Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1987, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1987, Blaðsíða 32
Sviðsljós Ólyginn sagði... John F. Kennedy kunni manna best að nýta sér skopskynið að sögn grín- istans Bobs Hope. Vinsæld- irnar í forsetaembættinu voru ekki síst þessari stað- reynd að þakka og segir Bob að aórir megi mikið af hinum framliðna forseta læra. Sá gamli er annars nú á níræð- isaldri og sagðist halda sér síungum með því að rækta skopskynið af mikilli natni og hlæja tröllslega við velf- lest tækifæri. Dolly Parton hefur nú leikið í sinni fyrstu sjónvarpsmynd. Hún var með jólaþema og af því til- efni samdi bomban hvorki meira né minna en sex ný jólalög sem hún svo sön- glaði eins og engill á töku- stað. í myndinni á Dolly að vera niðurdregin og ein- mana leikkona sem flýr í afskekktan fjallakofa til þess að eyða jólunum ein og yfir- gefin. Hjartnæmt með af- brigðum og er frekari fregna af örlögum leikkonunnar brjóstumkennanlegu beðið í ofvæni hér á síðum Sviðs- Ijóssins. Prince hefur svo miklar áhyggjur af hinum ýmsu missmíðum á eigin persónu að hann eyðir ótrúlegum tíma í fyrirbyggj- andi aðgerðir - svo hans hátign lendi ekki í meirihátt- ar vandræðum. Á viðskipta- fundi fyrr í mánuðinum sendi kappinn lífverðina sína inn á undan sér til þess að undirbúa... Þeir áttu að sjá til þess að allir smelltu sér vandlega á sitjandann svo hinn smávaxni Prince hefði ekki alls kyns langvíur gnæf- andi yfir sér þegar hann léti gullkornin vaða. FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1987. Hárgreiðslusamtökin Intercoiffure á íslandi kynntu vetrarlínuna í Súlnasal Hótel Sögu um síðustu helgi. Margt manna var saman komið til þess að eyða kvöldinu við hárfínar íhuganir um hártísku og var heiðursgestur kvöldsins sérstaklega boðinn velkom- inn. Þama var á ferðinni forseti Intercoiffure í Noregi - Arild Martins- en - og sýndi hann nokkrar kvöld- greiðslur. Félagar í Intercoiffure á íslandi eru tólf talsins og að sögn eins félags- manna - Pálínu í Valhöll - eru þetta fyrst og fremst alþjóðleg vináttusam- tök og fagfélag. Til þess að fá inngöngu þurfa umsækjendur að reka eigin stofu og hafa sýnt eitthvað af sér fyrir fag- ið. Er þá bæði átt við sköpun í faginu og einnig mikla vinnu að félagsmálum. Norðurlandaþing er haldið árlega en alþjóðaþing annað hvert ár. Næsta Norðurlandaþing verður haldið í Finnlandi um miðjan maímánuð næst- komandi og munu félagsmenn hittast þar og bera saman bækur sínar í hár- greiðslulistinni. Forseti alþjóðasam- taka Intercoiffure er sá frægi franski hárgreiðslumeistari - Alexandre sem aðsetur hefur í Parísarborg. Kvöldgreiðsla eftir Brósa. heilt kvöld „Slepptu mér, nautshausinn þinn!“ æpir rúllandi steinninn Mikki sem best hann getur en það er greinilega engin miskunn hjá Magnúsi. Mynd- in er tekin þegar listamaðurinn John Sommerville flytur sköpunarverk sitt - rollinginn Mick Jagger - heim aftur af listsýningu í Lundúnaborg. Verðið fyrir gripinn var svo himin- hátt að enginn fannst kaupandinn og verða því þeir félagamir sam- skipa enn um sinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.