Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1986, Page 16
16
;r i ; / , i • \
DV. FÖSTUDAGUR11. APRÍL1986.
Spurningin
Notar þú greiðslukort?
Ámi Jónsson, vinnur hjá grasköggla-
verksmiðju: Nei, og ég hef sko alls
engan áhuga á því.
Ásdís Auðunsdóttir nemi, nýkomin
heim: Já, ég notaði það úti og hef
notað það síðan í september en ég
ætla að hætta því.
Gunnar Friðjónsson framreiðslu-
maður: Nei, ég held að það gefi ekki
góða raun, maður verslar þá allt of
mikið.
Hildigunnur Gunnarsdóttir húsmóð-
ir: Nei, hvorki ávísanareikning né
greiðslukort.
Óskar Hansson rafvirki: Nei, en ég
nota ávísanahefti - að vísu lítið. Ég
kæri mig ekkert um greíðslukort.
Sigurður Karlsson matreiðslumaður:
Já, það er voða þægilegt, en það
kemur alltaf að skuldadögum og
maður er orðinn blankur um miðjan
mánuðinn.
Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur
Getnaðarvamir í sjónvarpinu:
Alþingismenn í
essinu sínu
Skattgreiðandi skrifar:
Það má með sanni segja að al-
þingismenn láta sér fátt óviðkom-
andi. Einkum ef þeim fmnst að þeir
geti komið sér „á framfæri" við kjós-
endur.
Það er þó ekki alltaf að þessi
framagimi þeirra verði þeim þing-
mönnum til framdráttar. I þætti í
sjónvarpinu nú nýlega, þar sem sett-
ur var á svið fundur um mælsku-
keppni milli þingmanna og
skólanemenda um efnið „Getnaðar-
varnir", voru nokkrir þingmenn
mættir til leiks.
Og þvílíkur leikur! Þarna komu
fram þingmenn, og léku á „als oddi“
fyrir framan nemendur og þóttust
menn að meiri.
Einn þeirra, þessi sem er þekktast-
ur fyrir „brjóstasögur" sínar á
Alþingi í sjónvarpsþáttum, reyndi að
vera fyndinn, talaði um gott og mik-
ið „hráefni", þar sem var hópur
nemenda fyrir framan hann í pont-
unni!
Annar hældi sér af því að vera lit-
inn „girndaraugum" af stúlkunum í
salnum og gott ef hann fór ekki með
kviðling eftir sjálfan sig af því tilefni.
Öllum var þessum þingmönnum
það sameiginlegt að gera lítið úr sér
í sambandi við þetta umræðuefni,
sem engan veginn átti heima í sjón-
varpi landsmanna.
En þetta sýnir, þótt í litlu sé, að
alþingismenn reyna nú, allt hvað af
tekur, að koma sér á framfæri, senni-
lega vegna þess að landsmenn eru
búnir að fá óbeit á flestu því sem frá
Alþingi kemur - og þetta vita þing-
menn mæta vel. Þeir nota því hvert
tækifæri sem gefst, jafnvel meðal
skólanemenda!
í þessum sjónvarpsþætti fóru þing-
menn halloka líkt og fyrri daginn.
Og minntu þeir mann fremur á þá
sem á ensku máli eru kallaðir „the
old dirty men“ er þeir sátu og reyndu
að ganga í augun á ungum og
óþroskuðum nemendum í þessari
svokölluðu mælskukeppni.
Sem skattgreiðanda varð manni
einnig hugsað til þess hvaða gagn
alþingismenn gerðu yfirleitt með því
að sitja á þingi.
Það má vissulega hafa þetta í huga
er næst verður gengið til alþingis-
kosninga eða réttara sagta efnt til
kosninga. Það er nefnilega ekki eins
víst nú og áður, að fólk hafi nokkurn
hug á að ganga til slíkra kosninga.
Og þvílíkur leikur! Þarna komu fram þingmenn, og léku á „als oddi“ fyr-
ir framan nemendur og þóttust menn að meiri.
