Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1987, Blaðsíða 4
4
FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1987.
Sljómmál
DV
Árni Gunnarsson, ritstjóri Alþýðublaðsins, og Kolbrún Jónsdóttir alþingismaður hafa bæði boðið sig fram i fyrsta sætið á
framboðslista Alþýðuflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra.
Prófkjör Alþýðirflokksins á Norðuriandi eystra:
Ámi keppnislaus
og Sigbjöm skorar
Jón G. Haukssan, DV, Akureyii-
Ámi Gunnarsson er talinn keppn-
islaus í prófkjöri Alþýðuílokksins í
Norðurlandskjördæmi eystra sem
verður um helgina. Hann vinnur
íyrsta sætið með yfirburðum, segja
alþýðuflokksmenn. Kolbrún Jóns-
dóttir, áður Bandalagi jafnaðar-
manna, býður sig, eins og Ámi, bæði
fram í fyrsta og annað sætið. Hún
er ekki talin eiga alltof mikla mögu-
leika á öðm sætinu. Menn reikna
með að Hreinn Pálsson bæjarlög-
maður eða öllu frekar Sigbjöm
Gunnarsson verslunarmaður vinni
annað sætið. Því er spáð að tvö
fyrstu sætin verði alþingissæti.
Prófkjör Alþýðuflokksins í um-
dæminu er síðasta prófkjör stjóm-
málaflokkanna fyrir komandi
þingkosningar. Að vísu er Kvenna-
listinn í kjördæminu með könnun í
gangi og eiga niðurstöður hennar
að verða tilbúnar um og eftir mán-
aðamótin.
Fimm eru í prófkjöri Alþýðu-
flokksins, Ámi, Kolbrún, Sigbjöm,
Hreinn og Amór Benónýsson, leik-
ari í Reykjavík. Þeir þrír síðast-
nefndu bjóða sig aðeins fram í annað
sætið. Amór á ættir að rekja til Þin-
geyjarsýslunnar.
Árni horfið frá kjördæminu?
Þrátt fyrir að Ámi Gunnarsson sé
talinn sigra Kolbrúnu Jónsdóttur
með yfirburðum í kosningunni um
efsta sæti listans gustar ekkert ægi-
lega um hann í vinsældum. Hann á
sér andstöðu ýmissa. Mönnum finnst
sem hann hafi „horfið frá kjördæm-
inu“ eftir að hann datt út af Alþingi
í kosningunum 1983.
Andstæðingar hans segja að hann
hafi lítið látið sjá sig fyrir norðan,
þeim finnst hann lítið hafa verið
áberandi. Ennfremur má ekki
gleyma því að Ámi er ekki að norð-
an. Hann er Reykvíkingur.
Miklir spádómar hafa verið að
undanfömu um hve mikið fylgi Ámi
fái í fyrsta sætið. Tölur eins og 80
til 85 prósent heyrast. Það þýðir að
Kolbrún fær þá þetta 15 til 20 pró-
sent atkvæða í fyrsta sætið.
Vilja „rússneska kosningu“
Það geta reynst henni dýrmæt at-
kvæði í baráttunni um annað sætið.
Hún tekur atkvæði sin um fyrsta
sætið með sér í annað sætið. Þetta
em þeir Sigbjöm og Hreinn mest
hræddir við. Þeir óska þess heitast
að Ámi gersigri Kolbrúnu og hljóti
„rússneska kosningu".
Ámi bauð sig fyrst fram fyrir Al-
þýðuflokkinn í kosningunum árið
1978. Hann var þá í öðm sæti á eftir
Braga Sigurjónssyni frá Akureyri.
Eins og menn muna sigraði Al-
þýðuflokkurinn með yfirburðum í
þessum kosningum og var það talið
Vilmundi Gylfasyni mest að þakka.
Sigurvíman varði stutt. Aftur
komu kosningar 1979. Harður próf-
kjörsslagur varð þá á milli þeirra
Braga og Áma um fyrsta sætið. Þeim
átökum lyktaði með því að Bragi féll.
I alþingiskosningunum sama ár
kom bakslag á Alþýðuflokksskút-
una. Það fór ekki nema einn maður
inn frá Alþýðuflokknum úr kjör-
dæminu, Ámi Gunnarsson.
