Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1986, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1986, Síða 4
22 DV. FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 1986. DV. FÖSTUDAGUR 23. MAt 1986. 27 Messur Guðsþjónustur í Reykja víkurpróf astsdæm i sunnudaginn 25. maí 1986 Árbæjarkirkja Messa í safnaðarheimili Árbæjar- sóknar kl. 11. Organisti Jón Mýrdal. Sr. Guðmundur Öm Ragnarsson. Áskirkja Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Árni Bergur Sigurbjömsson. Breiðholtsprestakall Sameiginleg guðsþjónusta Breið- holts- og Bústaðasafnaða í Bústaða- kirkju ki. 11. Organisti Daníel Jónasson. Sr. Lárus Halldórsson. Bústaðakirkja Sameiginleg guðsþjónusta Breið- holts- og Bústaðasafnaða kl. 11 (vinsamlegast ath. breyttan messu- tíma). Organisti Daniel Jónasson. Prestur sr. Lárus Halldórsson. Sókn- arnefndin. Félagsstarf aldraðra miðvikudags- eftirmiðdag. Lagt verður af stað í vorferðina kl. 14.00 fró kirkjunni. Dómkirkjan Trinitatis. Messa kl. 11. Dómkórinn syngur. Organleikari Marteinn H. Friðriksson. Sr. Þórir Stephensen. Elliheimilið Grund Messa kl. 10. Sr. Árelíus Níelsson. Fella- og Hólakirkja Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Guðný Margrét Magnúsdóttir. Sr. Hreinn Hjartarson. Grensáskirkja Safnaðarferð um Suðurnes. Lagt af stað frá Grensáskirkju kl. 9.30. Messa í Grindavikurkirkju kl. 11 með sr. Erni B. Jónssyni. Skoðunar- ferð um Reykjanesið. Góðir leiðsögu- menn verða með í ferðinni. Komið aftur kl. 17. Þriðjudagur 27. maí: Biblíulestur kl. 20.30. Sr. Halldór S. Gröndal. Hallgrímskirkja Messa kl. 11. Sr. Karl Sigurbjörns- son. Kaffisala kvenfélagsins í Domus Medica kl. 3. Þriðjudagur: Fyrir- bænaguðsþjónusta kl. 10.30. Landspítalinn Guðsþjónusta kl. 10. Sr. Ragnar Fjal- ar Lárusson. Háteigskirkja Messa kl. 11. Organleikari Orthulf Pmnner. Sr. Amgrímur Jónsson. Kópa vogskirkj a Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 11 árdegis. Sr. Árni Pálsson. Langholtskirkja Guðsþjónusta kl. 11. (Athugið breyttan messutíma.) Hestamenn koma á gæðingum sínum til kirkju og úr röðum þeirra munu aðstoða við messuflutninginn hljóðfæraleik- aramir Ásgeir Steingrímsson, Sveinn Birgisson og Þorkell Jóels- son; leikararnir Gunnar Eyjólfsson og Klemens Jónsson og söngvarinn Guðmundur Þ. Gíslason. Kór Lang- holtskirkju syngur og organisti er Jón Stefánsson. Prestur sr. Sigurður Haukur Guðjónsson. Sóknamefndin. Laugarnesprestakall Laugardagur 24. maí: Guðsþjónusta í Hátúni 10B, 9. hæð, kl. 11. Hr. Pét- ur Sigurgeirsson biskup prédikar. Sunnudagur 25. maí: Messa kl. 11 í Laugarneskirkju. Altarisganga. Þriðjudagur 27. maí: Bænaguðsþjón- usta kl. 18. Sóknarprestur. Neskirkja Guðsþjónusta kl. 11 árdegis. Sr. Frank M. Halldórsson. Þriðjudagur og fimmtudagur: Opið hús fyrir aldraða kl. 13-17. Miðvikudagur: Fyrirbænamessa kl. 18.20. Sr. Guðmundur Óskar Ólafs- son. Seljasókn Guðsþjónusta í Ölduselsskólanum kl. 11. Altarisganga. Skaftfellinga- kórinn í Reykjavík syngur við guðsþjónustuna. Þriðjudagur 27. maí: Fyrirbænasamvera kl. 18.30 í Tindaseli 3. Sóknarprestur. Fríkirkjan í Reykjavík Guðsþjónusta kl. 14. Ræðuefni: Er trúmaðurinn vangefinn? Fríkirkju- kórinn syngur. Söngstjóri og organ- isti Pavel