Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1986, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1986, Blaðsíða 34
FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1986. Um að gera að skella sér í hópinn og olnboga sig áfram að miðasölunni. Bíóferðir eni vinsæl dægradvöl 2,5 milljónir bíóferða árlega Upp úr aldamótum var fyrst farið að sýna svokallaðar kvikmyndir hérlend- is. Þóttu myndir þessar hið mesta undur og varð fljótt feikivinsælt að fara í bíó. Var þá farið í Fjalaköttinn. í fyrstu var ekkert tal með myndun- um heldur texti sem kom öðru hvoru irm á myndina og sagði frá því mikil- vægasta og skýrði það sem augað gat ekki skynjað. Var leikið undir á píanó á meðan kvikmyndahúsagestir sátu og horfðu á myndina enda urðu menn þess fljótt varir að viðeigandi tónlist dró athyglina enn betur að myndinni. Þó að engar textareglugerðir væru til tóku kvikmyndahúsin þó fljótlega upp hjá sér að texta myndimar og mun ítalska myndin, Voðastökkið, hafa verið fyrsta myndin sem sýnd var hér- lendis í kvikmyndahúsunum með islenskum texta. Þótti þetta hin ágæt- asta nýbreytni og mæltist vel fyrir, enda voru ekki allir flugmæltir á enska tungu. 1924 er þess fyrst getið að íslending- ur hafi verið að bögglast við að gera kvikmynd og var það Loftur Guð- mundsson ljósmyndari. Mun hann hafa gert kvikmynd í 6 köflum sem sýndi dagleg störf á íslEmdi þess tíma. Voru sýnd vinnubrögð um borð um togara og við verkun aflans í landi. Sýndur var heyskapur bæði á smábýli með gamla laginu svo og á stórbýli þar sem vélar höfðu tekið við erfiðustu störfunum. Einnig'voru í myndinni ýmsar landslagsmyndir, myndir af Reykjavík og helstu kaupstöðum, svo og mannlífi í bæjum og til sveita. Árið 1930 - talmyndir Eins og gefur að skilja voru flestar hljóðlausu myndimar gamanmyndir, enda erfitt að gera verulega þunga Úrvalið af myndum er mikið og sjald- an algert rusl á boðstólum. mynd við píanóundirleik og lítirrn texta. Þetta tók þó fljótlega að breyt- ast eftir að hafin var framleiðsla talmynda. Möguleiki á að sýna tal- myndir var ekki fyrir hendi hérlendis fyrr en árið 1930 en í júlí það ár komu sérfræðingar og settu upp talmynda- tæki í kvikmyndahús bæjarins. Þurfti að gera nokkrar breytingar á kvik- myndahúsunum en sýningar á tal- myndum hófust 1. september. Uppselt var á fyrstu talmyndasýningamar um miðjan dag og höfðu menn í þá daga aldrei vitað aðra eins aðsókn. Sú tal- mynd sem hér var fyrst sýnd var ein fyrsta talmyndin sem tekin var upp og nefndist „Sonny Boy“. Lék A1 Jol- son aðalhlutverkið en myndin var söngvamynd. Varð hún þó nokkuð vinsæl. Kvikmyndahús urðu fljótlega vin- sælar afþreyingarstöðvar fólks og hefur svo haldist fram til dagsins í dag. Islendingar 10-11 sinnum í bíó árlega „Það sem dregur fólk í bíó er þörfin fyrir að skemmta sér og sjá aðra,“ sagði Friðbert Pálsson, framkvæmda- stjóri Háskólabíós, og fleiri orð féllu í svipuðum dúr. Ófá sambönd hafa byrjað með bíóferð og almennari tóm- stundaiðja þekkist vart. Þegar farið er í kvikmyndahús úir og grúir af alls kyns fólki, þar eiga flestir þjóðfélags- hópar sinn fulltrúa. Flestir gestir kvikmyndahúsanna em á aldrinum 12-30 ára en það mun þó vera breyti- legt eftir því hvemig kvikmyndir er verið að sýna. „Svona venjulega em 60-70% gestanna á þessum aldri,“ sagði Friðbert. Sennilega má slá því föstu að afþrey- ing spili stærstan þátt í vinsældum bíóferða meðal yngra fólksins en eldra :Sí ■ ■■■ \ ; liL

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.