Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1986, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1986, Síða 3
FIMMTUDAGUK 11. SEPTEMBER 1986. 3 Fréttir Bílaröðin náði allt trá Miklubraut og undir Kópavogsbrúna á mesta álags- tímanum. DV-mynd BG. Um 100 bifreiða umferðarhnútur Mikill umferðahnútur um eða yfir 100 bifreiða hefur að undanfömu myndast á veginum milli Hafnarfjarð- ar og Reykjavíkur vegna endumýjun- ar á slitlagi vegarins við Kópavogs- brúna. Vegagerðin stendur að þessum framkvæmdum og ætlunin er að endurbæta einnig þennan veg á kafla í Garðarbæ og við vegamótin í Engidal. Öllu verkinu á að vera lokið um helgina og vonast er til að ekki verði eins miklar truflanir á umferð vegna sinnihluta þess. Sigursteinn Hjartarson hjá Vega- gerðinni sagði í samtali við DV að þessi mikli umferðarhnútur væri að hluta til ökumönnum sjálfum að kenna, þeir drægju mjög úr ferð sinni er þeir ækju framhjá vinnusvæðinu til að forvitnast um verkið. „Við vonumst til að framkvæmdim- ar í Garðabæ valdi ekki eins miklum truflunum því ekki verður byrjað að vinna við þær fyrr en að lokinni mestu umferðinni um veginn um morgun- inn.“ sagði Sigursteinn í gær. -FRI Uppgjör Listahátíðar: Styrkir og framlög námu 7 milljón kr. Uppgjör Listahátíðar 86 hefur verið lagt ffam. Alls varð um 300 þúsund kr. hagnaður af hátíðinni en hún hefur ekki komið út réttum megin við rauða strikið síðan 1978. Rétt er að taka fram að þegar talað er um hagnað em reiknuð sem tekjur ffamlög og styrkir ríkis og borgar auk nokkurra annarra aðila, að upphæð samtals um 7 millj- ónir kr. Gjöld Listahátíðar námu alls 26,4 milljónum kr. en tekjur af aðgangs- eyri námu tæpum 20 milljónum. Hin góða fjárhagsstaða hátíðarinnar gerði það kleift að endumýja húsnæði sem hún hefúr haft til umráða og skipta þar út skrifstofubúnaði sem orðið var brýnt verk. „Ávinningurinn af þessari hátíð er afstæður, nefna má Picasso-gjöfina og að við eigum enn í fórum okkar sjón- varpsefni sem ósýnt er, viðtöl við bæði Doris Lessing og Ingmar Bergman," sagði Hrafn Gunnlaugsson, formaður Listahátíðar, í samtali við DV. Á fúndinum, þar sem uppgjörið var lagt ffam, fóru menntamálaráðherra og borgarstjóri ffam á að Hrafri yrði áfram formaður hátíðarinnar en hann hafnaði því boði. Aðspurður sagði Hrafii að hann þakkaði hið mikla traust sem honum væri sýnt með þessu en hann þyrfti að huga að öðrum verk- efhum eins og til dæmis kvikmynd þeirri sem hann ætlar að gera í sam- vinnu við Svía og svo væri vinnan á sjónvarpinu númer eitt í bili. Lögreglan á Egilsstöðum: Leitar hreindýra- þjöfa úr þyrlu Lögreglan á Egilsstöðum fékk ný- lega afhot af þyrlu Landhelgisgæsl- unnar til leitar að hreindýraveiði- þjófum á aðalveiðisvæðunum á Austfjörðum og áformuð eru fleiri flug með þyrlunni í þessum tilgangi en hreindýraveiðum lýkur þann 15. september nk. Áð sögn Úlfars Jónssonar, varð- stjóra á Egilsstöðum, bárust lögregl- unni spumir af veiðiþjófum við Snæfell um síðustu helgi en ekki tókst að hafa uppi á þeim og .. „sennilega eru þeir búnir að éta sitt ket...“ sagði Úlfar. I þjrlufluginu, sem flogið var um veiðisvæðin, voru, auk lögreglu- manna af Egilsstöðum, Gils Guðmundsson, yfirlögregluvarð- stjóri úr Reykjavík, og Hjörtm- Kjerúlf sem var leiðsögumaður. Alls tók flugið einn og hálfan tíma og var fyrst flogið inn Fellaheiðina. Þar var engin hreindýr að sjá en skyggni ágætt og gekk á með éljaleiðingum. Síðan var flogið fyrir Kálffell og að Þuríðarstaðadalsbrún en þar komu Hreindýraveiðin hefur verið treg það sem af er en veiðitimabilinu lýkur 15. september. leitarmenn auga á fyrstu veiðimenn- ina og nokkur dýr er þeir höfðu fellt. Var um heimamenn að ræða, í fullu leyfi til veiða. Eftir að hafa veifað til veiðimann- anna var flogið að Kringilsá og aftur til baka til Egilsstaða um Kringilsár- rana. Á rananum sáust 3400 hrein- dýr en engin merki um mannaferðir. „Það er ljóst að með þessum hætti fáum við gott og nákvæmt yfirlit yfir veiðisvæðin og getum betur spomað við veiðiþjófhaði," sagði Úlfar Jónsson varðstjóri. 1 ár er leyft að veiða 700 hreindýr en veiðin hefur verið treg það sem af er veiðitímanum. -FRI yerö aöeins 909.500 LADA bílar hafa sannað kosti sína hér á iandi sem sterkir, öruggir, gangvissir, ódýrir í innkaupi, með lítið viðhald og ódýra varahluti og ekki síst fyrir hátt endursöluverð. igntttsitmttttt! -FRI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.