Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1986, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1986, Page 12
12 FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1986. Neytendur Þjónustuþankar Hörður hringdi: „Ég er dœmi um mann sem er sér- staklega mikið fyrir góðan mat og þykir gott að gera mér dagamun og borða úti. Þar sem oftar er talað um hið neikvæða, þegar fólk er að skrifa eða hringja út af verslun og viðskipt- Raddir neytenda um, vil ég nú bara segja það að ég, sem fer mjög oft á veitingahús, hef ekki í langan tíma getað sett neitt út á þjónustu þeirra staða sem ég hef snætt á. Mikið er nú um sumarafleys- ingafólk sem er að þjóna til borðs, fólk sem alveg er óvant þjónustustörf- um og hefur ekkert lært í þeim fræðum. Samt hef ég ekkert fundið fyrir lakari þjónústu, nema síður sé.“ -Ró.G. I stórmarkaði mátti fá svona penna- veski á „aðeins" 179 kr., en það var ekki tekið í verðkönnunina. Ódýrasta pennaveskið f könnuninni kostaði hátt í 400 kr. I verðfrum- skóginum í mjög viðamikilli verðkönnun á skólavörum, sem framkvæmd var af Verðlagsstofnun, kom í ljós mikill verðmunur á skólavörum. Erfitt er að átta sig á því hvaða verslun er ódýr- ust og hvert er heppilegast að beina viðskiptum sínum. Okkur sýnist að þrjár verslanir séu með lægst verð yfirleitt en það eru Bókaverslun ísafoldar, Bókaverslun Lárusar Blöndal og Helgafell. Þessar verslanir eru oftast meðal þeirra sem eru með þrjú lægstu verðin í könnun- inni. 1 könnun Verðlagsstofhunar er ekki tekið tillit til hve mikið er til af þeim vörum sem verðið er kannað á. Kom í ljós við nánari athugun að skólatösk- ur sem voru 95% ódýrari en þær dýrustu voru alls ekki til í viðkom- andi verslun - aðeins höfðu verið til tvær töskur þegar könnunin var gerð. Var svo um fleiri skólatöskur sem voru áberandi ódýrar. Það er matsatriði hveiju sinni hvaða vörur eru teknar með í svona könnun. T.d. eru aðeins tvær tegundir af nafn- greindum pennaveskjum með í könnuninni. í einum stórmarkaði, þar sem var mjög mikið úrval af penna- veskjum, var hins vegar ekki að finna þessar tegundir, þannig að sá markað- ur kemur út eins og hann hafi ekki haft nein pennaveski á boðstólum. Þar var hins vegar að finna pennaveski á mjög hagkvæmu verði sem hefðu átt heima í verðkönnuninni. -A.BJ. Útibú í kringum landið REYKJAVIK:.....91-31815/686915 AKUREYRI:.......96-21715/23515 BORGARNES:.............93-7618 BLÖNDUÓS:.........95-4350/4568 SAUÐÁRKRÓKUR:.....95-5913/5969 SIGLUFJÖRÐUR:.........96-71489 HÚSAVÍK:........96-41940/41594 EGILSSTAÐIR:...........97-1550 VOPNAFJÖRÐUR: ....97-3145/3121 FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR: .97-5366/5166 HÖFN HORNAFIRÐI: ......97-8303

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.