Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1986, Side 7

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1986, Side 7
DV. FÖSTUDAGUR11. APRIL1986. ,7 Atvinnumál Atvinnumál Atvinnumál Atvinnumál Aflinn minni nú í mars en í fyrra - páskastoppið aðalorsökin Nokkuð minna veiddist af þorski hér við land í marsmánuði síðastliðn- um en í sama mánuði í fyrra, samkvæmt tölum frá Fiskifélagi Is- lands. í fyrra veiddust 51.160 tonn af þorski en 45.625 tonn i mars á þessu ári. Samdrátturinn þykir eðlilegur með tilliti til þess að páskar voru í marsmánuði í ár og þá er bannað að veiða. Mun meira veiddist af öðrum botnfiski nú í mars, 25.545 tonn, en 21.212 tonn í mars í fyrra. Samtals var afli ajlra skipa í marsmánuði í ár 109.974 tonn en var 132.855 tonn í mars í fyrra. Þorskaflinn fyrstu þrjá mánuði árs- ins var góður, 118.025 tonn sem er tæplega 25 tonnum meira en sömu mánuði í fyrra. Svipaða sögu er að segja um annan botnfiskafla, hann var nú 57.899 tonn en 49.151. tonn fyrstu þrjá mánuðina 1985. Einnig veiddist meira af rækju og hörpudiski nú en í fyrra. Langmesta heildarafla fengu þeir i Vestmannaeyjum eða um 90.900 tonn fyrstu 3 mánuði ársins, þar af 5.504 tonn af þorski. Að vísu fór ekki mikið fyrir þorskinum sunnanlands í mars- mánuði og telja sjómenn að það sé vegna þess hve sjórinn hefur verið heitur að undanförnu sunnanlands. Hins vegar var mikið af þorski í Faxaflóa og á Breiðafirði í mars. 1 Ólafsvík veiddust 8.645 tonn af þorski fyrstu þrjá mánuði ársins á meðan heildaraflinn var 9.130 tonn. -KB Kýrkjöt selt sem nautakjöt: „Skortir hér tækni til aö sanna slík vörusvik“ - segir Georg Ólafsson verðlagsstjóri „Málið er i skoðun," sagði Georg Ólafsson verðlagsstjóri er DV spurði hann hvemig stofhunin hygðist bregðast við því að kýrkjöt skuli selt sem nautakjöt til neytenda. „Það er okkar að fást við mál sem snerta óréttmæta viðskiptahætti. En það er erfitt fyrir stofnunina að taka fast á þessu máli. Samkvæmt okkar upplýsingum skortir hér þau tæki sem geta skorið úr um, svo óyggjandi sé, hvort um sé að ræða kýrkjöt eða nautakjöt. Við erum að athuga með aðstoð erlendis frá. En sönnunar- hindranir em sem sagt aðalerfið- leikamir í þessu kjötmáli," sagði Georg. -KB „Sérleyfishaf- ar mega skammast sín“ - segir Skarphéðinn Eyþórsson hjá Hópferðamiðstöðinni Allir græða nema loðnu* bræðslan segir Þjóðhagsstofnun um afkomu sjávarútvegs Sarakvæmt mánaðai'gamalli siiá Þjóðhagsstofnunar um afkomu í sjávarútvegi og fiskiðnaði á árinu eiga allir að græða nema loðnu- hræðslan, sera a að stórtapa. Að vísu er gróðinn yfirleitt ekki ofsa- legur. en þó mjög verulegur á stóra toguranum. Og vafalaust á að verða gi-óði á frystitoguranum, þótt spáin fialli ekki um þá. Þjóðhagsetofnun byggir á reikn- ingum framleiðslugreinanna frá 1984 og framreiknar þá og fellir inn í breyttar aðstæður. Búist er við mjög góðri afkomu loðnuveiða en afieitri á loðnubratóslu. Hjá bátum. 