Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1986, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1986, Síða 6
28 DV. FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 1986. Helgispjöll Leikfélag Reykjavíkur Síðustu sýningar leikársins Svartfugl, 2 sýningar eftir Á laugardagskvöld verður næstsíð- asta sýning á Svartfugli Gunnars Gunnarssonar í leikgerð Bríetar Héðinsdóttur. Svartfugl hefur hlotið firnagóðar viðtökur hjá leikhúsgest- um og góða aðsókn. Svartfugl fjallar sem kunnugt er um eitt frægasta morðmál íslands- sögunnar, morðin á Sjöundá í upphafi 19. aldar þar sem þau Bjami og Steinunn myrtu maka sína til þess að geta sjálf tekið saman. Magn- þrungin saga sem engan lætur ósnortinn. Með helstu hlutverk fara Þor- steinn Gunnarsson, Jakob Þór Einarsson, Sigurður Karlsson, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Gísli Rúnar Jónsson o.fl. Leikstjóri er Bríet Héðinsdóttir, leikmynd gerði Steinþór Sigurðsson, tónlist Jón Þórarinsson, en David Walters sá um lýsingu. Land míns föður, sýningar föstudags- og sunnudags- kvöld Nú um helgina verða 134. og 135. sýningar á stríðsárasöngleik Kjart- ans Ragnarssonar, Land mins föður. Landið hefur verið sýnt síðan í haust við metaðsókn. Nú eru síðustu for- vöð að tryggja sér miða því aðeins örfáar sýningar eru eftir á leikárinu. Með helstu hlutverk fara Sigrún Edda Bjömsdóttir, Helgi Björnsson, Jón Sigurbjörnsson, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Steinunn Ölína Þor- steinsdóttir, Aðalsteinn Bergdal og Ragnheiður Arnardóttir. Leikstjóri er Kjartan Ragnarsson, Á föstudagskvöld frumsýnir Þjóð- leikhúsið leikritið Helgispjöll eftir breska leikskáldið Peter Nichols í þýðingu og leikstjóm Benedikts Ámasonar. Leikmynd er eftir Stíg Steinþórsson, búningar em eftir Guðnýju Björk Richards og lýsing í höndum Áma Baldvinssonar. Með helstu hlutverk fara Róbert Am- finnsson, Margrét Guðmundsdóttir, Anna Kristín Amgrímsdóttir, Bessi Bjamason, Þórunn Magnea Magn- úsdóttir og Sigurveig Jónsdóttir. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskir leikhúsgestir fá tækifæri til að kynn- ast einum athyglisverðasta leikrita- höfundi sem Bretar hafa eignast síðustu 20 árin og að flestra mati em Helgispjöll eitt merkasta leikritið hans. Nichols beinir athyglinni að hjónabandinu og ástinni og fjallar um sambúðarvanda þessara tveggja fyrirbæra, stofhunarinnar og tilfinn- ingarinnar. Hann beitir allnýstár- legri tækni til að gefa okkur nýja sýn á gamalkunnugt efhi og við get- um skoðað hjónalífið af nýjum sjónarhóli. Önnur sýning á Helgispjöllum verður á sunnudagskvöld. Leikhús-Leikhús tónlist samdi Atli Heimir, leikmynd gerði Steinþór Sigurðsson, búninga Gerla, Jóhann G. Jóhannsson sér um tónlistarstjóm, David Williams gerði lýsingu en Ólafía Bjarnleifsd. dansa Sýningar Þjóðleikhússins yfir helgina f deiglunni, eftir Arthur Miller. Á laugardagskvöld sýnir Þjóðleik- húsið leikrit Arthurs Millers, í deiglunni, í leikstjóm Gísla Alfreðs- sonar, magnað drama um trúarof- sóknir, heimsku og hetjulund, verk sem á sífellt erindi við samtímann og er allt í senn: áminning, aðvörun og spásögn. Með helstu hlutverk fara Hákon Waage, Edda Þórarinsdóttir, Gunnar Eyjólfsson, Erlingur Gísla- son, Sigurður Skúlason, Guðrún Gísladóttir og Elfa Gísladóttir. Leikfélag Akureyrar sýnir söngleikinn Blóðbræður eftir Willy Russel í allra síðasta skipti í Samkomuhúsinu á laugardagskvöld kl. 20.30. í aðalhlutverkum em Erla B. Skúladóttir, Ellert A Ingimundarson og Barði Guðmundsson. Tónabíó