Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1986, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1986, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1986. 5 Fréttir Heimtur hafbeitarstödva: Svipaðar og síðasta ár þrátt fyrir nýmaveiki „Á heildina litið eru heimtur haf- beitarstöðva mjög svipaðar í ár og á síðasta ári, þrátt fyrir nýmaveikiáfall- ið sem kom upp á árinu. Það má þakka ástandi sjávar eða hlýnandi sjó og auknum gæðum sjógönguseiða," sagði Jón Sveinsson, formaður Landssam- bands fiskeldis- og hafbeitarstöðva. Samkvæmt gróflegri áætlun slepptu héifbeitarstöðvamar samtals um 425 þúsund tonnum af laxaseiðum til sjáv- ar í fyrra. Á þessu ári em heimtur stöðvanna samtals í kringum 60 þús- und tonn. Árið 1985 vom heimtumar um 58 þúsund tonn og árið 1984 um 24 þúsund tonn. Misgóðar heimtur stöðva Heimtur einstakra stöðva hafa þó verið mjög mismunandi. Hjá Vogalaxi á Vatnsleysuströnd vom t.d. allgóðar heimtur. Þar var sleppt um 22 þúsund seiðum í fyrra og endurheimt um 2.200 af 1 og 2 ára löxum. Hjó Pólarlaxi í Straumsvík vom heimtur hins vegar frekar slæmar. Um 100 þúsund seiðum var sleppt í fyrra og vom endurheimt- ur í ár um 2 til 3 þúsund laxar, að miklum hluta 2 ára laxar, þar sem 1 árs laxinn mun ekki hafa skilað sér vel þar. Hjá Laxeldisstöðinni í Kollafirði var um 100 þúsund seiðum sleppt en end- urheimtur vom um 13 þúsund af 1 til 2 ára löxum. Þykja þetta tiltölulega lélegar heimtur. Lárósstöðin á Snæ- fellsnesi sleppti um 7.900 seiðum í fyrra en endurheimti í ár um 2.200 laxa sem þykja góðar heimtur. Einnig em þeir hjá hafbeitarstöðinni Isnó í Keldu- hverfi ánægðir með sínar heimtur, þeir settu út 18 þúsund seiði í fyrra og fengu inn 1.100 laxa í ár. Sölumálin Jón Sveinsson sagði að hafbeitarlax- inn sem komið hefði í stöðvamar i ár væri að mestum hluta seldur á inn- lendum og erlendum markaði. Um verðhmn hefði ekki verið að ræða og hefði laxinn selst á mjög svipuðu verði og í fyrra. Hins vegar sagði hann að hafbeitar- stöðvamar fiystu laxinn að hluta nú sem fyrr og seldu fyrir og eftir óramót þegar eftirspum væri meiri og verð hærra. „Sölumálum hefur að vísu ekki verið sinnt sem skyldi. Það vantar allt heild- arskipulag á söluna. Nú hefur Lands- sambandið hins vegar verið að undirbúa átak til þess að koma lagi á markaðsmálin erlendis. Við höfum all- ar aðstæður til þess að framleiða eftirsóttan lúxuslax, sem gott verð fæst fyrir,“ sagði Jón. Jón Sveinsson, formaður Landssambands fiskeldis- og hafbeitarstöðva, stend ur hér hróðugur með tvo væna laxa. Snjór í fjallatind- um á Vatnsnesi Bóbert Jack, DV, TJom, Vatnsnesi Sumarið er nú um það bil að kveðja og kominn snjór í fjallst- inda hér á Vatnsnesinu. Veður hefur þó verið gott, alls ekki kalt Is sást í Húnaflóa um daginn. Hann var ekki mikill en þó var hann kominn langt inn í flóann. Ég hef oft hugleitt hvemig ís- lendingum þyki það að koma heim, eftir að hafa verið í ferðalögum úti í hinum stóra heimi, sérstaklega ef þeir búa á frekar afskekktum stöðum eins og hér ó Vatnsnesinu. Af eigin reynslu get ég ftdlvrt að það er dálítið skrýtin tilfinning að hafa dvalið í London, með öllum þeim hávaða og gífurlega mann- fjölda sem er í þeirri borg, og vera svo næsta dag kominn norður í kyrrð og ró við Vatnsnesfjöll. Og svo er það loftið. Hvergi er hreinna og ómengaðra loft en ein- mitt á Islandi. Eftir mánuð á Bretlandi, í Glasgow. Manchester, London og viðar er dásamlegt að vera kominn aftur til íslands og losna við bensín- og olíulyktina sem umkringdi mig daglega í borg- um á Bretlandseyjum. Erindreki krata fer í prófkjör Prófkjör Alþýðuflokksins á Norðurlandi vestra verður 8. nóv- ember. Framboðsfi'estui- er til 11. október en þrír menn hafa þegar ákveðið að gefa kost á sér. Þessir þrir eru Jón Sæmundur Sigurjónsson frá Siglufirði. sem hefur skipað efsta sæti listans þæ- í kjördæminu. Sveinn Benónýsson frá Hvammstanga og Birgir D<t- fjörð. erindreki Alþvðuflokksins. -KÞ VIDEOTÆKI VX-510TC • „Slimllne" (aðeins 9,6 cm á hæðj. • Framhlaðið m/fjarstýringu. • Skyndiupptaka m/stillanlegum tíma, allt að 4 klst. • 14 daga minni og 2 „prógrömm". • 12 rásir. • Hrein kyrrmynd og færsla á mílli myndramma. • Stafrænn teljari. • Sjálfvirk bakspólun. 'L • Hraðspólun m/mynd * í báðar áttir. 4 32.900» Laugavegi 63 — Síml 62 20 25

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.