Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1987, Síða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1987, Síða 21
LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 1987. 21 Skák Fómarskákir á millisvæðamóti Fyrsta millisvæðamótið af þremur stendur nú yfir í júgóslavneska landamæírabænum Subotica og eins og jafnan á millisvæðamótunum, stefnir í harðvítuga baráttu í loka- umferðunum. Fjórir efstu menn komast áíram í áskorendakeppnina og þaðan liggur síðan leiðin, sam- kvæmt venju, upp metorðastigann á slóðir Karpovs og Kasparovs. Nokkurt ólán hefur hvílt yfir þessu móti því að tveir skákmenn hafa forfallast. Vestur-þýski stórmeistar- inn og sérvitringurinn Robert Húbner mættu ekki til leiks og er það ekki í fyrsta skipti sem slíkt hendir hann i heimsmeistarakeppn- inni. Hann lét ekki vita með nægum fyrirvara að hann ætlaði að sitja heima svo að ákveðið var að kepp- endur yrðu einungis 17 i stað 18 sem fyrirhugað var. Er tefldar höfðu ver- ið 7 umferðir á mótinu varð banda- ríski stórmeistarinn Kavalek síðan að hætta vegna veikinda. Það eru því aðeins 16 skákmenn eftir og stað- an í mótinu vill því verða nokkuð óljós þar eð skákmeistaramir hafa teflt misjafnlega margar skákir. En það er barist með kjafti og klóm til þess að hreppa eitt af fjórum efstu sætunum. Að loknum 12 umferðum voru þrír skákmenn jaffiir efstir með 8 v. úr 11 skákum - allir höfðu setið yfir einu sinni: Englendingurinn knái, Nigel Short, landi hans, Jonat- han Speelman, og Ungverjinn Zoltan Ribli. I humátt á eftir þeim þremen- ingum kom „töframaðurinn" Mikhail Tal, með 7 'A v„ einnig út úr 11 skákum. Síðan kom Rodrigu- ez, frá Kúbu, með 6 'A v. (af 11), þá Marjanovic með 6 v. (af 10), Zapata, Kólumbíu, með 6 v. (af 11) og í 8. sæti var Sax, Ungveijalandi, með 5 'A v. og biðskák að auki úr 10 skák- um. Þeir sem neðar koma eiga ekki möguleika. Alburt og Emst hafa 4'/2 v„ Smyslov 4 v. og biðskák, Popovic 4 v. (allir eftir 10 skákir), Tsjemín með 4 v„ Xu með 3 '/2 v„ Prasad með 2 Zi v. og Hamed með 1 'A v. (allir eftir 11 skákir). Millisvæðamót númer tvö, það sem haldið er í Szirak í Ungveijalandi, vekur mestan áhuga okkar íslend- inga því að þar er Jóhann Hjartar- son meðal þátttakenda. Mótið hófst í gær og stendur til 10. ágúst. Jóhann er þar í góðum hópi skákmanna - margir telja að þetta mót sé best skipað mótanna þriggja en um það má auðvitað ávallt deila. Elvar Guð- mundsson er Jóhanni til halds og trausts í Szirak sem er smábær um 80 km norðaustur af Búdapest. Teflt er þar í gömlum kastala sem eitt sinn var sumardvalarstaður ungversks hefðarfólks en hefur nú verið breytt í þriggja stjörnu hótel. Þeir sem tefla í Szirak ásamt Jóhanni eru sovésku stórmeistaramir Beljavsky og Salov, Ljubojevic og Velimirovic, frá Júgó- slavíu, Christiansen og Benjamin frá Bandaríkjunum, Svíinn Ulf Anders- son, Nunn og Flear, Englandi, Spraggett frá Kanada, Milos frá Brasilíu, Buaziz