Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1986, Qupperneq 5
FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1986.
27
ólmundur
, Sólmundur! eftir Guðrúnu Ásmundsdóttur,
víkur og er að sjálfsögðu sýnt í Iðnó.
irnar. Inn í verkið er fléttað ýmsum kómísk-
;ru margir frumkvöðlar íslenskrar leiklistar.
A, tónlistarstjóri er Jóhann G. Jóhannsson.
irg Thoroddsen, Guðmundur Ólafsson, Guð-
sson, Margrét ólafsdóttir, Ragnheiður Elfa
tiiðvikudaginn 10. desember.
sunnudaginn, sú fyrri kl. 14.00 og seinni
á kl. 17.00.
Valgerður sýnir klippimyndir í Gallerí Hallgerði.
Klippimyndasýiung
í Hállgerði
Á morgun kl. 14.00 opnar Valgerð-
ur Erlendsdóttir sýningu á klippi-
myndum í Gallerí Hallgerði að
Bókhlöðustíg 2 í Reykjavík.
Valgerður stundaði myndlist-
amám á árunum 1969-1974, fyrst í
Myndlista- og handíðaskóla íslands.
Einnig stundaði hún nám í Tékkó-
slóvakíu og Stokkhólmi. Þetta er
fyrsta einkasýning V algerðar en hún
hefúr áður tekið þátt í 9 samsýning-
um bæði hér heima og erlendis. Hún
á verk í opinberri eigu á Siglufirði,
Hering í Danmörku og Vánnersborg
í Svíþjóð, auk þess er veggskreyting
eftir hana í Vélsmiðju Jóns og Erl-
ings á Siglufirði.
Islenskar
nútímabókmeimtir
Á morgun verður haldinn fundur
á vegum Félags áhugamanna um
bókmenntir. Fundarefnið er íslen-
skar nútímabókmenntir, staða
þeirra og eðli. Þar munu fjórir fyrir-
lesarar flytja erindi sem jafht tengj-
ast ljóða- og skáldsagnagerð. Þeir
eru: Eysteinn Þorvaldsson, Elísabet
Þorgeirsdóttir, Guðmundur Andri
Thorsson og Einar Már Guðmunds-
son. Fundarstjóri er Silja Aðal-
steinsdóttir.
Fundurinn verður haldinn í
ODDA, næsta húsi við Norræna
húsið, og hefst kl. 14.00. Allir eru að
sjálfsögðu velkomnir.
Ómar sýnir
við Óðinstorg
Á morgun opnar Ómar Stefánsson
wningu í Gallerí Svart á hvítu við
Óðinstorg. Ómar er fæddur árið
1960. Hann stundaði nám við
Myndlista- og handíðaskóla ís-
lands á árunum 1977-81. Eftir það
hélt hann til Vestur-Berlínar til
framhaldsnáms við Hochschule der
Kúnste þar sem hann dvaldi í fjög-
ur ár undir handleiðslu hins þekkta
Klaus Fussmanns.
Sýningin í Gallerí Svart á hvítu
er fjórða einkasýning Ómars. En
auk þeirra hefur hann tekið þátt í
fjöldamörgum samsýningum, bæði
hér heima og erlendis. Á einni
slíkri, árið 1983, voru settar upp
veggmyndir eftir hann og sex
kunna listamenn og hanga þær á
járnbrautarstöðinni í Basel í Sviss.
Fóstbræður
70 ára
Karlakórinn Fóstbræður heldur
um þessar mundir upp á 70 ára
starfsafmæli sitt. Kórinn er talinn
hafa verið stofnaður í nóvember
1916 og starfaði fyrst undir heitinu
karlakór KFUM eða til ársins 1936.
þá voru tengslin við KFUM orðin
harla lítil og var því nafni kórsins
breytt í Karlakórinn Fósbræður.
I tilefni þessara merku tímamóta
heldur kórinn sérstaka hátíðartón-
leika í Langholtskirkju á morgun
kl. 17.00 fyrir alla velunnara kórs-
ins. Á efnisskrá eru bæði erlend
og innlend lög auk þess koma fram
óperusöngvararnir Kristinn Halls-
son, Kristinn Sigmundsson, Sig-
urður Björnsson og Sigríður Ella
Magnúsdóttir sem öll hafa sungið
með kórnum á liðnum árum.
