Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1987, Qupperneq 31

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1987, Qupperneq 31
MÁNUDAGUR 1. JÚNÍ 1987. 43 Bridge Stefán Guðjohnsen Það er ekki algengt að menn fái eng- an slag í dobluðu spili, en í heimsmeist- arakeppninni í Stokkhólmi 1983 henti það Svíana Hallberg og Axekson í leiknum við Panama. V/N-S Á9 ÁKD103 K6 Á864 G1052 73 G654 872 G85 D1094 105 G732 KD864 9 Á732 KD9 Með Hamaoui og Calvo n-s en Hall- berg og Axelsson a-v gengu sagnir á þessa lfcið: Vestur Norður Austur Suður pass 1L 1H! 1S 4 H dobl pass pass pass Hallberg ákvað að reyna að grugga vatnið með hjartasögninni og Axelsson vildi ekki láta sitt eftir liggja. Calvo kom með kennslubókarútspilið, tromp, og eftir það gat Hallberg engan slag fengið. Með rauðan díl í kinnum skrif- aði hann 1900 í dálk andstæðinganna, með smávon um að Göthe-Gullberg myndu komast í alslemmu og vinna hana. Sú varð ekki raunin og Panama græddi 10 impa. í leik Nýja-Sjálands og Brasilíu opn- aði Mayer í vestur á einum spaða sem Chagas í norður doblaði. Allir sögðu pass og Mayer fékk einn slag á tromp og slapp með 1100. Það var 9 impa gróði því félagar hans sögðu og unnu sex grönd á hinu borðinu. Skák Jón L. Árnason Alexander Beljavsky varð skákmeist- ari Sovétríkjanna í ár eftir 3-1 sigur i einvígi við Valery Salov. Þetta er í þriðja sinn sem Beljavsky nær títlinum. Þessi staða kom upp i 4. og síðustu skák einvígisins. Salov þurftí að vinna til þess að jafha metin en lenti í örðug- leikúm og með fléttu tókst Beljavsky að vinna peð: 22. Bxd6! Ef nú 22. - Bxd6, þá 23. De8+ Bf8 24. Re7 + Kh8 25. Hd8 og eftir bestu leið svarts, 25. - Bd7 26. Dxd7 Hxd8 27. Dxd8 Dg5 leikur hvítur 28. Rc6! og verður sælu peði yfir í endatafli. Salov lék þvi 22. - Bd7, en eftir 23. Df4 hafði hann peði minna án nokkurra bóta og um síðir tókst Beljavsky að innbyrða sigurinn. Slökkvilið Lögregla Reykjavík: Lögreglan sími 11166, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Seltjarnarnes: Lögreglan sími 18455, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Kópavogur: Lögreglan sími 41200, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Hafnarfjörður: Lögreglan sími 51166, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 51100. Keflavík: Lögreglan sími 3333, slökkvi- lið sími 2222 og sjúkrabifreið sími 3333 og x símum sjúkrahússins 1400, 1401 og 1138. Vestmannaeyjar: Lögreglan sími 1666, slökkvilið 2222, sjúkrahúsið 1955. Akureyri: Lögreglan símar 23222, 23223 og 23224, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 22222. ísafjörður: Slökkvilið sími 3300, bruna- sími og sjúkra-bifreið 3333, lögreglan 4222. Apótek Kvöld-, nætur- og helgarþjónusta apótek- anna í Reykjavík 29. maí til 4. júní er í Garðsapóteki og Lyfjabúðinni Iðunni. Það apótek sem fyrr er nefnt annast eitt vörsluna frá kl. 22 að kvöldi til kl. 9 að morgni virka daga en til kl. 22 á sunnu- dögum. Upplýsingar um læknis- og lyfjaþjónustu eru gefnar í síma 18888. Mosfells apótek: Opið virka daga frá kl. 9-18.30, laugardaga kl. 