Sigbjörn kom á óvart
Það var einmitt í prófkjörinu 1979
sem Sigbjöm Gunnarsson, þá um
þrítugt, kom á óvart. Hann lenti í
þriðja sæti og fékk um 60 prósent
allra atkvæða í prófkjörinu.
Stóra bomban varð svo í kosning-
unum 1983. Ámi Gunnarsson komst
ekki inn á þing. Hann náði ekki að
leiða Alþýðuflokkinn til neinna stór-
ræða. Gríðarleg vonbrigði í flokkn-
um. Að sjálfsögðu fékk Ámi sína
gagnrýni. Tapinu em menn ekki
ennþá búnir að gleyma.
Hreinn Pálsson bæjarlögmaður
skipaði annað sætið í kosningunum
1983. En Sigbjöm Gunnarsson, sem
hafði komið svo á óvart 1979, bauð
sig ekki fram í prófkjörinu og var
þess vegna ekki með í lokaslagnum.
Mikill slagur um annað sætið
Margir þeirra sem DV hefur rætt
við um prófkjörið hallast að því að
baráttan um annað sætið verði með
ólíkindum jöfn en að Sigbjöm slefi
upp fyrir Hrein og að hann hafi það
af.
Sigbjöm er sonarsonur Steindórs
Steindórssonar, fyrrum skólameist-
ara MA á Akureyri. Steindór er
mikill krati og sat í bæjarstjóm
Akureyrar árum saman. Móðir Sig-
bjöms, Guðrún Sigbjömsdóttir,
hefur starfað mikið fyrir flokkinn
og verið varabæjarfulltrúi.
Fréttaljós
Jón G. Hauksson,
DV, Akureyri
Krataættingjar Sigbjöms em
fleiri. Eiginkona hans er Guðbjörg
Þorvaldsdóttir frá Dalvík, dóttir
Þorvalds Jónssonar, bæjarfulltrúa
Alþýðuflokksins þar í mörg ár.
Sterk ætt og iþróttahreyfingin
Sterk ætt kemur Sigbimi því til
hjálpar. En meira kemur til. Sigbjöm
hefur starfað mikið að íþróttamálum
á Akureyri. Hann rekur sportvöm-
verslun og lék á sínum tíma knatt-
spyrnu með ÍBA.
Það em einmitt tengsl hans við
íþróttahreyfinguna sem menn telja
að geri gæfumuninn. Prófkjörið er
nefnilega fyrir alla sem em orðnir
18 ára og em í Alþýðuflokknum eða
óflokksbundnir í öðrum flokkum.
Fólk þarf því ekki að baksa við
að ganga inn í flokkinn fyrir helgi
og skrá sig úr honum eftir helgina.
Rætt er um að Sigbjöm hafi smalað
vel innan íþróttahreyfingarinnar að
undanfömu. Reyndar sagði einn
keppinautur hans að Sigbjöm hefði
byijað prófkjörsslaginn í desember
og ætli sér sigur. Eitt er víst, mikil
bjartsýni ríkir á meðal hans stuðn-
ingsmanna.
Hreinn er líka sterkur. Hann er
lögmaður Akureyrarbæjar og hefur
unnið mikið fyrir flokkinn í gegnum
tíðina og hefur í þeim efnum vinn-
inginn yfir Sigbjöm.
Flokksmaskínan styður Hrein
Flokksmaskínan styður við bakið
á Hreini. Það reynist honum drjúgt.
Meira að segja vom raddir uppi um
það að Hreinn færi í fyrsta sætið og
keppti við Áma. En Hreinn vildi það
ekki. Hann býður sig eingöngu fram
í annað sætið.
Bæði Sigbjöm og Hreinn em Ak-
ureyringar. Það kemur þeim til góða.
Alþýðuflokkurinn er langsterkastur
á Ákureyri í kjördæminu. Og Akur-
eyringar vilja fá þingmann innan
flokksins. Minna má á að í síðustu
sveitarstjómarkosningum bætti Al-
þýðuflokkurinn mjög við fylgi sitt
og var hinn eiginlegi sigurvegari.
Við erum þá komin að Amóri Ben-
ónýssyni, leikara í Reykjavík.
Kvisast hafði út um framboð hinna,
framboð hans kom því mjög á óvart.
