Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1987, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1987, Síða 32
32 LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 1987. . Spakmælið ____________________________ Trúboði mætti lítilli kínverskri stelpu sem rogaðist með strákanga. „þú hefur þunga byrði að bera," sagði trúboð- inn. „Þetta er engin byrði," svaraði hún „Þetta er bróðir minn." Messur Guðsþjónustur í Reykjavíkur- prófastsdæmi sunnudag 19. júlí 1987. Áskirkja. Við minnum á guðsþjón- ustuna í Laugameskirkju kl. 11. Sr. Jón D. Hróbjartsson messar. Sóknar- prestur. Bústaðakirkja. Messa kl. 11. Organ- isti Guðni Þ. Guðmundsson. Sr. Ólafur Skúlason. Dómkirkjan. Messa kl. 11. Organ- leikari Helgi Pétursson. Sr. Hjalti Guðmundsson. Orgeltónleikar sunnudag kl. 17. Þýskur organleik- ari, frú Gabrielle Liebold frá Braunschweig. Elliheimilið Grund. Guðsþjónusta kl. 10. Sr. Gyifi Jónsson. Fella- og Hólakirkja. Guðsþjónusta kl. 11. Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir, guðfræðinemi prédikar. Organisti Guðný Margrét Magnúsdóttir. Hreinn Hjartarson. Hallgrímskirkja. Messa kl. 11. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Þriðjudagur: Fyrirbænamessa kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Landspítalinn. Messa kl. 10. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Háteigskirkja. Messa kl. 11. Organ- isti Orthulf Prunner. Sr. Arngrímur Jónsson. Kópavogskirkja. Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 11. Sr. Þorbergur Kristjánsson. Langholtskirkja. Kirkja Guðbrands biskups. Guðsþjónusta kl. 11. Ein- söngur Sigurbjörg Hjörleifsdóttir. Oddný Þorsteinsdóttir leikur á orgel og stjórnar kór kirkjunnar. Sr. Sig. Haukur Guðjónsson. Sóknarnefndin. Laugarneskirkja. Laugardagur 18. júlí. Guðsþjónusta í Hátúni lOb, 9. hæð, kl. 11. Sunnudagur 19. júlí. Guðsþjónusta í kirkjunni kl. 11. Sóknarprestur. Neskirkja. Guðsþjónusta kl. 11. Org- elleikur Jakob Hallgrímsson. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. Mið- vikudagur 22. júlí. Fyrirbænamessa kl. 18.20. Sr. Guðmundur Óskar Ól- afsson. Seltjarnarneskirkja. Helgistund í umsjá safnaðarins kl. 11. Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. Þingvallakirkja. Messa verður á sunnudag kl. 14.00. Organisti er Ein- ar Sigurðsson. Sóknarprestur. Ytri-Njarðvíkurkirkja. Morgun- messa á sunnudag kl. 9.00 árdegis. Kór Keflavíkurkirkju syngur. Org- anisti er Siguróli Geirsson, prestur er séra Ólafur Oddur Jónsson. Keflavíkurkirkja. Guðsþjónusta kl. 11 árdegis á sunnudag. Órganisti er Siguróli Geirsson. Sóknarprestur. Ferðalög Sumarleyfisferðir Ferðafé- lagsins 22. -26. júli (5 dagar): Landmannalaugar - Þórsmörk. Brottför kl. 08 miðvikudag, gengið samdægurs í Hrafntinnusker og síðan áfram sem leið liggur til Þórsmerkur næstu þrjá daga. Fararstjóri: Torfi Hjalta- son. 23. -26. júlí (4 dagar): Strandir - ísafjarð- ardjúp. Gist tvær nætur á Laugarhóli í Bjamarfirði og eina nótt í Reykjanesi. Ekið norður í Trékyllisvík. Ekið yfir í Djúp um Steingrímsfjarðarheiði og til Reykjavíkur um Þorskafjarðarheiði. Far- arstjóri: Sigurður Kristinsson. 23. -28. júli (6 dagar): Hornvík. Dvalið tvo daga í Homvík og famar gönguferðir frá tjaldstað. Farið með rútu til ísafjarðar báðar leiðir. 