Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1986, Page 30
42
SM>j
HUSKER DU
- DONT’T WANT TO KNOW
IF YOU ARE LONELY (WEA)
Bandarísk nýbylgja af
bestu gerð, allt á útopnu
einsog í gamla daga, lag-
línan grípandi og maður
farinn að raula með eftir
tvær hlustanir. Feikihresst
og gott lag.
ÞRJÁR Í ÖÐRU SÆTI
QUEEN - A KIND OF MAGIC
(EMI)
Ekkert spes við fyrstu
áheyrn en venst vel og
verður að lokum þrælgott.
Queen heldur sérstöðu
sinni og fellur ekki í hljóð-
gervlagryfjuna. Sjarmer-
andi gítarleikur að vanda;
tvímælalaust smellur.
BIG AUDIO DYNAMITE
- E = MCJ (CBS)
Einsteinlögmálið um
massa og orku og í þessu
tilviki er massinn meiri en
orkan; lagið þrumugott;
gamall Clash andi svífur
yfir vötnunum enda Mick
Jones við stjórnvölinn.
STRANGERS AND
BROTHERS -
SENSATIONAL (MAGNET)
Nýir menn, hreint bráð-
efnilegir; hafa einhvern
tíma heyrt í Bryan Ferry
og Roxy Music en samt eig-
in herrar. Gullfallegt lag
sem á skilið að heyrast sem
oftast.
AÐ LOKUM
JULIAN LENNON
- STICK AROUND
(CHARISMA)
Þungmelt lag; þung undir-
alda; amerískur keimur
enda strákurinn vinsælli
þar en heima. Lagið fyrst
og fremst ofhlaðið og nær
aldrei að rífa sig upp úr
meðalmennskunni. Strák-
urinn engu að síður gott
efni en það er ekki tekið
út með sældinn’ að vera
sonur Johns Lennon.
GEORGE MICHAEL
- DIFFERENT CORNER
(EPIC)
Einsog útúr Austfjarða-
þokunni; öllu pakkað inní
bómull, þokulúðrinum og
öllu saman. Óskaplega
vemmilegt og grátbólgið
lag sem engum tækist að
gera vinsælt nema George
Michael.
-SþS-
BANGLES - DIFFERENT UGHT
Toppar á leið á toppinn
Breska hljómsveitin Woodentops,
eða The Tops - toppamir - eins og hún
er gjaman nefnd, er enn sem komið
er lítt kunn hér á landi, en íslenskir
tónlistarunnendur ættu samt sannar-
lega að leggja við hlustir hvenær sem
þeir heyra óminn af tónlist Rolo og
kó, sem væntanlega á eftir að verða
oft, því það stefnir allt í frægð og
frama hjá Toppunum. Þeir hafa nefni-
lega alla burði og staðfastan vilja til
að skipa sér á bekk með þeim betri í
bransanum. Reyndar hefur hljóm-
borðsleikari þeirra, hún Alice, lýst
þvi yfir að ekkert sé þeim jafnfjarri
við tónlistarsköpunina en markað-
spælingar. En hvað sem því líður
hafa þeir komist í fyrsta sæti óháða
listans heima í Bretlandi og pening-
amir hafa fundið leiðina í budduna
þeirra. Það var lagið Well, Well,
Well sem fór alla leið upp og Move
Me fylgdi því fast eftir. Bæði þessi lög
er að finna á breiðskífunni Straight
Eight Bush-Waker, en hún er samsafn
laga Toppanna sem áður hafa komið
út á smáskífum og í stuttu máli sagt
hinn ágætasti gripur. Það má að vissu
leyti skipta tónlistfnni á henni í
tvennt, annars vegar em fjögur hröð
og allt að því grípandi lög og hins
vegar tvö nokkuð löng og dmngaleg.
Öll eru þau dálítið frumleg, þó vel
megi merkja áhrif tónlistar sjöunda
áratugarins í þeim hröðu. Til dæmis
kom Syd Barrett, fyrrum höfuðpaur
Pink Floyd, strax upp í huga minn
þegar ég heyrði fyrst í Woodentops.
Mér dettur líka í hug að Velvet Und-
erground og Country Joe eigi ein-
hvem þátt í tónlistarþroska þeirra.
Annars hefur margt ekki ósvipað ve-
rið gert í Bretlandi að undanförnu,
en það er sama, Woodentops búa yfir
miklum ferskleika og það sem frá
þeim kemur með því allra besta sem
ég hef lengi heyrt af breskri tónlist.
Hljóðfæraleikurinn er geysilega
skemmtilegur, sérstaklega er gaman
að hlusta á trommurnar í hröðu lög-
unum, ofboðslega fjörugar og skap-
andi. Dýpri strengir kassagítars eru
slegnir ótt og títt meðan sá rafmagn-
aði vælir og hvæsir, bassinn er
kröftugur og áberandi, en inn á milli
leika sér orgeltónar. Rólegu lögin eru
allt annars eðlis, takturinn í Plut-
onium Rock er eins og í vél, alltaf það
sama, ýmist alveg við eyrað eða í fjar-
lægð, og textinn eiginlega ekkert
annað en titilorðin tvö. Svona tónlist
er ekki skemmtileg en virkar sem ein-
hvers konar seiðmagnan.
