Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1986, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1986, Qupperneq 13
FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1986. 13 Neytendur Þetta litla fólk er að velta fyrir sér hvaða stykki það eigi að sjá en tal- svert er hægt að spara á því að kaupa áskriftarkort ! leikhúsunum ætli fólk að sjá nokkur verk. Hvað kostar í leikhús? Nú getur leikhúsáhugafólk tekið gleði sína á ný því seinnipart mánað- arins heíjast sýningar á fjölum leik- húsanna á ný eftir sumarleyfi. Á haustin er íylgst með eftirvænt- ingu með því sem boðið verður upp á í leikhúsunum og kom nú nýlega fram skrá yfir þau verkefhi sem sett verða upp í vetur. Ýmislegt spennandi er á dagskrá en Neytendasíðan kynnti sér auðvitað aðgöngumiðaverð eins og hennar er von og vísa. Fjölmargir eru þeir sem kaupa á hverju hausti áskriftarkort en með því sparast aur og fylgir því einnig nokkur hagræðing ætli fólk á annað borð að sjá flest þau stykki sem boðið er upp á. í Þjóðleikhúsinu eru seld áskriftar- kort á 7 sýningar leikhússins og kosta þau 3.200 krónur og er þá um sýning- ar númer 2 til 8 að ræða. Hver aðgöngumiði á venjulega leiksýningu kostar 500 krónur en 1000 krónur í óperuna. Sparast því 800 krónur með því að kaupa kort. Leikfélag Reykjavíkur býður upp á áskriftarkort á fjórar sýningar leik- hússins og kostar kortið 2.000 krónur. Miðaverð á hvert leikrit er 550 krón- ur. -RÓ.G. Óthilegur verðmunur á bómullarpokum Það er enginn vandi að átta sig á verði þegar svokallað einingarverð er tekið fram, það er getið er t.d. um verð á kg vörunnar. Þetta ætti að gera í verslunum en því miður er það sjaldgæft. Mörg dæmi eru um pakkningar sem eru svipaðar að stærð að sjá en getur munað mjög miklu þegar betur er að gáð á verðinu. Velunnari neytendasíðunnar sendi okkur tvo poka undan bómull. í öðrum voru 100 g og kostaði hann 47,95 kr. í Kaupfélagi Borg- firðinga en í hinum voru 200 g og kostaði hann 46,90 hjá Hagkaupi. Hvor pokinn var dýrari? Til að sjá voru þeir mjög ámóta stórir. Annar pokinn var meira en tvisvar sinnum dýrari en hinn, eða 103% dýrara kg bómullar- innar. Bómullin sem fékkst í Kaupfélaginu í Borgarnesi kostaði 479,50 kr. kg en sú i Hag- kaupi kostaði 234,50 kr. kg! Ötrúlegt en satt. -A.BJ. Þaö munar helmingi á innihaldi þessara poka í magni og það munar líka meira en helmingi á verði þeirra. En fljótt á litið eru þeir svipaðir að stærð en þeir eru keyptir hvor i sinni versluninni. DV-mynd RYÐFRÍTT STÁL EROKKAR MÁL! Fyrirliggjandi í birgðastöó: ^ (fi) Husqvama ^ CIASSICA-100 Fullkomin saumavél Ryðfrítt stangastál Stálgæði: AISI 304 (Wst. 4301) * X . Vinklar Profílar Flatt 1 LlLL — Sívalt Pipur Fjölbreyttar o O 0 stærðir og þykktir Ryðfríar stálplötur Það þarf ekki að sauma margar buxur eða blússur til að borga uppCLASSICA 100. Hægri hönd heimilisins. Gunnar Asgeirsson hf. Suðurlandsbrnut 16 IZF 91-35200 Stálgæði: AISI 304 (Wst. 4301) Stálgæði: AISI 430 (Wst. 4016) SINDRA Plötuþykktir: 0,8 - 6,0 mm Plötustærðir: 1250 x 2500 mm STALHF Pósthólf 881, Borgartúni 31, 105 Reykjavík, sími: 27222. ARGUS/SlA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.