Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1986, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1986, Blaðsíða 2
20 DV. FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 1986. Ef þú VÍIt Út að borða VEITINGAHÚS - MEÐ VÍNI A. Hansen., Vesturgötu 4, Hf„ sími 651693 Alex., Laugavegi 126, sími 24631. Arnarhóll, Hverfisgötu 8-10, sími 18833. Broadway, Álfabakka 8, sími 77500. Café Gestur, Laugavegi 28b, sími 18385. Duus hús, v/Fischersund, sími 14446. El Sombrero, Laugavegi 73, sími 23433. Eldvagninn, Laugavegi 73, sími 622631 Fógetinn, Aðalstræti 10, sími 16323. Gaukur á Stöng, Tryggvagötu 22, sími 11556. Glæsibær/Ölver, v/Álfheima, sími 685660. Greifinn af Monte Christo, Laugavegi 11, sími 24630. Grillið, Hótel Sögu v/Hagat, s. 25033. Gullni haninn, Laugavegi 178, sími 34780. Hallargarðurinn, Húsi verslunarinnar, sími 30400. Haukur í horni, Hagamel 67, sími 26070. Hollywood, Ármúla 5, sími 81585. Hornið, Hafnarstræti 15, sími 13340. Hótel Borg, Pósthússtræti 11, sími 11440. Hótel Esja/Esjuberg, Suðurlandsbraut 2, sími 82200. Hótel Hof, Rauðarárstíg 18, sími 28866. Hótel Holt, Bergstaðastræti 37, sími 25700. Hótel Loftleiðir, Reykjavíkurflugvelli, sími 22322. Hótel Óðinsvé (Brauðbær), v/Óðinstorg, sími 25224. Hótel Saga, v/Hagatorg, sími 29900. Hrafninn, Skipholti 37, sími 685670. í Kvosinni, Austurstræti 22, sími 11340. Kaffivagninn, Grandagarði, sími 15932. Kínahúsið, Nýbýlavegi 20, sími 44003. Klúbburinn, Borgartúni 32, sími 35355. Kópurinn, Auðbrekku 12, sími 46244. Krákan, Laugavegi 22, sími 13628. Kreml, v/Austurvöll, sími 11630. Leikhúskjallarinn, Hverfisgötu, sími 19636. Lækjarbrekka, Bankastræti 2, sími 14430. Naust, Vesturgötu 6-8, sími 17759. Riddarinn, Vesturgötu 8, Hf. Ríó, Smiðjuvegi 1, sími 46500. Ríta, Nýbýlavegi 26, sími 42541. Skálkaskjól 2, v/Hringbraut, sími 14789. Sjanghæ, Laugavegi 28, sími 16513. Sælkerinn, Austurstræti 22, sími 11633. Torfan, Amtmannsstíg 1, sími 13303. „Uppi & niðri“ Laugavegi 116, sími 10312. Við Sjávarsíðuna, Hamarshúsinu v/Tryggvagötu, sími 15520. Ypsilon, Smiðjuvegi 14d, sími 72177. Réttur helgarinnar: Veitingahús vikunnar: Matreitt á eldvögnum Enn spretta upp veitingahús í borginni, nú síðast var veitinga- húsið Eldvagninn opnað á Lauga- veginum þann 11. apríl síðastlið- inn. Eigendur Eldvagnsins eru þau Bryndís Þráinsdóttir og Gils Harð- arson en um reksturinn sér Valur Magnússon. Veitingahúsið er í nýuppgerðum og endurbyggðum kjallara hússins að Laugavegi 73. Ein hliðin á hús- næðinu hefur verið færð út og er aðallega úr gleri. Þar hefur margs konar pottablómum verið komið fyrir. Þessi stóri gluggi gerir stað- inn bjartan en þar hjálpa líka til veggir og gólf sem klædd eru ljósri furu og borð og stólar í björtum litum. Eldvagninn tekur 35 manns í sæti. Morgun-, hádegis- og kaffihlaðborð „Hér er ætlunin fyrst og fremst að reka gott steikhús," sagði Valur þegar blaðamaður rak nefið inn í Eldvagninn um daginn. „Annars miðast það auðvitað að mestu við kvöldréttina en við opnum kl. 7 alla morgna á virkum dögum. Þá bjóðum við gestum upp á glóðvolgt brauð, sem bakað er á staðnum, álegg, kaffi og svaladrykki. Morg- unverðurinn kostar 150 krónur en hann miðast ekki við neinn ákveð- inn skammt, fólk getur borðað þar til það hefur fengið fylli sína. Eins er í hádeginu en þá bætum við sal- atbar á borðið og einnig bjóðum við upp á súpu. Hádegisverðurinn kostar 280 krónur. Nú erum við einnig að setja upp kaffihlaðborð þar sem velja má úr bökum og kökum af öllum gerðum og er ætlunin að hafa fast verð á þeim i stað þess að selja kökurnar allar á mismunandi verði.