Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1986, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1986, Page 14
14 DV. FÖSTUDAGUR11. APRÍL1986. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöurog útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON rramkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLLSTEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLT111, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLT111 Prentun: ÁRVAKUR H F. - Áskriftarverð á mánuði 450 kr. Verð í lausasölu virka daga 45 kr. - Helgarblað 50 kr. Ódýr olía í nokkur ár Kostnaður okkar af olíukaupum verður sennilega einum milljarði króna minni á þessu ári en var í fyrra, þrír milljarðar í stað fjögurra. Á næsta ári ætti kostnað- urinn að geta farið niður í tvo milljarða og haldizt slíkur í um það bil fimm ár, en ekki miklu lengur. Tveggja milljarða króna árlegur sparnaður á kostn-' aði þjóðfélagsins er engin smáupphæð. Gagnið felst í ótal atriðum, meiri hagvexti, minni verðbólgu, meiri greiðslugetu viðskiptalanda okkar og almennri þátt- töku okkar í vaxandi velgengni vestrænna iðnaðarríkja. Beggja vegna Atlantshafsins eru þjóðhagsstofnanir sem óðast að endurnýja hagspár sínar til að taka tillit til aukinnar bjartsýni. Verð hlutabréfa hefur farið ört hækkandi í flestum vestrænum kauphöllum. Verðbólga er víða horfín eða hefur breytzt í verðhjöðnun. Jafnvel í þriðja heiminum er búizt við góðum árum. Hagvöxtur í Afríku er talinn verða 3% á þessu ári og 5% í Rómönsku-Ameríku. Einu ríkin, sem ekki njóta þessa hvalreka, eru þau, sem flytja út olíu. Þar í hópi er Nigeria, sem tæpast mun hafa efni á skreiðarkaupum. Olíuverð hefur hækkað lítillega aftur vegna verk- fallsins á norsku Norðursjávarpöllunum. Að því verk- falli loknu mun lágt verð vafalítið festast í sessi, þó með einhverjum sveiflum. Ekki er fráleitt að vænta 15 dollara meðalverðs, það er helmings fyrra verðs. Meðal áhrifa varanlegs lággengis á olíu er alvarlegt hrun á útflutningstekjum Sovétríkjanna. Stjórnvöld þar eystra munu á næstu árum hafa minni ráð en áður á að kosta aðgerðir til að grafa undan hagsmunum og öryggi Vesturlanda. Þau verða hrumara heimsveldi. Fátt er svo með öllu gott, að ekki boði nokkuð illt. Lækkun olíuverðsins leiðir til, að erfiðum borholum verður lokað og minna fé lagt í rannsóknir og annan undirbúning olíuvinnslu. Því er hætt við, að framboð á olíu muni smám saman ná samræmi við eftirspurn. Enn hættulegra er, að versna mun samkeppnisað- staða annarra orkugjafa, svo sem kola, kjarnorku og vatnsafls. Til dæmis veldur verðhrun olíunnar því, að verðgildi íslenzks vatnsafls rýrnar. Þetta dregur úr möguleikum og vonum okkar á orkufrekum iðnaði. Vesturlöndum í heild væri hættulegast, ef botninn dytti úr ráðagerðum um kjarnorkuver. Framsýnir menn ættu að minnast þess, að húseigendur nota góðviðris- daga sumarsins til að gera við þakið fyrir veturinn. Og olíuvetur kemur, þótt síðar verði. Þegar dregur nær aldamótum og olíuframleiðslan hefur lagað sig að eftirspurninni, er nauðsynlegt að ris- ið hafi kjarnorkuver til að framleiða ódýra samkeppnis- orku. Olía er takmörkuð auðlind, sem verður um síðir gulls ígildi, ef hún