Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1986, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1986, Qupperneq 18
18 FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1986. íþróttir Áfellist ekki mína - segir Henri Michei, landsiiðsMálfari Frakka „Ég er vonsvikinn ég neita því ekki en við vissum fyrirfiram að þetta yrði erfiður leikur," sagði Henri Michel, landsliðsþjálfari Frakka. „Ég áfellist samt ekki leikmenn mína. Islendingar eru erfiðir heim að sækja það er löngu vitað. Skotar og Spánverjar áttu í erfiðleikum með íslendinga hér ekki alls fyrir löngu. Við höfum kynnst því áður að þungir veUir henta illa teknísku spili okkar. Við misstum þama dýrmætt stig, við verðum þá að ná í stig ytra gegn Austur-ÞjóðverjumogRússum. En . þeir eiga líka eftir að leika á Is- landi. Eg vona að íslendingar gefi þeim engin grið. íslendingamir léku fast, það vissum við fyrirfram. Nei, ég áfellist engan leikmann. Okkur tókst einfaldlega ekki að brjóta íslendingana niður. Heima í Frakkandi verður auðvitað allt önnur saga. - Þú sagðir fyrir leikinn að allt annað en sigur væri slæmt? „Já, ég neita því ekki. Auðvitað er það svo að Evrópumeistarar eiga ekki að tapa stigi gegn svo- kölluðum „veikum liðum“. Það segið þið bíaðamennimir. En það em engin veik lið lengur. Ásgeir Sigurvinsson var góður í þessum leik, en þetta íslenska lið lék allt vel. Það er vel skipulagt, leikmenn iiðsins em í framúrskar- andi líkamsþjálfun. Ég tek engan leikmann út í mínu liði. Það gekk ekkert upp hjá okkur. Sóknar- mennirnir, ég vil ekki viðurkenna að Paille og Stopyra hafi staðið sig illa. Þið verðið að athuga að það var við ramman reip að draga. Völlurinn er mjór og það þýðir að þeim veittist auðvelt að safnast saman og stöðva miðvallarspilið. Leikmenn mínir notuðu ekki kant- ana nægilega vel,“ sagði Michel. „Með því besta seméghefséð" - sagði Jón Gunnlaugsson „Þetta er með því albesta sem ég hef séð til landsliðsins. Leikmenn liðsins tóku á öllu sínu og vom hver öðrum betri,“ sagði Jón Gunnlaugsson, for- maður knattspymuráðs Akraness. „Leikur íslenska landsliðsins hefur breyst mikið, meira um spil. Kannski má segja að vömin hafi kannski ekki leikið af nægilega mikilli yfirvegun en hún stóð sig þó mjög vel. Mér fannst Ragnar Mar- geirsson koma mest á óvart í leiknum og Omar Torfason sótti sig verulega þegar leið á leikinn. Annars á allt íslenska lands- liðið hrós skilið fyrir þennan leik,“ sagði Jón Gunnlaugsson. -SK •Jón Gunnlaugsson. ________DV ísland eins og Geysir - sem Frakkar áttu erffftt með að hemja. Barátta tryggði íslandi jafntefli, 0-0 Það er hægt að líkja íslenska lands- liðinu í knattspymu við Geysi - það gaus oft kröftuglega í Laugardalnum, en þess á milli dró liðið sig til baka. Þetta var nóg til að hrella Evrópu- meistara Frakka, sem urðu að sætta sig við jafntefli, 0-0, í Evrópukeppni landsliða. „Auðvitað er það sárt að ná ekki að knýja fram sigur hér í Reykjavík. íslensku leikmennimir em leiknir, sterkir og baráttuglaðir. Þeir sýndu að það er erfitt að leggja þá að velli hér,“ sagði Jean Tigana, miðvall- arspilarinn