24. -29. júli (6 dagar): Landmannalaugar - Þórsmörk. UPPSELT! Upplýsingar og farmiðasala á skrifstofu F.Í., Oldugötu 3. Ferðafélag íslands. Tilkynningar lceland - The Cutting Edge Of Fisheries Technology Kominn er út á ensku fyrsti útflutnings- greinabæklingur Útflutningsráðs íslands. Hann ber heitið: Iceland - The Cutting Edge Of Fisheries Technology, og í hon- um er eingöngu fjallað um íslenskar vélar og annan vaming fyrir sjávarútveg. Ætl- unin er að nota ritið einvörðungu til að kynna útlendingum það sem framleitt er hér fyrir fiskiðnað og sjávarútveg. Upplagið er 15 þúsund eintök en þar af verður sjö þúsund eintökum dreift sem sérriti með hinu virta breska sjávarútvegs- riti World Fishing sem fer til lesenda um allan heim. World Fishing er eitt virtasta tímarit sinnar tegundar vítt um veröld, áskrifendur þess em lykilmenn í sjávarút- vegi og því mikilvægt að ná til þeirra með kynningu á því sem hér er í boði í þessari atvinnugrein. Bæklingurinn, sem er 76 blaðsíður, er mjög vandaður og gefur yfirgripsmikla mynd af t.d. fiskibátum, vélum, tækjum, fatnaði, tölvubúnaði og umbúðum og einnig efnum sem nauðsynleg em útgerð og fiskvinnslu. Eins og fyrr segir er hann nú kominn út á epsku en Útflutningsráðið mun einnig gefa hann út á norsku og spænsku. Út- gáfan var vemlega styrkt af Iðnlánasjóði en auk þess greiða þátttakendur vægt auglýsingagjald. Þetta litprentaða sérrit verður jafnframt notað á alþjóðlegum sjávarútvegssýningum og á þeim stöðum þar sem íslenskar framleiðsluvörur til sjávarútvegs verða kynntar og seldar. Greinabæklingurinn einfaldar Ú1 og við- komandi framleiðendum að svara margs konar fyrirspurnum sem berast hingað frá aðilum víða um lönd sem hug hafa á að kaupa héðan umræddan varning. Hingað til hefur þurft að senda marga bæklinga og pésa frá einstökum framleiðendum. Útflutningsráð Islands mun gefa út fleiri slík rit um aðrar mikilvægar útflutnings- greinar á næstunni. Kaupmannasamtök Íslands mótmæla harðlega þeirri ákvörðun ríkis- stjórnarinnar að hækka verð á helstu nauðsynjavörum landsmanna með álagn- ingu 10% sérstaks söluskatts. Jafnframt benda samtökin á að með þessari ákvörð- un sé kaupmönnum enn einu sinni íþyngt með því að láta þá inna af hendi meiri þegnskylduvinnu fyrir ríkissjóð þar sem vinna og ábyrgð kaupmanna í verslunum eykst við innheimtu og uppgjör skattsins vegna þessarar ákvörðunar. Þá skal sér- staklega vakin athygli á því að með því að leggja sérstakan söluskatt á ýmsa þjón- ustu, sem verslanir og fyrirtæki almennt þurfa að kaupa, svo sem bókhaldsþjónustu og tölvuvinnslu, eykst kostnaður við rekstur verslana sem endanlega þýðir að almenningur í landinu þarf að greiða hærra vöruverð. Aðstoðarmaður forsætisráðherra ráðinn Jónína Michaelsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður Þorsteins Pálssonar for- sætisráðherra frá 1. ágúst nk. Jónína starfaði sem blaðamaður á Vísi 1977-1980, var framkvæmdastjóri samtakanna Við- skipti og verslun 1980-1983, starfaði að markaðsráðgjöf við Iðnaðarbankann 1984-1986 og hefur síðan unnið sjálfstætt að verkefnum á sviði markaðsmála og að ritstörfum. Jónína hefur gegnt marghátt- uðum trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðis- flokkinn, var m.a. formaður útbreiðslu- nefndar, sat um skeið í framkvæmdastjórn flokksins og miðstjórn. Jónína er gift Sig- þóri Sigurðssyni kerfisfræðingi og eiga þau þrjú börn. Kappflug Vísa Hið árlega kappflug Vísa á íslandi og Bréfdúfnafélags Reykjavíkur var haldið 20. júní. Flogið var frá Fagurhólsmýri, vegalengd 364 km, um 200 fuglar tóku þátt, hraðfleygastur var: 1. ÍS-85 3331, eigandi Þórir Eggertsson 2. ÍS-85 1524, eig. Halldór Guðbjörnsson 3. ÍS-85 2913, eigandi Ómar Bjarnason Vísamótið er eitt stærsta mót sumarsins og glæsileg verðlaun í boði fyrir sigurveg- arana. Verðlaunaafhending verður á uppskeruhátíð Dúfnaræktarsambands Is- lands að keppnistímabili loknu. Námskeið í lífefli og djúpslökun Fræðslumiðstöðin Þridrangur verður með námskeið í lífefli og djúpslökun. Leið- beinandi er Gunnhildur H. Axelsdóttir og fylgir námskeiðinu slökunarsnælda og les- efni. Námskeiðið er helgi og eitt kvöld. Fyrra námskeiðið er helgina 18 - 19. júlí og hið síðara 25 - 26. júlí næstkomandi. I námskeiðinu eru kenndar lífeflisæfingar dr. Alexanders Lowen. Lífeflisæfingar- kerfið er stundum nefnt „yoga tuttugustu aldarinnar" og þykir henta vel sem alhliða heilsuvemd. Avinningur af lífeflisæfing- um er m.a. áð: Losa um vöðvaspennu, dýpka öndunina, auka orku og vellíðan í kynlífi. Námskeiðið gerir jafnframt ítarleg skil á hvíldarþjálfun sovéska læknisins dr. A.G. Odessky. Þessi slökunaraðferð var sérs- taklega hönnuð fyrir geimfara og er talin meðal fremstu aðferða til tauga- og vöðv- aslökunar. Hún byggir á áhrifamætti sjálfseíjunar, öndunartækni úr jóga og sérstakri tónlist sem hefur sjálfkrafa slök- un í för með sér. Innritun og upplýsingar eru á milli kl. 20-23 f s. 67 11 68. Öllum er heimil þátttaka. Sýningar Norræna húsið Hilma af Klint - óþekktur brautryðjandi abstraktlistar Laugardaginn 18. júlí kl. 17.00 heldur sænski listfræðingurinn dr. Áke Fant fyr- irlestur um sænska listmálarann Hilmu af Klint (1862-1944), óþekktan brautryðj- anda abstraktlistar. Áke Fant er dósent í listasögu við Stokkhólmsháskóla og hefur skrifað fjölda bóka um nútímalist og unn- ið að gerð sýninga um nútímaarkitektúr. Áke Fant hefur um langt skeið unnið að rannsóknum á list Hilmu af Klint og skýr- ir hann frá þeim í Norræna húsinu á laugardaginn kl. 17.00. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomn- ir. Nýlistasafnið Ina Salóme heldur einkasýningu á textíl- verkum í Nýlistasafninu við Vatnsstíg 3 frá 18. júlí til 26. júlí. Þetta er önnur einkasýning Inu Salóme en hún hefur tekið þátt í fjölda samsýn- inga hér á landi og erlendis. Nýlistasafnið er opið virka daga kl. 16-20 og um helgar kl. 14-20. Síðasta sýningarhelgi Jóns Baldvinssonar i Menningar- stofnun Bandaríkjanna Sýning Jóns Baldvinssonar í Menningar- stofnun Bandaríkjanna verður opin um næstu helgi milli kl. 14 og 22 og er það jafnframt síðasta sýningarhelgi. Sýning- unni lýkur sunnudagskvöldið 19. júlí. Verið velkomin. Árbæjarsafn Meðal nýjunga á safninu er sýning á göml- um slökkviliðsbílum og sýning frá fom- leifagreftri í Reykjavík og Reykjavíkurlík- önum. Opið alla daga nema mánudaga kl. 10-18. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74 Sumarsýning safnsins er opin alla daga nema laugardaga kl. 13.30-16. Ásmundarsafn við Sigtún Um þessar mundir stendur yfir sýningin abstraktlist Ásmundar Sveínssonar. Þar gefur að líta 26 höggmyndir og 10 vatns- litamyndir og teikningar. Þá er einnig til sýnis videomynd sem fjallar um konuna í list Ásmundar Sveinssonar. Þá eru til sölu bækur, kort, litskyggnur, videomyndir og afsteypur af verkum listamannsins. Safnið er opið daglega yfir sumarið kl. 10-16. Gallerí Borg, Pósthússtræti 9 Gamlir meistarar, olíumyndir og vatns- litamyndir. í Austurstræti 10 stendur yfir sýning á olíumyndum, grafík og íl. eftir nýja meistara. Sýningarnar eru opnar kl. 10-18. Gallerí Gangskör v/Lækjargötu. Helgi Valgeirsson opnar sínu fyrstu einka- sýningu í Gallerí Gangskör á morgun. Helgi hefur áður tekið þátt í samsýning- um. Sýningin stendur til 25. júlí og er galleríið opið kl. 12-18 alla virka daga. Allir velkomnir. Gallerí Svart á hvítu við Óðinstorg I sumar verður í Gallerí Svart á hvítu samsýning á verkum nokkurra ungra myndlistarmanna. Meðal listamanna sem eiga verk á þessari sýningu eru: Páll Guð- mundsson, Jóhanna Ingvadóttir, .Magnús Kjartansson, Aðalsteinn Svanur Sigfús- son, Brynhildur Þorgeirsdóttir, Georg Guðni, Valgarður Gunnarsson, Grétar Reynisson, Kees Visser, Gunnar örn, Piet- er Holstein, Sigurður Guðmundsson, Jón Axel og Hulda Hákon. Meðan á sumarsýn- ingu stendur verður reglulega skipt um myndir. Þetta er sölusýning og er opin alla daga nema mánudaga kl. 14-18. Gallerí 119 v/JL húsið Þar eru til sýnis plaköt og verk eftir þekkta listamenn. Opnunartími er mánu- daga til föstudaga kl. 12-19, laugardaga kl. 12-18 og sunnudaga kl. 14-18. Gallerí Hallgerður Pólski myndlistarmaðurinn Jacek Sroka sýnir verk sín í Gallerí Hallgerði. Mynd- irnar eru til sölu. Gallerí Langbrók, Textíll, Bókhlöðustíg 2 Opið kl. 12-18 þriðjudaga til föstudaga og kl. 11-14 laugardaga. Nær eingöngu verk eftir eigendur gallerísins, 7 textíllistakon- ur, sem annast sjálfar rekstur þess. Á sýningunni er vefnaður, tauþrykk, fatnað- ur, skartgripir, myndverk og handgerð kort. Bækur Ferðahandbókin Land Nýlega kom út ferðahandbókin Land. Brot ritsins hefur verið smækkað til að auð- velda meðhöndlun bókarinnar á ferðalög- um. Þar nýtist bókin best þó hún sé einnig kjörið lesefni hvar sem er því í bókinni leynist hafsjór fróðleiks. Útlit bókarinnar er breytt, nú fara saman þjónustulistar, kynningargreinar og auglýsingar ákveð- inna sveitafélaga. I bókinni eru þjónustu- listar sveitarfélaganna. Þar er hlutlaus upptalning á nær allri ferðaþjónustu sem í boði er á íslandi. Fjölmargar kynningar- greinar um sveitarfélög eru í bókinni, þar er m.a. fjallað um sögu og stöðu byggðar- innar. Útgefandi ferðahandbókarinnar Land er Ferðaland hf„ Bolholti 6, Reykja- vík s. 91-687868. Ritstjóri bókarinnar er Björn Hróarsson jarðfræðingur en auk hans unnu að útgáfunni Magnfríður Jjil- íusdóttir og Ása Hreggviðsdóttir. Auk ritstjóra eiga Björn Rúriksson og Mats Wibe Lund flestar myndir í bókinni. Bjöm Br. Björnsson teiknaði bókina og sá um útlit hennar. Bókin er gefin út í 60.000 eintökum á íslensku og 40.000 eintökum á ensku. Þessi