Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1986, Qupperneq 3
DV. FÖSTUDAGUR11. APRÍL1986.
Fréttir Fréttir Fréttir Fréttir
Einingahúsaeigandi í vandræðum:
„200 þúsund krona vanskil vegna
mistaka hjá Húsnæðisstofnun“
Guðni Þórarinsson, sem síðla árs
1984 festi kaup á einingahúsi, er ekki
ánægður með þá lánafyrirgreiðslu
sem hann hefur fengið hjá Húsnæðis-
stofnun. Áður en hann réðst í þessi
kaup hafði hann fengið þær upplýs-
ingar að hann fengi fyrsta hluta
byggingarláns frá Húsnæðisstofnun
hálfum mánuði eftir fokheldisvottorð.
Raunin varð hins vegar önnur. Lánið
barst ekki fyrr en 8 mánuðum seinna.
Þetta varð til þess að vanskilavextir
að upphæð kr. 200 þúsund hlóðust
upp hjá Guðna.
Guðni segist hafa fengið þá skýr-
ingu hjá Húsnæðisstofnun að í
tölvunum þar stæði að hann hefði
verið að byggja venjulegt steinhús en
ekki einingahús og kaupsamningur
hafi ekki borist stofnuninni fyrr en í
ágúst 1985.
„Mér finnst þetta vera helvíti hart
og sætti mig ekki við að þurfa að
borga fyrir þessi mistök. Mér hefur
aðeins verið vísað á Ráðgjafarstöðina
til að sækja um viðbótarlán,“ segir
Guðni gramur í bragði.
Guðni keypti húsið af Einingahús-
um hf. á Siglufirði. Kaupsamningur
var gerður 1. september. I honum
ávísar hann á lán frá Húsnæðisstofn-
un. Hann gerir ráð fyrir að fá fyrsta
hluta lánsins hálfum mánuði eftir
fokheldi, annan hluta 3 mánuðum
seinna og síðasta hluta lánsins eftir
6 mánuði. „Ég hélt að þetta mundi
standast því ég hafði fengið upplýs-
ingar um þessar reglur bæði hjá
einingahúsafyrirtækinu og hjá Hús-
næðisstofnun," sagði Guðni.
Hann skilaði inn fokheldisvottorði
27. desember 1984. En eins og fyrr
segir, varð bið á því að Guðni fengi
lán. Hjá Húseiningum hf. fékk DV
staðfest að fyrirtækið hefði sent upp-
lýsingar um að Guðni hefði ávísað
þessum lánum á fyrirtækið vegna
kaupa á einingahúsi. í desember voru
síðan sendar aðrar upplýsingar um
að Guðni hefði keypt hjá þeim ein-
ingahús og bæri því að fá lán
samkvæmt reglum um einingahús. í
annarri hvorri þessara sendinga telja
forráðamenn fyrirtækisins að afrit af
kaupsamningi hafi verið sent stofn-
uninni.
Katrín Atladóttir, forstöðumaður
Byggingarsjóðs ríkisins, segir að
fyrsti hluti lánsins hafi verið af-
greiddur í júní eins og um byggingu
venjulegs steinhúss væri að ræða.
Ástæðan fyrir því hafi verið sú að
engin gögn hafi borist þeim um að
hann hefði byggt einingahús. Guðni
segir rétt vera að fyrsti hluti lánsins
hafi verið tilbúinn í júní. En vegna
vöntunar á gögnum hafi lánið ekki
borist til Siglufjarðar fyrr en í ágúst.
Katrín bendir á að Húsnæðisstofn-
un hafi á seinnihluta ársins 1984
tilkynnt einingahúsaframleiðendum
að fyrirsjáanlegt væri að dráttur yrði
á útborgun lána. Upphaflega hafði
verið stefnt að því að breyta lánaregl-
um einingahúsa þá um áramótin. Það
hafi hins vegar ekki verið gert fyrr
en í maí 1985. Frá þeim tíma hafi ein-
ingahúsaeigendur fengið sömu lána-
fyrirgreiðslu og þeir sem eru að
byggja venjuleg hús. Hún bendir
einnig á að áður en reglunum hafi
verið breytt hafi (járþröng verið mik-
il hjá stofnuninni. Þeir sem gerðu
folheld einingahús í janúar fengu lán
sín ekki greidd fyrr en í mars 1985.
