Alþýðublaðið - 28.06.1921, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 28.06.1921, Blaðsíða 4
4 ÁL:l»irÐ;UBL AÐIÖ Komið Og kyanið ykkur hin hagfeldu viðskifti í Matvöru- verzl. „Von“. Nýkomið hangikjöt, ekta saltkjöt, smjör, reyktur rauð- magi, kæfa, egg og miklar birgð- ir af kornvörum, kaffi, sykri, ex porti, kartöfium og margt fleira. Virðingarfylst Gunnar S. Sigurðsson. Hjólhestar gljábrendir og nikkel- húðaðir í Fálkanum. Kftiplfking af vik- ingaskipi vecður til sýnis á Tjörninni alla vikuna. Menn geta fengið að koma út í það frá kl. 8—ii á kvöldin. Alþbl. er blað allrar alþýðu. S tó r stúku þi ng. 2. þing Stórstúku íslands I. O. G. T. verður sett tnið- vikudaginn 29. júnf kl. 1 e. m. og hefst með guðs- þjónustu i dómkirkjunai. Séra Halldór Kolbeins pré- dikar. — Öllura er heimill aðgangur að kirkjunni. — Fulltrúar og aðrir félagar mæti í Goodtemplarahúsinu kl. 123/4 Verður þaðan gengíð til kitkju. — Að af- lokinni þingsetningu verður stórstúkustig veitt þeim, setn rétt hafa til þess. — Pétur HalIdÓrSSOn St. t. Havinden’s Cocoa sérlega ódýrt og gott. Kaupfélag Reykvikinga Laugaveg 22 A. Símí 728. K aupid Aipbi. kosfar S kr. á nánufli. Riístjórl og ábyrgöarmaðnr; Alþýðnblaðið! ólafur Friðrikssion. Prentsmiðjan Gutenberg, fack London'. Æflntýri. nú á það, sem drengurinn sagði, sem kominn var í stað hennar. XIX KAFLI. „Jæja, nú hefi eg þá,“ sagði Jóhanna og varp öndinni, kynt þig hinum amerísku verzlunaraðferðum, sem hægt er að reiða sig á, að gefa eitthvað í aðra hönd, og nú ertu aftur að verða óánægður. Fimm dagar voru liðnir og nú stóðu þau Sheldon á svölunum og horfðu á eftir Martha, sem sigldi beiti- vind frá landi. í þessa fimm daga hafði Jóhanna aldrei minst einu orði á heitustu ósk sína, en Sheldon, sem gat 1 þessu efni lesið hugsanir hennar eins og upp úr bók, hafði veitt því athygli hvernig hún hvað eftir annað reyndi að beina samtalinu þannig að hann skyldi stinga upp á því, að hún tæki að sér stjórnina á Martha. Hún hafði búist við því, að hann mundi segjá fyrsta orðið og hafði stilt sig um að gera það. það hafði gengið mjög tregt að fá skipstjóra á Martha, vegna þess að hún spilti fyrir það sem hún gat; og engínn þeirra manna sem hann hafði bent á, hafði fall- ið henni 1 geð. „Olson ?“ fullyrti hún. „HanD getur verið nothæfur á Flibherty, þegar eg og menn mínir eru með honum og tökum 1 taumana 1 hvert skifti sem skipið er að farast vegna vanrækslu hans. En skipstjóri á Martka P Nei, ómögulegt. Miinster? Jú, hann er sá maður hér á eyjunum, sem eg helzt vildi að haft væri efti'rlit með. Hann hefir líka náð fallegu meti. Hann strandaði Umbava — hundrað og fjörutíu menn druknuðu. Hann stóð á stjórnpallin- um. Hann sýndi af ásettu ráði óhlýðni; og þvl var ekki svo undarlegt að hann færi svona. Kristján Young hefir aldrei stýrt stóru skipi. Líka gætum við aldrei greitt honum þau laun sem hann nú græðir á fMtnerva. Sparrowhawk er ágætur — þegar hlýða þarf skipunum; en hann vantar framtakssemi. Hann er góður sjómaður, en hann kann ekki að stjóma. Þú mátt reiða þig á, að eg var hjartveik meðan hann stýrði Flibberty við Poonga-Poonga, en eg varð að vera á Martha." Svona hafði hún haldið áfram; enginn af þeim sem til orða kom hafði verið nógu góður, og Sheldon hafði oft fallið í stafi yfir þvf, hve skarpskygn hún var. Hon- um hafði oft legið við að segja, að eftir því hvernig hún talaði um sjómennina á Salomonseyjunum, væri enginn fær um að taka að sér stjórnina á Martha nema hún. En hann hikaði við það, og hún hafði verið of stolt til að segja þetta sjálf. „Góðir hvalfangarasjómenn þurfa ekki ætíð að vera góðir sjómenn á stærri skipum", hafði hún svarað einni uppástungu hans. „Og skipstjóri á öðru eins skipi og Martha verður að hafa heila, vera víðsýnn, hann verð- ur að vera duglegur og framtakssamur." „En þegar Tahitimennirnir þlnir eru með honum“, hafði harin sagt. „Þar verða engir Tahitimenn", svaraði hún samstund- is. „Menn mínir verða hjá mér. Eg veit ekki hvenær eg þarf á þeim að halda. Þegar eg fer, fara þeir með méri þegar eg verð kyr í landi verða þeir það líka. Þeir hafa hér nóg að gera. Þú hefir séð vinnubrögð þeirra, einn þeirra er á við sex mannætur." Þannig var málum komið, þegar Jóhanna nú stóð við hliðina á Sheldon og andvarpaði, um leið og hún horfði á eftir Martha, sem lét í haf, með Kinrose gamla, sem sóttur hafði verið til Savo, á stjórnpallinum. „Kinrose gamli er mesti skröggur", sagði hún dálítið sár. „Ójá — eg held ekki að hann strandi skipinu með því að fara sér of hart; en það er hlægilegt hvað hann er hræddur, og skipstjórar sem eru hræddir stranda eDgu færri skipum en hinir, sem fífldjarfir eru. Ein- hverntíma fer illa fyrir Martha fyrir þá sök, að Kin- rose þorir ekki að fara þá einu leið sem er til að bjarga henni. Eg þekki svoleiðis fólk. Af ótta við að

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.