Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1987, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1987, Blaðsíða 16
FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 1987. 16 Spumingin Hvað finnst þér að eigi að verða um Útvegsbankann? Sigurjón Grétarsson: Mér fmnst að útvegsmenn eigi að fá hann. Tilboð fyrirtækjanna er miklu hagstæðara heldur en Sambandsins sem er að auki með það mikið veldi að þeir hafa ekki þörf á meiru. Bárður Bárðarson: Mér finnst að það eigi ekki að selja hann, heldur bara hafa hann eins og hann er. Sveinfríður Ólafsdóttir: Ég hef ekki hugmynd um það. Ég hef enga skoð- Agla Tulinius: Mér finnst allavega að Sambandið eigi ekki að fá hann. Ég er á móti þessari einokun. Þá ætti miklu frekar að taka hinu til- boðinu. Eiríkur Lárusson: Mér finnst að hann eigi að vera hlutafélag, eitt- hvað í svipaða veru og tilboð fyrir- tækjanna og útvegsmannanna felur í sér. Sambandsmenn hafa alveg nóg. Karl Jeppesen: Ég veit það ekki og tel mig ekki færan um að dæma þar um. En ef ég hugsa mig um þá styð ég frekar að útvegsmenn standi að bankanum ef eitthvað er. Lesendur Ólafsvíkingur skrifar: Um mánaðamótin maí/júní tóku ungmenni hér í Ólaisvík sig til og keyptu 11 seglbretti ásamt þurrbún- ingum og öðru tilheyrandi. Þessu . hefúr verið misjafhlega tekið af full- orðna fólkinu. Sumir sjá björtu hliðamar en aðrír telja þetta sóun á peningum og stórhættulegt. Land- eigendur ráku t.d. unglingana af vatni héma rétt við bæinn og höfðu jú fúllan rétt á því, því þeir eiga vatnið. En einhvem veginn hef ég það á tilfinningunni að þessi segl- brettamenning hér í Ólafsvík hefði verið lofuð og blessuð ef fullorðnir heföu komið þessu tíl leiðar. Ég tala nú ekki umefum frammámenn hefði verið að ræða. En er ekki eðlilegt að aðstoða unglinga við þeirra áhugamál og standa með þeim? Það er af nógu að taka, ekki bara í sambandi við seglbrettí. T.d. hestar, golf og ótal íþróttír, sumt dýrt og annað ekkl Ég vil að það sé fjallað um uppá- tæki unglinga eins og þeirra héma í ólafsvík á jákvæðari hátt. Það heföi örugglega verið skrifað um unglingana ef þeir heföu misstígið sig í þeim heirai sem stundum virðist ekki vera ætlaður þeim. Ég er t.d. nokkuð viss um að landeigendumir sem minnst var á áðan myndu með „Eg vikil frekar vera foreldri hrausts og heilbrigös ungmennis í sporti sem ég óttast, s.s. fallhlifarstökki eða klettaklifri heldur en aö vlta af barninu minu sem froðufellandi aumingja á stofnun." glöðu geði, gefa land tíl að reisa á heimili fyrir ungmenni sem lent hafa á viiligötum. Islendingar söíhuðu miklum peningum í byggingu SÁÁ og til unglingaheimilísins í Krísuvik. Þetta em stórkostleg átök og góð málefni en ég spyr: Er hvorki tími né peningur tíl fyrr en fólk er orðið hælismatur í tugatali. Ég vildi frekar vera foreldri hrausts og heilbrigðs ungmennis í sportí sem ég óttast, s.s. fallhlífarstökki eða klettakliíri, heldur en að vita af baminu mínu sem froðufellandi aumingja á stofh- un. Foreldrar á íslandi: Standið með unglingunum þegar þau fa sjálf hug- myndir, jafhvel þótt ykkur lítist ekki á blikuna. Það er alla vega betra en að missa trúnað þeirra og vita ekki hvað þau aðhafast fyrr en of seint Fjölmiðlar. Fjallið um unglingana á jákvæðari hátt þegar þeir eiga það skilið. Lagfærið vegina - í stað þess að ausa í auglýsingar Tapaði lyklum í Breið- holti Óhcppin hringdi: Seinnipart síðastliðins föstudags var ég svo óheppin að tapa svörtu fyklaveski með mörgum lyklum í. Ég var að koma úr sundlauginni í Breiðholti og fór í bíl að Eyja- bakka. Mig grunar að lyklaveskið hafi tapast á planinu