Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1986, Síða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1986, Síða 23
FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1986. 23 pv__________________________________________íþróttir r————————————————————————————————n I I I I I I I I I I I I I L Kristján leikur ekki með Gummersbach á næstunni - félagið hefur kallað á Danann Erik Veje Rasmussen Afli H2mars3cm, DV, V-i>ýskalandi; Kristján Arason mun ekki leika með Gummersbach fyrr en í des- ember. Það hafa enn ekki náðst samningar á milli Gummersbach og Hamel um kaupverð Kristjáns og lausn á þeirri deilu er ekki í sjónmáli. Kristján mun því aðeins leika opinberlega með íslenska landslið- inu út þetta ár. Hans tveir fyrstu leikir verða með íslenska landslið- inu gegn V-Þýskalandi í nasstu viki. Vegna fjarveru Kristjáns kallaði Gummersbach á danska landsliðs- manninn Erik Veje Rasmussen sem lék með félaginu sl. keppnis- tímabil. Rasmussen kom fljúgandi til V-Þýskalands á þriðjudags- kvöld. Hann fór á eina æfingu með félaginu og lék síðan með því gegn Schwabing í Bimdesligunni í gær- kvöldi. Rassmussen stóð sig mjög vel. Það var þó ekki nóg því a$-tíúm- mersbach tapaði, 21-22, á útivelli. Landsliðsmaðurinn Neitzel gat ekki leikið með Gummersbach þar sem hann var í leikbanni. Andreas Thile átti mjög góðan leik í marki liðsins en markahæsti leikmaður- irm var Fitzek með fimm mörk. sos Pfaff felldi Frank Stapleton - og Brady jafhaði, 2-2, fyrir íra úr vrtaspymu Liam Brady tryggði Irum jafntefli, 2-2, gegn Belgíumönnum í Brussel þegar harm skoraði jöfnunarmarkið úr vítaspymu á síðustu sekúndum leiksins. Rúmenski dómarinn Ion Igan dæmdi vítaspymuna á markvörðinn Jean-Marie Pfaff, sem braut á fyrirliða írlands - Frank Stapleton. 22.212 áhorfendur sáu Brady skora ömgglega úr vítaspymunni. Nico Claesen frá Standard Liege skoraði fyrst fyrir Belgíu í leiknum. Þrumaði knettinum í markið eftir homspymu Frank Vercauteren. Að- eins fjórum mínútum seinna vom írar búnir að jafna með marki Frank Stap- leton sem skoraði úr þröngu færi. Þegar svo 19 mín. vom til leiksloka héldu flestir að Belgíumenn væm bún- ir að gera út um leikinn. Það var Enzo Schifo sem skoraði markið með föstum skalla - knötturinn söng upp í markhominu án þess að Pat Bonner ætti möguleika á að veija. Það var þó ekki því að Brady náði að jafna eins og fyrr segir. Það var greinilegt að Belgíumenn söknuðu vamarmannanna sterku, Eric Gerets, Michel Renquin og Frank van der Elst sem em meiddir. SOS i $H Gary Lineker og Mark Hughes skoruðu báðir í Barcelona i gærkvöldi Lineker og Hughes voru á skotskónum - skoruðu möik í Barcelona í gærkvöldi Rólegt á Heysel Það fór allt friðsamlega fram á Heysel-leikvanginum í Brussel í gærkvöldi þegar Belgíumenn og írar léku þar í EM. Um 2000 írar mættu til að horfa á leikinn. Mik- ill viðbúnaður var fyrir leikinn og vom þar mættir 700 lögregluþjón- ar ásamt sérþjálfúðum hundum. Þá vom 400 hermenn til taks ef til óláta kæmi. Allt gekk eins og í sögu og hurfri áhorfendur af vellin- um á stuttum tíma. Þess má geta að belgíska knattspymusamband- ið útvegaði lrum 950 miða en aðrir keyptu miða við inngang vallarins. sos Fékk gula spjaldið fýrir að hrækja Það var greinilegt að mótstaða fslendinga á Laugardalsvellinum fór í taugamar á leikmönnum Frakka, sérstaklega hinum unga Vercmysse frá Bordeaux sem lék sinn sjöunda landsleik. Hann var orðinn grenjandi illur og fékk að sjá gula spjaldið þegar hann hrækti á eftir Atla Eðvaldssyni, fyrirliða íslenska liðsins. Það var greinilegt að Vercraysse ætlaði að sýna sig gegn Islendingum, en hann kom inn vegna meiðsla Pap- in hjá MarseiUe. sos Dýrasti miðherjadúett heims - Gary Lineker og Mark Hughes, sem Barcel- ona keypti frá Everton og Manchester United, gátu ekki leikið með Englandi og Wales í gærkvöldi. Barcelona gaf þá ekki lausa. í staðinn léku þeir á Nou Camp í Barcelona þar sem