21-'M), lesta er reiknað með að allt standi í járnum en nái )» yfir núl- lið. Búist er við nokkrum hagnaði á minni togurum og veralegum á stærri togurum. í fiskiðnaðinum er reiknað rneð að frystingin nái örlitlum hagnaði, söltun talsverðum og rækjuvinnsl- an veralegunt. Búist er við að heiJdartekjur loðnuveiða verði 2.398 miiljónir króna, í botnfiskveiðum stæiri báta og togara fyrir utan frystitogara verði heildartekjurnar 11.850 millj- ónir og í áður nefndum fiskiðnaðar- greinum 22.040 milljónir króna. HERB Tvö þýsk skip liggja við Holtabakka. Þau heita Jan og Inka-Dede og eru í leigu hjá skipa- deild SIS. Verkefnið er að flytja alls konar stykkjavörur til og frá landinu. Áhafnir eru erlendar en einn íslendingur er um borð í hverju skipi sem gegnir hlutverki tengiliðs. -KB DV-mynd KAE „Sérleyfishafar mega skammast sín að vera að berjast á móti að semja við rútubílstjóra sem hafa í byrjunar- laun á milli 18 og 19 þúsund krónur á mánuði. Ég mundi skammast mín ef ég borgaði svo lág laun,“ sagði Skarphéðinn Eyþórsson, hópferða- leyfishafi og framkvæmdastjóri Hópferðamiðstöðvarinnar. Um 40-50 bílstjórar á landinu keyra fyrir hópferðaleyfishafa. Einhverjir þeirra eru í bílstjórafélaginu Sleipni, sem nú á í kjaradeilu við sérleyfis- hafa. Meginkrafa Sleipnismanna er sú að laun þeirra verði í samræmi við laun steypubílstjóra, sem hafa svipuð byrj- unarlaun og bílstjóri með 15 ára starfsreynslu sem langferðabílstjóri. Deilunni var vísað til sáttasemjara ríkisins og var fundur haldinn síðast- liðinn þriðjudag án árangurs. Annar sáttafundur hefur verið boðaður í næstu viku. „Sleipnismenn hafa fram að þessu ekki séð ástæðu til þess að boða okk- ur hópferðaleyfishafa á fund um kjaramál. Við borgum yfirleitt mun hærri laun en taxtinn segir til um og sérleyfishafar greiða. Þeir hjá Sleipni hafa þó talað um að eiga með okkur fund, en ég sagði bara um hvað. Við munum alltaf borga meira en það kaup sem samið verður um,“ sagði Skárphéðinn. -KB Sífellt fleiri til út- landa yfir vetrarmánuði Um eitt þúsund fleiri íslendingar komu til landsins úr utanlandsferð í nýliðnum marsmánuði en í sama mánuði í fyrra. Er þetta um 17 pró- sent fjölgun milli ára, úr 5.661 í 6.505. í yfirliti Otlendingaeftirlitsins kem- ur fram að frá áramótum til marsloka kom alls 14.961 íslendingur úr utan- landsferð eða 11,5 prósent fleiri en á sama tíma í fyrra. Útlendingum, sem leggja leið sína til landsins, heldur áfram að fjölga ört. Frá áramótum til marsloka heim- sóttu 10.337 útlendingar Island eða tíu prósent fleiri en ú fyrstu þremur mánuðunum í fyrra. Reyndar sýna tölurnar fimm pró- sent fækkun útlendinga í mars frú sama mánuði í fyrra. Skýringin er sú að tölurnar í mars í fyrra vora óvenju háar þar sem tæplega 800 manns komu þá vegna Norðurlandaráðs- þings í Reykjavík. AUGLÝSING UMINNLAUSNARVEFÐ VERÐTRYGGEJRA SPARISKIRTEINA RÍKISSJÓEIS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 100,00 1980-1. fl. 15.04.86-15.04.87 kr. 11.196.90 ‘Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextirog verðbót. Innlausn spariskírteina ríkissjóös fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Hafnarstræti 10, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, apríl 1986 SEÐLAB ANKIÍSLANDS -KMU

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.