Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1986, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1986, Side 6
6 FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1986. Viðskipti Skuldir vegna skreiðar í íslenskum bónkum: Sex hundruð í bönkum landsins, aðallega Seðla- bankanum, Landsbankanum og Útvegsbankanum, nema skuldir vegna skreiðarframleiðslu undangenginna ára, svokölluð aíurðalán, mörg hundr- uð milljónum króna. Skreiðarskuldir við Seðlabankann eru nú samtals um 400 milljónir króna. Þar af skuldar Landsbankinn 290 milljónir og Út- vegsbankinn um 76 milljónir. En Landsbankinn og Útvegsbank- inn hafa lánað gott betur til skreiðar- framleiðslu því nú nema skreiðar- skuldir við Landsbankann alls um 500 milljónum og við Útvegsbankann um 110 milljónum. Árið 1984 hætti Seðlabankinn að taka veð í skreið fyrir Nígeríumarkað. En Landsbankinn og Útvegsbankinn héldu áfram og veittu ýmis viðbótarl- án vegna skreiðarframleiðslu. Núver- andi skreiðarskuldir við Seðlaban- kann eru því frá árinu 1981 til ársins 1983. Samkvæmt upplýsingum frá Seðla- bankanum hefúr bankinn komið verulega til móts við skreiðarframleið- endur vegna þessara lána. Skuldir vegna skreiðarframieiðslu nema rúmlega sex hundruð milljónum í Landsbankanum og Utvegsbankanum. Peningamarkaður Innlán með sérkjörum Alþýðubankinn: Stjörnureikningar eru fyrir 15 ára og yngri og 65 ára og eldri. Inn- stæður þeirra yngri eru bundnar þar til þeir verða fullra 16 ára. 65-69 ára geta losað inn- stæður sínar með 9 mánaða fyrirvara, 70-74 ára með 6 mánaða fyrirvara og 75 ára og eldri með 3ja mánaða fyrirvara. Reikningarnir eru verðtryggðir og með 8% vöxtum. Þriggja stjörnu reikningar eru með hvert innlegg bundið í tvö ár, verðtryggt og með 9% nafnvöxtum. Lífeyrisbók er fvrir þá sem fá lífeyri frá lífeyrissjóðum eða almannatryggingum. Inn- stæður eru óbundnar og óverðtryggðar. Nafnvextir eru 15% og ársávöxtun 15%. Sérbók. Við fyrsta innlegg eru nafnvextir 10% en 2% bætast við eftir hverja þrjá mán- uði án úttektar upp í 16%. Ársávöxtun á óhreyfðri innstæðu er 13,64% á fyrsta ári. Búnaðarbankinn: Sparibók með sér- vöxtum, Gullbókin, er óbundin með 14% nafnvöxtum og 14,5% ársávöxtun á óhreyfðri innstæðu eða ávöxtun 3ja mánaða verð- tryggðs reiknings reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast 0,75% í svonefnda vaxtaleið- réttingu. 18 mánaða reikningur er með innstæðu bundna í 18 mánuði á 14,5% nafnvöxtum og 15% ársávöxtun, eða ávöxtun 6 mánaða verð- tryggðs reiknings reynist hún betri. Iðnaðarbankinn: Bónusreikningar eru annaðhvort með 10,5% nafnvöxtum og 10,8% ársávöxtun eða verðtryggðir og með 3,5% vöxtum. Hærri ávöxtunin gildir hvem mán- uð. Á hreyfðum innstæðum gildir verðtrygg- ing auk 2% vaxta í úttektarmánuðinum. Taka má út tvisvar á hverju 6 mánaða tímabili án þess að vaxtakjör skerðist. Vextir eru færðir 30.06. og 31.12. Landsbankinn: Kjörbók er óbundin með 14% nafnvöxtum og 14,49% ársávöxtun eða ávöxtun 6ja mánaða verðtryggðs reiknings reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast 0,7% í svonefnda vaxtaleiðréttingu. 