Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1987, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1987, Side 6
28 FÖSTUDAGUR 5. JÚNI' 1987. Leikhús- Leikhús- Leikhús- Leikhús- Leikhús hefur Stjörnubíó hafið sýningar á Ógnarnótt (Night Of The Creeps) sem fjallar um skólanemendur sem ætla sér að ræna líki. Það sem átti að verða gaman breytist í hrylling. Laugarásbíó Laugarásbíó sýnir þessa dagana kanadísk-franska verðlaunamynd, Hrun ameríska heimsveldisins. Hefur þessi mynd víðast hvað hlot- ið mikla athygli og var meðal annars tilnefnd til Óskarsverð- launa. I aðalsal er sýnd, Fyrr ligg ég dauður (Death Before Dishonor) sem er spennumynd og fjallar bandaríska sérsveit sem berst gegn hryðjuverkamönnum.Þá má geta gamanmyndarinnar, Æskuþrautir sem gerð er eftir leikriti eftir hinn þekkta Broadway leikritahöfund, Neil Simon. Fjallar myndin um ungling sem á bágt með að hugsa um annað en kvenlíkama. Bíóhöliin Frumsýnd var í vikunni, leyniför- in (Project X) sem er ævintýramynd með vísindayfirbragði. Það er hinn ungi leikari Matthew Broderic sem leikur aðalhlutverkið. Leikur hann ungan flugmann sem fær það verk- efni að fara í leynilegar ferðir með hæfileikamiklum apa er kallast Virgil. Það er fleira góðgæti í Bíó- höllinni. Má þar nefna gaman- myndirnar, Með tvær í takinu (Outrageus Fortune), þar sem þær stöllur Bette Midler og Shelley Long fara á kostum og Hryllings- búðina sem flestir hérlendis kannast við. Þá má mæla með úrv- alsmyndinni, Koss köngulóarkon- unnar. Mynd sem ekki er auðvelt. að gleyma. -HK - nýtt íslenskt verk Hópur úr Þjóðleikhúsinu er staddur á Isafirði um þessar mund- ir með nýtt íslenskt leikverk eftir Njörð P. Njarðvík, Hvar er hamar- inn? Leikstjórn annast Brynja Benediktsdóttir, sem auk þess hef- ur sviðsett verkið, leikmyndahönn- uður er Sigurjón Jóhannsson og Hjálmar H. Ragnarsson semur tón- listina. Hvar er hamarinn? er gleðileikur fyrir eldri börn og fullorðna og byggist á hinni gamansömu Þryms- kviðu sem segir frá því er guðinn Þór týndi hamri sínum og náði honum síðan með klækjum úr hendi jötunsins Þryms. Kemur þar helst við sögu ráðagóði bragðaref- urinn Loki og hin undurfagra Freyja. Með aðalhlutverk í leiknum fara þau Erlingur Gíslason, sem leikur Þrym, Lilja Þórisdóttir er í hlut- verki Freyju, Randver Þorláksson er Loki og Örn Árnason leikur Þór. Önnur hlutverk í sýningunni leika, syngja og spila þau Olafur Örn Thoroddsen, Valgeir Skag- fjörð, Eyþór Arnalds, Herdís Jónsdóttir og Kristrún Helga Bjömsdóttir. Sýning Þjóðleikhússins á Isafirði er þáttur í M-hátíð þar í bæ sem Sverrir Hermannsson mennta- málaráðherra stendur fyrir. Verkið er sýnt í dag kl. 18. Að hátíðinni lokinni heldur hópurinn til Reykjavíkur. 19. þessa mánaðar verður svo sýnt á Bolungarvík, þann 20. á Flateyri, 21. á Þingeyri, 22. á Bíldudal, 23. á Patreksfirði, 24. í Króksfjarðamesi, 25. í Búðar- dal, 26. í Stykkishólmi, 27. í Grundarfirði, 28. á Hellissandi, 29. í Borgarnesi og 30. á Akranesi. Þannig má með sanni segja að leik- hópur Þjóðleikhússins geri víðreist í júní. I haust hefjast svo sýningar á gamanleiknum í Þjóðleikhúsinu. Hin undurfagra og íturvaxna Freyja (Lilja Þórisdóttir) gerir teygjuæfingar. Kvikmyndahús - Kvikmyndahús Bíóborgin Nýjasta kvikmvnd Sidneys Lu- met, Morguninn eftir (The Morn- ing After), fjallar um drykkfellda leikkonu á niðurleið. Morgun einn vaknar hún í ókunnri íbúð og við hliðina á henni er maður sem hefur ^verið myrtur. Hún veit ekki hvort hún hefur myrt h;lnn eða ekki. í örvæntingu flýr hún húsið en rekst á fyrrverandi lögregluþjón. Fer hún aftur á morðstaðinn. reynir að hreinsa