Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1986, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1986, Page 2
46 LAUGARDAGUR 29. NÖVEMBER 1986. Stórmynd í smíðum Mikhail Baryshnikov hefur um ára- bil notið notið mestrar hylli allra ballettdansara vestanhafs. Fer þar saman að hann þykir afburða dansari og er að auk landflótta Rússi. Þegar listamenn eru annars vegar telja Bandaríkjamenn þetta hina ágætustu blöndu. Nú hefur Misha - það er gælunafn dansarans - ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir eitt eða tvö ár. Ferli sín- um ætlar hann að Ijúka glæsilega með kvikmynd sem þegar eru hafnar tökur á í borginni Bari á Ítalíu. Misha hafði tal af leikstjóranum Herbert Ross og lagði til að þeir kvik- mynduðu ballettinn Gisellu. Ross leist vel á og bætti við hugmynd um Misha og Ferri. að láta kvikmyndina fjalla um kvik- myndun á ballettinum og ástarævin- týri aðalleikarans. Næst fóru þeir félagar þess á leit við tvístirnið Golan/Golbus að þeir framleiddu myndina. Þeir voru um árabil afkastamestu framleiðendur B mynda í heiminum en hafa hin síðari ár lagt metnað sinn í vandaðri mynd- ir. Þeir sögu já eftir fimm mínútur. Á móti Misha dansar ítalska fegurð- ardísin Alessandra Ferri. Misha segir að myndin verði með því síðasta sem hann geri sem ballettdansari og lofar því að lokin á ferlinum verði glæsileg. Herferð gegn eyðni Ýmsum þykir merkilegt að fimm ár skuli líða frá því að eyðnin tók að skelfa heimsþyggðina þar til Bretar kveiktu á perunni og hófu herferð gegn þessum vágesti. Síðustu daga hafa hryllingssögur af eyðni tröllriðið breskum fjölmiðlum eftir að heilbrigðisráðherrann ákvað að hefja stórsókn gegn veikinni. „Næsti rekkjunautur þinn gæti ver- ið sá útvaldi - einn af smitberum eyðninnar", segir í einni af auglýsing- unum sem yfirvöld hafa látið gera. „Deyið ekki úr fáfræði", er eitt slag- orðið og fleira heyrist I þessum dúr. Til stendur að koma á fót sérstakri stofnun sem á að hafa það að verk- efni að berjast gegn eyðninni. Þegar hafa á þriðja hundrað Bretar látist úr sjúkdómnum og búist er við sú tala hafi tvöfaldast innan árs. Þegar hefur almenningur i Bretlandi brugðist vel við áróðu:rsherferðinni og talið tíma til kominn að gera eitt- hvað í málinu. Síðustu daga hafa þúsundir manna haft samband við leynisíma þar sem þeir sem vilja geta samið um að mæta I eyðnipróf án þess að láta nafns síns getið. Midler eignast dóttur Betti Midler, söngkona og leikkona, eignaðist nýverið dóttur. Þetta er fríð- leiksbarn að sögn blaðafulltrúa Midler. Við fæðingu var hún fast að 20 mörkum. Midler er nú fertug og hefur ekki eignast barn áður. Hún giftist kaup- manninum Martin von Haselberg fyrir tveim árum. Betti Midler. Ættgöfgi og eðalsteinar Þjófar brutust inn í hótelherbergi Horowitz-hjónanna í Frankfurt og stálu skartgripum sem metnir eru á um 2 milljónir króna. Horowitz, sem nú er 83 ára, var við tónleikahald í Frankfurt. Hann hefur um árabil verið einn frægasti píanóleikari heims. Kona hans, Wanda Toscanini, er komin hátt á áttræðisaldur. Hún er dóttir Arturo Toscanini hljómsveitar- stjóra sem frægur var fyrr á öldinni. Þau Horowitz-hjón teljast því til að- alsfólks í tónlistarheiminum. Enn hefur ekki tekist að hafa upp á skartgripunum sem taldir eru hafa mikið sögulegt gildi. Færri kallaðir en útvaldir E.L. Doctorow og Barry Lopez hlutu amerísku bókmenntaverðlaunin fyrir árið í ár. Doctorow fékk verð- launin fyrir skáldsöguna World Fair. Saga hans byggir að hluta til á minn- ingum frá kreppuárunum I Bandaríkj- unum. Lopez fékk verðlaunin fyrir frásagn- ir almenns eðlis. Honum þótti takast vel upp í bók sem hann nefnir Heim- skautadrauma. Þar fléttar hann saman frásögnum af rannsóknarleið- öngrum og hugleiðingum um líf á norðurslóðum. Við afhendinguna bar þó öllu meira á vonbrigðum þeirra sem ekki fengu viðurkenningu en gleði sigurvegar- anna. Peter nokkurTaylor þótti líkleg- ur til verðlauna en neitaði að leggja þók sína fram fyrir dómnefnd því „þessi verðlaun særa fleiri en þau gleðja", eins og hann orðaði það. Formaður dómnefndar kannast einnig við þessi sárindi. Hann segir að dómnefndin hafi í raun setið uppi með þrjá sigurvegara en ekki haft rétt til að verðlauna þá alla. Því hljóti einhver að vera óánægður. ER BLAÐIÐ FYRIR ALLA JOLAFÖNDUR Könglakerlingar, englar, kertastjakar og fleira. Öskubuskuævintýri um Jannike Björling/Borg. íslenskur skóli í London - „Að rækta íslendinga..." Eurythmics á poppsíðu og fl. og fl. VIKAN ER FJÖLBREYTT AÐ VANDA HOLLYWOODKEPPNIN Æft og undirbúiö í Broadway.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.