100 ára afmælisreikningur er verðryggð- ur og bundinn til 15 mánaða. Vextir eru 7,25% og breytast ekki á meðan reikningurinn verð- ur í gildi. Samvinnubankinn: Hávaxtareikningur hefur stighækkandi vexti á hvert innlegg, fyrst 8%, eftir 2 mánuði 8,25%, 3 mánuði 8, 50%, 4 mánuði 9%, 5 mánuði 9,5% og eftir 6 mánuði 12%, eftir 12 mánuði 12,5% og eftir 18 mánuði 13%. Sé ávöxtun betri á 3ja eða 6 mánaða verðtryggðum reikningum gildir hún um hávaxtareikninginn. 18 og 24 mánaöa reikningar eru bundnir og verðtryggðir og gefa 7,5 og 8% vexti. Útvegsbankinn: Ábót ber annaðhvort hæstu ávöxtun óverðtryggðra reikninga í bankanum, nú 12,4%, eða ávöxtun 3ja mán- aða verðtryggðs reiknings með 1% nafnvöxt- um sé hún betri. Samanburður er gerður mánaðarlega en vextir færðir í árslok. Sé tek- ið út af reikningnum gilda almennir spari- sjóðsvextir, 8%, þann mánuð. Verslunarbankinn: Kaskóreikningur. Meginreglan er að innistæða, sem er óhreyfð í heilan ársQórðung, nýtur kjara 6 mánaða bundins óverðtryggs reiknings eða 6 mánaða verðtryggðs reiknings, eftir því hvor gefur hærri ávöxtun fyrir þann ársfjórðung. Vextir og verðbætur færast á höfuðstól í lok hvers ársQórðungs, hfai reikningur notið þessara „kaskókjara“. Reikningur ber kaskó- kjör, þótt teknir séu út vextir og verðbætur, sem færðar hafa verið á undangengnu og yfir- standandi ári. Úttektir umfram það breyta kjörunum sem hér segir: Viðeina úttekt í fjórðungi reiknast almenn- ir sparisjóðsvextir af úttekinni fjárhæð, en kaskókjör af eftirstöðvum. Við fleiri úttektir fær öll innistæða reikningsins sparisjóðs- bókarvexti. Sé reikningur stofnaður fyrsta eða annan virkan dag ársfjórðungs, fær innistæðan hlut- fallslegar verðbætur m.v. dagafjölda í innlegs- mánuði, en ber síðan kaskókjör úr íjórðung- inn. Reikningur, sem stofnaður er síðar fær til bráðabirgða almenna sparisjóðsbókavexti en getur áunnið sér kaskókjör frá stofnadegi að uppfylltum skilyrðum. Sparisjóðir: Trompreikningur er verð- tryggður og með ávöxtun 6 mánaða reikninga með 3% nafnvöxtum. Sé reikningur orðinn 3ja mánaða er gerður samanburður á ávöxtun með svokölluðum trompvöxtum, 12,5%, með 13% ársávöxtun. Miðað er við lægstu inn- stæðu í hverjum ásfjórðungi. Reynist tromp- vextir gefa betri ávöxtun er þeim mun bætt á vaxtareikninginn. Hreyfðar innstæður inn- an mánaðar bera trompvexti sé innstæðan eldri en 3ja mánaða, annars almenna spari- sjóðsvexti, 8%. Vextir færast misserislega. 12 mánaða reikningur hjá Sparisjóði vél- stjóra er með innstæðu bundna í 12 mánuði, óverðtryggða en á 15,5% nafnvöxtum. Þeir eru færðir einu sinni á ári og ársávöxtun er því einnig 15,5%. 