Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1986, Side 1
Ef þú vilt dansa
Ártún,
Vagnhöfða 11, Reykjavík, simi 685090
Gömlu dansarnir á föstudagskvöld. Lokað
laugardagskvöld vegna einkasamkvæmis.
Broadway,
Álfabakka 8, Reykjavík, sími 77500
Diskótek föstudags- og laugardagskvöld.
Evrópa
v/Borgartún
Danska dansparið Michelle Hartmann og
Jesper Sörensen, sem nýlega urðu Evrópu-
meistarar í Rockn’roll táningaflokki
ásamt því að hafa unnið til fjölda verð-
launa í standard, Latin Amerika og disko
Free style dönsum í Danmörku, koma fram
í Evrópu föstudags- og laugardagskvöld.
Glæsibær
við/ Álfheima, Reykjavík, simi 685660
Hljómsveitin Kýprus leikur fyrir dansi í
kvöld og annað kvöld. Ölver opið alla
daga vikunnar.
Hollywood,
Armúla 5, Reykjavík,
Diskótek föstudags- og laugardagskvöld.
Hótel Borg,
Pósthússtræti 10, Reykjavík, sími 11440
Diskótek föstudags- og laugardagskvöld.
Hljómsveit Jóns Sigurðssonar leikur fyrir
gömlu dönsunum á sunnudagskvöld.
Hótel Esja, Skálafell,
Suðurlandsbraut 2, Reykjavík, sími
82200
Dansleikir á föstudags-, laugardags- og
sunnudagskvöld. Tískusýning öll fimmtu-
dagskvöld.
Hótel Saga
v/Hagatorg, Reykjavik, simi 20221
„Laddi á Sögu“ Laddi riíjar upp 17 við-
burðarík ár i skemmtanaheiminum og
bregður sér í gervi ýmissa góðkunningja
á föstudags- og laugardagskvöld. Síðasta
sýningarhelgi. Hljómsveit Magnúsar
Kjartanssonar leikur fyrir dansi á eftir.
Dúett Andra Bachmann og Guðmundar
Þ. Guðmundssonar leikur á Mímisbar
Kreml
við/Austurvöll, Reykjavík, sími 11630
Opið föstudags-, laugardags- og sunnu-
dagskvöld.
Leikhúskjallarinn
v/Hverfisgötu, Reykjavík, sími 19636
Dansleikur á föstudags- og laugardags-
kvöld.
Sigtún
v/Suðurlandsbraut, Reykjavík, simi
685733
Diskótek föstudags- og laugardagskvöld.
Roxzy,
við Skúlagötu
Diskótek föstudagskvöld og laugardags-
kvöld.
Upp og niður
Laugavegi 116, Reykjavik, simi 10312
Opið alla daga vikunnar, lifandi tónlist.
Þórscafé,
Brautarholti 2, Reykjavik, simi 23333
Dans- og dægurlagasveitin Santos Ieik-
ur fyrir dansi föstudags- og laugardags-
kvöld.
AKUREYRI
H-100
Diskótek á öllum hæðum hússins föstu-
dags-, laugardags- og sunnudagskvöld.
Kveikt á
jólatrénu á
AusturveUi
Á sunnudaginn 14. desember verð-
ur kveikt á jólatrénu á Austurvelli
með allri þeirri viðhöfn sem því
fylgir.
Tréð er að venju gjöf Oslóborgar
til Reykvíkinga en Oslóborg hefur
nú í rúm 30 ár sýnt borgarbúum
vinarhug með þessum hætti.
Athöfnin hefst klukkan 15.30 með
leik Lúðrasveitar Reykjavíkur en
ljósin á trénu verða tendruð kl.
16.00. Sendiherra Noregs á íslandi,
Niels L. Dahl, mun afhenda tréð
en Davíð Oddsson borgarstjóri
veitir trénu viðtöku fyrir hönd
borgarbúa. Athöfninni lýkur með
því að Dómkórinn syngur jóla-
sálma. Að því loknu verður barna-
skemmtun á Austurvelli með
jólasveinum og tilheyrandi.
Kveikt verður á jólatrénu við Austurvöll á sunnudaginn með tilheyrandi viðhöfn.
„Ragtime-
Bob“ á
Fógetanum
Ragtime Bob leikur á pianó á Fóg-
etanum fram yfir áramót.
Nýlega kom til landsins hinn vel-
þekkti píanóleikari Robert Darch
og hyggst hann skemmta gestum
Fógetans sex kvöld vikunnar fram
yfir áramót.
Robert fæddist í Detroit árið 1920.
Ungur að árum varð hann einn af
skjólstæðingum Gene Turbin sem
var frægur Ragtimepíanóleikari á
Hippodrome New York borgar.
Árið 1952 skapaði Bob sinn eigin
stíl, fór úr klæðum hermannsins
og tók upp stráhattinn, glitofna
vestið, lakkrísbindið, ermaböndin
og allt það sem einkenndi Ragtim-
epíanóleikarana hér á árum áður
og hefur verið hans vörumerki til
þessa dags, auk þess skemmti hann
áheyrendum á krám og búllum
ýmiss konar, allt frá borginni Yu-
kon í Alaska til Nassau.
Ragtime Bob hefur leikið inn á
nokkrar plötur, auk þess sem hann
hefur komið fram í sjónvarpsþátt-
um í Bandaríkjunum.
Sólargeisli í skaimndeginu
Nú um helgina kemur til landsins
kúbönsk hljómsveit, salsasveitin
SIERRA MASTERA, og heldur
tvenna tónleika á Hótel Borg. Þeir
fyrri verða á mánudagskvöldið og
þeir síðari á miðvikudagskvöldið.
Sierra Mastera er tiu ár gömul
sveit. Hún varð til í raunvísinda-
deild háskólans í Havana þar sem
flestir meðlimir hljómsveitarinnar
voru við nám.
Hljómsveitin hefur náð miklum
vinsældum í heimalandi sínu, hlo-
tið margvísleg verðlaun og árið
1982 veittu kúbanskir fjölmiðlar
Sierra Mastera „sólarrósina" en sá
heiður hlotnast vinsælustu dægur-
sveit landsins á hveriu ári. Hljóm-
sveitin hefur auk heimalandsins
komið fram á öllum Norðurlöndun-
um, í Frakklandi, á Spáni, í
Nicaragua og Angola, alls staðar
við hinar prýðilegustu undirtektir.
Hingað til lands kemur sveitin frá
Norðurlöndum þar sem hún hefur
verið í tónleikaferð. Einnig hefur
Sierra Mastera leikið inn á tvær
hljómplötur og lagt til tónlist í vin-
sæla sjónvarpsþætti.
Tónlistin sem Sierra Mastera
leikur flokkast sem hefðbundin
kúbönsk, einkenni hennar er seið-
andi taktur sem hefur orðið til alls
staðar þar sem afrískir blökku-
menn mættu hvítum Evrópubúum
í Vesturheimi.
Hljóðfæraskipan er eftirfarandi:
gítarinn, sem ættaður er úr evr-
ópskri alþýðutónlist, kontrabass-
inn úr sígildri evrópskri tónlist og
trompettinn úr evrópskum her-
lúðrasveitum. Afríka leggur til
ásláttinn: bongótrommur, marcas
og claves.
Sierra Mastera er kúbönsk salsahljómsveit, sem leikur með seiðandi
takti.