Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1986, Page 30

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1986, Page 30
30 FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1986. ^Menning * Undir tamarindtrénu Bandarískur grafíkfrómuður í heimsókn Tamarindtréð er indverskt að uppruna en hefur nú skotið rótum í Kalifomíu eins og svo margt annað. Öngstræti í Hollívúdd heitir meira að segja Tamarind Avenue, sem er út af fyrir sig ekki merkileg stað- reynd nema vegna þess að fyrir tuttugu og sex árum var þar sett á laggimar grafíkverkstæði sem prentara, Master Printers, sem gætu. stuðlað að útbreiðslu steinþrykksins (NB. Þótt nú sé einnig þrykkt afsínk og álplötum, held ég mér við hið hefðbundna nafri á greininni.. .)um gjörvöll Bandaríkin, að kenna bandarískum grafíklistamönnum að nýta sér listræna kosti steinþrykks og stuðla um leið að samvinnu lista- bandarískir listamenn ekki lengur að ferðast til Evrópu til að komast á grafíkverkstæði, heldur komu evr- ópskir prentarar og ’listamenn sér- staklega til að vinna með bandarí- skum kollegum sínum á verkstæðum eins og Tamarind, Universal, sem var minna fyrirtæki, stofnað um svipað leyti og Tamarind, og Gem- Frá prentsfofunni í Tamarind. markaði þáttaskil í sögu bandarí- skrar grafíkíistar. June Wayne hét ung grafíklista- kona sem hafði á eigin spýtur lært á steinþrykk, en þegar hún hugðist nýta sér þessa þekkingu sína komst hún að því að hvergi í Bandaríkjun- um var hægt að fá þrykkt fyrir sig á stein, eins og algengt var í Ev- rópu. Margar evrópskar prentstofur voru víðfrægar, til dæmis sú sem þeir Mourlot bræður ráku í Frakkl- andi þar sem þaulreyndir steinprent- arar unnu með þekktum myndlistar- mönnum að gerð grafíkmynda. En þar sem June Wayne var eld- hugi mikiO hófst hún handa við að breyta þessu ástandi til betri vegar. Hún fékk til liðs við sig tvo ágæta menn, grafíker að nafni Clinton Adams og áhugasaman prentara, Garo Antreasian, og eftir miklar for- tölur tókst þeim að vekja áhuga ráðamanna hjá Ford menningar- sjóðnum. Samvinna grafíkera og prent- ara Sjóðstjómin féllst á að styðja við bakið á fyrirtæki þeirra þremenn- inganna og árið 1960 var Tamarind grafíkverkstæðið opnað með pomp og prakt. Markmið Tamarind var margþætt, að þjálfa og útskrifa sérstaka grafík- manna og prentara um gerð grafík- mynda, að víkka tjáningarsvið steinþrykksins til muna með mark- vissum tilraunum og að hefja þessa gerð grafíklistar til vegs og virðingar meðal listasafna og safhara, meðal annars með því að standa fyrir út- gáfu á úrvali steinþrykkimynda í hæsta gæðaflokki. Tamarind lét ekki sitja við orðin tóm. Listamönnum var þegar boðið að nýta sér aðstöðuna og meðal þeirra fyrstu, sem þáðu boðið, voru Richard Diebenkom, Albers-hjónin, Louise Nevelson og Sam Francis. Fyrstu starfsárin varð nýtt stein- þrykk til á tveggja daga firesti. Á síðasta ári vom fimm hundmð lista- menn búnir að gera rúmlega fímm þúsund þiykk á Tamarind verkstæð- inu. Árið 1969, þegar Museum of Mod- em Art í New York hélt yfirlitssýn- ingu á steinþrykkimyndum frá Tamarind, höfðu undur og stórmerki gerst í þessari sérstöku og flóknu grein grafíklistar i Bandaríkjunum. Flutningur t'l Nýju-Mexíkó Prentarar firá Tamarind vom þá kornnir út um öll Bandaríkin, höfðu sett upp yfir eitthundrað grafíkverk- stæði og stóðu sjálfir fyrir því að þjálfa bæði aðra prentara og grafík- listamenn í steinþrykki. Nú þurftu ini, sem rekið var af Ken Tyler, prentara frá Tamarind. Árið 1970 var Ford sjóðurinn hætt- ur að styrkja Tamarind og var þá ákveðið að flytja verkstæðið til Ál- buquerque í Nýju Mexíkó og ganga til samstarfs við háskólann þar. Verkstæðið þurfti ennffiemur að afla sér reglulegra tekna, og tóku að- standendur þá til þess bragðs að hefja útgáfu og sölustarfeemi á bók- um og steinþrykkimyndum. Tamar- ind er eftir sem áður rekin sem menntastofnun, þjálfar og útskrifar grafíkprentara, veitir fræðimönnum sérþekkingu í umhirðu og uppheng- ingu á grafískum verkum og stendur fyrir bæði sögulegum og tæknilegum rannsóknum á steinþrykkinu. Tæknin tekur völdin Nýlega