18 mánaða reikningar 5 sparisjóða eru með innstæðu bundna óverðtryggða í 18 mán- uði en á 14,5% nafnvöxtum og 15,2% árs- ávöxtun. Sparisjóðirnir í Keflavík, Hafnar- firði, Kópavogi, Borgamesi og Sparisjóður Reykjavíkur bjóða þessa reikninga. Spariskírteini Spariskírteini Ríkissjóðs íslands eru seld í Seðlabankanum, viðskiptabönkum, sparisjóð- um, hjá verðbréfasölum og í pósthúsum. Nýjustu skírteinin eru að nafnverði 5, 10 og 100 þúsund krónur, nema vaxtamiðabréf sem eru 50 þúsund að nafnverði. Þau eru: Hefðbundin, til mest 14 ára. Með þriggja ára binditíma eru ársvextir 7%, fjög- urra ára 8,5% og sex ára 9%. Verðbætur, vextir og vaxtavextir greiðast með höfuðstól við innlausn. Með vaxtamiðum, til mest 14 ára, innleysanleg eftir fjögur ár. Ársávöxtun er 8,16% á verðbættan höfuðstól hverju sinni og vextir greiðast út 10.01. og 10.07. ár hvert. Við innlausn greiðast verðbætur með höfuð- stól. Gengistryggð skírteini eru til fimm ára. Þau eru bundin safngjaldeyrinum SDR (til- tekin samsetning af dollar, pundi, yeni, þýsku marki og frönskum franka). Vextir eru 8,5%. Höfuðstóll, vextir og vaxtavextir greiðast í einu lagi við innlausn. Almenn verðbréf Fasteignatryggð verðbréf eru til sölu hjá verðbréfasölum. Þau eru almennt tryggð með veði undir 60% af brunabótamati fasteign- anna. Bréfin eru ýmist verðtryggð eða óverðtryggð og með mismunandi nafnvöxtum. Þau eru seld með aflollum og ársávöxtun er almennt 12-16% umfram verðtryggingu. Húsnæðislán Nýbyggingarlán frá Byggingarsjóði ríkis- ins, F-lán, nema á 3. ársfjórðungi 1986: Til einstaklinga 846 þúsundum króna, 2-4 manna fjölskyldna 1.057 þúsundum, 5 manna og fleiri 1.258 þúsundum. Lánin eru til 31 árs. Lán til kaupa á eldri íbúðum, G-lán, nema á 3. ársfjórðungi 1986: Til kaupa í fyrsta sinn er hámark 423 þúsund krónur til einstakl- ings, annars mest 211 þúsund. 2-4 manna fjölskylda fær mest 537 þúsund til fyrstu kaupa, annars mest 268 þúsund. 5 manna fjöl- skylda eða stærri fær mest 629 þúsundir til fyrstu kaupa, annars mest 314 þúsund. Láns- tími er 21 ár. Húsnæðislánin eru verðtryggð með láns- kjaravísitölu og með 3,5% nafnvöxtum. Fyrstu tvö árin er ekki greitt af höfuðstól, aðeins vextir og verðbætur. Útlán lífeyrissjóða Um 90 lífeyrissjóðir eru í landinu. Hver sjóðurákveður sjóðfélögum lánsrétt, lánsupp- hæðir, vexti og lánstíma. Stysti tími að lánsrétti er 30-60 mánuðir. Sumir sjóðir bjóða aukinn lánsrétt eftir lengra starf og áunnin stig. Lán eru á bilinu 150 1000 þúsund eftir sjóðum, starfstíma og stigum. Lánin eru verð- tryggð og með 5% vöxtum. Lánstími er 15-42 ár. Biðtími eftir lánum er mjög breytilegur. Hægt er að færa lánsrétt við flutning milli sjóða eða safna lánsrétti frá fyrri sjóðum. Nafnvextir, ársávöxtun Nafnvextir eru vextir í heilt ár og reiknað- ir í einu lagi yfir þann tíma. Séu vextir reiknaðir og lagðir við höfuðstól oftar á ári verða til vaxtavextir og ársávöxtunin verður þá hærri en nafnvextirnir. Ef 1000 krónur liggja inni í 12 mánuði á 10% nafnvöxtum verður innstæðan í lok tíma- bilsins 1100 krónur. Ársávöxtunin verður því 10%. Sé innstæðan óverðtryggð í verðbólgu dregur úr raunávöxtun sem því nemur og hún getur jafnvel orðið neikvæð. Liggi 1000 