Smid. Sr. Gunnar Bjömsson._______________ Fundir Aðalfundur Húnvetningafé- lagsins verður haldinn sunnudaginn 25. maí kl. 14 í Skeifunni 17 (Ford húsinu). Venjuleg aðalfundarstörf. Laga- breytingar. Tolli síðasta sýningarhelgi Málverkasýning Tolla í Lista- safni ASI lýkur sunnudaginn 25. maí. Tolli hefur haldið sex einka- sýningar og tekið þátt í íjölda samsýninga. Á sýningunni í Lista- safni ASf eru 49 málverk. Sýningin er opin virka daga kl.16-20 og um helgar kl. 14-22. Jeffrey VaUance í Nýlistasafninu Sýningu bandaríska listamanns- ins Jeffrey Vallance í Nýlistasafn- inu á Vatnsstíg lýkur sunnudaginn 25. maí. í Nýlistasafninu sýnir Jeffrey teikningar frá íslandi og Suður- Kyrrahafi. Syrpan fjallar um þjóð- félagslegar táknmyndir, allt frá táknum fomaldar til nútímans, frá frumstæðri skurðlist til útsmog- innar auglýsingatækni. Myndirnar eru eins konar minnisvarðar um helga dóma sem aldrei verða end- urheimtir. Tækni verkanna er af ásettu ráði barnsleg og gróf. Jeffrey Vallance er fæddur í Kali- forníu árið 1955 og hefur hann listrænar bækistöðvar sínar í Los Angeles. Árið 1981 útskrifaðist hann frá Otis Art Institute í Los Angeles og síðan hefur hann haldið fjölda sýninga vítt og breitt um Bandaríkin. Sýningin í Nýlistasafninu er opin á vikum dögum frá kl. 16-20 en um helgar frá kl. 14-20. -BTH Vorsýning Myndlistar- skólans á Akureyri Vorsýning Myndlistarskólans á Akureyri verður opnuð í íþróttaskem- munni, Oddeyri, kl. 14.00 á morgun, 24. maí. Á sýningunni verða sýnd verk nemenda úr hinum ýmsu deildum skólans. Starfsemi myndlistarskólans er einkum tvíþætt, annars vegar eru það síðdegis- og kvöldnámskeið fyrir böm og fullorðna í margs konar sjón- menntum og hins vegar fullur dagskóli, þ.e. fornámsdeild sem er 1. ár reglulegs listnáms og málunardeild sem er þriggja ára sérnám. Til að hefja nám í fonámsdeild þurfa umsækjendur að standast inntökupróf sem haldið er fyrstu viku júnímánaðar ár hvert. Rétt til inngöngu í málunardeild hafa þeir semn lokið hafa námi í for- námsdeild, forskóla MHÍ eða stúdentsprofi af myndlistarbraut. Nemendur Myndlistarskólans á Akureyri voru rúmlega 200 á hverri önn í vetur og kennarar 11. Aðalkennari í málunardeild er Nini Tang, hollensk listakona. Skóla- stjóri er Helgi Vilberg. Vorsýningin er á morgun, laugardaginn 24. maí, kl. 14-18 og á sunnudaginn kl. 14-22. -BTH Schubert-tónleikar í Norræna húsinu Laugardaginn 24. maí kl. 16.00 halda Martin Berkofsky og Anna Mál- fríður Sigurðardóttir sjöttu og síðustu tónleika sína í heildarflutningi á íjórhentum píanóverkum Franz Schuberts. Allur ágóði af tónleikunum rennur til styrktar flygilkaupum fyrir Nor- ræna húsið. á öllum aldri til þess að taka þátt í þessari léttu gönguferð á sunnudag- inn og taka börn sín með. Brott- farartímar eru kl. 10.30 og kl. 13 frá Umferðarmiðstöðinni, austanmegin. Ekið verður að Kaldárseli og er fólk á eigin bílum velkomið með í gönguna. Skólahljómsveit Mosfells- sveitar leikur við Kaldársel milli kl. 13 og 14. Útivistarferðir Helgarferðir 23.