Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1986, Síða 7
FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1986.
29'
Tveir leikir í úrvalsdeildinni
- í körfúknattleik á dagskrá um helgina. Einnig leikið í 1. deild kvenna og 2. deild karia í handknatUeik
Síðustu tveir leikimir í úrvals-
deildinni í körfuknattleik fyrir
jólafrí leikmanna fara fram um
helgina og eru báðir á dagskrá
á sunnudaginn.
Klukkan tvö leika KR og
Njarðvík í íþróttahúsi Haga-
skóla og gæti þar orðið um
hörkuviðureign að ræða. Njarð-
víkingar hafa að flestra mati á
að skipa sterkara liði á pappím-
um en KR-ingar hafa hins vegar
sýnt það í vetur að þeir em til
alls líklegir þó vafasamt verði
að þeir blandi sér í toppbaráttu
úrvalsdeildar. Þeir ættu að geta
tryggt sér þátttökurétt í úrslita-
keppninni í vor en þangað
komast fjögur efstu lið deildar-
innar sem kunnugt er. Njarðvfk-
ingar em öryggir með að komast
í úrslitakeppnina ef ekkert
óvænt kemur upp á hjá þeim.
•Síðari leikurinn á sunnudag-
inn er viðureign Vals og Kefla-
víkur og fer hann fram í
Seljaskóla og hefst klukkan átta.
•Valur Ingimundarson, þjálfari
og leikmaður UMFN, verður í
sviðsljósinu í Hagaskóla klukkan
tvö á sunnudaginn er KR ieikur
gegn UMFN.
Leikir þessara liða hafa oft verið
jafnir og spennandi og svo verð-
ur eflaust á sunnudaginn.
Handknattleikur:
Ekkert verður leikið í 1. deild
karla enda leikmenn komnir í
jólafrí. Síðustu leikimir í 1. deild
kvenna fara fram á sunnudag-
inn. Fram leikur gegn KR, Valur
gegn ÍBV og Ármann gegn FH.
• Þá em síðustu leikimir í 2.
deild karla á dagskrá um helg-
ina. Fylkir og ÍR leika í Selja-
skóla klukkan 19.30 í kvöld.
Akranes og ÍBV leika einnig í
kvöld á Akranesi klukkan 20.30
og á Akureyri leika í kvöld Þór
og ÍBK. Á morgun, laugardag,
leika Grótta og Reynir, Sand-
gerði, á Seltjamamesi klukkan
14.00 og á sunnudag leika Aftur-
elding og HK að Varmá klukkan
14.00.
HLISA
SMIÐJAN
SÚÐARVOGI 3-5,104 REVKJAVÍK - SÍMI 687700
BREIÐHOLTI OG MIKLATORGI
Undraland jólanna
GOUDA
vönduð og falleg kerti,
aðeins unnin úr dýra-
og jurtafeiti, 100% stear-
in, beintfrá Hollandi.
Stórkostlegt gjafa-
vöruúrval
Allt til jólaskreyt-
inga, nýttog
spennandi efni.
Gleðjið meðfall-
egri jólaskreytingu
Já, það er
margt að sjá,
kíktu inn. Sjáumst.
Fallegustu og
ódýrustu
jólatrén
eru í Alaska.
Stœrð cm íslenskt rauógreni kr. íslensk fura kr. Danskur þinur kr.
100-125 540 700 1020
126-150 765 1000 1300
151-175 1030 1300 1750
176-200 1380 1800 1950
201-250 2300
Grenibúnt, ca 500 g, kr. 145
Leiðisvendir kr. 570
Krossar kr. 980
Kransar kr. 1390
BREIÐHOLTI
V/MIKLATORG
Opið alla daga til kl. 21
- S. 76225.
- S. 76450.
- S. 22822.
- S. 19775.
Takið börnin með í jólatrésskóginn.
í miklu úrvali á góðu verði, sannkallað
undraland leikfanganna á hlöðulofti í
Breiðholti.