Með hinum starfandi kór munu
nokkrir eldri félagar syngja. Gert
er ráð fyrir að kórfélagar verði 60
talsins. Söngstjóri er Ragnar
Björnsson. Undirleik annast Jónas
Ingimundarson.
arsson, fyrrverandi ráðherra, flytur
hugleiðingu. Ungmenni leika á
klarinett og Ólöf Kolbrún Harðar-
dóttir syngur einsöng við undirleik
Jóns Stefánssonar. Þá mun kirkju-
kórinn syngja nokkur jólalög undir
stjórn Reynis Jónassonar organista.
Frank M. Halldórsson.
Hátíð í Bústaðakirkju
Fyrsti sunnudagur í aðventu hefur á
liðnum árum haft yfir sér hið rétta
svipmót hátíðar í Bústaðasöfnuði.
Upphaflega var tilefnið einvörðungu
nýtt kirkjuár og þau geðhrif sem
slíkt veldur með nálægt jóla en síðan
bættist það við til enn aukins hátíð-
artilefnis að Bústaðakirkja var vígð
hinn fyrsta sunnudag í aðventu 1971.
Og síðan hefur runnið saman í eitt
aðventuhátíð og afmæli. Næsti
sunnudagur verður hluti þeirrar
hefðar sem árin hafa mótað. Dagur-
inn hefst með barnasamkomu kl.
ellefu árdegis en þær hafa leitt kenn-
ararnir Elín Anna Antonsdóttir og
Guðrún Ebba Ólafsdóttir við miklar
vinsældir og síðan er hátíðarmessa
kl. 2 síðdegis. Og eftir messuna býður
Kvenfélag Bústaðasóknar til veislu
og er ekki að efa það a'ð þar verða
borð hlaðin hinum lystilegustu kræs-
ingum enda hafa konurnar fengið
það orð á sig að betra verði vart fáan-
legt heldur en þeirra framlag. Stjórn
kvenfélagsins biður þær konur sem
gefa kökur og annað þess háttar að
koma þeim á sunnudagsmorguninn
upp í safnaðarheimili eftir kl. 10.30.
Um kvöldið er síðan boðið til hinn-
ar vinsælu aðventusamkomu og vel
til alls vandað eins og vanalega. Ber
þar fyrst að nefna að biskupinn yfir
Islandi, herra Pétur Sigurgeirsson,
flytur ræðu kvöldsins og kirkjukór-
inn og níu manna hljómsveit flytur
ýmis verk undir stjórn organista
kirkjunnar, Guðna Þ. Guðmunds-
sonar. En einsöngvarar verða Ingi-
björg Marteinsdóttir, Einar Örn
Einarsson, Eiríkur Hreinn Helgason
og Reynir Guðsteinsson. Ávarp flyt-
ur formaður Bræðrafélags Bústaða-
kirkju, Jónas Gunnarsson, og
samkomunni lýkur með helgistund,
sem presturinn annast, og kveikt
verður á kertunum, sem allir fá við
kirkjudyr, en flytja síðan með sér
heim eins og litla kveðju frá kirkju
sinni sem minnir á tengsl heimilis
og kirkju sem ekki er síst vel virði
að rækja vel á aðventúnni. Eins og
ævinlega eru allir hjartanlega vel-
komnir í Bústaðakirkju á meðan
húsrúm leyfir.
Ólafur Skúlason.
Aðventusamkoma Breið-
holtssóknar Ems og undanfarin
ár verður aðventukvöld Breiðholts-
safnaðar í hátíðarsal Breiðholts-
skóla fyrsta sunnudag í aðventu sem
að þessu sinni er á morgun, sunnu-
daginn 30. nóvember, og hefst
samkoman kl. 20.30.
Að venju verður fjölbreytt dagskrá:
Kór Breiðholtskirkju flytur að-
ventu- og jólasöngva undir stjórn
Daníels Jónassonar organista, Ragn-
heiður Guðmundsdóttir söngkona
syngur einsöng við undirleik gítar-
leikarans Þórarins Sigurbergssonar
og bassaleikarans Jóhanns Georgs-
sonar.
Valgerður Helgadóttir les jólafrá-
sögu, Helgi Elíasson flytur aðventu-
hugleiðingu og kvöldið endar svo
með stuttri helgistund við kertaljós.
