Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1986, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1986, Síða 19
FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1986. 19 íþróttir • Pétur Pétursson og Atli Eðvaldsson sjást hér kljást við varnarmenn Frakklands, Bats markvörð, Battiston og Boli sem stekkur upp á bak Atla. DV-mynd Bj.Bj. „íslenska liðið gott“ - sagði landsliðsþjálfari A-Þjóðverja „fslenska liðið er mjög gott, það kom greinilega fram í þessum leik. Það er sama hvar litið er á liðið, það var erf- itt að finna veikan punkt á því. Mér fannst taktík íslenska liðsins mjög vel heppnuð og þá var barátta íslensku leikmannanna hreint ótrúleg. Það er greinilega góður andi í þessu liði. Sig- urinn hefði getað lent hjá hvoru liðinu sem var og það hlýtur að vera sigur fyrir f.slendinga,“ sagði Harald Irmscher, landsliðsþjálfari A-Þjóð- verja, sem var hér til að fylgjast með liðunum tveim en eins og kunnugt er leika A-Þjóðverjar í riðli með okkur. „Auðvitað var franska liðið mjög teknískt en það er eitthvað að hjá leik- mönnum í sókninni. Þeir sköpuðu sér í raun aðeins tvö tækifæri á þessum 90. mínútum. Það er að vísu ekki óeðli- legt að þeir dali núna en liðið var á toppnum í Mexíkó. Þá vantaði greini- lega menn til að fylla skörð þeirra Platini og Giresse,“ sagði Irmscher. - Hveijir fannst þér bestir í íslenska liðinu? „íslendingar eiga greinilega mikið af góðum leikmönnum. Ég var sér- staklega hrifinn af framlínumönnun- um tveim (Pétri og Amóri) og þá fannst mér Ragnar og Atli leika vel,“ sagði Irmscher, sem varð greinilega fyrir miklum áhrifum af leik íslenska liðsins í gær. Hann vildi til dæmis ekkert ræða um möguleika A-Þjóð- verja gegn íslendingum. -SMJ „Égvartótfti mað urinn í liðinu“ „Islenska vömm lék mjög vel“ - sagði Yannick Stopyra Ég lét draga mig nauðugan á landsleikinn. Ekki vegna þess að ég hefði ekki áhuga á að sjá hann - þvert á móti. Ég hafói hugsað mér að sitja heima af hollustu við þjóð mína og knattspymulandslið henn- ar. Ég ætlaði ekkert af þessum leik að vita, las ekki um hann í blöðun- um, kynnti mér ekki hvenær hann ætti að fara fram og velti því fyrir mér að fara úr bænum í eina eða tvær vikur á meðan ósköpin gengju yfir. Þessi hæverska var úthugsað ráð sem ég taldi að gæti hugsanlega orð- ið landsliðinu til hjálpar í erfiðri viðureign við frönsku meistarana. f allt sumar hef ég af athygli og áhuga fylgst með snillingunum í Borgar- nesi, Skallgrímsliðinu í annarri deild, og sent þeim hugskeyti af al- efli, verið með þeim í huganum hvem leik frá bytjun til enda sánnfærður um getu þeirra og dug. En Skalla- grímur hefur ekki komið vel út. Ég verð að játa að útkoman hjá mínum mörrnum hefði naumast getað orðið lakari i sumar - og því rnikið vafa- mál hvort hugarorka mín og fyrir- bænir hafi hjálpað þeim. Ég haföi því hugsað mér að vita ekkert um landsleikinn. Senda Ás- geiri, Atla og félögum ekkert hugskeyti - af ótta við að slíkar sendingar spilltu bara fyrir þeim. En kunningi minn greip mig þegar ég var á leiðinni út um bakdymar og ætlaði úr bænum - greip mig og fór með mig á völlinn. Auðvitað langaði mig þessi ósköp og var því ekki sérlega tregur í taumi. En ég vorkenndi landsliðinu. Og óttaðist að nærvera mín hlypi eins og blý í A vell- inum með Gunnari ur vallargestur í