Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1986, Blaðsíða 6
28
FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 1986.
Söfn - Söfn
bjó þá fyrst í Vinaminni í Grjóta-
þorpi. Á þessum tíma málaði hann
mikið Kvosina og það sem hann
sá út um gluggann sinn. Umhverfi
Tjamarinnar og höfnin urðu hon-
um einnig myndefni. Á sýningunni
er meðal annars ókláruð mynd af
mannlífinu við Tjörnina og fæst
Ásgrímur þar við óvenjulegt við-
fangsefni.
Skemmtilegt er að koma í hús
listamannsins sem er lítið og sýnir
vel hversu fábrotnu lífi hann hefur
lifað. Húsmunir hans em fáir og
einfaldir og í eldhúsinu stendur
örlítil kaffikanna á borðinu. Gam-
all plötuspilari er í einu horninu
og við einn vegginn stendur fall-
egur viðarskápur sem Ásgrímur
teiknaði sjálfur. Þarna eru einnig
nokkrar gamlar ljósmyndir af mál-
aranum við vinnu sína. Á efri
hæðinni, þar sem var vinnustofa
Ásgríms, hanga nú myndir hans á
veggjum og njóta sín vel í birtunni
frá norðurglugganum.
Sýningin á Reykjavíkurmyndun-
um mun standa til ágústloka en þá
tekur við haustsýning á myndum
Ásgríms. Safnið er opið alla daga
nema laugardaga frá 13.30 til 16.00.
Kvikmyndahús -
Regnboginn
Dagar stóru biblíumyndanna eru
löngu liðnir. Það er því áræði hjú
ástralska leikstjóranum að gera
mynd um Davíð konung sem sigr-
aði Golíat. Handritið er byggt á
Gamla testamentinu. Eins og flestir
vita sem einhvern tíma hafa gengið
í skóla var Davíð fjárhirðir er varð
elskaður konungur ísraelsmanna
og er Davíð konungur ekki fyrsta
kvikmyndin sém gerð er um þenn-
an dýrling Biblíunnar. Af öðrum
myndum í Regnboganum má nefna
að í gær var frumsýnd Bomber,
slagsmálamynd með þeim stóra og
feita Bud Spencer.
Austurbæjarbíó
Þú ert sjúkdómur, ég er lækning-
in, segir Sylvester Stallone um leið
og hann drepur morðingja í nýjustu
mynd sinni, Cobra, sem flestir eru
sammála um að taki fram öllum
ofbeldiskvikmyndum sem gerðar
hafa verið. í þetta skiptið leikur
Stallone hvorki fyrrverandi her-
mann né boxara heldur lögreglu-
mann í Kalifomíu sem á að gæta
laga og réttar og það gerir hann
með ofbeldinu. Þrátt fyrir að Cobra
hafi fengið dágóða aðsókn í Banda-
ríkjunum þá er það ekkert á við
Hvað er á seyði um helgina — Hvað er á seyði um helgina — Hvað er á seyði um helgina — Hvað er á seyði um helgina —
Kvikmyndahús
þá aðsókn sem Rambo og Rocky IV
fengu. Kenna menn því um að jafn-
vel Bandaríkjamönnum, sem þó eru
ýmsu vanir, ofbjóði ofbeldið í
myndinni.
Háskólabíó
Martröð á þjóðveginum (Hitcher)
fjallar um ungan mann sem tekur
að sér að ferja bíl frá Chicago til
vesturstrandarinnar. Þegar hann
álpast til að veita ókunnum putta-
ferðalangi far með bílnum hefst
ógnþrungin atburðarás. Ókunni
maðurinn reynist hið versta fól.
Aðalhlutverkin leika C. Thomas
Howell, ungur og efnilegur leikari
sem Francis Ford Coppola kom á
framfæri, og hollenski leikarinn
Rutger Hauer sem við sáum síðast
í Ladyhawke.
