Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1987, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 1987.
7
Fréttir
Rannsókn á Búðardalsfaraldrinum:
Vinnutap meira en eitt ár
„Tilgangur rannsóknarinnar var
sá að skilgreina faraldurinn í Búð-
ardal, eðli veikinnar hjá einstakling-
um, svo og hvort þetta geti kennt
okkur hvemig eigi að bregðast við
svona faraldri í framtíðinni eða bent
til forvama. Hins vegar er þessi
vinna rétt að hefjast og þetta er ein-
ungis bráðabirgðaniðurstöður.
Nánari læknisfræðileg rannsókn
tekur mánuði og jafiivel ár,“ sagði
Sigurbjöm Sveinsson, heiisugæslu-
læknir í Búðardal.
Sigurbjöm ákvað í kjölfar salmon-
eEusýkingarinnar, sem kom upp í
fermingarveislum í Búðardal um
páskana, að gera rannsókn á faraldr-
inum. Fékk hann til þess stuðning
ráðuneytisins og vann i samvinnu
við Ólaf Steingrímsson, j'firlækni á
sýklarannsóknadeild Háskóla ís-
lands. „Þetta var fyrst og fremst
samantekt á niðurstöðum sem við
fengum frá einstaklingum. Yfir 120
manns, sem vom í fermingarveislun-
um, var sendur spumingalisti,
svörunin ’var liðlega 80% við spum-
ingum sem vörðuðu sjúkdómsgang-
inn. Hins vegar höfúm við ekki reynt
að sannreyna upplýsingamar sem
fólkið gaf.“
Sigurbjöm sagði að bráðabirgða-
niðurstöður bentu til þess að meiri-
hluti gesta í veislunum hefði veikst
og vinnutap af þessum sökum verið
meira en 1 mannár, yfir 400 vinnu-
dagar hefðu tapast. Lengsta fjarvist
frá vinnu var 70 dagar en algengast
var að fólk væri frá vinnu í 17 daga.
Sögðust menn þó hafa verið slappir
eitthvað lengur, jafinvel svo vikum
skipti.
„Þetta virðist því hafa verið í
svæsnara lagi miðað við það sem
venja er til um bakteríuna og frænk-
ur hennar. Annars get ég ekki fúllyrt
að faraldurinn hafi verið svæsnari
en gengur og gerist,“ sagði Sigur-
bjöm.
Sigurbjöm sagði það vera sína
kenningu að sjúkdómurinn hefði
komið síðar firam en almennt væri
getið i ffæðibókum sem um þetta
Qölluðu. Veikindin hefðu byrjað 3
dögum eftir smitun og öll einkenni
ekki verið komin fram fyrr en degi
síðar. „Af þessum fyrstu niðurstöð'
um er ljóst að sýking sem þessi er
mikið alvörumál og hefúr mikið
óhagræði í för með sér fyrir þá er
veikjast, auk þess sem þjóðfélagstap
er gífurlegt,“ sagði Sigurbjöm
Sveinsson.
•dFJ
íslendingar mælast skussar í framleiðslu:
SHjum á hælun-
um við verðmæta-
sköpunina
Framleiðni vinnuafls hér á landi,
öðm nafni nefnd verðmætasköpun, er
með því minnsta sem þekkist meðal
sambærilegra þjóða í helstu fram-
leiðslugreinum okkar. í heild er
framleiðnin lítil og hefur vaxið hægt.
Þetta er niðurstaða úttektar sem Iðn-
tækistofnun hefur staðið fyrir og nær
til áranna 1973-1983. Þetta þýðir á
mæltu máli að við sitjum á hælunum
við verðmætasköpun í nútímaþjóð-
félagi og búum þar af leiðandi við
miklu verri lífskjör en efni standa til.
I skýrslunni kemur ffarn að það er
ekki eintóm leti sem hrjáir okkur við
framleiðsluna. Þvert á móti hefur sú
litla ffamleiðniaukning sem átt hefur
sér stað skapast af auknu vinnuálagi
og aukinni þátttöku kvenna í atvinnu-
lífinu en ekki af tækniffamförum og
bættu framleiðsluskipulagi. Skýrslan
er þungur áfellisdómur á stjóm-
kænsku þeirra rikisstjóma sem sátu
að völdum á fyrmefridu árabili og
skussahátturinn er ekki síst rakinn til
ókyrrðar í efnahagsmálum, sífelldra
skammtímaaðgerða og beinna af-
skipta af atvinnulífmu.
Allra lélegust er framleiðni okkar í
landbúnaði og framleiðsluiðnaði og
ekki nema í meðallagi í fiskveiðum
sem við höfum talið okkur meistara í
um árabil. Framleiðni í landbúnaði er
þrefalt meiri í Bandaríkjunum en hér
og vel tvöfalt meiri í Danmörku en
hjá okkur. Aðeins Finnar hafa verið
að skussast á sama róli en þeir em
nú að stinga okkur af. Danir hafa
einnig hátt í tvöfalda framleiðni á við
okkur í fiskveiðum. I framleiðsluiðn-
aði erum við slakastir í samanburði
við átta af helstu samkeppnisþjóðum
okkar og langt á eftir Bandaríkja-
mönnum, Japönum, Þjóðverjum og
Svíum.