lét Clinton Adams af stjóm við Tamarind fyrir aldurs sakir, en grafíkáhugamenn kannast sennilega helst við hann af bók þeirri sem hann skrifaði með Garo Antreasian, The Tamarind Book of Lithography. Við starfi hans tók ung og ötul kona, Maijorie Devon, sem hefur að undanfömu verið á yfirreið um Norður-Evrópu til að kynna stofiiun sína, með aðstoð menningarstofiiana Bandaríkjanna í hinum ýmsu lönd- um. Hún drap niður fæti á íslandi í síðustu viku, hitti íslenska grafík- listamenn og safiiafólk og hélt erindi um bandaríska grafík í Menningar- stofhuninni við Nesveg, við góðar undirtektir. Á máli hennar mátti skilja að hún væri ekki alveg dús við þá þróun sem orðið hefði í bandarískri grafík hin síðari ár, þar sem tæknileg tilrauna- starfeemi virtist hafa tekið völdin á kostnað inntaksins. DV hitti Maijorie Devon að máli og bað hana skýra frá boðskap Tam- arind til Islendinga. „Ég vil endilega hvetja íslenska grafíklistamenn og prentara til að taka höndum saman og vinna að framgangi steinþrykksins, til góða fyrir grafíklistina í landinu. Og ef skortur er á sérmenntuðum grafíkprenturum hér, eins og mér hefur skilist, þá getur Tamarind tek- ið að sér að þjálfa sfíkt fólk. Við erum þegar búnir að vera með stóran hóp af útlendingum í læri á undanfömum árum. En við tökum bara fólk sem hefur þegar aflað sér haldgóðrar undir- stöðumenntunar í steinþrykki." Grafík seld upp í rekstrar- kostnað Hvað með íslenska myndlistar- menn, spyr ég, eiga þeir kost á að vinna steinþrykk í Tamarind, undir handleiðslu meistaraprentara þar? „Því miður standa málin þannig í dag að við þurfum að geta selt ákveðinn hluta af þeirri grafík sem við þiykkjum til að standa undir rekstrarkostnaði. Það eru meiri lík- ur til að við getum selt þessa grafík á góðu verði ef listamennimir em þekktir. Þess vegna erum við til- neydd að bjóða eingöngu þekktum listamönnum að þrykkja hjá okkur, fólki eins og Ed Ruscha, Billy A1 Bengtson, Philip Pearlstein, Mel Ramos, Judy Rifka og svo framvegis. Eins og stendur verðum við að bíða með að bjóða íslenskum lista- manni til dvalar hjá okkur uns hann er orðinn þekktur í Bandaríkjunum. Ég er langt ffiá því að vera sátt við þetta fyrirkomulag, því í því felst auðvitað himinhrópandi ranglæti gagnvart ungum og lítt þekktum listamönnum. Við erum þvi að vinna að því að fá styrki út á þá listamenn sem til Tamarind koma, sem þýðir að við þurfum ekki að hafa tekjur af sölu verka þeirra. Þá eigum við að geta boðið hverj- um sem okkur sýnist að vinna með okkur að gerð grafíkverka. íslenskir myndlistarmenn eiga þá jafn mikinn „séns“ og aðrir.“ Allt hægt í steinþrykki Maijorie Devon viðurkenndi að hún þekkti ekki til íslenskra grafík- listamanna, nema hvað hún vissi af Valgerði Hauksdóttur, sem nam við listadeild háskólans í Nýju Mexíkó, og kynntist Vigni Jóhannssyni og verkum hans í Helsinki þar sem hann dvelur í gestavinnustofunni í Sveaborg. En allt útlit var fyrir að Marjorie Devon hafi horfið héðan stórum fróðari en hún kom, því félagsmenn í íslenskri Grafík tóku hana upp á arma sér og hugðust leiða hana í allan sannleik um stöðu grafíkmála' á landinu. Að lokum spurði ég Maijorie De- von hvers vegna hún og Tamarind væru svona höll undir steinþrykk. Hvað er það sem sú tegund grafíkur hefur ffiam yfir aðra grafík? „Ég á dálítið erfitt með að svara þeirri spumingu af óhlutdrægni, því ég hef svo lengi verið nátengd stein- þrykkinu og þekki það betur en aðra grafík. Ég held bara að steinþrykkið hafi víðara tjáningarsvið en aðrar grafí ískar aðferðir, og því er það betur í stakk búið að tjá fjölbreytni nútíma- lífe. Fíngerðustu blæbrigði má festa á prentsteininn, sömuleiðis breiðar, kraftmiklar pensilstrokur. Það má bera á steininn ljósnæm efiii og nota ljósmyndir, eða þá að leggja á hann finunnar litaslæður. Það er allthægt í steinþiykki," sagði þessi geðþekka kona að lokum. í leiðinni er rétt að geta þess að á næsta ári kemur hing- að til lands farandsýning á grafík ffiá Tamarind. -ai Marjorie Devon, forstöðumaður Tamarind stofnunarinnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.