Bíóhúsið
Eflaust muna margir eftir því
þegar byrjað var að kvikmynda
Óvinanámuna (Enemy Mine) hér á
landi, enda gekk ekki svo lítið á -
leikstjórinn rekinn og allt sem
kvikmyndað var hér eyðilagt. Við
myndinni tók Þjóðverjinn Wolf-
gang Petersen og nú er hægt að sjá
árangurinn i Bíóhúsinu. Óvina-
náman hefur yfirleitt fengið mjög
Laugarásbíó:
Villikettir
Tvær gamanmyndir prýða
stærstu sali Bíóhallarinnar þessa
dagana. í aðalsalnum er sýnd nýj-
asta kvikmynd Goldie Hawn,
Villikettir (Wild Cats), þar sem hún
leikur unga stúlku sem dreymir um
stráka sem leika bandarískan fót-
bolta. Goldie Hawn er kannski
besta gamanleikkona Bandaríkj-
anna í dag og svíkur sjaldan. Hin
gamanmyndin er Lögregluskólinn
3 sem fjallar um hið óborganlega
lið sem útskrifaðist í fyrstu mynd-
inni, mynd sem fær ábyggilega
marga til að hlæja. Þá má nefna
9 /i viku, mjög umtalaða mynd sem
hefur vakið mikla athygli og þykir
í djarfara lagi. Aðalhlutverkin í
þeirri mynd leika Mickey Rourke,
sem slegið hefur eftirminnilega í
gegn að undanförnu, og Kim Bass-
inger.
vinsamlega dóma; þykir standa
framarlega í röð mynda sem byggj-
ast á vísindaskáldskap. En því
miður fyrir framleiðendur hafa
áhorfendur látið sig vanta á mynd-
ina erlendis, hvað svo sem skeður
hér.
Stjörnubíó
I aðalsal Stjörnubíós er sýnd
mynd um unga og forherta menn.
Nefnist hún Bræðralagið (Band of
the Hand) og státar myndin af tón-
list sem flutt er af nokkrum
poppgoðum nútímans. Járnörninn
(Iron Eagle) er mynd sem fjallar
um tvo menn sem taka lögin í sínar
hendur og fara á orrustuþotum til
Austurlanda til að leita að föður
annars þeirra. Járnörninn er
spennumynd þar sem mikil áhersla
er lögð á flugatriði. Af öðrum
myndum í Stjömubiói er helst að
nefna íslensku kvikmyndina Eins
og skepnan deyr og eru nú að verða
síðustu forvöð fyrir þá sem ekki
hafa séð hana að sjá nýjustu ís-
lensku kvikmyndina.
Laugarásbíó
3:15 fjallar um ungan mann sem
einu sinni var í glæpaklíku en hef-
ur nú séð að sér og úkveðið að
ganga menntaveginn. Fyrrverandi
félagar em ekki alltof hrifnir af
þessari ákvörðun og ákveða að
gera upp við hann. Uppgjörið er
svo kl. 3.15.
-HK
Söfn - Söfn - Söfn - Söfn - Söfn - Söfn
Asgríms-
safn
Við Bergstaðastrætið stendur lá-
reist steinhús sem lætur lítið yfir
sér. í þessu húsi bjó fyrsti íslenski
listmálarinn sem gerði myndlistina
að ævistarfi sínu eingöngu, Ás-
grímur Jónsson. Hann fæddist árið
1876 og innan við tvítugsaldur
ákvað hann, þrútt fyrir fátækt og
margskonar erfiðleika, að helga
myndlistinni starf sitt og framtíð.
Hann fór i listnám til Danmerkur
og síðar til Italíu.
Ásgrímur Jónsson var brautryðj-
andi nútímamyndlistar á Islandi
og viðfangsefni hans voru aðallega
náttúra Islands. Hann andaðist
árið 1958, ókvæntur og barnlaus.
Síðustu æviárin bjó hann í húsi
sínu við Bergstaðastræti 74. Hann
arfleiddi þjóð sína að miklum fjölda
listaverka, ásamt húsi sínu og
heimili. Ásgrímssafn var opnað í
húsinu 1960 og eru í safninu 192
fullgerð oliumálverk og 277 full-
gerðar vatnslitamyndir og stúdíur,
auk fjölda þjóðsagnateikninga.
Einnig eru í safninu ófullgerðar
myndir frá ýmsum tímum. í heimili
Ásgríms og vinnustofu er aðeins
hægt að sýna 30-40 listaverk í einu
og er því skipt um myndir þrisvar
sinnum á ári.
Nú stendur yfir i safninu sumar-
sýning á Reykjavíkurmyndum
Ásgríms í tilefni afmælis borgar-
innar. Þær eru flestar málaðar á
árunum 1910 til 1920. Ásgrímur
kom alkominn heim árið 1909 og
Tunglsljós nefnist þessi mynd Ásgrims Jónssonar sem hann málaöi af
vesturbænum en nú eru til sýnis Reykjavikurmyndir Ásgríms í Ásgrims-
safni við Bergstaðastræti.
Sýningar
Árbæjarsafn
Opið alla daga kl. 13.30-18 nema mánu-
daga er lokað. Nýopnuð sýning í prófess-
orshúsinu á Kleppi í tilefni 200 ára afmælis
Reykj avíkurborgar
Ásgrímssafn,
Bergstaðastræti 74
Sýning á Reykjavíkurmyndum Ásgríms
Jónssonar í tilefni af afmæli borgarinnar.