-25. maí 1. Þórsmörk. Gist í skála Útivistar, Básum, gönguferðir við allra hæfi. 2. Tindfjöll-Tindfjallajökull. Gist í húsi. Hægt að hafa gönguskíði. Gengið á Ymi og Ýmu. 3. Purkey- Breiðafiarðareyjar. Náttúruparadís á Breiðafirði. Orfá sæti laus. Tjaldað í eyjunni. Sigling um Breiðafiarðar- eyjar, m.a. að Klakkeyjum. Einstök ferð. Uppl. og farmiðar á skrifst. Grófinni 1, símar 14606 og 23732. Sjáumst. Laugardagsganga Hana nú Vikuleg laugardagsganga frístunda- hópsins Hana nú í Kópavogi verður á morgun, laugardaginn 24. maí. Lagt af stað frá Digranesvegi 12 kl. 10. Allir Kópavogsbúar velkomnir. Takmark göngunnar er samvera, súrefni og hreyfing í vorþeynum. Fjöruferð með Hinu íslenska náttúrufræðifélagi Veist þú að fyrir aðeins 400 kr. kemst þú í fiöruferð með Hinu íslenska náttúrufræðifélagi, getur fræðst heilmikið um lífið í fiörunni, gengið um Kjalarnesið í góða veðrinu og, síðast en ekki síst, safnað þínum eig- in kræklingi í forrétt handa fiöl- skyldunni á sunnudagskvöldið. Sunnudaginn 25. maí verður fiöru- Tónleikar Baltasar í Gallerí Gangskör Dagana 22. maí til 3. júní opnar Baltasar sýningu á teikningum í Gallerí Gangskör undir heitinu Fimm þema. Þemun fimm eru brennidepill þessarar sýningar - sprek, amboð, fákar, lauf og ecce homo, hafa öll mikla persónulega þýðingu fyrir Baltasar. í þeim er skráð leit hans að formi og merkingu og eru þau ekki að- eins heimild um þróun listamanns; með því að kalla fram tilfinningar allt frá léttlyndi til önugleika eru þau líka safn breytilegra geðhrifa. Teikningar Baltas- ars eru staðhæfingar um tilfinningar hans, ferðalög, fjölskyldu og heimili og - og það skiptir meira máli - stöðug sjálfskönnun með aðstoð teikningar. í vor eru liðin 25 ár síðan Baltasar hélt sína fyrstu sýningu á íslandi, þá 23 ára að aldri. En þá var einn- ig sýning á teikningum. Flauta og gítar í Dalvíkurkirkju Kolbeinn Bjarnason flautuleikari og Páll Eyjólfsson gítarleikari munu halda tónleika í Dalvíkurkirkju mánudagskvöldið 26. maí kl. 21. Á efnisskránni er alls konar tónlist, gömul og ný, innlend (eftir Eyþór Þorláksson og Atla Heimi Sveinsson) og erlend, auðmelt og tormelt. Elsta verkið er frá öndverðri 18. öld, það yngsta er samið vorið 1986. Þeir fé- lagar hafa spilað mikið saman síðan þeir komu úr námi fyrir tveimur árum en þetta eru fyrstu sameigin- legu tónleikar þeirra utan Reykja- víkur. Tónleikar Tónlistarskólans í Reykjavík Tónlistarskólinn í Reykjavík heldur þrenna tónleika dagana 25., 26. og 28. maí nk. Sunnudaginn 25. maí verða burtfararprófstónleikar Hrafnhildar Hagalín Guðmundsdóttur gítarleikara í sal skólans, Skipholti 33, og hefjast þeir kl. 17. Á efnisskrá eru verk eftir L. Roncalli, J.S. Bach, M. Giuiliani, Boccherini og Brouwer. Kvintett með Hrafnhildi skipa: Hildigunnur Halldórsdóttir, fiðla, Kristján Matt- híasson, fiðla, Eyjólfur Alfreðsson, víóla, og Sigurður Halldórsson, selló. Mánudaginn 26. maí verða burtfar- arprófstónleikar Ólafar Þorvarðs- dóttur fiðlúleikara í sal skólans, þeir hefjast kl. 20.30. Ólöf leikur verk eft- ir Brahms, J.S. Bach, E. Blodh, Áskel Másson og Beethoven. Lárá Rafns- dóttir leikur með á píanó. Miðviku- daginn 28. maí verða síðustu tónleikar skólans á þessum vetri. Hljómsveit skólans frumflytur verk eftir Finn Torfa Stefánsson. Þetta er lokaverkefni Finns frá tónfræðadeild Skólans. Stjórnandi er Atli Heimir Sveinsson. Þá mun hljómsveitin einnig flytja konsert