fær litla sem enga samkeppni. Kjarnorkuvinnsla hefur gengið vel í sumum löndum, en verið erfiðleikum bundin í öðrum. Að fenginni reynslu ættu kjarnorkuver að reynast vistfræðilega heppilegri til orkuvinnslu en olíuborholur og kolanám- ur, ef rétt er að staðið, eins og Frakkar hafa gert. Við verðum eins og aðrir Vesturlandabúar að nota sumartíma lágs olíuverðs á næstu árum til að búa okk- ur undir olíuvetur, sem getur orðið harður, ef við verðum orðin of háð olíunni. Við eigum líka að nota tækifærið til að byggja upp miklar öryggisbirgðir olíu. Um leið og við gleðjumst yfir lukkupottinum, sem við höfum dottið í, er ráðlegt, að sofna ekki í honum og fljóta ekki í honum alla leið að feigðarósi. Jónas Kristjánsson í kjallaragrein í DV 1. apríl sl. eft- ir Alffeð Þorsteinsson, formann Framsóknarfélags Reykjavíkur og annan mann á lista Framsóknar- flokksins við borgarstjómarkosn- ingar nú í vor, er m.a. gagnrýnd sú ákvörðun borgaryfirvalda að sam- eina íþróttaráð og æskulýðsráð í eitt ráð, íþrótta- og tómstundaráð, eftir komandi kosningar. Greinilegt er að Alfreð Þorsteinsson er búinn að gleyma tillögu og ræðu sem hann flutti á borgarstjórnarfundi 3. febrúar 1977, en þá lagði hann til, sem þáverandi borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, að störf þessara ráða yrðu sameinuð og sagði m.a. er hann fylgdi tillögu sinni úr hlaði: Ræða Alfreðs 1977 „Um sameiningu þessara tveggja ráða mætti tala langt mál. En ég vil minna á það, að hvarvetna í ná- grannalöndum okkar hefur orðið sú þróun, að aðskilja ekki íþrótta- og annað almennt æskulýðsstarf. Mjög víða á Norðurlöndunum em starf- andi svokölluð tómstundaráð sem Kolröng stefna Sjálfstæðisflokksins í íþróttamálum aAÍKDokkunnn i Keykjavik | liefur li’kið ii|i|i ny.m slefnu i iþrólla- g a-skulyðsnialum sem er Imi'i vit- iii.' og 'iorha-iiulig Hun nmVtr að I þvi nð ,'|n n'a saman slarfkenú lunn- ir Irjiil'U og 'iaH'lai'u ijinillahrtnf ngar og liorgarrekins ut-kulvð'ruðs I Þelia kiinur m a fram i þvi að nu I |»gar er lanð Slarlra kia '.imeig i nokknim iliniliasvitðum I 'larl-i 1111 .E-kuh ð-rai's og viðkom- ] amh i|<n«lalelaga Þar n«»'eni fam ir að -tarta hhð \«' hl«' laiin.iðir 'larfsn«T>n .+’.'kul>ð-rai'' nc ólaun- aðir 'larl-nwnn iþioliahni lir.gar innar Sin allir i hvert i»fni 'lefnir | I»*gar|iannii>er -laðið»ðinalum. ‘vo illa «-r Imið að iþroltalelogun i Keykjavik að þau eni lilnexdd I að hiðja um -am-lart \ ið .KskulýtV | rað el |vm standa i fmmkva-mdum upl’byggiinru felag-heimila i Þ.i f\ rst tara hjohn að -núitst. I enda vin'isi .Ki-kulýðsrnðhafnfull.ir I hendurfjárnn-ikin iþniitafclogunum • haldið i svelli. Þeltn er mjog ALFREÐ ÞORSTEINSSON FORMADUR FRAM- SOKNARFELAGS REYKJAVIKUR • M að hugsa -t-r. Og ekki er deill um þýðingu siarfa |«-irra lyrir hnm ig unghnga horgannnar. ,\f hverju .■r þessiun aðilum ekkl tniiti iðlili-g og sahngiom aðsii«'a í slað |«-s' að liusa Ijarmagni nl launaðra slarfs- ipaniia E-kuluV-mð-' \eit Davið (Mil—oii l»iigar-ljon hvenug Iniið er að |»‘ii ii iveiimir iþroMalelogimi M-m slarfa i l<reiðholishveríiim l.ingfjoliiM-nnusiu hurluni Uirgar- innar. þar sem llesi Uirn ung'ling ar eru? í .-tuliu mah ina -egia uð |uu . 