annaðhvort við sundlaugina í Breiðholti eða við Eyjabakka. Skilvís finnandi er vinsamlegast beðinn um að hafa samband i síma 28875. Einstök lipurð bílstjóra Amma skrifar: Simnudaginn 9. ágúst kl. 3 fór ég með dóttursyni mínum til Stokkseyrar með áætlimarbíl frá BSÍ tíl að leita að fólki sem bjó þar í sumarhúsi. Bílstjórinn, óg held að hann hafi verið kallaður Siggi óli, ráðlagði okkur að fara úr þar sem nokkrir sumarbústaðir voru Það gekk ekki og vorum við afreg að gefast upp þegar við hitt- um bílstjórann okkar aftur. Honum fannst alveg fráleitt að gefast upp og í klukkutíma, sem sé allan þann tíma sem hann haföi til að hvíla sig áður en hann fór aftur tíl Reykjavíkur, hjálpaði hann okkur að leita. Okkur fannst þetta einstök lipurð og hafi hann þökk fyrir hjálpina. Vegfarandi hringdi: Ég vil endilega vekja athygli á einu atriði í sambandi við umferðar- mál. I allri þessari umræðu um umferðina og þrátt fyrir þessa miklu herferð í sjónvarpi og blöðum hefur ekkert færst til batnaðar og slysum alls ekki fækkað. En af hveiju í ósköpunum er öllum þessum milljónum eytt í að auglýsa að vegfarendur eigi að fara varlega í stað þess að setja eitthvað af þessum peningum í það að lagfæra vegina. Oftar en ekki er það nefnilega slæmu ástandi vega að kenna þegar eitthvað kemur fyrir en kannski ekki því að fólk fari eitthvað óvarlega. Hildur Grimsdóttir skrifar: Mig langar til þess að skrifa nokkrar þakkarlínur tíl starfsfólksins á Hótel Borg. Þannig var mál með vexti að ég fór á Borgina á laugardagskvöldið með nokkrum kunningjum. Það vildi þannig til að við vorum nokkuð snemma á ferð og þar sem við erum Ég lenti sjálf í umferðaróhappi á Þingvallaveginum fyrir stuttu. Ástandið á þeim vegi, og þá sérstak- lega frá Ljósafossi að Álftavatni og alveg niður að Þrastaskógi, er alveg hreint hræðilegt. Ofaníburðurinn er eingöngu gróf möl og að auki er vegur- inn mjög mjór með hvörfum á víð og dreif. Ég vil algjörlega kenna ástandi vegarins um hvemig fór því ekki var um of hraðan akstur að ræða. Ég vil því beina þeim tilmælum til yfirvalda að gera nú endilega eitthvað fyrir þennan veg þar sem umferð um hann er mikil. Þetta er geysivinsæll helgamintur og óforsvaranlegt að hafa hann svona. nú gamlir Borgaraðdáendur þá báðum við plötusnúðinn að spila „alveg ekta Borgina" eins og sagt er. Þegar leið á ballið vorum við sammála um að plötusnúðurinn hafi staðið sig alveg eins og hetja. Viljum við því þakka plötusnúðnum og barþjónum fyrir al- veg meiri háttar þjónustu. Aðdáendur Miami Vice þurfa ekki aö örvænta því að þessir vinsælu þættir verða aftur teknir til sýninga eftir jól. Hvar er Miami Vice? Einn óánægður hringdi: Mig langar til að lýsa yfir óánægju minni með að það skuli vera hætt að sýna Miami Vice þættína á Stöð 2. Þeir voru alltaf strax á eftir fréttum á laugardög- um og ég horföi alltaf á þá. Mér finnast þetta mjög góðir þættír og ég skora á Stöð 2 að taka þá aftur til sýningar. Lovísa Óladóttir, starfsmaður dag- skrárdeildar Stöðvar 2: Það er af illri nauðsyn sem við höfúm þurft að hætta sýningum á Miami Vice. Við verðum að hafa smáhlé vegna þess að við sýnum allt árið en úti í Bandaríkjunum þá framleiða þeir bara þætti í 6 til 7 mánuði á ári, endursýna svo yfir sumartímann. Þegar um svona nýja þætti er að ræða þá sýnum við örar en framleitt er og því mun önnur þáttaröð taka við af Miami Vice fram að jólum. Eftir jól tökum við svo þessa vinsælu þætti til sýninga á ný. Bréfritari þakkar plötusnúði og barþjónum Hótel Borgar fyrir góða þjónustu. Góð skemmtun á Borginni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.