sterki. Frakkar áttu oft í miklum erfiðleikum með íslensku leik- mennina sem náðu oft snöggum sóknatlotum. Það var greinilegt að þeir fóm eftir dagskipun Sigi Held landsliðsþjálfara. Að halda sig aftar- lega og geysast síðan fram þegar við atti. öflugt gos í byrjun Það vom þessi gos sem komu Frökk- um oft í opna skjöldu - strax á 4.47. mínútu gáfu þeir Ásgeir Sigurvinsson og glókollamir Pétur Pétursson og Amór Guðjohnsen tóninn. Pétur sendi knöttinn fram á vinstri kantinn til Ásgeirs, sem lék með knöttinn út í hom og krossaði knöttinn fyrir mark Frakka. Amór var þar á réttum stað. Heppnin var þó ekki með honum - hann hitti knöttinn illa, þannig að knötturinn þaut yfir þverslá Frakka. Næsta gos kom svo á 24.37. mínútu, sem lauk með skoti Amórs. Hann náði góðu skoti eftir sendingu Ómars Torfasonar - knötturinn hrökk í einn vamarmann Frakka og fyrir aftan endamörk. Það var svo á 21.15. mínútu sem spennan komst í hámark, eftir homspymu Amórs. Rnötturinn barst fyrir mark Frakka, en vegna miskiln- ings Sævars Jónssonar og Ragnars Margeirssonar, varð ekkert úr því marktækifæri. Sævar „stal“ knettin- um frá Ragnari og skaut framhjá. Ef Sævar hefði vitað um Ragnar og látið knöttinn eiga sig þá hefði ekki þurft að spurja að leikslokum. Frakkar ógna lítið Frakkamir náðu sér aldrei á strik í fyrri hálfleiknum, en þeir urðu síðan líflegri í þeim síðari. Áttu þá nokkur þokkaleg marktækifæri, en aldrei þó hættuleg. Stopyra skallaði yfir mark íslands, Bjami Sigurðsson varði vel skot frá Femandez og Genghini átti síðan skot framhjá. íslendingar áttu einnig sín mark- tækifæri. Sigurður Jónsson átti skalla yfir eftir homspymu Ásgeirs, Amór náði ekki að nýta sér snilldarsendingu Ásgeirs þegar hann komst einn inn fyrir vöm Frakka. Boli kom í veg fyr- ir það. Amór komst síðan aftur einn inn fyrir vöm Frakka, eftir stungu- sendingu frá Sigurði Jónssyni - skot hans var ekki nógu hnitmiðað og knötturinn skoppaði fram hjá marki. Undir lok leiksins fór skapið að hlaupa með Frakka í gönur og var greinilegt að þeir þoldu ekki mótlætið. Þeir gerðu örvæntingarfulla tilraun til að knýja fram sigur, en komust ekki í gegnum sterka vöm íslendinga. Sterkir einstaklingar Vamarleikaðferð með skyndisókn- um er eflaust sú leikaðferð sem hentar islenska landsliðinu best. Það em margir snjallir einstaklingar í liðinu, sem sýndu góða spretti. Það vantaði þó meiri samvinnu og leikmenn máttu vera fljótari að hugsa þegar þeir brun- uðu fram í sókn. Stundum vom þeir of seinir að losa sig við knöttinn, þann- ig að Frakkar náðu að verjast. Baráttan var aðall íslenska landsliðs- ins eins og svo oft áður. „Ég vona svo sannarlega að íslensku leikmennimir sýni eins góðan leik og baráttu gegn Rússum og A-Þjóðverjum hér í Reykjavík, eins og þeir sýndu gegn • Bjarni Sigurðsson stóð sig vel í markinu. Hér sést hann verja skot frá Fernandez. •Siguröur Halldórsson. „Siggi Jóns var bestur “ - sagði Sigurður Halidórsson „Það var mjög gaman á þessum leik og Frakkamir léku eins og ég bjóst við. Þetta er mjög góður árangur hjá strákunum en það kom á daginn að draga fór af okkar