9-12. Apótek Garðabæjar: Opið mánudaga- föstudaga kl. 9-18.30 og laugardaga kl. 11-14. Sími 651321. Apótek Kópavogs: Opið virka daga frá kl. 9-19, iaugardaga kl. 9-12. Hafnarfjörður: Norðurbæjarapótek er opið mánudaga til fimmtudaga frá kl. 9^18.30, Hafnarfjarðarapótek frá kl. 9-19. Bæði apótekin hafa opið föstudaga frá kl. 9-19 og laugardaga frá kl. 10-14 og til skiptis annan hvern helgidag frá kl. 10-14. Upplýsingar í símsvara apóte- kanna, 51600 og 53966. Apótek Keflavíkur: Opið frá kl. 9-19 virka daga, aðra daga frá kl. 10-12 f.h. Nesapótek, Seltjarnarnesi: Opið viika daga kl. 9-19 nema laugardaga kl. 10-12. Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga kl. 9-12.30 og 14-18. Lokað laugar- daga og sunnudaga. Akureyrarapótek og Stjörnuapótek, Akureyri: Virka daga er opið í þessum apótekum á opnunartíma búða. Apótek- in skiptast á sína vikuna hvort að sinna kvöld-, nætur- og helgidagavörslu. Á kvöldin er opið í því apóteki sem sér um þessa vörslu til kl. 19. Á helgidögum er opið kl. 11-12 og 20-21. Á öðrum tfmum er lyfjafræðingur á bakvakt. Upplýsing- ar eru gefnar í síma 22445. Heilsugæsla Slysavarðstofan: Sími 696600. Sjúkrabifreið: Reykjavík, Kópavogur og Seltjarnarnes, sími 11100, Hafnar- fjörður, sími 51100, Keflavík, sími 1110, Vestmannaeyjar, sími 1955, Akureyri, sími 22222. Tannlæknafélag íslands Neyðarvakt alla laugardaga og helgidaga kl. 10-11. Upplýsingar gefur símsvari 18888. Krabbamein - upplýsingar og ráðgjöf á vegum Krabbameinsfélagsins virka daga kl. 9-11 í síma 91-21122. Læknar Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjarn- arnes og Kópavog er í Heilsuverndar- stöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugai'dögum og helgidögum allan sólarhringinn. Vitjanabeiðnir, sím- aráðleggingar og tímapantanir í sími 21230. Upplýsingar um lækna og lyfja- þjónustu eru gefnar í símsvara 18888. Borgarspítalinn: Vakt frá kl. 8-17 alla virka daga fyrir fólk sem ekki hefur heimilislækni eða nær ekki til hans (sími 696600) en slysa- og sjúkravakt (Slysa- deild) sinnir slösuðum og skyndiveikum allan sólarhringinn (sími 696600). Seltjarnarnes: Heilsugæslustöðin er opin virka daga kl. 8-17 og 20-21, laugar- daga kl. 10-11. Sími 27011. Hafnarfjörður, Garðabær, Álftanes: Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta morgun og um helgar, sími 51100. Keflavík: Dagvakt. Ef ekki næst í heim- ilislækni: Upplýsingar hjá heilsugæslu- stöðinni í síma 3360. Símsvari í sama húsi með upplýsingum um vaktir kl. 17. Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna í síma 1966. Akureyri: Dagvakt frá kl. 8-17 á Heilsu- gæslustöðinni í síma 22311. Nætur- og helgidagavarsla frá kl. 17-8. sími (far- sími) vakthafandi læknis er 985-23221. Upplýsingar hjá lögreglunni í síma 23222, slökkviliðinu í síma 22222 og Ak- ureyrarapóteki í síma 22445. Heirnsóknartíitú Landakotsspítali: Alla daga frá kl. 15-16 og 19-19.30. Barnadeild kl. 14-18 alla daga. Gjörgæsludeild eftir sam- komulagi. Borgarspítalinn: Mánud.-föstud. kl. 18.30-19.30. Laugard.-sunnud. kl. 15-18. Heilsuverndarstöðin: Kl. 15-16 og 18. 