Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1986, Síða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1986, Síða 31
FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1986. 31 Sandkom Það þarf ekki endilega að fara saman, að vera siðsamur og sviðsvanur. Siðsemi hjá Mogga Við göntuðumst lítillega með það hér í Sandkomi um daginn að eigendur skemmti- staðarins Evrópu hefðu auglýst í Mogganum eftir „siðsömum" dönsurum. Þótti þetta undirstrika vel þá lægð sem verið hefur að undan- fömu á bláleitari væng skemmtiiðnaðarins. En nú hefur sannfrést að í þetta sinn hafi Mogginn óbeð- inn tekið að sér siðgæðis- vörslu í auglýsingadálkum sínum. Evrópubúar ætluðu nefnilega ekki beinlínis að auglýsa eftir „siðsömum" dönsurum, heldur „sviðsvön- um“ dönsurum. En eitthvað skoluðust þessi tvö hugtök til í Aðalstrætinu og útkoman varð sú sem greint hefur verið frá. Eigendur Evrópu em þó nokkuð sælir með þessa mis- prentun í Mogga. Fyrir það fyrsta ætluðu þeir nefnilega aldrei að ráða ósiðsamt fólk í sína þjónustu. í öðra lagi hafa allmargir dans vanir postular gengið kappklæddir á þeirra fund og óskað eftir að ráða sig til starfa. Og allt er gott sem endar vel. Erfiðleikar Framsóknar Framsóknarflokkurinn hef- ur átt við allsérstæðan vanda að glíma að undanfömu. Þingmenn hans vilja nefai- lega minnka heldur en hitt. Síðasta dæmið um þessa sér- kennilegu þróun átti sér stað nú síðla sumars þegar Jón Kristjánsson þingmaður tók sér eina salíbunu með Hólma- nesinu og missti við það framan af putta. Jón Kristjánsson alþingismað- ur. Á nýafstaðinni kjördæma- ráðstefnu flokksins á Egils- stöðum virðist þennan vanda hafa borið á góma. Alla vega fæddist eftirfarandi staka hjá Kristjáni Magnússyni, fyrr- verandi sveitarstjóra á Vopnafirði: Míns er flokks ei mæða smá, margt sem veldur tjóni, styttast óðum stúfar á Steingrími og Jóni. Hvervill það? Nú berast þær fréttir utan úr hinum stóra heimi, nánar tiltekið að westan, að menn séu teknir upp á þeim ósóma að nota hrosshúðir í tísku- fatnað. Eins eru húðimar Þarfasti þjónninn, stundum duibúinn sem káttur. notaðar til framleiðslu á alls konar glingri til að þjónusta hégómann, svo sem beltum, smátöskum og armböndum. Hefur þetta náð þónokkram vinsældum þar ytra. Nú er það alveg áreiðanlegt að framleiðsla sem þessi myndi standa undir sér hér á landi, þar sem allar heiðar era krökkar af hrossum í óleyfi. Einn galli erþó á gjöf Njarð- ar, sem þegar hefur komið í ljós fyrir westan. Hann er sá að fólk veigrar sér við að klæðast fötum sem ef til vill hafa verið gerð úr skinni heimilisvinarins sáluga. Þess vegna hafa sumir framleið- endumir valið þann kost að dulbúa hrosshúðimar sem kálfskinn og selja sem slík. Þessa leið yrði áreiðanlega að fara hér í landi þarfasta þjónsins, þvi hver myndi vilja darka í skrápnum af sínum besta vini til margra ára, ég bara spyr? Gjöfað gagni Svo sem kunnugt er af frétt- um hefur Óttar Proppé verið ráðinn framkvæmdastjóri Al- þýðubandalagsins. Mun hann ætla að styðja allaballana með ráðum og dáð um eitth vert skeið. Óttar Proppé, framkvæmda- stjóri Alþýöubandalagsins. Óttar var bæjarstjóri á Siglufirði áður en hann réðst til Alþýðubandalagsins. Þegar bæjarstarfsmenn þar nyrðra kvöddu bæjarstjóra sinn gáfu þeir honum góða gjöf að skiln- aði eins og vera ber. Auk hennar afhentu þeir Óttari digran pisk. Töldu þeir að hann gæti gagnast bæjarstjór- anum fráfarandi