Hekla hættir,“ sagði Jafet Ólafsson, framkvæmdastjóri versl- unardeildar Sambandsins. „Ef við flytjum ekki inn þessi föt þá gera það bara einhverjir aðrir.“ Jafet sagði ennfremur að Sam- bandið hefði brugðið á þetta ráð vegna kröfu markaðarins um lág- marksverð. I samningunum gerðu Hong Kong og Kóreumenn kröfu um mikið magn og afgreiðslutíminn væri þetta 5-6 mánuðir. „Við erum þegar búnir að stíga fyrsta skrefið og gerðum pöntun í Hong Kong og Suður-Kóreu. Þetta er hluti þess fatnaðar sem Hekla framleiðir núna. Við leggjum hvað mesta áherslu á úlpur og gallabuxur." Iðnaðardeild Sambandsins á Akureyri mun yfirtaka húsnæði og starfsemi Heklu. Búið er að tryggja flestum saumakvennanna vinnu við að sauma ullarjakka. Gleðilega paska. JIS AAA AAA * Os. CGCD 3'33'H«3|ÍS3U3^ íieilzccu Jon Loftsson hf. i in i%i'i i'i'rmi Hringbraut 121 Sími 10600 Opið í öllum deildum til kl. 22 i kvöld, laugardag fyrir páska kl. 9-16. Hangikjöt Læri frá Frampartur kr. 326,- frá kr. 228,- Sértilboð á svínabógum Reyktur frá l\lýr frá kr. 304,- kr. 289,- Kjúklingahlutarfrá kr. 215,- Kjúklingarfrá kr. 189,- Fokkervélin sem Flugleiðir hafa leigt frá Bretlandi. DV-myndKAE. Leigufokker til Flugleiða Flugvél, merkt Air UK, flýgur nú á í skarðið fyrir TF-FLO, eða Árfara, laugardag. Flugleiðir hafa leigt vél- innanlandsleiðum Flugleiða. Þetta er sem skemmdist mikið í óhappi á ina í tvo mánuði. I vor er líklegt að Fokkerinn sem Flugleiðir leigðu frá Reykjavíkurflugvelli þann 10. mars. félagiðkaupiFokkerfráFinnair. Bretlandi í síðustu viku til að hlaupa Leigufokkerinn kom til landsins á -KMU Allt í páskamatinn Stýrimenn í ham: „Erum tilbúnir íverkfall „Við neituðum að skrifa undir kjarasamningana. Við teljum okkur eiga inni hjá útgerðinni og viljum sjálfir koma nálægt okkar samning- um. Það er búið að vara alltof lengi að einhverjir aðrir séu að semja fyrir okkur,“ sagði Guðlaugur Gíslason, formaður Stýrimannafé- lags íslands, en stýrimenn á farskip- um hafa enn ekki samið. Viðræðufundur stýrimanna og viðsemjenda verður í dag. Stýri- menn hafa lagt mikla áherslu á að ná fram ýmsum réttindamálum sín- um, m.a. að þeir sem standa í kjara- baráttunni fyrir þá geri það óáreitt- ir og þannig að vinna þeirra sé ekki í hættu fyrir vikið. „Við erum tilbúnir í verkfall ef ákveðin mál nást ekki fram i við- ræðum okkar við útgerðina," sagði Guðlaugur. -KB Arnarflugsmenn í Alsír Arnarflugsmenn hafa verið boð- aðir á fund i Alsír í dag, þriðjudag. Gera þeir sér vonir um að fá ein- hvern hluta af verkefnum þeim sem Alsírmenn buðu út. Flugleiðamenn láta engan bilbug á sér finna. Þeir hafa undanfamar vikur sagst vera á fullu við að undirbúa flugið fyrir Air Algerie. „Það kæmi okkur ekki á óvart að þessu yrði skipt á milli tveggja aðila,“ sagði Goði Sveinsson, sem ásamt Halldóri Sigurðssyni fór í gær á vegum Arnarflugs suður til Alsír. „Alsírmenn hafa fækkað þeim vélum sem þeir þurfa. Þeir töluðu í fyrstu um átta vélar. Núna em þeir að tala um fjórar til sex vélar,“ sagði Goði. -KMU JIB- hornið í JlS-portinu Gosdrykkir á tilboðsverði. Urvals nauta- og svínakjöt af nýslátruðu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.