Guðni hefði þá átt að fá sitt fyrsta
lán. En vegna þess að gögn lágu ekki
fyrir fékk hann lán sem um byggingu
steinsteypuhúss væri að ræða. Þegar
þetta kom í ljós var lánum til hans
flýtt og fékk hann allt lánið greitt út
á árinu 1985.
Katrín bendir á að margir eininga-
húsaeigendur hafi lent í vanskilum
vegna þess að dráttur varð á útborgun
lána. Þeir hafi flestir leitað til Ráð-
gjafarstöðvarinnar og fengið við-
bótarlán. Guðni Þórarinsson sættir
sig hins vegar ekki við þau málalok
og telur ekki rétt að hann eigi að
borga fyrir mistök hjá Húsnæðis-
stofnun.
-APH
Farþegamet á Kefla-
víkurflugvelli
Á síðasta ári fóru rúmlega 567 þús-
und farþegar um Keflavíkurflugvöll
og hafa þeir aldrei áður verið svo
margir í sögu flugvallarins. Árið áður
var tala farþega um 504 þúsund.
Aukningin er 12,5%.
Af þessum fjölda fóru til útlanda
um 128,4 þúsund farþegar sem er
aukning um 10,4% frá því á árinu
áður. Til landsins komu um 183,5
þúsund farþegar og er það 8,9% aukn-
ing frá 1984. Mest var aukningin á
svokölluðum viðkomufarþegum. Þeir
voru á síðasta ári rúmlega 201 þúsund
og var það 18,9% aukning frá árinu
áður.
í skýrslu utanríkisráðherra, þar sem
þessar tölur koma fram, segir að auk-
ing farþega hafi verið mim meiri en
gert var ráð fyrir. Nefna má að í spá,
sem höfð hefúr verið til hliðsjónar við
byggingu nýrrar flugstöðvar á Kefla-
víkurflugvelli, er aðeins gert ráð fyrir
6% aukingu á ári.
Þá kemur fram að tekjur Flug-
málastjómar á Keflavíkurflugvelli
voru tæpar 88 milljónir króna á síð-
asta ári. Þegar búið var að draga frá
rekstrarkostnað og launakostnað var
40 milljónum króna skilað í ríkissjóð.
Heildarvelta Fríhafnarinnar á síð-
asta ári var 382 milljónir króna.
Rekstrarkostnaður var um 131 millj-
ón króna og skil í ríkissjóð 115
milljónir króna. -APH
alla rikuna
Keramikhúsið
Ný námskeið
að hefjast.
Innritun og
upplýsingar
í síma
26088
Keramikhúsið,
Sigtúni 3.
Guðni Þórarinsson fyrir utan Húsnæðisstofnun ríkisins. Hann segist hafa þurft að greiða 200 þúsund krónur í van-
skilavexti vegna mistaka stofnunarinnar. DV-mynd PK
KOTASEIA
NEYSLUTILLÖGUR:
Morgunverður:
Borðið hana óblandaða beint úr
dósinni.
Hádegisverður:
Setjið kúf af KOTASÆLU ofan á
hrökkbrauðsneið eða annað gróft brauð
og þar ofan á t.d. tómatsneið, papriku-
sneið, blaðlauk, graslauk, karsa eða
steinselju og kryddið t.a.m. með svörtum
pipar.
Kvöldverður:
Saxið niður ferskt grænmeti og
notið KOTASÆLU í stað salatsósu. Ef
þið viljið meira bragð, getið þið bætt við
sítrónusafa og kryddi.
Athugið að:
1. í 1Ö0 g af KOTASÆLU eru aðeins
110 he (440 kj).
2. í KOTASÆLU eru öll helstu
næringarefni mjólkurinnar.
3. KOTASÆLA er mjög rík af
próteini og vítamínum.
4. KOTASÆLA er óvenju saðsöm
miðað við aðrar fitulitlar fæðutegundir.
5. Notkunarmöguleikar KOTA-
SÆLU eru nær óteljandi.
9.107
KOTASEIA
fitulítil og fæistandi