30-19.30. Fæðingardeild Landspítalans: Kl. 15-16 og 19.30-20.00 Sængurkvennadeild: Heimsóknartimi frá kl. 15-16, feður kl. 19.30-20.30. Fæðingarheimili Reykjavíkur: Alla daga kl. 15.30-16.30 Kleppsspitalinn: Alla daga kl. 15-16 og 18.30- 19.30. Flókadeild: Alla daga kl. 15.30-16.30. Landakotsspitali. Alla daga fiá kl. 15.30- 16 og 19-19.30. Bai'nadeild kl. 14-18 alla daga. Gjörgæsludeild eftir sam- komulagi. Grensásdeild: Kl. 18,30-19.30 alla daga og kl. 13-17 laugard. og sunnud. Hvítabandið: Frjáls heimsóknartími. Kópavogshælið: Eftir umtali og kl. 15-17 á helgum dögum. Sólvangur, Hafnarfirði: Mánud.-laug- ard. kl. 15-16 og 19.30-20. Sunnudaga og aðra helgidaga kl. 15-16.30. Landspítalinn: Alla virka daga kl. 15-16 og 19-19.30. Barnaspítali Hringsins: Kl. 15-16 alla daga. Sjúkrahúsið Akureyri: Alla daga kl. 15.30-16 og 19-19.30. Sjúkrahúsið Vestmannaeyjum: Alla daga kl. 15-16 og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness: Alla daga kl. 15.30-16 og 19-19.30. Hafnarbúðir: Alla daga frá kl. 14-17 og 19-20. Vífilsstaðaspitali: Alla daga frá kl. 15-16 og 19.30-20. Vistheimilið Vífilsstöðum: Sxmnudaga kl. 14-17, fimmtudaga kl. 20-23, laugar- daga kl. 15-17. Þú hefðir getað sagt mér að það væri laugardagur. LajlioqLína Stjömuspá Spáin gildir fyrir þriðjudaginn 2. júní. Vatnsberinn (20. jan.-18. febr.): Þú gætir verið varkárari í samskiptum við aðra. Láttu það vera að rétta fram hjálparhönd og gefa ráðleggingar á vitlausum augnablikum. Það er ekki metið. Fiskarnir (19. febr.-20. mars): Það gætir kulda í ákveðnu sambandi. Ef þér finnst þú eiga einhverja sök reyndu að koma því á hreint fyrir kvöld- ið. Hrúturinn (21. mars-19. apríl): Einn þáttxxr í hrútum er að getað talað opinskátt um til- fmningar sínar. Ef þú vilt að fólk fái betri viðkynningu af þér lokaðu þessum þætti, allavega til hálfs. Nautið (20. apríl-20. maí): Þú ættir að nýta daginn til þess að hreinsa til í heimilis- málxxm því annasamur tími er í vændum. Tvíburarnir (21. maí-21. júní): Gerðu þér sem mestan mat úr félagslegum tengslum þín- um. Þér hálfleiðist svo þú ættir að finna þér góðan félagsskap. Krabbinn (22. júní-22. júlí): Þú getur verið svo viðkvæmur og auðsærður, sérstaklega ef þú ert gagmýndur. Láttu það ekki sjást á þér. Ljónið (23. júlí-22. ágúst): Þú ert afskaplega bjartsýnn núna, þú ættir að fá álit aim- arra á því sem þú ert að gera. Þú mátt búast við fréttum sem þú hefur beðið lengi eftir. Meyjan (23. ágúst-22. sept.): Þú hefur mikið að gera í dag en þú þarft ekki endilega að vænta úrlausna á öllum málum. Ástæðan gæti verið að þú ert orðinn of þreyttur og ættir að nota tímann til að hvílast. Happatölur þínar eru 4, 16 og 27. Vogin (23. sept.-23. okt.): Þú mátt búast við óvæntum fréttum sem gleðja þig sérstak- lega. Peningar verða þér ofarlega í huga á næstunni. Sporðdrekinn (24. okt.-21. nóv.): Reyndu að forðast að dæma fólk eftir fyrstu kynnum. Fyrstu kynni segja ekki alltaf allt. Dagurinn verður þér spennandi. Happatölur þínar eru 1, 13 og 25. Bogmaðurinn (22. nóv.