Eru sóknarbúar hvattir til að hefja
jólaundirbúninginn með því að fjöl-
menna við þessa athöfn.
Sr. Gísli Jónasson.
Tilkynningar
íþróttafélag fatlaðra
Síðasti danstími fyrir börn í
íþróttafélagi fatlaðra verður laugar-
daginn 29. nóv. kl. 14.30. Kennsla fer
fram í Hátúni 12. Kennari Dagný
Björk Pjetursdóttir.
Knudsenættin hittist
Knudsenættin kemur saman á niðja-
móti í Broadway sunnudaginn 30.
nóv. kl. 14.30. Tilefnið er útgáfa
tveggja binda veglegs verks um ætt-
ina sem prýtt er ljósmyndum af á
fimmta þúsund einstaklinga.
Það sem gerir þetta niðjatal frá-
brugðið áður útgefnum verkum af
þessu tagi er að nú er í fyrsta sinn
rakin sannkölluð „Reykjavíkurætt"
með upphaf sitt í Kvosinni. Það er
því vel við hæfi að slíkt rit komi út
á afmælisári borgarinnar.
Niðjatalið, sem er fjórða verkið í
ritröðinni íslenskt ættfræðisafn, er
gefið út af bókaforlaginu Sögusteini.
Skoðunarferð um Kvosina og
Vatnsmýrina
Náttúruvemdarfélag Suðvestur-
lands stendur fyrir kynnisferð um
Kvosina og Vatnsmýrina á sunnu-
dag. Lagt verður af stað kl. 13.30 frá
Víkurgarði (Fógetagarðinum) á
horni Aðalstrætis og Kirkjustrætis.
Gengið verður um Kvosina og gömlu
húsin „lesin“ eftir sögu og aldri. Að
því loknu býður Hressingarskálinn
þátttakendum upp á kaffisopa. Það-
an verður haldið suður að Tjörn
(rúta fylgir göngunni eftir) og gengið
verður með henni vestanverðri að
friðlýstu svæði í Vatnsmýrinni. Á
leiðinni verður fjallað um jarðlög,
lífríki og landnýtingu fyrr á öldum.
Ef aðstæður leyfa verða torfhleðslur
Tryggva Hansen sunnar í Vatns-
mýrinni skoðaðar. Ur Vatnsmýrinni
verður farið að Háskólabíói. Þar
býður Mjólkursamsalan upp á sýru-
drukk (mysu) til að svala þorsta
göngumanna. I anddyri Háskólabíós
gefst þátttakendum kostur á að
skoða litlar sýningar. Fólki gefst
þarna kostur á að varpa fram spurn-
ingum um Kvosina, Tjörnina og
Vatnsmýrina til leiðsögumannanna.
Frá Háskólabíói verður farið um kl.
16.45 og gengið norður Suðurgötuna
niður í Víkurgarð og þar lýkur
göngunni um kl. 17.00. Ekki þarf að
greiða fyrir þátttöku í göngunni eða
veitingar en ef langferðabifreiðin
verður notuð kostar það 100 kr.
Hægt er að koma í gönguna og fara
í hana hvenær sem er og hvar sem
er. Allir eru velkomnir. Munið að
fátt jafnast á við ferðalag undir góðri
leiðsögn. Leiðsögumenn verða: Guð-
jón Friðriksson sagnfræðingur, Árni
Einarsson líffræðingur, Þorleifur
Einarsson jarðfi-æðingur og Þórunn
Valdimarsdóttir sagnfræðingur.
Fleiri muna leggja sitt af mörkum í
ferðinni.
Kökubasar Kársnessóknar
Verður í safnaðarheimilinu Borgum
sunnudaginn 30. nóvember kl. 15. Tekið á
móti kökum í safnaðarheimilinu á laugar-
dagskvöld frá kl. 19-22 og sunnudags-
morgun milli kl. 10 og 11.
Málþingum
John Locke
Laugardaginn 29. nóvember halda
Hið íslenska bókmenntafélag og
Stofnun Jóns Þorlákssonar í samein-
ingu málþing um John Locke í stofu
101 í Lögbergi, húsi Lagadeildar
Háskóla íslands, kl. 14.30-17.15. Til
þess er efnt í tilefni þess að út er
komin hjá Hinu íslenska bók-
menntafélagi „Ritgerð um ríkisvald"
eftir Locke í þýðingu Atla Harðar-
sonar, en þetta rit er eitt af undir-
stöðuritum vestrænnar stjórnmála-
hugsunar og hefur haft ómæld áhrif
á stjórnskipan lýðræðisþjóðanna.