krónumar inni í 6 + 6 mánuði á 10% nafnvöxtum reiknast fyrst 5% vextir eft- ir 6 mánuði. Þá verður upphæðin 1050 krónur og ofan á þá upDhæð leggjast 5% vextir seinni 6 mánuðina. Á endanum verður innstæðan því 1.102,50 og ársávöxtunin 10,25%. Dráttarvextir Dráttarvextir eru frá 01.04.1986 2,25% á mánuði eða 27% á ári. Vísitölur Lánskjaravísitala í september 1986 er 1486 stig en var 1472 stig í ágúst. Miðað er við grunninn 100 í júní 1979. Byggingarvísitala á 3. ársfjórðungi 1986 er 274,53 stig á grunninum 100 frá 1983 en 4068 stig á grunni 100 frá 1975. Húsaleiguvísitala hækkaði um 5% 1. júlí en þar áður um 5% 1. apríl og 10% 1. jan- úar. Þessi vísitala mælir aðeins hækkun húsaleigu þar sem við hana er miðað sérstak- lega í samningum leigusala og leigjenda. Hækkun vísitölunnar miðast við meðaltals- hækkun launa næstu þijá mánuði á undan. milljónir Seint ó árinu 1984 voru gefhir eftir vextir af lónunum að upphæð um 70 milljónir króna og aftur í mars 1985 að upphæð 71 milljón króna. Þó voru lónin endurgreidd að hluta vegna gengismunar og nú er svo komið að Seðlabankinn heftu- fellt niður alla vexti af skreiðarlónum aftur til 1. jan- úar 1985, eða sem nemur um 134 milljónum króna. Skreiðarskuldir við Seðlabankann, þessar 400 milljónir, eru því vaxtalausar. Líklegt er að Útvegsbankinn og Landsbankinn feti í fótspor Seðlabankans og felli niður vexti af skreiðarlónum. Og samkvæmt upplýsingum fró bönkunum mun þeim líklega svíða mest vegna skreiðarævintýranna. -KB Umboðssalinn í norska „skreiðarhneykslinu": Átti í viðræðum við íslenska skreiðarseljendur Sá umboðsaðili sem talinn er bera ábyrgð á skreiðarhneykslinu, sem upp kom í Noregi í sumar vegna viðskip- tanna við Nígeríu, er góðkunningi íslenskra skreiðarsöluaðila. Maðurinn er írskur og heitir Christopher O’Kelly. Eins og fram kom í fréttum í sumar seldu norskir skreiðarútflytjendur óhemju magn af skreið, eða um 3.500 VEXTIR (%) hæst Innlán óverðtiyggð Sparisjóðsbækur óbundnar 8-9 Lb Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 8.5-10 Ab.Lb.Vb 6 mán. uppsögn 9.5-12.5 Ab.Vb 12mán. uppsögn 11-14 Ab Sparnaður - Lánsréttur Sparað i 3-5 mán. 8-13 Ab Sp. i 6 mán. ogm. 8-13 Ab Ávisanareikningar 3-7 Ab Hlaupareikningar 3-4 Lb.Sb Innlán verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1 Allir 6 mán. uppsögn 2.5-35 Lb Innlán með sérkjörum 8-16 Innlán gengistryggð Bandarikjadalur 6-7 Ab Sterlingspund 9-10.5 Ab.Vb Vestur-þýsk mörk 3.5-4 Ab Danskar krónur 6-7.5 Ab.Lb. Bb.Sb Utlán óverðtryggð Almennir víxlar(forv.) 15.25 Allir Viðskiptavixlar(forv.)(1) kge og 19.5 Almenn skuldabréf(2) 15.5 Allir Viðskiptaskuldabréf(1) kge Allir Hlaupareikningar(yfirdr.) 