Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1987, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1987, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 1987. 15 Veitinghús Ekki lengur þrengsli Eftir millilendingu á hamborg- arabúlunni Sprengisandi er Úlfar Eysteinsson af Pottinum og pönn- unni aftur kominn i sitt rétta umhverfi í Úlfari og Ljóni við Grensásveginn. Þar hefur hans gamli veitingastaður gengið í end- urnýjun lífdaganna, með meira svigrúmi en áður var. Gallinn við fyrirmyndarstaðinn Pottinn og pönnuna fólst í þrengsl- unum þar. Ulfar og Ljón hafa flesta kosti hans, en hins vegar ekki þennan galla. Hátt er til lofts og vítt til útveggja í nýja, 60-70 sæta staðnum. Borðin standa dreift og yfirleitt með góðu bili á milli. Eld- húsið er opið inni í sal, eykur víðáttutilfinninguna og gerir raun- ar staðinn nánast berangurslegan. Að útliti eru Úlfar og Ljón afar hlutlausir og hversdagslegir í sam- anburði við þaulhugsuðu og vönduðu innréttingarnar í Pottin- um og pönnunni. Þetta er fjölskyldustaður, staður hjóna og barna, þótt einkum sé boðið upp á fiskrétti, en slíkir höfða venjulega ekki til barna. Vinsæld- irnar stafa af verðlaginu, sem er lítið hærra en í matstöðum með mötuneytisfyrirkomulagi, þar sem raðir af fólki bíða eftir, að ausið sé úr stálhólfum upp á diska. Hér er full þjónusta, utan þess að gestir borga við útganginn. Samkvæmt vinsælli reikningsaðferð minni borgar fólk á þessum stað 20% fyr- ir þetta ofan á Múlakaffisverð. Brosandi þjónusta Menn borga hins vegar ekkert aukalega fyrir gæði þjónustunnar, sem er alveg sérstök, betri en á mörgum fínu stöðunum, þar sem fólk hefur taudúka og tauþurrkur og drekkur vín með mat. Hér bros- ir starfsliðið hreinlega við gestum eins og gömlum vinum. Mér finnst þetta leiða til þægilegs andrúms- lofts og hef tekið eftir, að mörgum öðrum finnst það líka. Og starfslið- ið brosir ekki bara, heldur lætur einnig í té skjóta og örugga þjón- ustu. Kokkahúfur eru fyrir matreiðslu og blóm fyrir umhverfi og þjónustu, en krónupeningarnir tákna verðlagið. Úlfar er yfirleitt á vettvangi, oft- ast sjálfur við pottana. Stundum er hann þó á bílaralli uppi í sveit. Ég kom nýlega í Úlfarslausu sunnudagshádegi og fannst mat- reiðslan vera ívið slakari en venjulega. Maturinn var meira eld- aður og meira kryddaður en venjulega, hvort tveggja til nokk- urs baga. Jónas Kristjánsson skrifar um veitingahús: Ulfar og Ljón bíta ekki fólk á Grensásvegi Þurrkuð loðna á salatborði Sérgreinar Úlfars og staðar hans eru hinar sömu og í gamla daga, annars vegar fiskréttir og hins veg- ar salatborð, sem ég held, að sé hið bezta i bænum. Þar eru ótal skálar af fersku og girnilegu grænmeti, sem búa meðal annars y_fir fallegum sveppum og hreðkum. í einni skál- inni hefur að undanförnu verið þurrkuð loðna, nytsamleg fæða áð mati Japana. Ekki þarf að hafa áhyggjur af gömlum lummum á fastaseðli, því að hann er enginn. Aðeins er boðið upp á breytilegan seðil dagsins með um það bil tólf réttum. I verði þeirra er innifalin súpa dagsins með nokkrum tegundum brauðs og aðgangur að hinu viðamiklu salat- borði. Eftirréttur er alls enginn í boði. Af réttunum tólf eru yfirleitt um tiu fiskréttir og svo tveir kjöt- réttir handa hinum