Salvador er alveg glæný, banda- rísk kvikmynd og er hún frumraun Olivers Stone sem leikstjóra. Hann er aftur á móti þekktur handrita- höfundur og á að baki handrit að myndum eins og Midnight Express, Scarface og The Year of the Drag- on. Salvador fjallar um blaðamann sem er laus í rásinni og hefur viða farið. Það er úrvalsleikarinn James Woods er leikur Boyle. Meðal ann- arra leikara má nefna John Savage. Myndin tekur á máli sem viðkvæmt er í Bandaríkjunum, gegndarlausum stuðningi stjómar- innar við stjórnvöld, sem ekki stjórna í anda lýðræðis. Regnboginn Sú mynd, sem hlýtur að vekja mesta athygli í Regnboganum, „mánudagsmynd alla daga“, í þetta skiptið, er Og skipið siglir, eftir einn mesta meistara kvikmynda- sögunnar, Federico Fellini. Þetta er hans næstnýjasta mynd og ættu kvikmyndaáhugamenn ekki að láta hana framhjá sér fara. Þá má nefna hina sígildu gamanmynd Jacques Tati, Playtime, sem hægt er sjá aftur og aftur. Þeir sem vilja ævintýramyndir geta svo skemmt sér yfir Musteri óttans (Pyramid of Fear). Þá er mynd með hinni öldnu heiðurskonu Katherine Hep- burn, Með lífið í lúkunum, þar sem hún leikur á móti Nick Nolte. Stjörnubíó Stjörnubíó sýnir úrvalsmyndina Agnes, bam guðs (Agnes Of God), sem byggð er á þekktu leikriti sem sýnt hefur verið hérlendis. Fjallar myndin um nunnu sem eignast bam og ber það út. Myndin er mik- ið sjónarspil þriggja persóna, nunnunnar, sem er ung stúlka, abbadísin, sem ver klaustur sitt gagnvart borgaralegri konu sem fengin er til að rannsaka málið. í aðalhlutverkum eru úrvalsleik- konumar Anne Bancroft og Jane Fonda, ásamt Meg Tilly er leikur ungu nunnuna. Leikstjóri er Nor- man Jewison sem á að baki margar æúrvalsmyndir, núna síðast Soldi- ers Story. Háskólabíó Stefnumótið (The Appointment) er ný kvikmynd sem Háskólabíó hefur hafið sýningar á. í aðalhlut- verkinu er Edward Woodward, breskur leikari sem hefur leikið í mörgum úrvalsmyndum. Ásamt honum leika Jane Merow og Sam- antha Wayson. Stefnumótið er dramatísk kvikmynd sem fjallar um hið óþekkta. Austurbæ|arbíó Austurbæjarbíó býður upp á spennumynd sem svo sannarlega stendur undir nafni. Er það Flótta- lestin (Runaway Train) eftir rússann Andrei Konchalovsky. Fjallar hún um tvo heldur óásjá- lega strokufanga sem komast upp Bíóhöllin Út og suður í Bíóhöllin frumsýnir í dag gaman- mynd sem vakið hefur mikla athygli og hlotið miklar vinsældir. Er það mynd Pauls Mazursky, Út og suður í Beverly Hills (Down And Out In Beverly Hills). Fjallar myndin um Whitemans hjónin sem Richard Dreyfus og Bette Midler leika. Þau eru nýrík hjón, sem búa í Beverly Hills, eiga Rolls Royce og Mercedes og eru með heilan her af hjálparfólki. Allt frá öryggis- vörðum til hundasálfræðings. Þau eiga tvo krakka sem eru jafn skrýt- in og foreldramir. Á hinn bóginn er í myndinni Baskin sem Nick Beverly Hills Nolte leikur. Hann er hinn dæmi- gerði Beverly Hills-róni, ráfar um í leit að brennivíni. Hann ákveður að hann sé búinn að fá nóg af þessu líferni og ákveður að drekkja sér í sundlaug Whitemanshjónanna. Honum tekst það að sjálfsögu ekki. Hefjast nú kostuleg samskipti þess- ara þriggja persóna. Flestir eru á því að Paul Mazursky hafi tekist vel upp í þessari absúrd gaman- mynd, en honum hafa verið nokkuð mislagðar hendur á undanförnum árum. Þá má geta þess að einn aukaleikaranna er rokkarinn frægi Little Richard. Kvikmyndahús í lest sem er á ferð. Það sem þeir vita ekki í fyrstu er að lestin er stjómlaus og æðir beint út í óviss- una. Leikarar fara á kostum í þessari mynd. Jon