Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1986, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1986, Blaðsíða 6
28 FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1986. Manrico(Garðar Cortes) og Leonora(Ólöf Kolbrún Harðardóttir) á við- kvæmu augnabliki. Leikhús- Leikhús- Leikhus- Leikhús- Leikhús Leikhús - Leikhús Síðustu sýningar fl Trovatore Um helgina verða síðustu sýn- ingar á uppfærslu Islensku Ópe- runnar á II Trovatore eftir Giuseppe Verdi, eitt virtasta tón- skáld sem sögur fara af. II Trovatore er byggð á spæn- skum harmleik frá því 1836; leikinn samdi Antonio García Gutiérrez (1813-1884), þá tuttugu og þriggja ára. Leikurinn er talinn til sígildra spænskra bókmennta, og er hann einn um það af öllum verkum höf- undarins. Verdi féll strax fyrir efninu sem honum þótti óvenjulegt sem það óneitanlega er. Þar segir frá tveimur keppinaut- um um ástir einnar konu; þeir tveir eru líka fjandmenn í borgarastyrj- öld svo og bræður í þokkabót án þess að vita það. Leonóra þykir með eindæmum tign og sannkristin kona festir ást á á ókunnum ridd- ara, rýfur klausturheit til að fylgja honum og sviptir sig lífi að lokum. Óperan skiptist í átta atriði, og hvert þeirra er eins og málverk en ekki eins kvikmynd. Sjálfir at- burðirnir sem skipta sköpun i 'sögunni sjást ekki:Það er bara frá þeim sagt eins og í grískum harm- leik. Það sést engin hólmaganga, engin galdrabrenna, ekkert stríð. Jafnvel mansöngvarinn sem óp- eran heitir eftir syngur mansöngv- arinn utan sviðs. Þó undarlegt megi virðast, hafa vinsældir II Trovatore- farið fyrir brjóstið á mörgum óperuaðsáend- um. Þeir hafa ekki einungins sett fyrir sig söguþráð óperunnar, held- ur töldu þeir þetta skref afturábak í þróun óperugerðar Verdis. Óperan verður flutt á laugadags og sunnudagskvöld kl. 20.00 bæði kvöldin, það má geta þess að að á sunnudagskvöld verður II Trovat- ore flutt í beinni útsendingu í Sjónvarpinu. Persónur og ein- söngvarar eru Luna greifi: Kristinn Sigmundsson Leonora: Ólöf Kol- brún Harðardóttir, Azuncena: Hrönn Hafliðadóttir, Manrico: Garðar Cortes, Ferrando: Viðar Gunnarsson, Inez: Elísabet Waage, Ruiz: Hákon Oddgeirsson. Kór og hljómsveit Islensku óperunnar annast undirleik og söng. Hljóm- sveitastjóri er Anthony Hose, leikstjórn annaðist Þórhildur Þor- leifsdóttir. Leikmyndina sá Una Collins um. Kvikmyndahús - Kvikmyndahús Regnboginn Regnboginn hefur frumsýnt nýj- ustu mynd Gene Wilder, Draugaleg brúðkaupsferð með þeim hjónun- um honum og Gildu Radner í aðalhlutverkum en margir muna eflaust eftir þeim úr myndinni Woman in Red. Auk þeirra fer Dom De Louise með eitt aðalhlutverk- anna í þessum bráðsmellna farsa. Söguþráðurinn er í stuttu máli sá að nýgift hjón ákveða að eyða hveitbrauðsdögunum í höll einni. Brátt kemur í ljós að fleiri „gesti“ er að finna i höllinni en þár eru skráðir i gestabækur og hin nýgiftu lenda í margs konar basli við ágenga drauga. Gene Wilder og aðrar sem standa að þessari mynd þarf vart að kynna en þetta gengi hefur gert margar ágætar gamanmyndir á síðustu árum og hefur efniviðurinn oft ver- ið sóttur í klassískt efni. Nægir að nefna myndir á borð við Young Frankenstein og Sherlock Holmes Smarter Brother. Háskólabíó Rodney Dangerfield fer á kostum sem forríkur faðir nemenda í skóla einum i Bandaríkjunum. Föðurn- um finnst sonurinn lélegur í námi og ákveður að setjast í bekk með honum til að peppa