Faðir hans er Benóný Amórsson,
bóndi á bænum Hömrum í Reykja-
dal, Þingeyjarsýslu. Sat Benóný sem
varaþingmaður á Alþingi fyrir
Frjálslynda og vinstrimenn, leysti
Bjöm heitinn Jónsson af.
Amór er ekki talinn fá mikið fylgi
í prófkjörinu um helgina, helst að
hann sæki fylgi sitt í Þingeyjarsýsl-
una og til Húsavíkur.
Kolbrún spurningarmerki
Kolbrún er mönnum nokkurt
spumingarmerki. Hún er núverandi
þingmaður og býr á Húsavík. Hún
var einn BJ-þingmannanna sem
gengu yfir í Alþýðuflokkinn í haust.
Þeir virðast ekki hafa fallið jafnvel
inn í flokkinn og menn gerðu ráð
fyrir.
Kolbrún hefur eitthvað verið á
ferðinni í smölun á Akureyri og að
sjálfsögðu á Húsavík. Annars segja
flokksmenn að ótrúlega h'tið hafi
farið fyrir henni í prófkjörsslagnum.
Nái Kolbrún ekki fyrsta eða öðm
sætinu ætlar hún ekki að vera á list-
anum.
Litum aðeins nánar á dæmið. Byrj-
um á Ólafsfirði. Þar er Ámi
Gunnarsson talinn fá algjöra „rúss-
neska kosningu" í fyrsta sætið.
Hreinn og Sigbjöm em taldir fá
svipað fylgi í annað sætið.
Andstaða á Dalvík gegn Árna
Á Dalvík er annað uppi á teningn-
um. Þar mun Ámi eiga sér einhverja
andstæðinga og þeir munu kjósa
Kolbrúnu í fyrsta sætið þó þeim þyki
sá kostur heldur ekki góður. En þeir
verða að merkja við annað hvort
þeirra, aðrir em ekki í framboði. Á
Dalvík er Sigbjöm talinn eiga mikið
fylgi í annað sætið.
Fylgið á Akureyri skipti öllu máli
í prófkjörinu. Þar er Alþýðuflokkur-
inn langsterkastur miðað við hina
bæina. Ámi er ömggur með fyrsta
sætið. Þefr Sigbjöm og Hreinn verða
hnífjafnir um annað sætið. Ennfrem-
ur fær Kolbrún eitthvert fylgi í
annað sætið á Akureyri.
Á Húsavík. em frambjóðendumir
allir taldir eiga svipaða möguleika,
þó Kolbrún sýnu mesta, að minnsta
kosti í annað sætið. Ámi ku nefni-
lega eiga drjúgt fylgi á Húsavík.
Austan Húsavikur, í bæjum eins
og Kópaskeri og Raufarhöfh, er Al-
þýðuflokkurinn talinn eiga sáralítið
fylgi. En hvað um það, þar gætu
reynst einhver atkvæði, flokkurinn
er í sókn og hefur 25 prósent fylgi
kjósenda í síðustu skoðanakönnun-
um.
Um þúsund kjósa
Menn reikna með að allt að þús-
und manns kjósi í prófkjörinu um
helgina. Menn minnast þess þó að
Alþýðuflokkurinn fékk 1544 atkvæði
i bæjarstjómarkosningunum á Ak-
ureyri í vor.
Og þegar sveiflan mikla var árið
1978 kusu um 2 þúsund manns í próf-
kjörinu sem var á undan, en í sjálfum
kosningunum fékk flokkurinn þá
2900 atkvæði.
Ein spáin
Reynum að sjá hvemig prófkjörið
fer fram. Ámi hlýtur 80 prósent at-
kvæða í fyrsta sætið og Kolbrún 20
prósent. Ami vinnur en Kolbrún
flytur þá sín 20 prósent með sér
áfram í slaginn um annað sætið. Fái
hún þar 15 prósent atkvæða er hún
komin með 35 prósent fylgi í sætið.
Þetta þýðir að Sigbjöm eða Hreinn
verða að fá 36 prósent atkvæða til
að sigra hana.
Tekst það eða ekki? „Sigbjöm var
frábær knattspymumaður, ákaflega
lipur skorari. Hann greip alltaf tæki-
færin upp við markið. Ég tel hann
sigri og fai annað sætið,“ var sagt.
-JGH-