Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1986, Blaðsíða 1
Ef þú vilt dansa
Ártún,
Vagnhöfða 11, Reykjavík, sími 685090
Gömlu dansamir á föstudags- og laugar-
dagskvöld. Hljómsveitin Drekar leikur
fyrir dansi.
Broadway,
Álfabakka 8, Reykjavík, sími 77500
Dansleikur föstudags- og laugardagskvöld
Evrópa
v/Borgartún
Opið föstudag og laugardag kl. 22-03,
hljómsveitin Klassík og diskótek. Opið kl.
2Sk-01 á sunnudag, tískusýning.
Glæsibær
við/ Álfheima, Reykjavik, sími 685660
Hljómsveitin Kýprus leikur fyrir dansi í
kvöld og annað kvöld. Ölver opið alla
daga vikunnar.
Hollywood,
Ármúla 5, Reykjavík, sími 81585
Diskótek á föstudags- og laugardags-
kvöld.
Hótel Borg
Pósthússtræti 10, Reykjavík, sími 11440
Diskótek föstudags- og laugardagskvöld.
Gömlu dansamir undir stjóm Jóns Sig-
urðssonar á sunnudagskvöld.
Hótel Esja, Skálafell,
Suðurlandsbraut 2, Reykjavík, sími
82200
Dansleikir á föstudags-, laugardags- og
sunnudagskvöld. Tískusýning öll fimmtu-
dagskvöld.
Hótel Saga
v/Hagatorg, Reykjavik, sími 20221
Dansleikur á föstudags- og laugardags-
kvöld. Á Mímisbar leiku dúettinn Andri
Bachmann óg Kristján Óskarsson.
Kreml
við/Austurvöll, Reykjavik, sími 11630
Opið föstudags-, laugardags- og sunnu-
dagskvöld.
Leikhúskjallarinn
v/Hverfisgötu, Reykjavík, simi 19636
Opnar aftur eftir sumarleyfi, dansleikur á
föstudags- og laugardagskvöld.
Sigtún
v/Suðurlandsbraut, Reykjavík, simi
685733
Diskótek föstudags- og laugardagskvöld.
Roxzý
við Skúlagötu
Diskótek föstudags- og laugardagskvöld.
Uppi og Niðri
Laugavegi 116, Reykjavik, sími 10312
( Sænsku strákarnir Guys and dolls sýna
kvenfatnað frá Goldie um helgina.
Þórskaffi,
Brautarholti 2, Reykjavík, sími 23333
Hljómsveitin Bobby rock leikur fyrir dansi
föstudags- og laugardagskvöld á efri hæð
hússins. Diskótek á neðri hæðinni.
AKUREYRI
H-100
Diskótek á öllum hæðum hússins föstu-
dags-, laugardags- og sunnudagskvöld.
Sjallinn .
Fjörið í Sjallanum föstudags- og laugar-
dagskvöld.
Tæknisýninguimi
lýkur um helgina
Tæknisýningu Reykjavíkur í
Borgarleikhúsinu lýkur nú um
helgina og hefur aðsókn verið mjög
góð þessar tvær vikur sem sýningin
hefur staðið yfir. Að sögn Baldurs
Hermannssonar, forstöðumanns
sýningarinnar, hafa um þrjátíu
þúsund manns skoðað sýninguna
og búist er við miklum fjölda nú
um helgina.
Tilgangur sýningarinnar er að
kynna almenningi hinar ýmsu
tæknistofnanir borgarinnar sem
yfirleitt ber ekki mikið á. Sýnd eru
stór líkön af Suðurlandi og Sunda-
höfn, vatnsvirkjunum, dreifikerfi
hitaveitunnar og fleiru. Einnig eru
til sýnis tölvuvæddar stjómstöðv-
ar, tölvukort af höfuðborgarsvæð-
inu, dreifistöð rafmagnsveitu, foss
og virkjunargöng. Auk þess eru
sýndar kvikmyndir, ljósmyndir og
málverk.
Að sögn Baldurs hefur Íslandslík-
anið, sem er hið stærsta sem gert
hefur verið, vakið einna mesta at-
hygli ásamt tölvuvæddu lit-
skyggnusýningunni af landslagi
íslands. Ferðaskrifstofur hafa tekið
upp á því að senda hópa af erlend-
um ferðamönnum á sýninguna sem
hafa orðið yfir sig hrifnir af lands-
lagsmyndunum. Þulartextinn með
litskyggnunum, sem Arnar Jóns-
son íeikari flutti á íslensku, hefur
nú verið þýddur yfir á ensku fyrir
útlendingana.