fyrir lágfiðlu eftir Hoffmeister. Einleikari með hljómsveitinni í því verki er Guð- mundur Kristmundsson víóluleikari og er þetta síðari hluti einleikara- prófs hans. Stjórnandi er Mark Reedman. Þessir tónleikar verða í Menntaskólanum við Hamrahlíð og hefjast kl. 20.30. Aðgangur á tónleik- ana er ókeypis og öllum heimill. Kópavogskórar í tónleikaferð til Austfjarða 90 ungmenni úr Skólahljómsveit Kópavogs og Kór Kársnes- og Þing- hólsskóla halda á morgun í tónleika- fferð austur á firði þar sem þau munu syngja og spila fyrir Austfirðinga. Efnisskrá tónleikanna rr mjög fjöl- breytt og skemmtileg, ísl msk þjóðlög og sönglög, marsar og dansar, svo fátt eitt sé nefnt. Bl; sararnir og söngvararnir munu einnig flytja saman nokkur lög. Fyrstu tónleikarnir verða haldnir á Höfn í Hornafirði sunnudaginn 25. maí kl. 16.00, mánudagskvöld kl. 20.30verður sungið og blásið fyrir Norðfirðinga í Egilsbúð, þá verður haldið til Eskifjarðar og verða tón- leikar í Valhöll kl. 20.30 þriðjudags- kvöld. Á Seyðisfirði verða tónleikar í Herðubreið miðvikudagskvöld kl. 20.30 og í Egilsstaðakirkju fimmtu- dag kl. 20.30. Auk þess mega Reyð- firðingar, Fáskrúðsfirðingar og fleiri eiga von á að heyra í tónlistarfólkinu á götum úti ef veður leyfir. Stjórn- andi Skólahljómsveitar Kópavogs er Björn Guðjónsson og Þórunn Björnsdóttir stjórnar kórnum. Að- gangur á tónleikana er ókeypis. Það er vaskur hópur ungmenna sem syngur fyrir Austfirðinga næstu vik- una. Ferðalög ársel og er stefnan tekin á Búrfell. Gengið er yíir greiðfært hraun. Kald- árhnúkar og Helgafell eru okkur á hægri hönd. Farið er yfir hlaðinn grjótgarð, sem er minnismerki um vatnsveituframkvæmdir Hafnfirð- inga fyrr á öldinni. Þ>egar komið er að Búrfelli er um tvennt að velja, annars vegar að ganga á fellið og njóta útsýnis áður en göngunni er haldið áfram niður Búrfellsgjá. Hins vegar er að ganga beint ofan í gjána við fellið. Gjáin er þröng upp við Búrfell, en hún víkkar og barmar lækka er neðar dregur. Neðst í gjánni er komið að gamalli rétt. f>etta er Gjárrétt sem forðum daga var lögrétt Garðhrepp- inga, Bessastaðahreppsbúa og Hafnfirðinga en var aflögð eftir 1920. Til baka í Kaldársel er fylgt girð- ingunni sem girðir Heiðmerkur- svæðið af. Ferðafélagið hvetur fólk Ferðafélag íslands Dagur ljóðsins á þremur stöðum á landinu Sunnudaginn 25. maí stendur Rithöfundasamband Islands fyrir degi ljóðsins. Þetta er í annað skipti sem það er gert en í fyrra tókst hann með eindæmum vel og vakti athygli á ljóðinu sem lifandi þætti í íslensku samfélagi. I ár verður þráðurinn tekinn upp að nýju og fólki gefinn kostur ú að safnast saman til að njóta ljóðaupplestra. Upplestrarn- ir yerða á þremur stöðum á landinu að þessu sinni; á Selfossi, Akranesi og í Reykjavík. Á Akranesi verður lesið upp í Bókasafni Akraness og hefst upplesturinn kl. 14.30. Þar lesa upp Vilborg Dagbjartsdóttir, Pjetur Hafstein Lárusson og Matthías Magnússon. Á Selfossi verður lesið upp í Tryggvaskála og hefst dagskráin þar einnig kl. 14.30. Skáldin á Selfossi verða Ingibjörg Haraldsdóttir, Gunnar Harðarson, Bergþóra Ing- ólfsdóttir og Þorsteinn frá Hamri. Upplesturinn í Reykjavík fer fram í Iðnó og hefst kl. 14.00. Þar koma fram eftirtalin 10 skáld: Thor Vilhjálmsson, Jón úr Vör, Þorgeir Þorgeirsson, Þóra Jónsdóttir, Ólafur Haukur Símonarson, Einar Már Guðmundsson, Geirlaugur Magnússon, Jóhamar, Gyrðir Elíasson og ísak Harðarson. Auk þess verður lesið úr verkum Vigdísar Gríms- dóttur og Þuríðar Guðmundsdóttur. I tilefni af degi ljóðsins hefur RSÍ látið prenta veggspjald með ljóðinu „Ljóð jarðar“ eftir Snorra Hjartarson. LJÓÐ JARÐAR GæO' ég lesið Ijóð jarðar þessum augum þessum stóru skæru augum í vagninum litla á stígnum vorljóð sólar og jarðar eitt andartak myndu Ijóð Ijóða Ojúga mér af vörum. ferð á vegum Hins íslenska náttúru- fræðifélags. Haldið verður upp á Kjalarnes, en þar eru skemmtilegar og lífríkar fjörur sem verða skoðaðar undir leiðsögn Karls Gunnarssonar þörungafræðings. Hann mun einnig leiðbeina fólki um tínslu á kræklingi og öðru ætilegu sem í fjörunni er að finna. Lagt verður af stað frá Um- ferðarmiðstöðinni í Reykjavík kl. 11. Allir velkomnir. Mætið í stígvélum, með fötur eða önnur ílát. Sýningar m Óskar Pálsson sýnir í Pítubæ Sunnudaginn 25. maí opnar Óskar Pálsson málverkasýningu í Pítubæ, Hafnargötu 37, Keflavík. Þetta er fyrsta einkasýning Óskars en á henni sýnir hann um 50 olíumálverk. Sýn- ingin er opin frá kl. 11.30-23.30 og stendur í mánuð. verður opnuð í Norræna húsinu 24. maí og stendur til 8. júní. Kortzau er arkitekt að mennt en hefur hlo- tið frægð og viðurkenningu fyrir grafíklist sína, textílmynstur, postulín og húsgögn. Ole Kortzau er mjög frumlegur listamaður. Þá nýsköpun sem átt hefur sér stað í dönskum listiðnaði að undanförnu má ekki síst rekja til verka hans. Hann er fjölhæfur með ólíkindum, en dönsk náttúra er kveikjan að allri listsköpun hans. Frá því að Kortzau sýndi verk sín fyrst á sýningu í Marienborg 1973 hefur hróður hans farið sívaxandi, ekki aðeins heima fyrir í Dan- mörku heldur um heim allan. Sýningar á verkum hans eru nú orðnar 25 - í Danmörku, Svíþjóð, Bretlandi, Frakklandi, Bandaríkj- unum og Japan. Á þessu ári verða verk hans sýnd á tveimur stöðum - í Frakklandi og í Norræna húsinu í Reykjavík. Það er verslunin Epal sem gengst fyrir sýningunni hér, enda hefur hún gert mikið af því að kynna danska listhönnun hér á landi. Á sýningunni í Norræna húsinu verður sýnt úrval grafíkverka og plakata eftir Kortzau, margs konar textílmyndir, postulínsmunir, silf- urgripir og húsgögn. Listamaður- inn kemur hingað sjálfur vegna sýningarinnar og verður við opnun hennar. Tilkynningar Síðasta vísnakvöld fyrir sumarið Næstkomandi mánudagskvöld, þann 26. mai, halda Vísnavinir síðasta vísnakvöldið fyrir sumarleyfíð. Það verður að vanda haldið á Hótel Borg. Þetta kvöld verður með allsérstæðu sniði, þar sem fram fer hæfileika- keppni og verður valinn vísnasöngv- ari kvöldsins. Til keppninnar er efnt í tilefni tíu ára afmælis félagsins Vísnavina síðar á þessu ári. Að auki verður boðið upp á önnur dagskrár- atriði. Vísnakvöldið hefst kl. 20.30. Friðarhreyfing íslenskra kvenna Kvikmyndin Konur, talsmenn friðar verður sýnd í Norræna húsinu sunnudaginn 25. maí kl. 16 á vegum Friðarhreyfingar íslenskra kvenna. Bonnie Sherr Klein frá Kanada, ann- ar höfundur myndarinnar, mun rabba við gesti að lokinni sýningu. Komið og fræðist um friðarstarf kvenna hér