mönnum undir lok leiksins enda gífurlega erfitt að eiga við þetta franska lið,“ sagði Sigurður Halldórsson, fyrrverandi landslið- smiðherji og núverandi þjálfari Sel fossliðsins í 2. deild í knattspymu. „Taktiskt séð gekk þessi leikur upp en ég hefði viljað sjá Sigurð Jónsson í hlut- verki stjómanda á miðjunni. Hann var í of miklu vamarhlutverki í þessum leik og að minu mati var hann besti maður ís- lenska liðsins í leiknum," sagði Sigurður Halldórsson. -SK „Vörnin alveg sérstök“ - sagði Blert „Lolli" Söivason „Mér farrnst vömin alveg sérstak- lega góð í þessum leik og betri en hún heíúr verið í mörg ár,“ sagði Ellert Sölvason, margrejndur landsliðsmað- ur í knattspymu og frægur áhugamað- ur um knattspymu. „Um sóknina er það að segja að sú takt- ik sem íslenska liðið lék í þessum leik, 4—1-2, skilar ekki mörgum mörkum og hún á ekki við mig. Þegar ég var í þessu var leikin sóknarknattspyma, 5-3-2, og þá komu mörkin. En úrslitin i þessum leik voru ánægjuleg og sérstaklega góð fyrir okkur,“ sagði Ellert „LoHi“ Sölvason. -SK • Ellert Sölvason. • Albert Guðmundsson, ?rÁ eftír að velda heimsathygir - sagði Albert Guðmundsson „Þetta var mikill baráttuleikur og úrslitin fóm fram úr björtustu von- um,“ sagði Albert Guðmundsson iðnaðarráðherra. „Með miklum baráttukrafti tókst íslensku leikmönnunum að brjóta franska liðið niður og ef til vill átti völlurinn einhvem þátt í óförum Frakkanna. Þessi úrslit em hins vegar mjög útkoma fyrir okkur og ég veit að þessi úrslit eiga eftir að vekja heimsathygli. íslenska liðið var mjög samstætt og gott,“ sagði Albert Guð- mundsson. -SK okkur,“ sagði Tigana eftir leikinn. Vamarleikur íslenska liðsins var góður. Það var aðeins um tíma í fyrri hálfleiknum sem öftustu mennimir vom ekki nægilega vel með á nótun- um. Vömin opnaðist þá nokkrum sinnum illa. MiðvaOarspilaramir unnu vel og þá sérstaklega Ragnar Margefrsson og Ásgeir Sigurvinsson, sem sköpuðu oft hættu þegar þeir brunuðu fram. Amór og Pétur vom hreyfanlegir, en maður haföi það þó á tilfinningunni að Amór ætti frekar að leika á miðjunni. Sprengjukraftur hans er geysilegur þegar hann brunaði fram. Liðin vom þannig skipuð: •ÍSLAND: Bjami, Gunnar, Ágúst Már, Sævar, Atli, Ásgeir, Ómar, Ragn- ar, Amór og Pétur. •FRAKKLAND: Bats, Amoros, Ayache, Battiston, Boli, Femandez, Tigana, Vercmysse, Genghini, Stop- yra og Paille. • Dómari: Alan Ferguson, Skot- landi. •Gul spjöld: Pétur, Ayache og Vercmysse. •Áhorfendur: 13.758. -sos DV-mynd S „Stór sigur fýrir okkur“ - sagði forseti ÍSÍ „Þetta var mjög góður leikur frá fyrstu til síðustu mínútu. Þetta er með því besta sem ég hef séð til íslenska landsliðsins í knattspyrnu," sagði Sveinn Bjömsson, forseti íþróttasam- bands íslands. „Þetta var mjög spennandi leikur og við hefðum getað sigrað. Mér fannst franska liðið svipað og það var í sjónvarpinu í leikjunum í heimsmeistarakeppninni f Mexíkó. Við megum ekki gleyma því að við vorum að leika gegn Evrópumeistur- unum og þessi úrslit voru stór sigur fyrir okkur,“ sagði Sveirrn. -SK •Sveinn Björnsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.