guttann upp. Leiðir þetta til ýmiss konar uppá- koma sem eru hver annarrí fyndn- ari. Myndin „Aftur i skóla“ er fjórða mynd Dangerfields en einhverjir muna kannski eftir honum úr myndinni Easy Money sem sýnd var hérlendis, eða í kostulegu aukahlutverki í myndinni Caddyc- hack. Dangerfield hóf feril sinn sem grínisti í næturklúbbum í Banda- ríkjunum og ber húmor hans þess glöggt merki, einnar línu tilsvör og athugasemdir standa út úr hon- um í stríðum straumum í þessari mynd. Laugarásbíó Laugarásbíó hefur frumsýnt myndina Frelsi, með þeim Alan Alda, Michael Caine og Bob Hosk- ins í aðalhlutverkum, gamanmynd um gerð kvikmyndar. Söguþráður- inn er á þá leið að til smábæjar kemur gengi kvikmyndagerðar- manna og breyta þeir bænum á einni nóttu í kvikmyndaver með tilheyrandi látum og uppistandi. Það er vert að geta Bob Hoskins í þessari mynd en hann er hér í hlutverki handritshöfundar þeirrar myndar sem gera á og stelur sen- unni. Þessi hæfileikaríki leikari hefur barist um í smáhlutverkum nær alla sína leikæfi en með mynd- Af þeim kvikmyndum, sem frum- sýndar hafa verið í kvikmyndahús- um borgarinnar að undanförnu, er myndin Aliens tvímælalaust sú at- hyglisverðasta en hún er framhald myndar með sama nafni sem Ridley Scott gerði og sýnd var í Nýja bíói. Mynd Ridley Scott er ein besta hrollvekja sem gerð hefur verið og jafnframt ein besta vísindaskáld- skaparmynd síðari tíma. I fram- haldinu leikur Sigourney Weaver áfram hina harðsoðnu Ripley, eina áhafnarmeðlim geimskipsins Nost- romo sem komst lífs af úr síðustu geimferð. Myndin hefst er Nost- romo kemur aftur til „byggða" og Ripley er vakin af dásvefni. Brátt er fyrirhugaður annar leiðangur til plánetu þeirrar er Nostromo kom til síðast og nú er ætlunin að eyði- leggja skrímsli þau er þar þrífast en Ripley fær að frétta að hún hafi legið í dásvefni í 57 ár og að í milli- tíðinni hafi risið nýlenda manna á þessari plánetu, hlutur sem setur að henni hroll. Ripley fellst á að koma með í þennan leiðangur og fer hún ásamt hópi hermanna til plánetunnar. Það sem þar blasir við þeim er best að áhorfendur fái sjálfir að kynn- ast. Alien er gerð af leikstjóranum James Cameron sem meðal annars hefur gert myndina Terminator sem öllum að óvörum var ein vin- sælasta mynd ársins 1984 en Cameron þessi hefur gert nokkrar aðrar myndir byggðar á vísinda- skáldskap. -FRI Bíóhöllin Framhald Alien Kvikmyndahús inni Mona Lisa skaut honum upp á stjörnuhimininn og þar hefur hann unnið hörðum höndum við að festa sig í sessi síðan. Aðra þarf vart að kynna og það er Alan Alda sem leikstýrir og skrifar handrit þessarar myndar en íslenskir sjónvarpsáhorfendur geta nú á nýjan leik fylgst með honum í MASH. Stjörnubíó Það er alltaf ánægjuleg tilbreyt- ing þegar bíóhúsin frumsýna aðrar myndir en breskar og bandarískar þótt framleiðslan sé kannski ekki klassísk en nýlega frumsýndi Stjörnubíó frönsku myndina I úlfa- hjörð, gerða af Jose Giovanni með Claude Brasseur í aðalhlutverki. Myndin íjallar um rán bandarísks hershöfðingja og eru það Rauðu herdeildirnar sem standa að því. Hann er fluttur í gamalt hervirki sem erfitt er að komast að. Sérfræðingi í baráttu gegn hryðjuverkamönnum er falið að ná hershöfðingjanum aftur og til þess verks fær hann hóp manna sem gengur undir nafninu „Úlfarnir", harðsoðnir náungar sem ekki kalla allt ömmu sína. -FRI Hvað er á seyði um helgina - Hvað er á seyði um helgina - Hvað er á seyði um helgina - Hvað er á seyði um helgina Sýningar Gallerí Borg, Pósthússtræti. Galleríið er opið kl. 10 18 virka daga og kl. 14-18 um helgar. ' Gallerí íslensk list, Vesturgötu 17 Þar stendur yfir sýning Septem-hóps- ins. Gallerí Gangskör, / Amtmannsstíg Egill Eðvarðsson opnar sýningu á verkum sínum laugardaginn 15. nóvember. Sýn- ingin verður opin virka daga kl. 12-18 og um helgar kl. 14-18. Gallerí Langbrók-Textíll, Bókhlöðustig 2 Opið þriðjudaga til föstudaga kl. 12-18 og laugardaga kl. 11-14. Gallerí, Skipholti 50 c Gunnar Örn sýnir 16 mónótýpur frá þessu ári. Hann hefur haldið 18 einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga víða um Evrópu. Sýningin er opin virka daga og laugardaga kl. 14-18. Kjarvalsstaðir, Miklatúni Helgi Gíslason opnar á morgun sýningu á 13 verkum, unnum í tré og jám. Helgi hefur haldið fjórar einkasýningar í Reykjavík og tekið þátt í fjölda samsýn- inga. í vestursalnum opnar Sigurður Örlygsson sýningu á 15 verkum, unnum á þessu ári. Sigurður hefur haldið einkasýn- ingar og tekið þátt í samsýningum. I austurforsal opnar Sjöfn Hafliðadóttir sýningu á morgun. Hún hefur búið erlend- is síðustu 37 árin. Sýningamar verða opnar daglega kl. 14-22 til 30. nóvember. Mokkakaffi, Skólavörðustig Guðjón Ketilsson sýnir grafík og teikning- ar. Norræna húsið Jóhanna Bogadóttir opnar á morgun sýn- ingu á málverkum og teikningum í sýningarsölum Norræna hússins. Sýning- in stendur til 30. nóvember og verður opin daglega frá kl. 14-22. Nýlistasafnið, Vatnsstíg Um síðustu helgi hófust í Nýlistasafninu sýningar á verkum Guðjóns Ketilssonar og Guðrúnar Hrannar Ragnarsdóttur. Sýningunum lýkur nk. sunnudagskvöld kí. 20. Guðjón sýnir málverk á efri hæð safnsins. Guðrún Hrönn sýnir á neðri hæð safnsins málverk, skúlptúr og fleira. Listasafn ASÍ, Grensásvegi Laugardaginn 15. nóvember verður opnuð sýning á málverkum Ágústs Petersen. Þá verður afhent málverkið „Morgunn við Ræningjaflöt" sem listamaðurinn hefur ákveðið að færa safninu að gjöf. Á sýning- unni eru 64 málverk og verður sýningin opin alla daga til 7. desember. Opið virka daga kl. 16-20 og um helgar kl. 14-22. Kaffiveitingar um helgar. Listasafn Einars Jónssonar við Njarðargötu er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 13.30-16. Höggmyndagarðurinn er opinn daglega frá kl. 10-17. Listasafn Háskóla íslands í Odda, nýja hugvísindahúsinu, er opið daglega kl. 13.30-17. Þar era til sýnis 90 verk í eigu safnsins, aðallega eftir yngri listamenn þjóðarinnar. Aðgangur að safn- inu er ókeypis. Listasafn íslands Þar stendur yfir yfirlitssýning á verkum Valtýs Péturssonar. Sýningin spannar all- an listferil Valtýs allt frá því að hann var við nám í Bandaríkjunum 1944 46 til verka frá þessu ári. Eru þar alls 127 verk, olíu- myndir, mósaík og gvassmyndir. I tilefni sýningarinnar hefur verið gefin út vönduð sýningarskrá og litprentað plakat. Sýn- ingin er opin virka daga frá kl. 13.30-18 en kl. 13.30-22 um helgar. Stofnun Árna Magnússonar Handritasýning opin á þriðjudögum, limmtudögum og laugardögum frá kl. 14- 16. Sjóminjasafn íslands, Vesturgötu 8, Hafnarfirði Opið þriðjudaga til sunnudaga kl. 14-18. Sædýrasafnið Opið alla daga kl. 10-17. Slunkaríki, ísafirði Hlaðvarpinn Guðmundur Björgvinsson opnar sýnjngu á verkum sínum í Hlaðvarpanum, Vestur- götu 3, á morgun, laugardag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.