Kosningar til borgar- og sveitar- stjórnendur sem vinna sín störf í hjá-
stjórna eru allt annars eðlis og þar verkum með sínu aðalstarfi. - En á
eru kjósendur að ráða raunverulega alþingi, drottinn minn dýri!
I einingu andans
og á bandi friðarins
Það er raunar þetta með friðinn:
Eins og Steinn heitinn Steinarr
sagði forðum þá fundu Rússar hann
upp hvorki meira né minna!
Hólmfríður Sigurðardóttir skrif-
ar:
Eins og kunnugt er hafa verið
róstur miklar í Alþýðubandalaginu
að undanfömu. Traustir flokks-
menn, einkum úr verkalýðsarmin-
um, hafa ýmist sagt skilið við
flokkinn (Bjarnfríður Leósdóttir)
ellegar gagnrýnt flokksmálgagnið,
Þjóðviljann (t.d. Guðmundur J.
Guðmundsson).
Af er sú tíð að þama sé allt í ein-
ingu andans og á bandi friðarins. -
Það er raunar þetta með friðinn:
Eins og Steinn heitinn Steinarr
sagði forðum, þá fundu Rússar hann
upp - hvorki meira né minna! og
kommar sendu Steini tóninn í Þjóð-
viljanum, mánuðum saman, fyrir
þessi fleygu orð. í seinni tíð þykir
ýmsum stungin tólgin heldur betur
þegar hinir mestu ófriðarseggir, sem
hvergi hafa verið til friðs, telja sig
hina mestu friðarhöfðingja?
Um einingu andans er það helst
að segja að hún virðist farin út um
þúfur á þeim bæ. Ekki bætir þar
úr skák að tveir helstu foringjarnir,
fyrrverandi þingflokksformaður og
fomaður flokksins, hafa hvor á fæt-
ur öðmm verið kosnir „leiðinle-
gustu þingmennimir" af starfs-
hópum á Alþingi. Enda komst
svokölluð „mæðranefnd" Alþýðu-
bandalagsins að þeirri niðurstöðu
nú nýlega að flokkurinn væri leið-
inlegur, eins og frægt varð. - Það
dregur, sem sagt, hver dám af sínum
sessunaut.
Með þökk fyrir birtingu.
Ríkið styrki Hjalta kraftajötun
keppninni um sterkasta mann
heims og munu menn minnast þess
tíma er hann bar þetta sæmdar-
heiti. En í fyrra tapaði hann titlin-
um til útlendings, við sára gremju
okkar íslendinga. Það sem gildir
um Framsóknarflokkinn gildir
einnig um Jón Pál, það þarf að gefa
þeim frí sem verið hafa lengi á
toppnum og veita þeim þannig að-
hald. Því geri ég það að tillögu
minni að hinn hroðalegi Hjalti Úrs-
us Ámason verði sendur utan í
keppnina um sterkasta mann heims.
Ákvörðun um þetta þyrfti að taka
strax svo að Hjalti geti æft af kappi
fram að keppninni. Einnig þyrfti
Alþingi að samþykkja aukafjárveit-
ingu sem duga myndi fyrir öllu sem
Úrsusinn þarf í sig og á svo að fjár-
hagsáhyggjur spilli ekki fyrir
toppárangri. Hjalti yrði glæsilegur
fulltrúi íslands og sá heiðarlegasti
(hvenær hefur Hjalti neitað að
míga?)
Veitum nýju blóði í þjóðfélagið
og sendum Úrsusinn út. Hjalti mun
gera þá að gjalti!
Einnig þyrfti Alþingi að samþykkja aukafjárveitingu sem duga myndi fyrir öllu sem Úrsusinn þarf í sig og á svo
að fjárhagsáhyggjur spilli ekki fyrir toppárangri.
9730-8888 skrifar:
Það tala margir um að það eigi
að gefa Framsóknarflokknum frí í
ríkisstjórn og undir það skal tekið.
Þetta sýnir þann vilja sem er í þjóð-
félaginu til að hvíla það gamla og
gefa einhverju nýju tækifæri.
Nú um árabil hefur Jón Páll Sig-
marsson verið fulltrúi íslendinga í