Sýningin er opin alla daga nema laugar-
daga kl. 13.30-16 og stendur til ágústloka.
Ásmundarsafn
við Sigtún
Opnunartími safnsins er á þriðjudögum,
fimmtudögum, laugardögum og sunnudög-
um frá kl. 14-17.
Ásmundarsalur
við Freyjugötu
11 íslenskir arkitektanemar við nám er-
lendis sýna verk sín til og með 17. ágúst.
Sýningin er opin virka daga kl. 9-16 og
17-21, um helgar kl. 14-21.
Gallerí Borg,
Pósthússtræti
Sumarsýning stendur yfir, skipt um mynd-
ir reglulega. Galleríið er opið frá kl. 10-18
virka daga.
Kjarvalsstaðir
við Miklatún
Reykjavík í 200 ár. Svipmyndir mannlífs
og byggðar. Laugardaginn 16. ágúst verð-
ur þessi sýning opnuð í tilefni 200 ára
afmælis borgarinnar.
Gallerí Gangskör
Nú stendur yfir sýning Gangskörunga og
er hún opin daglega frá 18-24.
Gallerí Gangurinn
Þann 4. ágúst var opnuð sýning á verkum
austurríska málarans Fritz Grosz. Hann
málar abstrakt myndir. Nokkrar olíukrít-
armyndir eru einnig á sýningunni. Hún
mun standa yfir í mánuð.
Gallerí íslensk list,
Vesturgötu 17
Þar stendur yfir sumarsýning Listmálara-
félagsins. 15 félagar Listmálarafélagsins
sýna. Þetta er sölusýning og er hún opin
virka daga frá kl. 9-17 og kl. 14-18 um
helgar.
Mokkakaffi,
Skólavörðustíg
Málverkasýning Baldurs Edwins stendur
nú yfir. Hann sýnir vatnslitamyndir frá
Reykjavík. Sýningin er opin daglega frá
9.30-23.30.
Nýlistasafnið,
Vatnsstíg
Laugardaginn 16. ágúst kl. 16.00 opna
Tumi Magnússon og Ráðhildur Ingadóttir
málverkasýningu. Verkin eru öll unnin á
Englandi síðastliðinn vetur og eru af ýms-
um stærðum og gerðum. Sýningin er opin
frá kl. 16-20 virka daga og kl. 14-20 um
helgar og mun hún standa til 24. ágúst.
Norræna húsið
v/Hringbraut
Sumarsýning stendur yfir. Að þessu sinni
eru á sýningunni verk fjögurra listmálara
af yngri kynslóðinni, þeirra Einars Há-
konarsonar, Gunnars Ámar Gunnarsson-
ar, Helga Þorgils Friðjónssonar og
Kjartans Ólasonar. Sýningin verður opin
daglega kl. 14-19.
í anddyrinu er sýning á ljósmyndum og
sáldþrykki eftir þýska ljósmyndarann
Karlheinz Strötzel. Fyrirmyndir hans að
öllum myndunum er ísleriskt landslag og
gamlir íslenskir torfbæir. Myndirnar eru
allar til sölu og rennur ágóðinn af sölu
þeirra til byggingar Hallgrímskirkju.
Listasafn ASÍ,
Grensásvegi
Nú stendur yfir í Listasafni ASl „Sumar-
sýning" en þar eru sýnd 40 verk í eigu
safnsins. Sýningin er opin alla daga vik-
unnar kl. 14-18 og henni lýkur sunnudag-
inn 24. ágúst.
Listasafn Einars Jónssonar
við Njarðargötu
er opið alla daga nema mánudaga frá kl.
13.30-16. Höggmyndagarðurinn er opinn
daglega frá kl. 10-17.
Listasafn Háskóla íslands
í Odda, nýja hugvísindahúsinu, er opið
daglega kl. 13.30-17. Þar eru til sýnis 90
verk í eigu safnsins, aðallega eftir yngri
listamenn þjóðarinnar. Aðgangur að safn-
inu er ókeypis.
Listver,
Austurströnd 6, Seltjarnarnesi.
I dag 15. ágúst kl. 16 opnar Myndlistar-
klúbbur Seltjamamess sýningu í tilefni
vinabæjarmóts. Það eru 10 Seltimingar í
klúbbnum sem eiga myndir á sýningunni
sem stendur til 31. ágúst og er opin virka
daga kl. 16-22 og um helgar kl. 14-22.