Sýningin hefur einnig verið mik-
ill ævintýraheimur fyrir börnin og
hefur mörgum foreldrum reynst
erfitt að fá syni sína og dætur með
sér heim.
Hjólað verður um Mosfellssveitina á morgun í fylgd lögreglu.
Hjólreidadagux
í MosfeHssveit
Alþjóðleg fréttaljósmyndasýning
World Press Photo ’86 nefnist
fréttaljósmyndasýning sem opnuð
verður í Listasafni ASÍ við Grens-
ásveg á morgun, laugardag.
Sýningin smanstendur af 180 ljós-
myndum sem hlutu verðlaun í
alþjóðlegri samkeppni World Press
Photo Foundation í Amsterdam. í
samkeppnina bárust að þessu sinni
um 5500 myndir eftir liðlega 900
ljósmyndara frá um það bil 50 lönd-
um. Þessi keppni hefur verið haldin
árlega síðan 1956.
Markmið World Press Photo Fo-
undation er að stuðla að alþjóðlegu
samstarfi fréttaljósmyndara og
berjast fyrir tjáningarfrelsi í fjöl-
miðlun en einnig að efla áhuga á
fréttaljósmyndun sem sjálfstæðri
listgrein.
Alþjóðleg dómnefnd valdi mynd-
ina Þjáningar Omairu Sanchez, úr
samnefridum myndaflokki, frétta-
ljósmynd ársins. Myndin var tekin
í bænum Armero í Kólombíu eftir
gos í eldfjallinu Navado del Ruiz
14. nóvember síðastliðinn. Mynda-
syrpan í heild hlaut einnig fyrstu
verðlaun í sínum flokki. Hörmung-
amar í Armero setja raunar svip
sinn á sýninguna í heild.
Sýningin verður opnuð á morgun
klukkan 14 og verður opin daglega
til 14. september, virka daga frá kl.
16 til 20 og um helgar frá kl. 14 til
22. Þar verður einnig til sölu árbók
samtakanna World Press Photo
Foundation, Eyewitness ’86, sem
hefur að geyma flestar myndanna
á sýningunni með nánari umfjöllun
um þær og um fréttaljósmyndun
almennt.
í tengslum við sýninguna verða
ýmis dagskráratriði, erindi og tón-
leikar. A sunnudaginn klukkan 16
mun Guðmundur Sigvaldason jarð-
fræðingur flytja erindi með lit-
skyggnum um náttúruhamfarirnar
í þorpinu Armero í Kólumbíu en
eins og áður sagði verða margar
myndir frá þessum voðaatburði á
sýningunni.
JC í Mosfellssveit gengst fyrir
hjólreiðadegi á morgun, laugardag,
í samvinnu við lögregluna. Til-
gangurinn er að veita börnum á
aldrinum sjö til fjórtán ára tæki-
færi til að sýna færni sína á
reiðhjólum en einnig er þess vænst
að fullorðnir dragi fram hjólhesta
sína í tilefni dagsins.
Dagskráin hefst við barnaskól-
ann klukkan eitt eftir hádegi með
því að börnin koma með hjólin til
skoðunar og skrá sig. Aðeins verð-
ur hægt að keppa á þeim hjólum
sem standast skoðun. Keppnin sjálf
hefst klukkan tvö og verður keppt
í tveim greinum, hjólreiðaralli og
hjólreiðaleikni. Veitt verða þrenn
verðlaun í hvorri grein, auk þess
sem allir keppendur fá veifur í við-
urkenningarskyni.
Eftir keppnina, klukkan fjögur,
verður hjólað í fylgd lögreglunnar
um sveitina og eru foreldrar hvatt-
ir til að vera með. Ferðinni lýkur
í barnaskólanum þar sem verðlaun
verða afhent og boðið upp á veit-
ingar.
Faðlr og sonur frá Eþiópíu nefnist þessi mynd sem Carol Ann Guzy
fékk fyrstu verðlaun fyrir í flokknum Fólk i fréttum.