Voight, sem leik- ur hættulegan fanga, var tilnefnd- ur til óskarsverðlauna í vor. Ekki hlaut hann verðlaunin, en leikur hans er stórkostlegur. Flóttalestin er mynd sem óhætt er að mæla með við alla þá sem vilja æsispennandi myndir. Laugarásbíó Jörð í Afríku (Out of Africa) fékk á dögunum sjö óskarsverðlaun og varð þar með sigurvegarinn í ár. Var hún meðal annars kosin besta myndin. Myndin fjallar um líf og starf Karenar Blixen í Afríku fyrr á öldinni. Hún hefur nú orðið að víkja úr aðalsalnum fyrir myndinni „Það var þá - Þetta er núna“ sem er ný, bandarísk kvikmynd, gerð eftir skáldsögu S.E. Hinton, sem Coppola hefur myndað verk eftir. Eins og við er að búast fjallar myndin um unglinga á raunsæjan hátt. Aðalhlutverkið leikur Emilio Estevez, sem óðum er að festat í hlutverkum sem þessum. Ágætur leikari en mætti velja fjölbreyttari hlutverk. HK Hvað er á seyði um helgina — Hvað er á seyði um helgina — Hvað er á seyði um helgina — Hvað er á seyði um helgina — Sýningar Árbæjarsafn Opið samkvæmt samkomulagi. Upp- lýsingar í síma 84412 kl. 8-9 mánu- daga til föstudaga. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74 Safnið er opið á þriðjudögum, fimmtudögúm og sunnudögum frá kl. 13.30-16. Ásmundarsafn við Sigtún Opnunartími safnsins er á þriðjudög- um, fimmtudögum, laugardögum og sunnudögum frá kl. 14-17. Ásmundarsalur við Freyjugötu Hlið við hlið byggingarlist mynd- list nefnist sýning á hugmyndasam- vinnu myndlistarmanns og arkitekts á vegum norrænu myndlistarmið- stöðvarinnar á Sveaborg. Sýningin er opin daglega til 29. maí frá kl. 14-19. íslenskir þátttakendur í sýn- ingunni eru Magnús Tómasson myndlistarmaður og Magnús Skúla- son arkitekt. Gallerí Borg, Pósthússtræti I Gallerí Borg stendur yfir sýning á veggteppum, ofnum af vistfólkinu á Skálatúni í Mosfellssveit. Veggtepp- in á þessari sýningu eru öll ofin nú í vetur. Kjarvalsstaðir við Miklatún Þar standa yfir þrjár sýningarS vest- ursal sýnir Kári Eiríksson olíumál- verk. í austurforsal sýnir Nína Gautadóttir olíumálverk. Nína býr í París. í vestursal stendur yfir ljós- myndasýningin ,,Pílagrímar í Jerú- salem.“ Gallerí íslensk list, Vesturgötu 17 Þar stendur yfir sýning Elíasar B. Halldórssonar listmálara. Sýningin er opin virka daga kl. 9-17 og um helgar kl. 14-16. Sýningunni lýkur á sunnudag. Nýlistasafnið, Vatnsstíg Engin tilkynning borist um sýningu þessa helgi. Norræna húsið v/Hringbraut Á morgun klukkan 14 opnar Ole Kortzau sýningu á silfur- og postu- línsmunum, vefnaði, lithografíu, vatnslitamyndum og fleiru. Sýningin verður opin kl. 14—19 alla daga og lýkur henni 10. júni. Listasafn ASÍ, Grensásvegi Laugardaginn 10. maí sl. var opnuð málverkasýning á verkum Tolla - Þorláks Kristinssonar í Listasafni ASÍ. Á sýningunni eru 49 verk. Sýn- ingin er opin virka daga kl. 16-20 og um helgar kl. 14-22. Sýningin stendur til 25. maí. Listasafn Einars Jónssonar við Njarðargötu er opið alla laugardaga og sunnu- daga frá kl. 13.30-16. Höggmynda- garðurinn er opinn alla daga frá kl. 10-17. Listasafn Háskóla íslands í Odda, nýja hugvísindahúsinu, er opið daglega kl. 13.30-17. Þar eru til sýnis 90 verk í eigu safnsins, aðallega eftir yngri listamenn þjóðarinnar. Aðgangur að safninu er ókeypis. Stofnun Árna Magnússonar Handritasýning opin á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum frá kl. 14-16. Gallerí Gangskör, Amtmannsstíg 1 Baltasar sýnir teikningar í Galleri Gangskör undir heitinu Fimm þema. Sýningin stendur til 3. júní.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.