Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1987, Side 4
4
FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 1987.
Fréttir
Flutningur utanríkisvidskipta:
Lagabreyting-
ar undirbúnar
nokkur álvtaefríi óleyst
„Utanríkisráðuneytið hefur nú þeg-
ar tekið við mestu af þeim verkefnum
sem áformað er að flytja frá viðskipta-
ráðuneyti," sagði Hannes Hafstein
ráðuneytisstjóri í samtali við DV í gær.
„Það eru nokkur verkefhi eftir sem
bundin eru undir viðskiptaráðuneyti
í lögum, svo sem útgáfa útflutnings-
leyfa og staða Útflutningsráðs Is-
lands.“ Hannes sagði að unnið væri
að undirbúningi nauðsynlegra laga-
breytinga og yrðu þær lagðar fram í
upphafi þings í haust.
„Flestu öðru höfum við tekið við.
Þar má sem dæmi nefiia samskiptin
við Evrópubandalagið, EFTA og
GATT. Þá höfum við einnig tekið við
framkvæmd á viðskiptasamningum
við Austur-Evrópuríki.
Innan utanríkisráðuneytisins verður
starfrækt sérstök viðskiptaskrifstofa.
Nú þegar hefur einn maður flust úr
viðskiptaráðuneytinu til okkar og
annar kemur líklega í sambandi við
útgáfu útflutningsleyfa."
Áðspurður sagði Hannes að nokkuð
átakalaust hefði gengið að greina á
milli hvaða verkefni skyldu flytjast í
utanríkisráðuneytið. „Það hefúr ekki
verið neinn teljandi skoðanamunur.
Það er einstaka samstarfsnefhd sem
er álitaefni hvort fellur undir útflutn-
ingsverslun eða innanlandsverslun."
sagði Hannes.
-ES
Bið eftir húsnæðislánum langt fram í tímann:
Margir slá út á loforðin hjá
bönkum og verðbréfasolum
Húsnæðismálastofhun hefur ekki
gefið út nein lánsloforð síðan í vor
og þegar stíflan springur næst fá
umsækjendur loforð um lán á árinu
1989 og síðar. Eins og áður lána
bankar og sparisjóðir út á þessi lof-
orð að hluta. Verðbréfasölur hafa
gengið lengra og lána viðstöðulítið
út á allt að 90% upphæðar hvers
lánsloforðs.
Þessi lán út á loforð um húsnæðis-
lán eru miklu dýrari en húsnæðisl-
ánin sjálf og má reikna með að
krafist sé 14-16% raunávöxtunar á
ári hjá verðbréfasölunum, auk þess
sem þóknun leggst á fyrirgreiðsluna,
venjulega 1-2%. Bankamir taka
8-9% vexti umfram verðbólgu, auk
kostnaðar. Af húsnæðislánunum
sjálfum, þegar þau koma til sögunn-
ar, greiðast aftur á móti 3,5% vextir
umfram verðbólgu eins og er og við
bætist afgreiðslukostnaður. I flestum
tilfellum bætist svo enn við þinglýs-
ingarkostnaður, 0,5-1,5%.
Á móti því að slá lán út á væntan-
leg húsnæðislán kann að sparast
talsvert, hvort sem keypt er notað
húsnæði eða byggt nýtt. Dæmi eru
til um að við kaup á notuðum íbúð-
um fáist verðið niður um 5-8%.
Þetta er þó mjög vandmetið þar sem
upphaflegt mat á verði notaðra fas-
teigna er ætíð umdeilanlegt. Þá fá
húsbyggjendur 3-10% afslátt á bygg-
ingarefhi við staðgreiðslu og allt að
25% afslátt á steypu, svo dæmi séu
nefhd.
Verðbréfasölumar hafa mismun-
andi hátt á fyrirgreiðslu sinni en
allar lána þær út á lánsloforðin sem
síðan er ávísað til þeirra sem
greiðslu. Þetta er sambærilegur
háttur og bankamir hafa haft á
árum saman og fara öll þessi við-
skipti fram á þinglýstum pappírum.
Þjónusta verðbréfasalanna hefur
verið talsvert notuð í sumar en úr
henni hefur dregið þar sem hús-
næðislánakerfið er nú stíflað.
-HERB
Það er einum af hundraði dýrara að byggja núna heldur en i júli
Byggingarkostnaður:
Prósenti dvr-
ara að
Það er einum af hundraði dýrara
að byggja núna í ágúst en var í júlí.
Þetta segir Hagstofan eftir að hafa
farið ofan í saumana á byggingar-
kostnaði. Mest munar um hækkun á
gatnagerðargjöldum og steypu. Nýja
byggingarvísitalan sem byrjaði á 100
í júní og gilti fyrir júlí er komin Í101.3
og gildir sú vísitala í september.
byggja
Gamla vísitalan sem byijaði á 100 í
desember 1982 er komin í 324 fyrir
september í ár. Á síðustu 12 mánuðum
hefur byggingarvísitalan hækkað um
18%. Hækkun síðustu þriggja mánaða
um 3.3% jafngildir 14% hækkun á
heilu ári.
-HERB
Gjögur:
Kindunum geffin saltsíld
Regína Thorarensen, DV, Gjögii
Axel Thorarensen, á nfræðisaldri,
sem býr á Gjögri, hefur undanfarin ár
lagt síldametsstubba um verslunar-
mannahelgina og oft fiskað vel af góðri
og stórri síld en nú hefur hún verið
smá og horuð, aðeins ein og ein sæmi-
leg inni á milli. Axel saltar síldina í
tunnur og gefur rollum sínum yfir
veturinn og þarf fyrir vikið að heyja
minna.