'ina. Sliki er -kilmngsleysi KeyKja- vikurhorgara |iýðingu ijmitliiMartk- in-á]i\ iherr.iii'an ÞMi Sjálfstæði íþróttahreyfingarinnar stefnt i hættu Keykvikmgar geta ver«' stoltir af íþrotlafélogum sinuni stm mort' hver hafa starfað allar goiur siðan um „Ljóst er á greininni að Alfreð gerir ekki ráð fyrir því að Framsóknar- flokkurinn verði það burðugur eftir kosningar í vor að flokkurinn muni hafa veruleg áhrif á gang mála í íþrótta- og tómstundamálum...“ Valhopp Framsóknar- flokksins í íþróttamálum annast þessa þætti.“ Og síðar í ræðu sinni sagði Alfreð: „Til að mynda held ég að mjög æskilegt væri, ef hægt væri að koma málum þannig fyrir, að fjölskyldu- meðlimir, böm og foreldrar, ættu kost á sameiginlegu tómstunda- starfi. En til þess að svo geti orðið þá þarf að styrkja einstök félög, sem boðið geta upp á slíkt starf. Ég skal Með eða á móti? Tillaga Alfreðs Þorsteinssonar náði ekki fram að ganga 1977 en hins vegar hefði Framsóknarílokk- urinn átt að hafa alla möguleika á að fylgja eftir tillögu Alfreðs þegar flokkurinn hafði formann íþrótta- ráðs og varaformann æskulýðsráðs á árunum 1978-1982. En ekkert varð úr slíkri tiliögu. Ætla má að Fram- sóknarflokkurinn hafí á yfirstand- andi kjörtímabili enn betur sannfærst um nauðsyn þess að sam- eina rekstur íþróttaráðs og æsku- lýðsráðs því að á stefnuskrá flokksins við borgarstjómarkosn- ingamar 1982 sagði m.a.: „Stofnað verði nýtt ráð, tómstundaráð, og taki það við verkefnum íþrótta- og æsku- lýðsráðs og öðrum tómstundaverk- efhum sem nú em á vegum annarra nefnda borgarinnar. Sé tómstundar- áð skipað fulltrúum borgarstjómar og áhugamannafélaga." Þegar litið er á þessi tvö mál, tii- lögu og ræðu Alfreðs Þorsteinssonar og stefnuskrá Framsóknarflokksins frá síðustu kosningum, og grein Al- freðs Þorsteinssonar í DV 1. apríl sl. er ótrúlegt að um sé að ræða tals- mann sama stjómmálaflokksins og að sami maður hafi flutt ræðuna á borgarstjómarfundinum 1977 og skrifi nú kjallaragrein í DV. Því að athuguðu máli kemur í ljós að Al- freð er fyrst á móti sameiningu, síðan með sameiningu og svo nú aftur á móti sameiningu. Mætti því spyija, hvaða skoðun mun Alfreð Þorsteinsson hafa á máiinu á morg- un? Eitt og sama málið Hins vegar má segja að ræða Al- freðs Þorsteinssonar frá 1977 sé ágæt greinargerð og góður rökstuðningur íyrir þeirri ákvörðun núverandi meirihluta í borgarstjóm að sameina rekstur íþróttaráðs og æskulýðsráðs „því að hér er um eitt og sama mál- ið að ræða, og þar er beinlínis hættulegt að skipta þessum mála- flokk of mikið niður. Þessi stjóm þarf að vera á einni hendi í undir- nefnd hjá borgarstjóm. Stjómunar- kostnaður aliur mun minnka og með þessum hætti ætti að vera auðveld- ara að hafa heildaryfirsýn yfir þessi mái og gæta þess jafnvægis, sem nauðsynlegt er,“ eins og Alfreð Þor- steinsson sagði forðum. Vantraust á íþróttahreyfing- una? Fullyrðingar Alfreðs Þorsteins- sonar um að í forsvari fyrir nýju íþrótta- og tómstundaráði verði aðil- ar úr „æskulýðsgeiranum" þannig, að áhrif íþróttahreyfingarinnar verði enn minni en verið hefúr og að sjálfstæði íþróttahreyfingarinnar sé stefnt í hættu vegna samstarfs íþróttamanna og launaðra „æsku- lýðspostula", er vísað á bug, enda marklaus fullyrðing. Hvemig ætlar Alfreð Þorsteinsson að ieiða rök að því að eftir kosningar muni stjóm- málaflokkarnir skipa aðila úr „æskulýðsgeiranum" í forystu nýja ráðsins? Um það hvað aðrir en fram- sóknarmenn ætla að gera að kosn- ingum loknum veit Alfreð Þorsteins- son ekkert. Ummæli Alfreðs um að áhrif íþróttahreyfingarinnar muni minnka og að sjálfstæði hennar sé stefnt í hættu er eins og annað í grein Alfreðs, órökstutt og hrein markleysa. Það er aftur á móti umhugsunarefni fyrir íþróttafólk í Reykjavík og forystumenn íþróttafélaganna í Reykjavík að hugleiða hve mikið vantraust á íþróttahreyfmguna feist í um- mælum Alfreðs Þorsteinssonar. Ljóst er af greininni að Alfreð gerir ekki ráð fyrir því að Framsóknar- flokkurinn verði það burðugur eftir kosningar í vor að flokkurinn muni hafa vemleg áhrif á gang mála í íþrótta- og tómstundamálum, en ef svo færi að Framsóknarflokkurinn fengi mann eða menn kjöma í borg- arstjóm 31. maí nk. og þannig e.t.v. möguleika á að tilnefna fulitrúa í nýtt íþrótta- og tómstundaráð verður að vonast til að hann beri gæfu til að tilnefna fulltrúa í ráðið scm hafi yfir að ráða meiri víðsýni og skiln- ingi á öllu íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfi en Alfreð Þorsteins- son. Vinnum saman Sameiginlegur rekstur íþróttaráðs og æskulýðsráðs síðastliðið ár hefúr þegar gefið góða raun og eytt að hluta til þeirri tortryggni sem gætt hefúr á milli þeirra sem unnið hafa að þessum málaflokkum hvorir í sínu lagi. Hins vegar er það alveg ljóst að nauðsynlegt er að styðja enn frekar við bakið á íþrótta- og æsku- lýðshreyfingunni með aðstoð við upphyggingu og framkvæmdir við félagsaðstöðu hvers konar og auka enn frekar samstarf á milli allra þeirra sem vinna að þessum málum. En það verður ekki gert með því að etja saman til orrustu öflugum fylk- ingum sem geta unnið saman, og eiga að vinna saman, og stutt hver aðra til heilla fyrir æsku borgarinn- air. Júlíus Hafstein viðurkenna það, að ég hef ekki verið fylgjandi þvi, að íþróttaráð og æskulýðsráð yrðu sameinuð. En eftir því sem ég hef hugleitt þetta mál betur - hef ég sann- færst betur um réttmæti þess. Því að hér er um eitt og sama málið eða málaflokk að ræða. Og það er beinlínis hættulegt að skipta þessum málaflokk of mik- ið niður. Þessi stjóm þarf að vera á einni hendi í undirneíhd hjá borg- arstjóm. Og ég vil minna á það, að ef málum yrði þannig fyrir komið, að þá myndi stjómunarkostnaður allur minnka, ef hægt væri að sam- eina þetta undir einum hatti. Nú, ég er ennfremur þeirrar skoðunar, að með þessum hætti ætti að vera auð- veldara að hafa heildarsýn yfir þessi mál og gæta þess jafnvægis, sem nauðsynlegt er.“ Kjallarinn JULIUS HAFSTEIN FORMAÐUR ÍÞRÓTTARÁÐS REYKJAVÍKUR OG 8. MAÐUR Á BORGARSTJÓRNARLISTA SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS a „Greinilegt er að Alfreð Þorsteinsson ™ er búinn að gleyma tillögu og ræðu sem hann flutti á borgarstjórnarfundi 3. febrúar 1977, en þá lagði hann til, sem þáverandi borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, að störf þessara ráða yrðu sameinuð.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.