frá Túnis og að síð- ustu Lajos Portisch ásamt einum keppanda til viðbótar frá heima- landinu. Hörkumót í uppsighngu í Szirak. Erfiðlega gekk að finna keppnis- stað fyrir þriðja millisvæðamótið en nú hefur verið ákveðið að það verði haldið í Zagreb í Júgóslavíu í ágúst. Þar tefla engir aukvisar fremur en í hinum mótunum: Koi-tsnoj, Spas- sky, Nikolic, Polugajevsky, Seira- van, Pinter, Miles, Nogueiras, Granda Zuniga, Eingom, Grunfeld, Torre, Barlov, Inkiov, Hickl, Elvest og Baratar. En víkjum sögunni aftur til Su- botica. Þar hefur verið fjörlega teflt og ekkert gefið eftir enda er mikið f húfi. Sá sem mest hefur komið á óvart er enski stórmeistarinn Jonat- han Speelman sem teflir sérlega ftísklega. Speelman hefur náð mjög góðum árangri að undanfórnu. Skák Jón L. Árnason Hann varð yfirburðasigurvegari á breska svæðismótinu í Bath í febrúar - fékk 9 v. af 10 mögulegum. Síðan deildi hann efsta sætinu með Kortsnoj á alþjóðlegu móti í Beers- heva í Israel í byrjun apríl og tefldi vel. Hann er stærðfræðingur að mennt og grænmetisæta. Þegar þetta tvennt fer saman að vibættum stór- meistaratitli hlýtur útkoman að verða hálfgerður furðufugl. Enda er Speelman nokkuð einkennilegur í háttum en afar skemmtilegur maðui' og hugmyndaríkur skákmaður. í vegabréfinu segir að hann sé rithöf- undur! Skoðum tvær skákir Speelmans frá Subotica sem eru dæmigerðar fyrir taflmennsku hans. I báðum skákun- um leikur taflborðið á reiðiskjálfi og allt er lagt í sölumar. Speelman sér um flugeldasýninguna í seinni skákinni en í þeirri fyrri verður hann fómarlamb leikfléttusnillingsins frá' Riga. Hvítt: Mikhail Tal Svart: Jonathan Speelman Caro-Kann vörn. 1. e4 cfi 2. d4 d5 3. Rd2 dxe4 4. Rxe4 Rd7 5. Bc4 Rgffi 6. Rg5 e6 7. De2 Rb6 8. Bb3 Tal fetar ekki í fótspor Sokolovs gegn Karpov, sem lék 8. Bd3 en réðst á vegg, Leikur Tals er vel þekktur en hefur af einhverjum ástæðum „ekki verið í náðinni". 8. - h6 9. R5f3 a5 10. a3 Be7 Algengara er 10. - a4 11. Ba2 c5 og reyna að ráðast strax til atlögu á miðborðinu. 11. Bd2 Rbd5 12. c4 Rc7 13. Bc2 0-0 14. Re5! Töframenn hugsa ekki um peðin sín! Speelman bítur á agnið enda þótt ljóst sé að hvítur fái yfirburði í liðsskipan og lumi á hættulegri sókn uppi í erminni. 14. - Dxd4?! 15. Bc3 Dd816. Rgfí Rce8 17. g4! b5 18. g5 hxg5 19. Rxg5 Ha6 20. Df3 b4 21. Dh3! g6 22. Bxg6! Þar er Tal rétt lýst. Hvítreitabisk- upinn má svartur ekki drepa því að eftir 22. - fxg6 23. Rxg6 er óveijandi máthótun á h8. 22. - bxc3 23. Rexf7 Dd2+ 24. Kfl Hxf7 25. Bxf7+ Kg7 26. Hgl! Dxg5 Hann á ekki aðra leiki því að kóngurinn var berskjaldaður fyrir hvítu sókninni. En svartur fær ekki nægilegt lið fyrir drottninguna. 27. Hxg5+ Kxf7 28. bxc3 e5?? Speelman var fljótur að gefast upp er hann sá hvað hann hafði gert. Biskupinn á c8 er valdlaus og fellur í næsta leik. Hvítt: Devaki Prasad Svart: Jonathan Speelman Sikileyjarvörn. 