Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1986, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1986, Blaðsíða 4
22 FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 1986. Ferðalög Dagsferðir sunnudag 31. ágúst: Kl. 8. Þórsmörk - dagsferð á kr. 800. Ath. í september er ákjósanlegt að dvelja í Þórsmörk. Kl. 10. Botnsdalur - Svartihryggur - Skorradalur (gömul þjóðleið). Skemmtí- leg gönguleið úr Botnsdal í Skorradal,' gengið austan Litlu-Botnsár og yfir Svartahrygg að Efetabæ í Skorradal. Verð kr. 800. Fararstjóri: Guðmundur Péturs- son. Kl. 10. Sveppaferð I Skorradal. Verð kr. 800. Fararstjóri: Anna Guðmundsdóttir. Kl. 13. Innstidalur - Hengladalaá. Verð kr. 400. Fararétjóri: Tryggvi Halldórsson. ATH.: Vegna lélegrar berjasprettu verð- ur engin berjaferð í ár. Brottför frá Umferðarmiðstöðinni, aust- anmegin. Farmiðar við bíl. Frítt fyrir böm í fylgd fullorðinna. Ferðafélag íslands. ÓVISSUFERÐ. Gist í húsum. Þórsmörk. Gist í Skagfjörðsskála/Langadal. Nú erákjósan- legur tími til þess að dvelja í friðsælu og fallegu umhverfi Þórsmerkur. Landmannalaugar - Eldgjá. Gist í sælu- húsi F.I. í Laugum. Dagsferð til Eldgjár. Gönguferðir á laugasvæðinu. Heitur poll- ur - hitaveita í sæluhúsinu. Góð gistiað- staða. Helgina 5.-7. sept.: SnæfeUsnes - Ár- bókarferð. Ferðast um svæði sem Árbók 1986 fjallar um. Fararstjóri: Einar Haukur Kristjánsson. Upplýsingar og farmiðasala á skrifstofu Ferðafélagsins, Öldugötu 3. Ferðafélag Islands. Helgarferðir 29.-31. ágúst. a. Þórsmörk - Goðaland. Gist i skálum Útivistar í Básum. Gönguferðir við allra hæfi. Berjatinsla. b. LandmannaheUir - Hrafntinnusker - Laugar. Gist við Landmannahelli. Skoð- aðir íshellar og háhitasvæði. Gönguferðir. Uppl. og farmiðar á skrifst. Grófmni 1, símar: 14606 og 23732. Sjáumst, Útivist. Sunnudagur 31. ágúst. Kl. 8.00. Þórsmörk - Goðaland. Léttar skoðunar- og gönguferðir. Verð kr. 800. Kl. 10.30. Hengill - NesjaveUir. Gengið á Hengil og í dalina fallegu norðan hans. Verð kr. 600. Fararstjóri: Þorleifur Guð- mundsson. Frítt f. böm m. fullorðnum í ferðimar. Brottför frá BSÍ, bensínsölu. Sjáumst, Útivist, ferðafélag. Tilkyimingar 15.000 hafa séð Reykjavíkur- sýningu Um fimmtán þúsund manns hafa nú séð Reykjavíkursýninguna á Kjarvalsstöðum. Aðsóknin er mest um helgar en einnig er margt um manninn í miðri viku, einkum þó þegar leikþátturinn Flensað í Malakoff er á dagskrá. Þótt leikþátturinn sé ekki langur gefur hann skemmtilega mynd af Reykjavxk fyrri daga og hefur fengið frá- bærar viðtökur sýningargesta. Fram í miðjan septembermánuð verður leikurinn sýndur í tjaldinu á Kjarvalsstöðum á fimmtudags- og föstudagskvöldum kl. 21 og á laugardögum og sunnudögum kl. 16. Seinustu tvær helgamar verður bara ein sýning hvora helgi, á sunnudögum, og er sérstök ástæða til að benda fólki á að drífa sig sem fyrst ef það vill ekki missa af þess- Tónlistarmót ungra Norðurlandabúa Dagana 29. ágúst til 2. september verður haldið í Reykjavík tónlistar- mót ungs fólks író höfuðborgum Norðurlandanna. Þetta er í sjöunda sinn sem mótið er haldið en undan- farin tvö ár hafa nokkrir íslendingar tekið þátt í því í Kaupmannahöfn og Helsinki. í ár verður mótið haldið í fyrsta skipti í Reykjavík í tilefni af 200 ára afmæli borgarinnar. Tuttugu og tveir ungir hljóðfæra- leikarar fró höfuðborgum hinna Norðurlandanna koma hingað auk fararstjóra og sameinast meðlimum úr Sinfóníuhljómsveit æskunnar undir stjóm Mark Reedmans. Æfð verða tvö hljómsveitarverk, Epita- fion eftir Jón Nordal og Karelia svitan eftir Síbelíus, og flutt, auk nokkurra kammerverka, á tónleik- um í Menntaskólanum við Hamra- hlíð næstkomandi þriðjudagskvöld. Á mánudagskvöldið verða einnig tónleikar í Norræna húsinu þar sem ungu tónlistarmennirnir flytja ein- leiks- og kammerverk. Tónleikamir heíjast báðir klukkan 20, aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. Ulf Trotzig sýnir í Norræna húsinu Sænski myndlistarmaðurinn Ulf Trotzig opnar á sunnudaginn sýn- ingu á verkum sínum í Norræna húsinu. Hann er meðal þekktustu myndlistarmanna Svíþjóðar og hefur beitt margs konar tækni við mynd- verk sín frá því að hann hóf feril sinn á sjötta áratugnum. Á