7-9 Utlán verðtryggð Skuldabréf Að2.5árum 4 Allir Til lengri tima 5 Allir Utián til framleiðslu Isl. krónur 15 SDR 7.75 Bandaríkjadalur 7.75 Sterlingspund 11.25 Vestur-þýsk mörk 6 Spariskírteini 3ja ára 7 4ra ára 8.5 6ára 9 Með vaxtmiðum(4 ár) 8.16 Gengistryggð(5 ár) 8.5 Almenn verðbréf 12-16 Húsnæðislán 3.5 Lífeyrissjóðslán 5 Dráttarvextir 27 VlSITÖLUR Lánskjaravisitala 1486 stig Byggingavisitala 274.53 stig Húsaleiguvísitala Hækkaöi 5%1.júli HLUTABRÉF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnverðs: Eimskip 200 kr. Flugleiðir 140 kr. Iðnaðarbankinn 98 kr. Verslunarbankinn 97 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge, hjá flestum bönkum og stærri sparisjóðum. (2) Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskilalána er 2% bæði á verðtryggð og óverðtryggð lán. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb = Búnaðar- bankinn, Ib = Iðnaðarbankinn, Lb= Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Ob = Útvegsbankinn, Vb = Verslunar- bankinn, Sp = Sparisjóðimir. tonn til Nígeríu síðastliðið vor. Og norskir skreiðarútflytjendur töldu sig heldur betur hafa dottið í lukkupott- inn. Verðmæti skreiðarinnar var metið á um 275 milljónir íslenskra króna. Þessi sala vakti mikinn ugg meðal íslenskra skreiðarframleiðenda sem töldu að hún mundi torvelda enn frekar sölu ó íslenskri skreið til Níger- íu. Nú er talað um þessa sölu í Noregi sem eitt „skreiðarhneykslið" enn. í norska blaðinu Fiskaren var fjallað um þetta hneyksli nýlega og skýrt frá því að engar greiðslur hefðu borist fyrir skreiðina sem þegar væri komin til Nígeríu, sagt að viðskiptin væru öll í óreiðu og að frekari skreiðarsend- ingar hefðu verið stöðvaðar. Norsku útflytjendumir fengu bankaábyrgðir hjá sparisjóði Tromsö- fylkis sem baktryggði sig hjá Mid- land-bankanum í Englandi. Samkvæmt heimildum DV er nú útlit fyrir að sparisjóðurinn í Tromsö tapi um 100 milljónum norskra króna, eða um 500 milljónum íslenskra króna, á viðskiptunum. Christopher O’ Kelly, sá sem hafði milligöngu um viðskiptin, er sagður vera eftirlýstur af enskum banka fyrir fjármálamisferli. íslenskir söluaðilar hafa haft afskipti af manninum og hafa reynt að fá hann til að hafa milli- göngu um sölu á íslenkri skreið. í fyrra leit út fyrir að honum yrði falin milli- ganga á mjög stórri skreiðarsendingu og því var öðrum sölumöguleikum hafhað á meðan. Honum tókst hins vegar ekki ætlunarverkið og íslenska skreiðin því jafnóseld og áður. -KB Heimsmetstilraun Marska Staðfesting ekki komin „Nei, ég er ekki búinn að fá þetta staðfest að utan, en ég geri fastlega ráð fyrir að hér hafi verið um heims- met að ræða í bakstri sjávarrétta- böku,“ sagði Ömólfur Thorlacius, umboðsmaður Guinness á íslandi, í samtali við DV. Eins og fram hefur komið bökuðu matreiðslumenn fyrirtækisins Marska sjávarréttaböku á sýningunni Heimil- ið ’86 sl. laugardag sem var 3,58 metrar að þvermáli og flatarmál hennar var 10,3 fermetrar. Til að fyrirbyggja mis- skilning þá er ljóst að stærri baka hefúr verið bökuð en heimsmetstil- raun þeirra hjá Marska var í sjávar- réttaböku. Stærsta baka með annars konar áleggi, sem bökuð hefur verið, mun hafa verið 547 fermetrar að flatar- máli og 26,4 metrar í þvermál. -SJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.