framtíðinni. Skalla- grímur í Borgamesi getur líka treyst á mig. Látið ekki deigan síga! Ég mun berjast með ykkur til þrautar, drengir snarir! - GG „Það er auðvitað mjög svekkjandi fyrir mig sem sóknarmann að skora ekki. Við vissum að íslendingar yrðu rosalega ákveðnir, það vilja jú allir vinna Evrópumeistarana," sagði Yannick Stopyra sem tókst ekki að sýna mikið gegn ákveðinni vöm ís- lendinga. „Jú, jú íslenska vömin lék vel. Þeir em sterkir í loftinu og vom í öllum hættulegum boltum sem komu fyrir markið. Við áttum í erfiðleikum með að leika þríhymingaspil og teknískt eins og okkar er vani. Við hefnum okkar í Frakklandi en þá eigum við gi-eiðari leið framhjá vamarmönnun- um enda leikið þar á breiðari velli,“ sagði Stopyra sem var greinilega ekki sáttur við úrslitin. -SMJ tæmar á því, að óskir mínar og bænir misstu marks og féllu óvart Frökkunum í skaut - og hleyptu í þá frönskum fítonskrafti. Mörg undanfarin ár eftir lands- leiki hef ég lötrað heim dapur i bragði og velt því fyrir mér hvort frá mér stafaði einhveijum neikvæðum krafti sem væri beinlínis orsök þess að við töpuðum leik eftir leik. Vegna hugboðs um að þessi gæti verið raunin hef ég ekki fylgst svo náið með landsleikjum upp á síðkastið. Enda hafa mínir menn staðið sig vel. En í gær var eins og einlæg og beinskeytt hugsun undirritaðs hitti þá i hjartastað; þeir gáfu Frökktm- um aldrei tommu eftir, vom jafnvel nær því að skora en sjálfir Evrópu- meistaramir. Mér líður núna eins og ég hafi verið tólfti maðurinn í íslenska liðinu hef á tilfinninguimi að ég hafi staðið fyrir lunknum send- ingum á Ásgeir, Amór og Pétur og verið einna næst þvi í íslenska liðinu að skora. Ég bar höfuðið hátt þegar ég hélt heim af vellinum, fann ekki fyrir þreytu og gat hugsað mér að leika annan leik. Það stafar greini- lega ekki lengur af mér neikvæðum krafti. Hugskeyti mín em farin að hitta í mark! Ég ákvað að vera dygg- • Maðurinn t.v. á myndinni hefur ekkert með greinarstúfinn að gera. Hann er úr drykkjulandsllði islands, eins og stendur á húfu hans, og var ekki í neinu standi til að skrifa grein feftir leikinn. En hann stóð sig vel meðan á baráttunni í stúkunni stóð. DV-mynd S „íslenska liðið mjög gott“ - sagði Jim Barron, þjátfari ÍA Albert hitti Fontaine „íslenska liðið stóð sig mjög vel í leiknum og heföi allt eins getað sigrað með smáheppni. Mér fannst sérstak- lega ánægjulegt hve strákamir sem spila hér heima stóðu sig vel. Þeir em góðir fulltrúar íslenskrar knattspymu og þá sérstaklega þeirrar sem er leik- inn í deildinni hér,“ sagði Jim Barron, þjálfari Akumesinga, eftir leikinn. „Ég verð að segja að franska liðið olli mér töluverðum vonbrigðum. Sérstaklega fannst mér þeir slakir x sóknarleik sín- um,“ sagði Barron. -SMJ •Jim Barron. Það vom fagnaðarfundur á Laugar- dalsvellinum í gær þegar Albert Guðmundsson ráðherra og Juste Fontaine, fyrrum leikmaður Frakk- lands, mættust. Þeir léku saman með Nizza í Frakklandi hér á árum áður við góðan orðstír. Fontaine hefur unnið það sér til frægðar að eiga markametið í HM- keppninni. Hann skoraði hvorki meira né minna en 13 mörk í HM 1958 í Svíþjóð. Skoraði mörk í öllum sex leikjum Frakka í keppninni. Fontaine hefur komið áður til íslands. Lék hér í undankeppni HM 1957. -sos

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.