óforbetranlegu. Margir réttanna eru óbreyttir á seðlinum dögum og vikum saman, svo sem gratineraður plokkfiskur með rúgbrauði og blandað sjávar- réttagratín. Ég saknaði hins vegar hvítlaukskryddaðs saltfisks að portúgölskum hætti. sem var á seðlinum um daginn, en hvarf síð- an. Ég þarf að bíða tækifæris og stökkva á hann, næst þegar hann birtist á seðlinum. Úlfar prófar stundum nýjungar. í rúmt ár hefur hann oft boðið smálúðubita í súrsætri sósu að kín- verskum hætti. Þetta er góður réttur, enda er sósan skarpari og síður sæt en slíkum sósum hættir til að vera á vestrænum Kínastöð- um. Fyrir bragðið er maturinn frískari en ella. Rauðmagi á súrkáli Um svipað leyti voru á seðlinum ein nýjasta uppfinning Úlfars, pönnusteikt rauðmagaflök, sem lágu á súrkáli, borin fram með pip- arsósu. Súrkálið hæfði vel rauð- maganum, sem var óvenjulega bragðmildur. Með þessu fylgdu kartöflur og gulrætur, hvort tveggja soðið hæfilega skamma stund. Nýlega prófaði ég einnig kunn- uglegri rétti, pönnusteikt karfaflök með tómati og bræddum osti, eggjahúðuð og pönnusteikt Svína- vatns-silungsflök St. Germain og steinbítspiparsteik með piparsósu. Allt voru þetta góðir réttir, yfir- leitt heldur meira eldaðir en nauðsynlegt er, sérstaklega þegar Úlfar var fjarri. Súpur dagsins hafa verið tær seyði, ekki hinar hvimleiðu hveiti- súpur, sem of víða sjást í veitinga- húsum hér á landi. Sósur bera hins vegar oft vitni um hveiti. Kaffið eftir matinn er gott, kostaði aðeins tíu krónur, borið fram með pipar- myntukúlum. 570 krónur á mann Súpa, aðalréttur, grænmeti og kaffi kostar að meðaltali 570 krón- ur, ef fiskur er va’;^SSrf>g 700 krónur, ef það er kjö'.:r 1 -v-^þess- um tölum felst óhófleg verðbólgS, um 45%, frá samn tíma í fvrra. Samanburður verðs og gæða í þjón- ustu og matreiðslu setur samt Úlfar og Ljón enn sem fyrr í úrvalsflokk íslenzkra veitingahúsa. Úlfar og Ljón eru almenningi menningarauki, sem ekki er þung- ur á fóðrum. Gagnstætt nöfnum sínum úti í náttúrunni bíta þeir ekki fólk. -og alls ekki fjárhags- lega. Jónas Kristjánsson Matseðill dagsins Kjötseyði 480 Gratineraður plokkfiskur með ri^brauð; 560 Blandað sjávarréttagratín * 570 Pönnusteikt heilagfiski með rækjum. ofnbakað 560 Heilsteikt rauðsprettuflök hússins 550 Pönnusteikt karfaflök með tómati og bræddum osti 570 Smálúðubitar í súrsætri sósu 530 Pönnusteikt rauðmagaflök á súrkáli og grænpiparsósa 550 Gratineraðar eellur 550 Steinbítspiparsteik með piparsósu 590 Pönnusteikt Svínavatns-silungsflök St. Germain 590 Hvalkjöts-piparsteik með piparsósu 790 Nauta-mínútusteik með steiktum sveppum 290 Salat og súpa Ferðafólk - unglingar - sumarbústaðaeiqendur! Nú geta menri slegið þrjár flugur í tveim högg- um og horft á sjónvarpsfréttirnar í útilegunni (og jafnvel tekið þær upp). RTC 8330 220/12 volt + rafhlööur 3 bylgjur á útvarpi - einfalt kasettutæki 5" skermur - allar rásir á sjónvarpinu. Hljómgott tæki fyrir kröfuharöa. kr. 15.600,- RTC 8310 220/12 volt + rafhlöður - tvöfalt kasettutæki 3 bylgjur á útvarpi. Tekur allar sjónvarpsrásir 5" skermur - 3 banda tónjafnari o.fl. o.fl. Vandaö tæki við allra hæfi. kr. 18.340,- TENS4I SJONVARPSMIÐSTÖÐIN Síðumúla 2 - sími 39090 og 68-90-90

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.