vel í hinu nýjastarfi. Til öryggis Eitt dagblaðanna í Reykja- vík sagði frá því í vikunni að 29 punda hængur hefði veiðst í Hvítá í Ámessýslu. Birti blaðið nákvæm mál hængsins og ágrip af ævisögu hans. Samkvæmt því hafði hann klakist út í ánni árið 1980 og verið þar síðan í þrjú ár, þangað til hann gekk til sjávar. I sj ónum var fiskurinn svo í þrjú ár, þar til hann gekk í ána í vor. Og til að lesendur séu nú alveg með á nótunum varðandi afrekaskrá hængsins ,tekurblaðið sérstaklega fram að hann hafi ekki hrygnt áður en hann gekk í ána! Samkvæmt þessum gagn- merku upplýsingum virðist ekki vera langt í glasaseiðin. Umsjón: Jóhanna S. Sigþórsdóttir IvfíSöO PPl -M / r*i * MAZDA 929 Itd., árg. 1983, 2 dyra, grænn met., ekinn 52.000, sjálfskiptur m/vökva- stýri, topplúga, raf- magnsrúður. Fallegur bíll. Einn með öllu. I Verð kr. 440.000. IVOLVO 244 DL, árg. 1982, rauður, ekinn 72.000, sjálfskiptur m/ vökvastýri. Verð kr. 345.000. Citroen GS special, árg. 1979, rauður, beinskipt- ur. Góð kjör. Verð kr. 100.000. 7J, ■ VOLVO 244 GL, árg 1982, blár met., ekinn 49.000, beinskiptur m/ yfirgír og vökvastýri. Fallegur bíll. Verð kr. 390.000. VOLVO 360 GLS, árg. 1985, blár met., ekinn 20.000, beinskiptur 5 gíra, sportfelgur, sól grind, spoiler o.fl. Fall- egur bíll. Verð kr. 450.000. VOLVO 240 GL, árg. 1983, blár met., ekinn 52.000, beinskiptur 5 gíra m/vökvastýri. Verð kr. 440.000. VOLVO 244 GL, árgerð 1980, rauður, ekinn 135.000, sjálfskiptur m/vökvastýri. Verð kr. 275.000. VW Passat, árg. 1975, Ijósblár. Góð kjör. Verð kr. 75.000. Citroen Visa, árg. 1982, blár. Góð kjör. Verð kr. 160.000. ÁRGERÐ 1987 ER Á LEIÐINNI. Tökum allar tegundir blla í umboðssölu. Opið virka daga frá kl. 9-18, laugardaga frá kl. 10-16. Sími 35207. VANTAR BÍLA Á SÖLUSKRÁ TÖKUM ALLAR TEGUNDIR BÍLA í UMBOÐSSÖLU. VOLVOSAUJRINN SuÖurlandsbraut 16 • Sími 35200 Kúplingsdiskar og pressur í eftirtalda fólksbíla og jeppa: Ameríska — Enska Franska — ítalska Sænska — Þýzka Ennfremur kúplingsdiska í BENZ - MAN - SCANIA - VOLVO HÁBER G ” SKEIFUNNI 5A, SÍMI: 91 I-8 47 88 mBmmmmmmmmm KENNARAR Einn kennara vantar við Grenivíkurskóla. Ýmiss konar kennsla kemur til greina. í skólanum eru um 90 nem- endur frá forskóla upp í 9. bekk. Stöðunni fylgir fritt húsnæði í góðri íbúð. Upplýsingar gefur Björn Ingólfsson skólastjóri í síma 96-33131 eða 96-33118. PANTANIR SÍMI13010 V/SA E KREDIDKOR TAÞJONUS TA HÁRGREIÐSLUSTOFAN KLAPPARSTÍG 29. Innritun stendur yfir dagana 5., 6. og 8. september að Lindargötu 51, kl. 2-6 e.h. Enn er hægt að innrita fáeina 11-12 ára nemendur á ýmis málmblásturhljóðfæri og á ásláttarhljóðfæri. Einnig er hægt að taka við nokkrum 6-8 ára nemend- um í forskóla i Vesturbæjarútibúi skólans sem starf- rækt verður í Félagsmiðstöðinni við Frostaskjól (KR-heimilinu). Nokkra nemendur í sömu aldurshópum er hægt að innrita í útibú skólans í Menningarmiðstöðinni við Gerðuberg, Breiðholti. Að öðru ieyti er skólinn full- skipaður í vetur. Þeir sem þegar hafa sótt um skólavist komi ofangreinda daga með stundaskrá sína og greiði skólagjaldið. Athugið að öll innritun á sér aðeins stað á skrifstofu skólans, Lindargötu 51. Skólastjóri. Varahlutir i kveikjukerfið J|| Einnig úrval kveikjuloka, hamra„High Energy”, háspennukefla og transistorkveikjuhluta í ameríska bíla, frá 1976 og yngri. GH SKEIFUNNI 5A, SÍMI: 91-8 47 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.