-21. des.): Einhver ruglingur gæti orðið í dag svo þú skalt reyna að halda öllum þeim sem málið kemur eitthvað við inni í myndinni. Þetta gæti verið sérstaklega mikilvægt ef um ferðalag er að ræða. Steingeitin (22. des.-19. jan.): Steingeitur eiga það til að fara dálítið í kringum hlutina, geta verið dálítið frakkar, sem gæti verið nokkuð mikil- vægt ef traðkað er á þér. Bilanir Rafmagn: Revkjavík. Kópavogur og Seltjarnarnes. sími 686230. Akurevri. sími 22445. Keflavík sími 2039. Hafnar- fjörður. sími 51336. Vestmannaevjar. sími 1321. Hitaveitubilanir: Reykjavík og Kópa- vogur, sími 27311. Seltjarnarnes sími 615766. Vatnsveitubilanir: Reykjavík og Selt- jarnarnes. sinxi 621180. Kópavogur. sími 41580. eftir kl. 18 og um helgar sími 41575. Akureyri. sími 23206. Keflavík. sími 1515. eftir lokun 1552. Vestmanna- evjar. símar 1088 og 1533. Hafnai'fjörður. sími 53445. Símabilanir: í Reykjavík. Kópavogi. Seltjarnarnesi. Akureyri. Keflavík og Vestmannaeyjum tilkvnnist í 05. Bilanavakt borgarstofnana, sími 27311: Svarar alla virka daga frá kl. 17 síðdegis til 8 ái-degis og á helgidögum er svai’að allan sólarhringinn. Tekið er við tilkynningum um bilanir á veitukei'fum boi-gai’innar og í öðrum til- fellum. sem borgabxiar telja sig þxirfa að fá aðstoð boi-gm-stofnana. Söfnin Borgarbókasafn Reykjavíkur Aðalsafn: Þingholtsstræti 29a. sími 27155.. Bústaðasafn, Bústaðakirkju. sími 36270. Sólheimasafn, Sólheimum 27, sími 36814. Borgarbókasafnið í Gerðubergi, Gerðubergi 3-5, símar 79122 og 79138. Frá 1. júní til 31. ágúst verða ofangreind söfn opin sem hér segir: mánudaga. þriðjudaga og fimmtudaga kl. 9-21 og miðvikudaga og föstudaga kl. 9-19. Hofsvallasafn verður lokað frá 1. júlí til 23. ágúst. Bókabílar verða ekki í för- um frá 6. júlí til 17. ágúst. Ásmundarsafn við Sigtún. Opnunar- tími safnsins er á þriðjudögum, fimmtu- dögum, laugardögum og sunnudögum frá kl. 14-17. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74: Safnið er opið þriðjudaga, fimmtudaga og sunnudaga kl. 13.30-16. Árbæjarsafn: Opið eftir samkomulagi. Listasafn íslands við Hringbraut: Opið daglega frá kl. 13.30-16. Náttúrugripasafnið við Hlemmtorg: Opið sunnudaga, þriðjudaga, fimmtu- daga og laugardaga kl. 14.30-16. Norræna húsið við Hringbraut: Sýn- ingarsalir i kjallara: alla daga kl. 14-19. Bókasafn: mánudaga til iaugardaga kl. 13-19. Sunnudaga 14-17. Þjóðminjasafn Islands er opið sunnu- daga. þriðjudaga. fimmtudaga og laugar- daga frá kl. 13.30-16. Krossgátan Lárétt: 1 ráðning, 6 samstæðir, 8 of- væni, 9 megni, 10 bið, 11 ásjóna, 13 varningurinn, 14 rugga, 16 oddarnir, 17 kusk, 18 særi. Lóðrétt: 1 farga, 2 höfuðborg, 3 planta, 4 bönd, 5 gagninu, 6 bundið, 7 stafn, 12 treg, 13 gaul, 15 trylli, 16 grastoppur. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 sönn, 5 uss, 8 óra, 9 æptu, 10 klump, 11 il, 12 næðing, 14 stal, 15 áma, 17 ái, 18 álmur, 20 létti, 21 ná. Lóðrétt: 1 sókn, 2 örlæti, 3 nauða, 4 næm, 5 uppnámi, 6 stig, 7 sulta, 13 illt, 14 sál, 16 mun, 18 át. 0u ^ Kenndu ekki öðrum um. ilsr5®"

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.