Steady, Steady er þunglyndissöngur
sem minnir mig á Smiths og svolítið
Lou Reed: Jack er að deyja, með sjúk-
dóminn ægilega, búinn að missa hárið
og allt, en peningarnir fara til tungls-
ins, gætu eins farið til sólarinnar og
brunnið þar til ösku.
Þó lögin séu ekki fLeiri en 6 er
Straight Eight Bush-Waker þess virði
að svelta fyrir henni í heilan dag eða
jafnvel tvo.
-JSÞ
WOODENTOPS • STRAIGHT EIGHT BUSH-WAKER
Stórkostlegar stelpur
Það verður að segjast einsog er að
þrátt fyrir kvennavakningu á ýmsum
sviðum þjóðfélags- og atvinnumála
síðustu tuttugu ár eða svo hefvu þessi
vakning einhverra hluta vegna aldrei
náð að neinu marki til popphljóm-
sveita, í þá veru að kvennahljóm-
sveitir eru ekki hætis hót fleiri nú á
dögum en þær voru fyrir tuttugu
árum. Hins vegar eru nú mun fleiri
kvenmenn sem hasla sér völl á sviði
popp- og rokktónlistar en þá oftast
sem söngkonur í hljómsveitum, sem
að öðru leyti eru skipaðar körlum,
eða þá sem sólósöngkonur.
Á þessu eru heiðarlegar undantekn-
ingar einsog við íslendingar könn-
umst við: Grýlumar og Dúkkulísurn-
ar þekkjum við mætavel og vonandi
eigum við líka sem flest eftir að kynn- •
ast The Bangles.
Bangles er nefnilega stúlknahljóm-
Sveit, afbragðsgóð, einkum þekkt
fyrir lagið Manic Monday sem nú er
vinsælt víða um heim.
Tónlist Bangles er að mestu leyti
samin af stúlkunum sjálfum og þrátt
fyrir ungan aldur sækja þær áhrifín
mest til bítlaáratugarins svonefnda
milli 1960 og 1970.
Og þar ráðast þær ekki á garðinn
þar sem hann er lægstur því ef hægt
er að h'kja tónlist Bangles við ein-
hvetja eina hljómsveit þá em það
Bítlarnir sjálfir.
Fleiri koma reyndar við sögu, eins
og Byrds, og úr þessu verður afskap-
lega ljúf blanda sem óneitanlega rifjar
upp gamlar minningar. — -
Höfuðstyrkur Bangles er fólginn í
hágæðasöng en stelpumar syngja all-
ar meira og minna og radda stórkost-
lega að hætti bítlatímabilsins. Þar
með er ekki sagt að hljóðfæraleikur-
inn sé þeirra veika hlið; ekki verður
annað heyrt en að þær séu hljóð-
færaleikarar sem gætu sómt sér í
hvaða hljómsveit sem væri.
Og þar með ætti að vera ljóst að
þessi plata - Different Light - sem
hér um ræðir er kostagripur mikill
sem snúist hefur mikið á fóninum hjá
mér uppá síðkastið, og snýst enn.
-SÞS-
JONI MITCHELL - DOG EAT DOG
Einstök tóniistarkona
Joni Mitchell á að baki rúmlega
tuttugu ára feril sem söngkona og
tónskáld og er vandi að finna lista-
mann sem hefur átt jafnglæsilegan
feril. Ef ætti að líkja henni við ein-
hvem annan á tónlistarsviðinu
kemur helst nafn Bob Dylan upp og
er viðmiðunin Mitchell ekki í óhag.
Sérstaklega hefur Joni Mitchell
blómstrað á undanförnum árum, að
mínu mati. Lög hennar em ekki jafn-
persónuleg og áður og rödd hennar
hefur þroskast mikið til hins betra.
Fjölbreytni hefur einkennt tónlist
hennar á undanfömum árum. Rokk-
tónlist, jass og þjóðlagatónlist er
einkar vel blandað saman eftir þörf-
um, eins og nýjasta plata hennar, Dog
Eat Dog, ber með sér, þótt áhrif þjóð-
lagatónlistarinnar, sem einkenndi
fyrstu plötur hennar, séu nú nær al-
veg horfin.
Dog Eat Dog inniheldur tíu lög og
em allir textar eftir Joni Mitchell og
einnig hefur hún samið megnið af
tónlistinni.
Eins og alltaf skipta textar Mitc-
hell miklu máli og kennir hér margra
grasa. Þegar textamir em skoðaðir í
heild hefur maður á tilfinningunni
að hér sé reið kona á ferðinni. Kona
sem lætur sig allt óréttlæti varða.
