Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1986, Side 7
FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 1986.
ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR
Opna Coca Cola mótið 25 ára
fslandsmótið í knattspymu:
Spennandi umferð
fram undan
Nú um helgina verður opna Coca
Cola mótið haldið hjá Golfklúbbi
Ness. Mótið var fyrst haldið 1961
og er því 25 ára. Er þetta elsta
opna golfinót landsins. Fyrstu árin
var það haldið á golfvellinum í
Öskjuhlíð en er hann var lagður
niður var það flutt í Grafarholt og
síðar á Nesvöllinn þar sem það er
nú haldið.
Þetta mót braut blað í golfsögu
landsins því áður höfðu kylfmgar
úr hinum ýmsu klúbbum ekkert
tækifæri til að keppa innbyrðis
nema á landsmóti. Skömmu síðar
var einnig efiit til Coca Cola golf-
keppni hjá hinum tveim klúbbun-
um sem störfuðu, Golfklúbbi
Hér sjást nokkrir aðstandendur mótsins. Frá vinstri: Hallgrimur T. Ragnarsson markaðsstjóri, Ottó Péturs-
son, fyrrverandi formaður Golfklúbbs Ness, Pétur Bjarnason forstjóri og Sigurður Runólfsson, núverandi
formaður Golfklúbbs Ness. DV-mynd Kristján Ari
Það voru mikil fagnaðarlæti á varamannabekk Valsmanna þegar leikur Vals og Fram var flautaður af. Vals-
menn sigruðu 1-0 og eru nú aðeins einu stigi á eftir Fram. DV-mynd Brynjar Gauti
Það ætlar ekkert lát að verða á
spennunni í íslandsmótinu í knatt-
spymu. Eftir að Valsmenn unnu
Framara um síðustu helgi er aftur
hlaupin spenna í 1. deildina en um
tíma leit út fyrir að Framarar væru
að stinga af. Nú má hins vegar
segja að hver leikur sé nánast úr-
slitaleikur. Eftirfarandi leikir
verða í deildakeppninni um helg-
ina:
1. deild karla
UBK - KR.....16. ágúst kl. 14.00
Þór A. - í A.16. ágúst kl. 14.00
Valur-ÍBV....16. ágústkl. 16.00
Fram-FH.......17. ágústkl. 19.00
ÍBK - Víðir.17. ágúst kl. 19.00
2. deild karla
Völsungur - Þróttur R.
................15. ágúst kl. 19.00
KS - Selfoss....15. ágúst kl. 19.00
KA - ÍBÍ.........15. ágúst kl. 19.00
Einherji - Skallagr.
................16. ágúst kl. 14.00
3. deild karla
A-riðill:
Stjaman-ÍR.......15. ágúst kl. 19.00
Reynir S. - Fylkir 15. ágúst kl. 19.00
B-riðill:
Leiknir F. - Austri E.
................16. ágúst kl. 14.00
Magni - Valur Rf. 16. ágúst kl. 14.00
Tindastóll - Leiftur
.................16:ágústkl. 14.00
Þróttur N. - Reynir Á.
................16. ágúst kl. 14.00
Þá heldur úrslitakeppnin í 4. deild
áfram um helgina.
-SMJ
Akureyrar og Golfklúbbi Vest-
mannaeyja.
Keppt verður með og án forgjafar
og er þátttaka öllum heimil, ungum
jafnt sem öldnum, konum sem körl-
um, innlendum sem erlendum.
Sérstök aukaverðlaun eru í boði
fyrir þann sem fyrstur fer holu í
höggi á 6. braut. Eru það 200 kass-
ar af Coca Cola en hingað til hefur
engum tekist að krækja sér í þessi
verðlaun. Einnig verða veitt verð-
laun fyrir að slá næst holu á sömu'
braut og fyrir að slá lengsta högg
af teig á 3 braut og ef vallarmet
verður slegið á 9 eða 18 holum
verða veitt verðlaun hjá körlum
og konum. -SMJ
Frjálsar íþróttir
í Laugardalnum
Unglingakeppni FRÍ og bikar-
keppni FRf í fjölþraut fer fram á
Laugardalsvelli nú um helgina,
nánar til tekið 16. og 17. ágúst.
Unglingakeppnin hefst kl. 13.00 en
fjölþrautarkeppnin kl. 16.00. f
unglingakeppninni keppa bestu
unglingar landsins, 18 ára og yngri.
Má búast við spennandi keppni í
Laugardalnum um helgina.
-SMJ
v
Frjálst, óháð dagblað
Á MORGUN
Gunnar Bjarnason er kominn i tuttugasta og niunda ættlið frá
Ingólfi Arnarsyni. Hann ólst upp i hjarta bæjarins, einmitt á þeim
stað þar sem talið er að bær Ingólfs hafi staðið. Helgarblaðið
ræddi við Gunnar um Reykjavíkurlífið hér á árum áður.
HÚFUÐBORGIN OKKAR, REYKJAVÍK, ER AÐ VERÐA
TVÖ HUNDRUÐ ÁRA. HELGARBLAÐIÐ HELDUR UPP Á
AFMÆLIÐ Í MÁLI OG MYNDUM.
Það eiga fleiri afmæli en Reykjavíkur-
borg. Rafstöðin við Elliðaár varð
sextíu og fimm ára á árinu. Helgar-
blaðið heimsótti þetta merka mann-
virki.
Hver var hann, þessi maður sem
stendur svo keikur á stalli í fógeta-
garðinum? Hversu vel þekkja
Reykvíkingar sögu sína? Helgar-
blaðið kannaði málið.
Helgarblaðið ræddi við Þórunni Valdi-
marsdóttur, höfund bókarinnar „Sveitin
við sundin". Ennfremur var rætt við Jón
G. Bergmann, formann Reykvíkinga-
félagsins. Brugðið er upp gömlum og
fágætum Ijósmyndum frá Reykjavík og
margt margt fleira.