sýningunni í Norræna húsinu sýnir hann olíumál- verk niðri í sýningarsölunum og grafík uppi í anddyrinu. Sýningin verður opnuð klukkan 15 á sunnudaginn, en klukkan 16 talar doktor Sven Sandström listfræðing- ur um Ulf Trotzig og list hans í fyrirlestrarsal Norræna hússins. Doktor Sandström sýnir litskyggnur með fyrirlestri sínum til skýringar máli sínu. Nýlistasafnið: Stefnumót í Berlín, Reykjavík og Seoul í gær var opnuð í Nýlistasafninu einkasýningar á íslandi og tekið þátt samsýnmg Kóreumannsins Bon- Kyou Im og Þorláks Kristinssonar, Tolla. Fyrir sýningunni stendur ný- stofnað fyrirtæki Kristjáns Á. Frið- finnssonar sem nefnist íslensk myndlist. Fyrirtækið hefur umboð fyrir nokkra íslenska listamenn, þar ó meðal Tolla, og sér um alla fram- kvæmd sýningarinnar. Sýningin er ein af þrem sýningum sem þeir félagarnir halda undir yfir- skriftinni Stefnumót. Fyrsta sýning- in var haldin í Vestur-Berlín í fyrra og lokasýningin verður haldin í Seoul í Suður-Kóreu á næsta óri. Tolli og Bong-Kyou Im kynntust í Berlín þar sem þeir voru skólafélag- ar. Tolli er Reykvíkingur og stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands árin 1978 til 1983 og síðan við Listaháskólann í Berlín árin 1983 til 1984. Hann hefur haldið sex í sjö samsýningum bæði hér heima og í Þýskalandi. Bong-Kyou Im er fæddur í Seoul í Suður-Kóreu og stundaði hann nám við Hongik-hóskólann í Seoul. Frá órinu 1979 hefur Im verið búsettur í Vestur-Berlín. Þar stundaði hann málaranám hjá prófessor Karl Horst Hödicke við Listaháskólann í Berlín, á árunum 1980 til 1985. Árið 1983 vann hann til verðlauna í borginni Kiel í Vestur-Þýskalandi og 1985 hlaut hann fyrstu verðlaun á sýning- unni „Minni kvenna“ (Hommage aux femmes), í Vestur-Berlín. Hann hefur tekið þátt í fjölda samsýninga í Þýskalandi, auk þess sem hann hefur haldið þar íjórar einkasýning- ar. Sýningin í Nýlistasafninu stendur til 7. september og er opin virka daga írá 16 til 22, en 14 til 22 um helgar. Þýskir hljóðfæraleiki Á næstu vikum mun fimm manna hópur þýskra hljóðfæraleikara, sem kallar sig Die Munchner Xylophoniker, halda tónleika hér á landi. Þau leika á ýmsar gerðir tréspila og ó gítar. Efnisskrá tónleikanna er fjölbreytt en á henni eru meðal annars verk eftir J.S. Bach, Franz Schubert og Scott Joplin, auk þjóð- dansa frá ýmsum löndum. Stjórnandi hópsins, Barbara Klose, hefur gert allar útsetningar fyrir þessi hljóðfæri. Síðustu sýninga I kvöld, laugardagskvöld og sunnudagskvöld eru síðustu sýningar Ferðaleik- hússins á Light Nights. Þetta er 17. árið sem Ferðaleikhúsið færir upp Light Nights sýningar sem eru sérstaklega ætlaðar enskumælandi ferðamönnum, þeim til íróðleiks og skemmt- unar. Efnið er allt íslenskt en flutt á ensku að undanskildum þjóðlagatextum og kveðnum lausavísum. Meðal efiiis á sýningunum eru þjóðsögur af huldu- fólki, tröllum og draugum, gamlar gamanfrósagnir og einnig er atriði úr Egils- sögu sviðsett. Sýningaratriðin eru alls tuttugu og átta og sýnd með margvíslegum hætti. Leikmyndin er þríþætt; baðstofa um aldamótin, víkingaskáli og fyrir miðju sviði eru sýndar skyggnur ó stóru sýningartjaldi í samræmi við viðkom- andi atriði sem verið er að sýna. Eru skyggnumar um tvö hundruð og sjötíu talsins. Aukasýningar á Hin sterkari Ákveðið hefur verið að hafa tvær aukasýningar á einþáttungnum Hin sterk- ari eftir Ágúst Strindberg sem sýndur hefur verið undanfarið í Hlaðvarpanum við mikla aðsókn. Leikstjóri verksins er Inga Bjarnason en leikendur eru Margrét Ákadótt- ir, Anna Sigríður Einarsdóttir og Elfa Gísladóttir. Sýningin er einföld og nýstárleg en með henni hefur verið reynt að sameina tónlist, myndlist og leiklist. I myndlistarsal Hlaðvarpans, þar sem sýningin fer fram, hafa verið ýmsar myndlistarsýningar og mynda þær hluta af leikmynd verksins. Nú stendur þar yfir sýning Helgu Egilsdóttur á olíumálverkum. Áður en leiksýningamar hefjast hefur verið flutt tónlist og á aukasýningunum nú um helgina mun Szymon Kuran, annar konsertmeistari Sinfóníuhljómsveitar íslands, leika einleik á fiðlu. Aukasýningarnar verða í kvöld klukkan 21 og ó sunnudaginn klukkan 16.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.