Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1986, Síða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1986, Síða 1
DV. FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 1986. 19 Allir með í Afnkuhlaupi - ágóði rennur til munaðarlausra barna í Eþíópíu „Við vonumst til að sem allra flestir hér á landi taki þátt í Afríku- hlaupinu og reiknum raunar með góðri þátttöku almennings því að öll fjölskyldan getur tekið þátt i þessu,“ sagði Skúli Ingimundarson hjá Hjálparstofnun kirkjunnar um Afrikuhlaupið sem haldið verður hér á landi, svo og í borgum og bæjum úti um allan heim sunnu- daginn 25. mai. kl. 15.00. Allt bendir til að um metþátttöku Kortið sýnir hlaupaieiðir Afrikuhlaupsins í Reykjavík, en hlaupið hefst kl. 15.00 á sunnudag. Allur ágóði a< fjáröflun i sambandi við hlaupið rennur til reksturs heimilis fyrir munaðarlaus börn i Eþíópíu verði að ræða í Afríkuhlaupinu hér ó landi, enda miðast undirbúningur hlaupsins við það nú að á Islandi taki hlutfallslega flestir þátt í hlaupinu. Hér á landi er undirbúningur að hlaupinu langt kominn í flestum bæjum og þorpum landsins og enn er framkvæmdanefnd hlaupsins að berast tilkynningar um nýja staði á landsbyggðinni sem ætla að verða með. í sjálfu sér skiptir vega- lengdin sem hlaupin er ekki móli, heldur þátttakan í hlaupi eða göngu á sama tíma um land allt. Merkjasala i tengslum við hlaup- ið er hafin og einnig eru til sölu i sportvöruverslunum og bensín- stöðvum Olís sérstakir bolir sem tileinkaðir eru hlaupinu. Mark- miðið er: Allir með í hlaupinu í bolnum með merki hlaupsins. Allur ágóði af fjáröflun í sam- bandi við hlaupið rennur til rekst- urs heimilisins fyrir munaðarlaus börn í Worgessa í Eþíópíu sem popptónlistarmenn öfluðu fjór til með útgáfu hljómplötunnar „Hjálpum þeim“ fyrir síðustu jól. Og þá er bara að setja upp hlaupaskó og taka á sprett ó sunnudaginn, það eitt að vera með skiptir máli. -BTH Konur og bækur - bókmenntadagskrá og markaður í Hlaðvarpanum Undanfarna viku hefur staðið yfír í Hlaðvarpanum, Vesturgötu 3, bókmenntavika undir yflrskrift- inni Bókakaffi: konur og bækur. Hafa konurnar sem að þessu standa haldið uppi veglegri dag- skrá upp á hvern dag auk þess sem bókamarkaður er opinn með verk- um sem eru eingöngu eftir konur. Dagskráin einnig fjölbreytt nú yfir helgina. Hlaðvarpinn opnar kl.16 í dag og kl.17.30 flytja Soffía Birgisdóttir og Ragnhildur Richter erindi um rit- verk Kristínar Sigfúsdóttur. Nýr myndlistarsalur verður opnaður f húsnæðinu í dag, þar mun lista- maðurinn Þórður Ben opna sýn- ingu sem stendur í hálfan mánuð. Bókamarkaðurinn verður opinn til kl.22. Á morgun verður húsið opið frá kl. 14 - 22. Fluttir verða tveir fyrir- lestrar um dösnku skáldkonuna Karen Blixen, þann fyrri flytur Soffia Birgisdóttir en Jóna Ingólfs- dóttir þann seinni. Bókamarkaður- inn er opinn allan daginn. Silja Aðalsteinsdóttir Haldur er- indi um barnabækur á sunnudag- inn kl. 14.30 og félagar úr Félagi íslenskra leikara munu lesa upp úr barnabókum. Kl. 17.00 munu þær Hlega Thorberg og Edda Björgvinsdóttir lesa upp úr bókinni um Ella.Bókamarkaðurinn er op- inn allan daginn. Bókmenntadagskránni í Hlað- varpanum lýkur föstudaginn 30.maí -BTH Hin fjölhæfa breska listakona, Pet- ula Clark, mun koma til landsins bráðlega og halda tvenna tónleika í Broadway. Petula Clark í Broadway Petula Clark, hin heimsfræga söng- og leikkona er nú væntanleg til íslands og mun hún halda tvenna tónleika þar