Á málþinginu verða fluttir tveir
fyrirlestrar. Dr. Hannes Hólmsteinn
Gissurarson lektor talar um „John
Locke og mannréttindahugtakið" og
dr. Amór Hannibalsson dósent um
„John Locke í sögulegu ljósi“. Fund-
arstjóri verður prófessor Sigurður
Líndal, forseti Hins íslenska bók-
menntafélags. Á eftir hvorum fyrir-
lestri verða frjálsar umræður og
kaffihlé á milli þeirra, og eru allir
velkomnir á málþingið.
Vetrarlíf ’86
I fyrsta sinn hér á landi er nú hald-
in stór sýning á öllum búnaði sem
nauðsynlegur er til iðkunar útiveru
að vetri til.
Meðal þess sem til sýnis verður er
skíðabúnaður, vélsleðar og búnaður
tengdur þeim, viðlegubúnaður, fjór-
hjól, áttavitar, lórantæki o.s.frv.
Sýningin stendur yfir frá fimmtu-
deginum 27. nóvember til sunnu-
dagsins 30. nóvember. Sýningar-
svæðið er opið frá kl. 10.00 til kl.
21.00 alla sýningardagana. Sýningin
er haldin að Fosshálsi, Ártúnshöfða
í Reykjavík.
Nánari upplýsingar gefur formaður
LIV, Sigurjón Pétursson, vinnusími
91-82500, heimasími 91-651305.
Brúðuleikhús heimsækir
Borgarbókasafn
Borgarbókasafn vill vekja athygli
barna og foreldra á því að í dag, laug-
ardaginn 29. nóvember, verður
brúðuleikhúsið Sögusvuntan á ferð-
inni í Borgarbókasafni og sýnir
Smjörbitasöguna. Leikhúsið sýnir á
tveimur stöðum, kl. 13.15 í Bústaða-
safni, Bústaðakirkju, og í aðal-
safni, Þingholtsstræti 29A, kl.
17.00.
Heimsókn brúðuleikhúss i Borgar-
bókasafn hefur verið nokkuð fastur
liður í starfsemi safnsins ár hvert og
jafnan verið afar vinsæl.
Hlaðvarpinn
Vesturgötu 3
Það eru þrjú leikhús sem nú eru
að sýna í Hlaðvarpanum - félags- og
menningarmiðstöð kvenna að Vest-
urgötu 3.
Um helgina verða 7 leiksýningar á
þeirra vegum. Á annarri hæð í Hlað-
varpanum sýnir:
Hlaðvarpaleikhúsið „Veruleika",
föstudagskvöld kl. 20.30,
laugardagskvöld kl. 20.30,
sunnudagskvöld kl. 20.30.
SÍÐUSTU SÝNINGAR
í kjallara Hlaðvarpans sýnir hið
nýstofnaða leikfélag,
Frú Emilía, „Mercedes",
föstudagskvöld kl. 20.30,
sunnudagskvöld kl. 20.30,
mánudagskvöld kl. 20.30.
(Ath. aðeins 10 sýningar fyrirhugað-
ar).
ALÞÝÐULEIKHÚSIÐ sýnir í kjall-
ara Hlaðvapans:
„Hin sterkari" - „Sú veikari“,
laugardag kl. 16.00.
Ferðalög
Áramótaferð Ferðafélagsins
til Þórsmerkur
Ferðin stendur yfir 30. des. - 2. jan.
’87 (4 dagar).
Brottför kl. 07 þriðjudaginn 30.
des.
Fararstjórar: Einar Torfi Finnsson
og Leifur Öm Svavarsson. Vegna
mikillar aðsóknar í áramótaferð
Ferðafélagsins er fólk vinsamlegast
beðið að ná í farmiða fyrir 15. des.
nk. Eftir þann tíma verða ósóttir
miðar seldir öðrum.
ATH.: Ferðafólk á eigin vegum
getur ekki fengið gistingu í Skag-
fjörðsskála um áramótin.