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 d6 6. Bc4 Db6 7. Rb3 e6 8. Be3 Dc7 9. Bd3 a6 10.a4 b6 11. f4 g6 12. 0-0 Bg7 13. De2 0-0 14. g4? Algeng sóknartilraun í Sikileyjar- vöminni en í þessari stöðu er þetta vindhögg því að svartur er vel í stakk búinn til þess að mæta atlög- unni. 14. - Rb4 15. g5 Rd7 16. f5 exf5 17. exf5 Bxc3!? 18. bxc3 Rxd319. cxd3 Bb7 Speelman gaf vai-narbiskup sinn á svörtu hornalínunni með glöðu geði því að nú á hvítreitabiskup hans engan andstæðing. Þetta er góður efniviður í stórsókn að hvítu kóngs- stöðunni sem er orðin fremur skjól- lítil eftir æðibunugang peðanna. 20. Rd4 Hae8 21. Dd2 Ba8 22. Kf'2 He5 23. Bf4 Hfe8! Snjöll hugmynd. Eftir 24. Bxe5 dxe5 25. Rf3 Rc5 hefur svartur öll tök á stöunni og býst til að brjótast fram með e-peðinu. 24. Kg3 Rc5 25. Kh4!? Dd7 26.. Habl Rxa4 27. Bxe5 dxe5 28. fxg6 hxg6 29. Rc2 29. - Rxc3! 30. Dxc3 Bg2! Frumleg flétta enda er staðan óeðlileg með hvíta kónginn úti á kanti. Svartur hótar máti á h3 og þennan reit getur hvítur ekki varið. Ef 31. d4, þá 31. - exd4 32. Rxd4 He4+ o.s.frv. 31. Kg3 Dh3+ 32. Kf2 Bxfl 33. Re3 Vegna þess að 33. Hxfl Hc8! og síðan 34. - Dxh2 + og Rc2 fellur er ekki aðlaðandi. 33. - Dxh2* 34. Kxfl Dhl- 35. Kf2 Dxbl 36. Rg4 Da2+ 37. Kg3 De6 38. Rf6+ Kg7 Metþátttaka í boðsmótinu Davíð Ólafsson varð efstur á boðs- móti Taflfélags Revkjavíkur sem lauk f>TÍr skömmu. Davíð hlaut 6'A v. af 7 mögulegum. Bar sigurorð af Snorra G. Bergssyni, sem efstur varð á þessu móti i fyrra, í lokaskákinni. Boðsmótið er árlegur viðburðm- og er nánast eina árvissa mótið hér á landi. sem fram fer að sumarlagi. Metþátttaka varð í ár, áttatíu kepp- endur tefldu með. „Þetta er létt sumarmót sem hentar ungum mönn- um á uppleið og eins þeim sem \dlja ekki taka of hart á," sagði Ólafúr H. Ólafsson, varaformaður Taflfé- lags Reykjavíkur, í samtali við DV. I 2. - 7. sæti á mótinu urðu Snorri Bergsson, Tómas Bjömsson, Sigurð- ur Daði Sigfússon (allir Taflfélagi Reykjavíkur), Björgvin Guðmunds- son (Skákfélagi Hafnaifyarðar), Sveinn Kristinsson og Jón Ámi Halldórsson, í þessari röð eftir stig- um, allir með 5 'A v. Næst komu Guðfríður Lilja Grét- arsdóttir, Hrannar Baldursson, Sigurjón Birgisson (Skákf. Hafnar- fjarðar), Uros Ivanovic, Ingi Fjalar Magnússon, Einar T. Óskarsson, Eiríkur Bjömsson og Eggert ísólfs- son, allir með 5 v. Aðrir fengu minna. Skákstjóri var Ólafur Ásgiimsson. -JLÁ TIL HJALPAR — gegn vimuefnum — ÁHEITASÍMINN 62 • 35•50 62 svo byrjar baga bræður og systur hlýðið á 35 ég held til haga hverju sem okkur gagnast má 50 hjartans höfðinginn, hringdu nú elsku vinur minn KRÝSUVÍKURSAMTÖKIN ÞVERHOLTI 20 • 105 REYKJAVlK S 62 10 05 OG 62 35 50 afsláttur í júní og júlí veitum við 15% staðgreiðsluafslátt af öllum bremsuklossum í Volksvagen, Mitsubishi og Range Rover bifreiöar. Kynntu þér okkar verð, það getur borgað sig. SIMAR: 91-695500 91-695650 91-695651 HEKLAHF

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.