yfir 100 þús. áhorfendur fögnuðu þeim gíf- urlega. Þeir vom báðir á skotskónum og tryggðu Barcelona sigur, 2-0, yfir Cadiz. Gary Lineker byijaði á því að skora á níundu mín. leiksins úr þröngu færi eftir sendingu Julio Alberto. Það var svo Mark Hughes sem gulltryggði sig- urinn á 37. minútu með sannkölluðum þrumufleyg. Hann sveiflaði hægri fæt- inum rétt við vítateigslínu og knöttur- inn söng í netamöskvum Cadiz. Sporting Gijon og Real Madrid gerðu jafhtefli, 2-2, í Gijon. Mexíkan- inn Luis Flores skoraði fyrst fyrir heimamenn, strax á annarri mínútu. Rafael Gordillo átti þrumuskot að marki Gijon af 20 m færi á 20. mín. Markvörðurinn Juan Ablanedo varði en hélt ekki knettinum. Argentínu- maðurinn Jorge Valdano var á réttum stað og skoraði. Manuel Mesa kom Gijon yfir, 2-1. Rétt fyrir leikhlé braut markvörðurinn Ablenedo á Mexíkan- anum Hugo Sanehez og var rekinn af leikvelli. Vítaspyma var dæmd og skoraði Sanchez ömgglega úr henni, 2-2. Þess má geta að Bemardino Mino, vamarmaður Real, var rekinn af leik- velli í seinni hálfleiknum eftir að hann hafði fengið að sjá gula spjaldið öðm sinni. Barcelona, Real Betis og Las Palmas em efst á Spáni eftir þrjár umferðir með fimm stig. Real Madrid, Atletico Madrid og Real Mallorca em með fjögur stig. sos Heppnin með Skotum - gegn Búlgöram á Hampden Park Skoska landsliðið í knattspymu lék i gær af álíka snilld og það gerði í síðustu heimsmeistara- keppni, var mjög heppið að tapa ekki fyrsta leik sínum í Evrópu- keppninni í gær er þeir fengu Búlgari í heimsókn. Lokatölur urðu markalaust jafntefli og vom Búlgarir mun nær því að vinna sigur. Búlgarska liðið, sem komst í 16-liða úrslitin í HM í Mexíkó án þess að vinna leik, lék sérstaklega vel í fyrri hálfleiknum og fékk þá þrjú góð marktækifæri. Heldur dró af Búlgörum í síðari hálfleik. Gamla brýnið, Kenny Dalglish, kom inn á í síðari hálfleik fyrir Charlie Nicholas og lék sinn 101. landsleik fyrir Skota en fékk litlu áorkað. Skoska liðið var þannig skipað: Leighton, Gough, Malpas, McStay, Narey, Miller, Cooper, Aitken, Johnston, Strachan, Nic- holas (Dalglish). 35.070 áhorfendur sáu leikinn. -SK Lars Lunde til Bayem Munchen Aöi HtaaraBcm, DV, V-Í>ýskalandi: Lars Lunde, sem kjaftaði sig inn í danska landsliðshópinn sem lék gegn A-Þjóðveijum í Leipzig í gærkvöldi, mun leika með Bayem Múnchen í vetur. Bayem kej’pti hann í gær frá svissneska félaginu Young Boy’s á 24,2 miiljónir ísl. króna og þar að auki skuldbatt ,. félagið sig til að leika vináttuleik gegn Young Boy’s í Bem. Lunde, sem Sepp Piontek, lands- liðsþjálfari Dana, gaf tækifæri til að sýna sig, byijar feril sinn hjá Bayem í næsta mánuði. Hann leikur sinn síðasta leik með sviss- neska félaginu gegn Real Madrid í Evrópukeppninni. Lunde, sem er 22 ára, er mikill markaskorari. Skoraði 21 mark fyrir ungu strák- ana í Sviss sl. keppnistímabil og var markahæstur þar í landi. SOS Danskur sigur í Leipzig Danir unnu sigur, 1-0, yfir A- Þjóðveijum í vináttulandsleik í knattspymu sem fór fram í Leipzig í gærkvöldi. 30 þús. áhorfendur sáu John Eriksen skora mark þeirra á 24. mínútu. • Norðmenn og Ungveijar gerðu jafntefli, 0-0, í vináttulands- leik í Osló. Aðeins 2.917 áhorfend- ur sáu leikinn. • Tékkar lögðu Hollendinga að velli, 1-0, í Prag. Ivo Knoflicek skoraði markið á 40. mínútu. Áhorfendur 9.000. sos Stórsigur Rúmena í Búkarest Rúmenar tefldu fram átta leik- mönnum frá Evrópumeistaraliðinu Straua Bukarest þegar þeir unnu stórsigur, 4-0, yfir Austurríkis- mönnum í Evrópukeppni landsliða í gærkvöldi. 20.000 áhorfendur vom samankomnir á heimavelli Straua í Bukarest. Stefan Iovan frá Straua skoraði tvö mörk og félagi hans, Marius Lacatus, eitt. Fjórða markið skoraði Gheorghe Hagi, sem er talinn einn efiiilegasti knattspymumaður Evrópu. Hagi, sem er 21 árs, lék mjög vel á miðj- unni þar sem Rúmenar réðu lögum og lofúm. sos

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.