dagana 20. og 21. júní. Petula Clark er mjög fjölhæf listakona og hefur fengist við marga athyglisverða hluti síðan hún varð fræg barnastjarna á fimmta áratugnum. Síðan þá hefur hún fengið fleiri gullplötur en nokkur önnur bresk söngkona, fyr- ir lög eins og Colour my world, Cásanova, Sailor og This is my song sem hún söng fyrir síðustu kvikmynd Charlie Chaplin. Hún hefur einnig hlotið fjölda verðlauna, hefur tvisvar fengið eft- irsóttustu tónlistarverðlaun heims, Grammy verðlaunin og verðlaunin Grand prix national du disque Francais fyrir miklar vinsældir hennar í Frakklandi, enda gengur hún undir gælunafninu Edit Piaf Englands meðal tónlistargagn- rýnenda í Bandaríkjunum. í dag er hún geysilega vinsæll næturklúbbaskemmtikraftur enda sagði hún eitt sinn:„ Ég býst við að ég hafi meiri ónægju af að koma fram á söngskemmtunum en nokkru öðru sem ég geri. Það jafn- ast ekkert á við það að vera í beinu sambandi við áheyrendur þvi þá fær maður strax viðbrögð um hvernig maður stendur sig.“ Eflaust bíða margir spenntir komu Petulu Clark til landsins og vilja tryggja sér miða sem íyrst en miða- sala á tónleikana mun hefjast fljótlega. -BTH Ef þú vilt dansa Ártún, Vagnhöfða 11, Reykjavík, sími 685090 Gömlu dansarnir á föstudags- og laugardagskvöld. Hljómsveitin Drekar leikur fyrir dansi. Broadway, Álfabakka 8, Reykjavík, sími 77500 Söngbók Gunnars Þórðarsonar föstudags- og laugardagskvöld. Glæsibær við Álfheima, Reykjavík, sími 685660 Hljómsveitin Kýprus leikur fyrir dansi í kvöld og annað kvöld. Ölver opið alla daga vikunnar. Hollywood, Ármúla 5, Reykjavík, sími 81585 Diskótek á föstudags- og laugardags- kvöld. Hótel Borg, Pósthússtræti 10, Reykjavík, sími 11440 Diskótek föstudags- og laugardags- kvöld. Gömlu dansarnir undir stjórn Jóns Sigurðssonar á sunnudags- kvöld. Hótel Esja, Skálafell, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík, sími 82200 Dansleikir á föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld. Tískusýning öll fímmtudagskvöld. Hótel Saga við Hagatorg, Reykjavik, sími 20221 „Laddi á Sögu“ föstudags- og laugar- dagskvöld. Dúettinn André Bach- mann og Kristján Óskarsson leika á Mímisbar. Kreml við Austurvöll, Reykjavík, sími 11630 Opið föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld. Leikhúskjallarinn við Hverfisgötu, Reykjavík, sími 19636 I Fyrstir med fréttirnar Skipagötu 13. Akureyri Afgreiðsla og smáauglýsingar Sími 25013 Ritstjórn Simi 26613 Heimasími blaðamanns 26385 Opið virka daga ki. 13-19 laugardaga kl. 11-13 Diskótek föstudags- og laugardags- kvöld. Naust, Vesturgötu 6-8, Reykjavík, simi 17759 Hrönn og Jónas Þórir leika ljúfa tónlist í kvöld. Gestur kvöldsins verður Helgi Hermannsson. Á sunnudagskvöld leika Hrönn og Jón- as Þórir á fiðlu og píanó. Sigtún við Suðurlandsbraut, Reykjavík, sími 685733 Diskótek föstudags- og laugardags- kvöld. Roxzy við Skúlagötu Diskótek föstudags- og laugardags- kvöld. Uppi og niðri, Laugavegi 116, Reykjavík, sími 10312 Hljómsveit Bobby Harrissonar sér um fjörið. Pan-hópurinn sýnir. Þórskaffi, Brautarholti 2, Reykjavík, sími 23333 Edda Björgvins, Júlíus Brjáns og Pálmi Gunnarsson skemmta á föstu- dags- og laugardagskvöld. Pónik og Einar leika fyrir dansi á efri hæð- inni, diskótek á neðri hæð. AKUREYRI H-100 Diskótek á öllum hæðum hússins föstudags-, laugardags- og sunnu- dagskvöld. Sjallinn Fjörið í Sjallanum föstudags- og laugardagskvöld.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.