allt sem hún kom nálægt, finnur að einhver annar er í íbúð- inni, flýr aftur út, rekst aftur á fyrrverandi lögreglumanninn, býð- ur honum heim til sín, drekkur sig fulla, vaknar timbruð morguninn eftir og þegar hún opnar klæða- skápinn dettur likið út úr hon- um... Það er sannarlega nóg um að vera í byrjun góðs þriller frá Lumet. Jane Fonda leikur leikkon- una og fer á kostum. Jeff Bridges leikur lögreglumanninn, átaka- laust að vanda. ■fíegnboginn Nýjasta mynd Johns Landis nefn- ist Þrír vinir (Three Amigos). Slær hann þar á létta strengi, enda með fræga grínara í aðalhlutverkum. Það þarf ekki að kynna Steve Martin og Chevy Chase. Þeir eru í dag meðal allra þekktustu og vin- sælustu gamanleikara vestanhafs. Þriðji vinurinn er aftur á móti Martin Short, alveg óþekktur hér- lendis en þekktur grínari vestan hafs. Þessir þrír heiðursmenn leika þrjár hetjur þöglu kvikmyndanna en eru í raun hinir mestu hrak- fallabálkar. Þegar þeir heimta launahækkun eru þeir umsvifa- laust reknir... Þá hefur Regn- boginn hafið sýningar á gamansamri mynd, Milli vina (Just Between Friends), sem fjallar um- framhjáhald. Úrvalsleikarar eru í aðalhlutverkum. Háskólabíó Gullni drengurinn (The Golden Child) er fyrsta mynd Eddies Murp- hys eftir stórsigurinn í The Beverly Hills Cop. Þetta er ævintýramynd þar sem slegið er á létta strengi eins og búast má við þegar Eddie Murphy á í hlut. Meðleikari Murp- hys er Charles Dance og leikur hann barnaræningja sem rænir barni með töframátt. Samkvæmt spásögn getur aðeins einn maður fundið barnið og að sjálfsögðu er það persónan sem Eddie Murphy íeikur. Stjörnubíó Hinn þekkti leikstjóri Blake Ed- wards er kominn með enn eina mynd og nefnist hún einfaldlega Svona er lífið (That’s Life). Fjallar myndin um Harvey, sem er að verða sextugur, og leikur Jack Lemmon hann. Þegar afmælið nálgast rennur það upp fyrir hon- um að hann vill ekki verða gamall og tekur upp á ýmsum uppátækjum sem allir geta ekki sætt sig við. Þá Hvar hamarirm? i Bíóhúsinu munu framvegis verða sýndar kvikmyndir sem hafa fyrst og fremst listrænt gildi, þótt smekkur manna á list sé vissulega misjafn eins og vera ber. Blátt flau- el (Blue Velvet) er einmitt mynd sem menn hafa ekki verið sammála um. Síðan hún kom á markaðinn í fyrra hefur hún verið umdeild. Það er David Lynch sem er leik- stjóri. Fjallar myndin um ungan stúdent, Jeffrey Beaumont, er Kyle MacLachlan leikur. Hann dregst inn í dularfullan og ofsafenginn heim ónáttúru og ofbeldis. Þar er Frank Booth ríkjandi (Dennis Hoo- per). Hefur hann í haldi fjölskyldu Dorothy Vallens (Isabella Rossol- ini) sem Jeffrey fellur fyrir. Dennis Hooper sýnir magnaðan leik í hlutverki undirheimaforingj- ans og er það sannfærandi að manni virðist sem eitthvert skrímsli utan úr heimi sé komið til að hrella mannkynið. Mikið hefur verið skrifað og rætt um Blátt flau- el en sjón er sögu ríkari og víst er að allir verða fyrir einhvers konar áhrifum af þessari mynd. Bíóhúsið Blátt flauel Sýningar, Árbæjarsafn Opið samkvæmt samkomulagi. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74 Skólasýning Ásgrímssafns hefur verið opnuð. Sýningin er opin almenningi á opnunartíma safnsins: sunnudaga, þriðju- daga og fimmtudaga kl. 13.30-16. Aðgang- ur er ókeypis. Ásmundarsafn við Sigtún Um þessar mundir stendur yfir sýningin abstraktlist Ásmundar Sveinssonar. Þar gefur á að líta 26 höggmyndir og 10 vatns- litamyndir og teikningar. Þá er einnig til sýnis videomynd sem fjallar um konuna í list Ásmundar Sveinssonar. Þá eru til sölu bækur, kort, litskyggnur, videomyndir og afsteypur af verkum listamannsins. Safnið er opið daglega yfir sumarið kl. 10-16. Gallerí Hallgerður Pólski myndlistamaðurinn Jacek Sroka sýnir verk sín í Gallerí Hallgerði. Mynd- imar eru til sölu. Gallerí íslensk list, Vesturgötu 17 Elías B. Halldórsson opnar málverkasýn- ingu í Gallerí íslensk list á morgun kl. 15. Á sýningunni verða rúmlega 40 verk, flest unnin í olíu og gerð á síðasta ári. Sýning- in mun standa til 21. júní og er opin á virkum dögum kl. 9-17 og um helgar kl. 14-18. Gallerí Gangskör v/Lækjargötu. 