góði ferðafélagi kostar kr. 185 og fæst á flestum blaðsölustöðum. Leikhús Light Nights-18. árið Sýningar Ferðaleikhússins á Light Nights eru hafnar í Tjarnarbíói við Tjörn- ina í Reykjavík. Sýningakvöld eru fjögur í viku, á fimmtudags-, föstudags-, laugar- dags- og sunnudagskvöldum og hefjast sýningarnar kl. 21.00. Sýnt verður allan júní, júlí og ágúst. Síðasta sýning verður 30. ágúst. Light Nights sýningarnar eru sérstak- lega færðar upp til skemmtunar og fróð- leiks enskumælandi ferðamönnum. Efnið- er allt íslenskt en flutt á ensku að undan- skildum þjóðlagatextum og kveðnum lausavísum. Meðal efnis má nefna: þjóð- sögur af huldufólki, tröllum og draugum, gamlar gamanfrásagnir og einnig er atriði úr Egilssögu sviðsett. Sýningaratriði eru 25 alls sem eru ýmist leikin eða sýnd með flölmyndatækni (audio visual). Leiksviðs- myndir eru af baðstofu um aldamótin og af víkingaskála. Fyrir ofan leiksviðsmynd- imar er stórt sýningartjald þar sem um Ýmislegt Sérkort af Skaftafelli Landmælingar Islands hafa sent frá sér nýtt sérkort af Skaftafelli í mælikvörðun- um 1:25 000 og 1:100 000. Kortin eru .. vönduð að allri gerð og sýna vel Skafta- fell og útivistarsvæðið í kring um Öræfa- jökul. Kortin fást bæði flöt og brotin í kortaverslun Landmælinga Islands að Laugavegi 178 og á helstu sölustöðum korta. Einnig em komnar út 23 nýjar útg- áfur af Atlasblöðunum í mælikvarðanum 1:100 000. I kortabúðinni að Laugavegi fást einnig fleiri sérkort og önnur kort er gefin hafa verið út hjá stofnuninni. Einnig fást öll helstu ferðakort á um 200 útsölu- stöðum um land allt. Nordex - ný norræn við- skiptasímaskrá Póst- og símamálastofnunin hefur sent frá sér símaskrá yfir útflutnings- og þjónustu- fyrirtæki á Norðurlöndunum. Skráin er sameiginlegt verkefni símamálastjórn- anna á Norðurlöndum og verður gefin út árlega. Hún er prentuð í fimm mismun- andi útgáfum, þ.e. á máli hvers lands fyrir sig, þó efnið sé það sama í þeim öllum. Nordex er skipt í tvennt, starfsgreinaskrá og nafnaskrá. I henni er að finna upplýs- ingar um rúmlega 10.000 fyrirtæki á Norðurlöndum. Nordex er ætlað að greiða fyrir samskiptum á milli landanna og auð- velda leiðir að nýjum viðskiptasambönd- um. Nordex 1987 verður dreift ókeypis til þeirra er þess óska á meðan upplag endist. 270 skyggnur eru sýndar í samræmi við viðkomandi atriði. Stærsta hlutverkið í sýningunni er hlutverk sögumanns sem er leikið af Kristínu G. Magnús. Ferðaleikhúsið starfar einnig undir nafninu The Summer Theatre. Stofnend- ur og eigendur eru Halldór Snorrason, Kristín G. Magnús og Magnús S. Hall- dórsson. Light Nights sýningar Ferðaleikhúss- ins hafa verið sýndar víðs vegar um Bandarikin. Einnig voru 3 einþáttungar færðir upp á Edinborgarhátíðinni í Skot- landi árið 1978 og var það í fyrsta sinn er Islendingar komu með leiksýningu á þá heimsfrægu listahátíð. Árið 1980 sýndi Ferðaleikhúsið/The Summer Theatre íslenskt bamaleikrit, The Storyland, í einu þekktasta bamaleikhúsi í London, The Unicorn Theatre for Children, sem hefur aðsetur í The Arts Theatre, West End, London. Þetta er 18. sumarið sem Ferðaleik- húsið stendur fyrir sýningum á Light Nights í Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.