heima og erlendis. Vorfundur Vélprjónasam- bands íslands verður haldinn laugardaginn 24. maí kl. 14 á Hótel Loftleiðum. Útimarkaður leikfélags Sel- foss Leikfélag Selfoss hefur tvö undan- farin vor haldið útimarkað með ýmsum uppákomum við miklar vin- sældir meðal bæjarbúa og nágranna. Fyrsti markaðurinn var haldinn vor- ið 1984 til fjáröflunar vegna leik- ferðar félagsins til Irlands, en þar sem fólki fannst að slíkt tiltæki auðgaði bæjarlífið mjög var ákveðið Þórsmörk helgarferð 23.-25. maí. Kl. 20 x kvöld verður farið til Þórs- merkur. Gist í Skagfiörðsskála. Gönguferðir um mörkina. Farmiða- sala og upplýsingar á skrifstofunni, Öldugötu 3. 8. göngudagur Ferðafélags íslands Á sunnudaginn, 25. maí nk., efnir Ferðafélag íslands í áttunda skiptið til sérstaks göngudags og sem fyrr er leitast við að fara leið sem er við allra hæfi og um leið forvitnileg. Gangan hefst við eyðibýlið Kald- Ole Kortzau Danskur listamaður sýnir í Norræna húsinu Á næstunni eiga íslendingar kost fjölhæfasta listamanns Dana, Ole á að skoða verk eins kunnasta og Kortzau. Sýning á verkum hans Pastelmyndir til sýnis í Eden Magnús Gunnarsson -opnaði í vik- unni sýningu á um 40 pastelmyndum í nýjum sýningarskála í Eden, Hveragerði. Sýningin stendur til sunnudagsins 1. júni. Kvenfélag Hallgrímskirkju Kaffisala og skyndihappdrætti fé- lagsins verður í Domus Medica sunnudaginn 25. maí kl. 15. Tekið verður á móti kökum og brauði í Domus Medica milli kl. 13 og 15 á sunnudaginn. Styrkið byggingu Hallgrímskirkju með þvi að koma og fá ykkur kaffisopa. Sigifirðingafélagið í Reykjavík og nágrenni Fjölskyldudagurinn verður sunnu- daginn 25. mai í félagsheimilinu Kirkjuhvoli í Garðabæ og hefst kl. 15. Fjölmennið og takið með ykkur gesti. Hljómlistarsamkoma í Fíla- delfíu 1 tilefni af 50 ára afmæli Filadelfiu- safnaðarins í Reykjavík um þessar mundir verður efnt til sérstakrar söng- og hljómlistarsamkomu i kirkju Fíladelfíusafnaðarins að Há- túni 2 sunnudagskvöldið 25. maí kl. 20. Á dagskrá verður fjölbreytt tón- list, bæði í hljóðfæraleik og söng. Fíladelfíukórinn syngur undir stjórn Árna Arinbjarnarsonar. Unglinga- kór syngur undir stjórn Hafliða Kristinssonar. Þá verður einsöngur og tvísöngur og hljóðfæraleikur í umsjá ungs fólks. AUir eru hjartan- lega velkomnir. Alfreð Flóki sýnir í Vest- mannaeyjum. í dag, 23. maí, kl. 17 opnar Alfreð Flóki myndlistarsýningu í AKÓG- ES-húsinu í Vestmannaeyjum. Þessi sýning Flóka er í samvinnu við Gall- erí Borg og stendur aðeins í nokkra daga. Á sýningunni verða í kringum 30 myndir unnar með svartkrít og rauðkrít. Sýningin verður opin á laugardag, sunnudag og múnudag frá kl. 14-22. Henni lýkur á mánu- dagskvöld. að halda útimarkað árlega fram- vegis. Á morgun, laugardaginn 24. maí, verður því útimarkaður félags- ins við Tryggvaskála og hefst kl. 10 árdegis. Að venju verður ílest milli himins og jarðar til sölu og auk þess skemmtiefni af ýmsu tagi. Hljóm- sveit leikur fyrir dansi inni í skálan- um og ýmsar veitingar verða á boðstólum. Þar sem veðurguðii-nir hafa jafnan verið þessu framtaki leikfélagsins hliðhollir verður án efa glatt á hjalla á hlaði Tryggvaskála og margir gera reyfarakaup.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.