I matvælaiðnaði er sama uppi á ten-
ingnum, þar erum við í flokki með
tveim þjóðum, Norðmönnum og Finn-
um, en talsvert eða mjög langt á eftir
öllum hinum. Við erum hálfdrættingar
á við Dani og Bandaríkjamenn eru
með þrefalda framleiðni á við okkur -
og þama erum við meðal annars að
tala um fiskiðnað.
í skýrslu Iðntæknistofnunar er und-
irstrikað að í framleiðni hér á landi
verði að nást skjótur bati ef við eigum
ekki að verða undir í samkeppninni.
-HERB
Ámeshreppur:
Mikil og góð
Regína Thorarensen, DV, Gjögri:
Mikil berjatínsla hefur verið hér í
Ámeshreppi enda ber stór og falleg
og þar af leiðandi fljóttínd. Heilu fjöl-
skyldumar fara í beijamó í hinni góðu
veðráttu og em hreppsbúar með bláar
tennur eftir beijaát. Em nú til óvenju
miklar saftbirgðir á flestum heimilum.
berjaspretta
Á meðan eru bændur byrjaðir á
hinni margumtöluðu kirkjubyggingu
og vom þeir búnir fyrir sláttinn að
steypa sökkla. Nú er unnið af miklum
krafti við að steypa plötuna og em
margir í sjálfboðavinnu við bygging-
una en bændur í Ameshreppi em
fjölhæfir menn og kunna vel til allra
verka.
Gjögur:
Fiskmóttaka og
íbúð undir sama þaki
Regína Thorarensen, DV, Gjögii
Garðar Jónsson frá Reykjavík er
nýbúinn að byggja fiskmóttöku og
íbúð, allt undir sama þaki, á Gjögri
og er að því mikil prýði. Það er 14 m
langt og 7 m breitt.
Gekk honum illa að fá smiði og aug-
lýsti því eftir þeim í DV. Margir buðu
sig fram fyrir þúsund krónur á klukku-
stund, fiítt fæði og ferðir fram og til
baka og kaup á leiðinni. Þetta þótti
Garðari alltof dýrt en fékk loks húsa-
smiðinn Magnús Helgason í Múla í
Kollafirði í A-Barðastrandarsýslu
ásamt einum aðstoðarmanni. Tók
hann að sér að smíða húsið eftir að
búið var að steypa plötu og útveggi
og klámðu þeir þetta á fjórum dögum
með hörkudugnaði. Fyrir þetta tóku
þeir til samans minna en einn súkkul-
aðidrengur frá Reykjavík hefði tekið
fyrir sama verk. Það er hver heppinn
sem fær Magnús og hans samstarfs-
mann í vinnu.
Það hefur verið venja að láta þann ibúa fegurstu götu Reykjavikur sem á afmæli næst 18. ágúst taka við
viðurkenningunni fyrir hönd ibúanna. Hér afhendir Davíð Oddsson borgarstjóri Björk Melax, ibúa i Ljárskóg-
um, viðurkenningu fyrir fegurstu götu Reykjavikur 1987. DV-mynd JAK
Ljárskógar fegursta gatan
Umhverfismálanefrid Reykjavikur
útnefridi í gær, á 201 árs afmæli
Reykjavíkur, fegurstu götu borgar-
innar, það fjölbýlishús sem er
snyrtilegast og hefúr fegurst um-
hverfi, auk þess sem fyrirtæki og
stofhanir fengu viðurkenningar fyrir
snyrtilegan frágang á lóðum sínum.
Sú gata sem Umhverfismálanefnd
tilnefridi fegurstu götu Reykjavíkur
1987 er gatan Ljárskógar i Breið-
holti. Ljárskógar er nítjánda gatan
sem hlýtur þessa viðurkenningu en
eftir að gata hefur verið tilnefnd feg-
ursta gata Reykjavíkur er sett upp
skilti með viðurkenningunni og fær
skiltið að standa þar í tíu ár.
Snyrtilegasta fjölbýlishúsið var
tilnefnt Sólheimar 27. Þá fengu eftir-
talin fyrirtæki og stofnanir viður-
kenningar fyrir snvrtilegan frágang
á lóðum sínum: Hótel Saga við
Hagatorg, Krabbameinsfélaglslands
við Skógarhlíð, Mál og menning.
Siðumúla, Sundaborg, heildsölumið-
stöð við Sundahöfn, Minjavemd.
Bankastræti 2. Sveinn Egilsson hf..
Faxafeni. og Útvarpshúsið. Efsta-
leiti.
Þá var einnig bent á nokkur f>TÍr-
tæki sem sýnt hefðu lofsverða
viðleitni til umhverfisfegrunar en
það voru Hampiðjan. DV. Eldsmiðj-
an og Breiðfjörðsblikksmiðja.
I ár eru liðin 40 ár frá þvi fyrst var
efnt til viðurkenninga af þessu tagi
en upphaflega voru það aðallega ein-
bvlishús sem hlutu viðurkenningu.
-ATA
Engan skurðgröft
Crundomat-borinn gerirskuröi aö
mestu leyti óþarfa. Grundomat grefur
sig undir götur og gangstéttir án þess
aö trufla umferö.
Framkvæmdaaðilar:
DALVERK Sf, Sími 91-685242
ÚLFAR HARÐARSON, SÍmi 99-6625
umboö:
I/M IKI a i i/fc ■ a m BORGARTUN 23 — 105 REYKJAVIK
flj JOHN AIKMAN símar91-27655-9127440