2 þekktir finnskir grafíklistamenn, Heikko Arpo og Marjatta Neureva, opna sýningu á grafíkverkum á morgun kl. 14. Sýningin stendur til 19. júní. Opið er virka daga frá kl. 12-18 og um helgar kl. 14-18. Opið á hvítasunnudag kl. 14-18. Opið á annan í hvítasunnu frá kl. 14. Listasafn ASÍ, Grensásvegi 16 Á morgun kl. 14 verður opnuð sumarsýn- ing safnsins. Sýningin hefur hlotið nafnið „Áning" og eru á henni verk eftir 11 lista- menn á sviði glerlistar, leirlistar, málm- smíði, fatahönnunar og vefnaðar. Sýningin verður opin alla virka daga kl. 16-20 en um helgar kl. 14-22. Sýningunni lýkur 19. júlí. Kjarvalsstaðir við Miklatún Fimm listamenn sýna nú á Kjarvalsstöð- um. ívar Valgarðsson og Níels Hafstein sýna skúlptúra í Kjarvalssal. í austurfor- sal sýnir Ingibjörg Styrgerður Haralds- dóttir 10 veggteppi en hún hefur sjálf litað ullina í teppunum. Þá er Gunnsteinn Gíslason myndhöggvari með sýningu á múrristum. I vestursal sýnir svo Einar Hákonarson 77 olíumálverk. Opið er dag- lega kl. 14-22 til 10. júní Listasafn Einars Jónssonar við Njarðargötu Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 13.30-16. Höggmyndagarðurinn er opinn daglega frá kl. 10-17. Myntsafn Seðlabanka og Þjóðminjasafns, Einholti 4 Opið á sunnudögum kl. 14-16. Mokka kaffi v/Skólavörðustíg, Sænski listamaðurinn Magnus Svartvall sýnir verk sín á Mokkakaffi. Listasafn Háskóla íslands í Odda, nýja hugvísindahúsinu, er opið daglega kl. 13.30-17. Þar eru til sýnis 90 verk í eigu safnsins, aðallega eftir yngri listamenn þjóðarinnar. Aðgangur að safn- inu er ókeypis. Norræna húsið v/Hringbraut Norski myndlistamaðurinn Yngve Zakar- ias sýnir málverk og grafík. Sýningin verður lokuð á hvítasunnudag en opin til kl. 19 aðra daga. Nýlistasafnið, Vatnsstíg 3b I Nýlistasafninu stendur yfir norsk sýning sem er liður í skiptisýningaáætlun milli íslands, Svíþjoðar og Noregs. Á sýning- unni eru málverk, skúlptúrar, myndbönd, grafík, hljóðverk, gerningur, bækur og fl. Sýningin er opin virka daga kl. 16 20 og um helgar kl. 14-20. Sýningin stendur til 7. júní. Stofnun Árna Magnússonar Handritasýning opin á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum frá kl. 14- 16. Þjóðminjasafnið í Bogasal Þjóðminjasafns Islands stendur yfir sýningin „Hvað er á seyði? Eldhúsið fram á okkar daga“. Þar eru til sýnis eld- húsáhöld frá ýmsum tímum. Opið alla daga frá kl. 13.30-16. Sjóminjasafn íslands, Vesturgötu 8, Hafnarfirði Á morgun kl. 14 verður opnuð sýning sem byggir á riti Lúðvíks Kristjánssonar, „Is- lenskum sjávarháttum", verki í 5 bindum, sem nú er komið út í heild sinni. Sýningin kallast „Árabátaöldin“. Teikningar, ljós- myndir og textar eru úr „Islenskum sjávarháttum" en munir úr sjóminjadeild Þjóðminjasafnsins og frá ýmsum velunn- urum safnsins. Póst- og símaminjasafnið, Austurgötu 11 Opið á sunnudögum og þriðjudögum kl. 15-18. Aðgangur ókeypis. Akureyri Sýning í Gamla-Lundi Ingvar Þorvaldsson sýnir 36 vatnslita- myndir málaðar á þessu og síðasta ári. Sýningin er opin kl. 14-22 um helgar og kl. 17-22 virka daga og lýkur henni mánu- daginn 8. júní.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.