“ Gestir fylgjast með matreiðslunni í Eldvagninum fer öll matreiðsla fram fyrir framan gestina sjálfa en staðurinn dregur einmitt nafn sitt af eldvögnum tveimur sem standa miðsvæðis í veitingastaðnum þar sem kokkarnir matreiða rétti fyrir gestina, taka jafnvel við ábending- um eða óskum um hvernig gestir vilja hafa réttinn. Á matseðlinum er hægt að velja um a.m.k. 3 forrétti, 3 kjötrétti og 2 fiskrétti og í sumar verður einnig hægt að velja um nýjan lax eða silung. Vínseðillinn er uppbyggður af léttum vínum með mat. „Gestirn- ir ákveða svo sjálfir hvaða sósur eða annað meðlæti þeir hafa með réttinum - með ráðleggingum og tillögum frá okkur þó,“ sagði Val- ur. „Þannig verður íjölbreytnin rneiri." Áður en skilið er við Eldvagninn má geta einkar óvenjulegrar og skemmtilegrar myndraðar sem þekur veggina. Hún er gerð af Önnu Ólafsdóttur Björnsson og ber nafnið Skýjaborgin. Var hún sér- staklega gerð íyrir staðinn. „Það bregst ekki að myndirnar vekja umtal þegar nýir gestir heimsækja okkur,“ sagði Valur. „Við viljum líka reka veitingastað með nýstár- legum svip þar sem gestir geta notið matarins eftir að hafa séð hvemig hann er búinn til.“ -BTH Grillaöur lambavöðvi með rjómasoðnum kartöflum Matreiðslumaðurinn sem við fáum til liðs við okkur að þessu sinni er Völundur Þorgilsson, mat- reiðslumeistari á Esjubergi. Völundur útskrifaðist frá Hótel Borg árið 1968 og starfaði á veit- ingastaðnum Grill-inn í Austurveri til ársins ’70. Eftir að hafa síðan starfað á Brauðbæ í þrjú ár sá hann um að matreiða fyrir starfsmenn álversins í Straumsvík fram til 1984. Þá tók við rúmt ár á Fógetan- um í Aðalstræti en á Esjubergi hefur Völundur starfað frá því í janúar sl. Með hlýnandi veðráttu gefast nú æ fleiri tækifæri til að nota útigrill- ið í matreiðslu og ætlar Völundur að gefa dæmi um einn slíkan rétt, grillaðan lambalærisvöðva. í réttinn þarf: lambainnanlærisvöðva, 3 innan- læri ættu að duga fyrir íjóra 1 tsk. sítrónupipar 1 tsk. timian 1 tsk. sellerí safi úr hálfri sítrónu Kjötið er látið liggja í kryddblönd- unni í hálfan sólarhring og síðan grillað eftir smekk á útigrilli, eink- um er hentugt að grilla það í þar til gerðum álbökkum. Rjómasoðnu kartöflurnar eru matreiddar á eftirfarandi hátt: Hráar kartöflur eru skafnar og skornar f sneiðar, síðan er þeim raðað í pott í einfalda röð og lauk- ur settur ofan á eftir smekk. Loks er annað lag af kartöflum lagt ofan á það og annað lag af lauk. Ofan á hvert lag er stráð pipar, salti og season-all. Að endingu er rjóma hellt yfir og þetta látið sjóða við lágan hita i 15 mínútur. Sem sósu með réttinum er tilvalið að blanda saman soðinu af kartöflunum og safanum úr kjötinu. -BTH Ef þú vilt út að borða Þórscafé Brautarholti 20, sími 23333. Þrír Frakkar, Baldursgötu 14, sími 23939. Ölkeldan, Laugavegi 22, sími 621036. AKUREYRI: Bautinn, Hafnarstræti 92, sími 21818. H 100, Hafnarstræti 100, sími 25500. Hótel KEA, Hafnarstræti 87-89, sími 22200. Sjallinn, Geislagötu 14, sími22970. Smiðjan, Kaupvangsstræti 3, sími 21818. Restaurant Laut, Hótel Akureyri. Hafnarstræti 98, sími 22525. VESTMANNAEYJAR: Hallarlundur/Mylluhóll v/Vestmannabraut, sími 2233. Skansinn/Gestcjjafinn, Heiðarvegi 1, sími 2577. Skútinn, Kirkjuvegi 21, sími 1420. KEFLAVÍK: Glóðin, Hafnargötu 62, sími 4777. Glaumberg/Sjjávargull, Vesturbraut 1 /, sími 4Ö40. AKRANES: Hótel Akranes/Báran, Bárugötu, sími 2020. Stiliholt, Stillholti 2, simi 2778. SELFOSS: Gjáin, Austurvegi 2, sími 2555. Inghóll, Austurvegi 46, sími 1356. Skíðaskálinn, Hveradölum v/Suðurlandsveg, sími 99-4414. VEITINGAHÚS - ÁN VÍNS American Style, Skipholti 70, sími 686838. Askur Suðurlandsbraut 14, sími 81344, Árberg, Ármúla 21, sími 686022. Bangkok, Síðumúla 3-5, sími 35708. Gafl-inn, Dalshrauni 13, sími 51857. Hér-lnn, Laugavegi 72, sími 19144. Hressingarskálinn, Austurstræti 18, sími 15292, Kabarett, Austurstræti 4, sími 10292. Kokkhúsið, Lækjargötu 8, sími 10340. Lauga-ás, Laugarársvegi 1, sími 31620. Matargatið, Dalshrauni 11, sími 651577. Matstofa NLFÍ, Laugavegi 26, sími 28410. Múlakaffi, v/Hallarmúla, sími 37737. Næturgrillið, heimsendingarþj., sími 25200. Pizzahúsið, Grensásvegi 7, sími 39933. Pítan, Bergþórugötu 21, sími 13730. Potturinn og pannan, Brautarholti 22, sími 11690. Smiðjukaffi, Smiðjuvegi 14d, sími 72177. Sprengisandur, Bústaðarveg 153, sími 33679 Sundakaffi, Sundahöfn, sími 36320. Svarta pannan, Hafnarstræti 17, sími 16480. Trillan, Ármúla 34, sími 31381. Úlfar og Ljón, Grensásvegi 7, sími 688311. Veitingahöllin, Húsi verslunarinnar, sími 30400. Western Fried, Mosfsv. v/Vesturlandsveg, sími 667373. Winny's, Laugavegi 116, sími 25171.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.