í dag mælir Dagfari
Stuttbuxnadeildin
Enda þótt Sjálfstæðisflokkurinn
hafi gengið til kosninga í vor og tap-
að þriðja hverju atkvæði hefur lítið
borið á áhyggjum af þeim kosninga-
úrslitum. Flokkurinn hefur verið
upptekinn við myndun ríkisstjómar,
að öðm leyti tekið sér sumarfrí sem
nú er búið að standa samfleytt frá
því í apríl þegar kosningatölur lágu
fyrir. Einhver skýrsla var tekin sam-
an af'þar til skipaðri nefhd sem átti
að draga saman skýringamar á tap-
inu en sú skýrsla hefur síðan verið
læst niðri í skúffúm þeirra sem hana
sömdu og verður ekki önnur ályktun
dregin en sú að með því ætli Sjálf-
stæðisflokkurinn að varðveita tapið
sem hemaðarleyndármál fram að
næstu kosningum til að geta endur-
tekið það. Auðvitað má það ekki
spyrjast til kjósenda eða flokks-
manna hvemig flokkurinn fór að því
að tapa svo myndarlega ef meiningin
er að endurtaka tapið og algjörlega
ástæðulaust að láta aðra flokka
komast að því leyndarmáli. Þeir
gætu jafnvel stolið glæpnum frá
Sjálfstæðisflokknum og tekið upp á
því að tapa líka.
Eftir því sem lesa má í félagsmála-
auglýsingum Morgunblaðsins
standa fyrir dyrum landsþing hjá
sjálfstæðiskonum annars vegar og
stuttbuxnadeildinni hins vegar. Af
konunum er lítið að frétta og ekki
sjáanlegt að til neinna tíðinda dragi
á þeim bæ. Konumar í Sjálfstæðis-
flokknum komust hvort sem er lítið
að á framboðslistum og skiptu engu
máli frekar en endranær og þess
vegna finnst engri þeirra taka því
að sækjast eftir völdum innan kven-
félagsins í flokknum. Þær em upp á
punt hvort sem er.
Á hinn bóginn virðist vera einhver
hreyfing meðal ungliðanna og þá í
þá vem að skipta um formann í
SUS. Þetta má merkja af lesenda-
bréfúm í Morgunblaðinu, frásögnum
á Stöð tvö og í slúðurdálkum Þjóð-
viljans en í þeim dálkum er jafiian
getið um innanbúðarmál Sjálfstæð-
isflokksins af hvað mestri ná-
kvæmni.
Tveir menn em sagðir í framboði
til formanns og skiptir ekki máli
hvað þeir heita því þeir em flestir
eins, fijálshyggjudrengimir hjá
íhaldinu, eftir að Hannes Hólm-
steinn heilaþvoði ungliðahreyfing-
una í Sjálfstæðisflokknum með
kenningum Hayeks og Friedmanns.
Munurinn á þessum tveim frambjóð-
endum er sagður sá að annar heldur
því fram að flokkurinn þurfi að gera
breytingar á skipulagi sínu til að ná
betri árangri í kosningum. Hinn
heldur því fram að það þurfi að gera
breytingar á hugarfari til að ná betri
árangri í kosningum. Hvomgum
hefúr hins vegar dottið í hug að gera
þurfi breytingar á forystu eða fram-
bjóðendum til að fólkið í landinu
kjósi Sjálfstæðisflokkinn, enda
skiptir það greinilega engu máli í
flokknum hveijir veljast til framboðs
og forystu ef skipulagið og hugarfar-
ið er í lagi.
Ekki getur Dagfari fjallað mikið
um skipulagsbreytingamar sem eiga
að bjarga Sjálfstæðisflokknum en
hins vegar er ástæða til að staldra
við þau ummæli annars formanns-
kandidatsins að hugarfarsbreytingu
þurfi að verða hjá flokksforystunni
á þann hátt að hún komist aftur í
tengsl við fólkið og kjósenduma en
á það finnst hinum unga manni að
hafi skort fram að þessu. Þetta er
mjög athyglisverð kenning. Nú hélt
maður að sjálfstæðisforystán hefði
verið upptekin við önnur störf, feim-
in við ókunnuga eða jafnvel yfir það
hafin að komast í tengsl við kjósend-
ur, eins og frambjóðendur gera oftast
þegar þeir sækjast eftir atkvæðum.
En með því að halda því fram að
hugarfarsbreytingu þurfi er SUS
maðurinn að upplýsa að í forystu
Sjálfstæðisflokksins hafi ríkt það
hugarfar eða viðhorf að ástæðulaust
sé að skapa tengsl við almenning.
Þau vom engin, segir kandidatinn
og er ekki lengur viss um að þetta
sé rétt hugarfar gagnvart háttvirtum
kjósendum. Ekki skal dregið í efa
að formannsefnið hafi rétt fyrir sér
en þá er líka búið að upplýsa hemað-
arleyndarmálið í Sjálfstæðisflokkn-
um sem enginn hefur mátt vita um.
Forysta flokksins hefur með ráðnum
hug og að yfirlögðu ráði gengið til
kosningabaráttunnar með það hug-
arfar að forðast öll tengsl við kjós-
endur! Svo em menn hissa á
kosningaúrslitum Sjálfstæðisflokks-
ins!
Dagfari