Gegn stríðsrekstri er kveðið í The
Three Great Stimulants. Þjóðfélagsá-
deila er nöpur í Tax Free þar sem
hinn þekkti leikari, Rod Steiger, fer
með hlutverk predikara. Hungurs-
neyðinni í Eþíópíu em gerð skil í
Ethiophia. Skeytingarleysi gagnvart
náunganum í titillaginu Dog Eat
Dog. Svona mætti halda áfram að
telja upp. Lítið fer fyrir rómantíkinni
í textum Mitchell í þetta skiptið. Þó
endar hún plötuna á Lucky Girl sem
er eini persónulegi textinn sem finna
má á Dog Eat Dog.
Tónlistin sjálf er í heild frekar tor-
melt í fyrstu en eftir nokkra hlustun
DV. FÖSTUDAGUR11. APRÍL1986.
SMÆLKI
Sæl nú!. .. .Shane
McGowan, forsöngvari þjóð-
lagapönkhljómsveitarinnar
The Pogues, sfasaðist illa í
bílslysí i London fyrir
skömmu. Söngvarinn var aö
stíga inn í bil er leigubifreið
var ekið á hann með þeim
afleiðingum að hann hand-
leggsbrotnaði, meiddíst illa
á fætí og skarst i andliti.
Talið er að McGowan verði
meira og mínna rúmliggj-
andi næstu mánuðína og þvf
hefur þurft að aflýsa fyrir-
huguðum tónleikum Pogues
i Frakklandt og Þýskalandi.
. .. Skoska hljómsveitin
Big Country er nú að vakna
til lifsins á ný eftir að hafa
legið I dvala um skeið. Ný
smáskifa er væntanleg og
siðar ný breiðskifa og svo
er hljómsveitin nýbyrjuð á
tónleikaferö um Bretlands-
eyjar. Ekki byrjaði ballið þó
vel hjá þeirn sveitamönnum
þvi þegar þeir ætluðu að
hefja fjörið i Newcastie á
dogunum heyrðist hreínlega
ekki múkk í hljómsveítínni.
Það var ekki fyrr en Stuart
Adamson sjálfur, privat og
persónuiega, gekk í víðgerð-
armálín að lag komst á
hljóðið. Og til að bæta
áhorf- og heyrendum upp
töfina lék hljómsveitín i þrjá
tima og bauð að því loknu
öllum upp á ókeypís miða á
aðra hljóntleika. Fáheyrður
höfðingsskapur., .Meira
Big Country vesen. Þegar
þeir sveitamenn komu til
Lundúna fyrir skömmu hugð-
hefur maður á tilfinningunni að hún
hefði alls ekki mátt vera öðruvísi.
Við flutninginn hefur hún sér til að-
stoðar góða menn. Michael McDon-
ald syngur dúett með henni í Good
Friends og í bakröddum nýtur hún
aðstoðar Don Henley og James Tayl-
or. Af hljóðfæraleikurum skal fræg-
astan nefna saxófónleikarann Wayne
Shorter sem leikur með henni í tveim-
ur lögum. Sérlega er góð samvinna
þeirra í Lucky Girl, þar sem Joni
Mitchell sýnir hversu góð jasssöng-
kona hún gæti orðið ef hún eingöngu
legði það fyrir sig.
Dog Eat Dog er mjög heilsteypt
plata og er ekki vegur að taka eitt lag
fram yfir annað og gæðin eru mikil.
Eftir jafnlangan feril í tónlistinni er
undravert hversu frjó Joni Mitchell
er ennþá og er engin þreytumerki að
finna hjá henni eins og hjá svo mörg-
um af hennar kynslóð.
HK.
íst einn þeirra, Bruce
Watson, slökkva þorsta sínn
á barnum á Royal Garden
Hotel þar sem þeir dvöldu.
Það gekk ekki vel þvi bar-
þjónninn sagðist ekki af-
greiða pönkara’. . .Simmi
sjóhundur LeBon er nú
staddur í Uruguay á sigljngu
sinni umhverfis hnöttínn á
snekkjunni Drum. Simmi og
félagar taka þátt í alþjóð-
legri siglingakeppni og eru
sem stendur í öðru sæti á
eftir belgiskri skútu. Fyrir
dyrum stendur nú siglingin
yfir Atlantshafið en Simmi á
að vera kopiinn til Eitglands
i næsta mánuði þar sem
Durau-félagarnir ætla að
hefja undirbúning að næstu
plötu. . .Þeir aðdáendur
hljómsveitarinuar Queen,
sem verða staddir í Lundún-
um í júli, geta hugsað sér
gott til gióðarinnar. Drottn-
ingarmenn ætla nefnilega að
troða upp á Wembley þann
12. júli og hafa lofað stór-
kostlegum tónleikum. Aðrar
hljómsveitir, sern taka þátt,
verða Status Quo, Alarm og
eínhver sú þriðja.. .góða
skemmtun. .. -SÞS-