Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1987, Síða 11
FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 1987.
11
Skaut fjórtán
manns til bana
Simamynd Reuter
Fjórtán manns féllu fyrir hendi óðs
byssumanns í bænum Hungerford í
Englandi í gær og fjórtán særðust, þar
af tveir alvarlega. Eftir að hafa verið
umkringdur af lögreglu skaut morð-
inginn sig til bana í gærkvöldi.
Fjöldamorðið hófst með því að mað-
urinn skaut til bana unga konu er sat
og borðaði nesti í hádeginu ásamt
tveimur börnum sínum í skógi fyrir
utan Hungerford. Síðan lá leið morð-
ingjans inn í bæinn sem er í um það
bil hundrað kílómetra fjarlægð í vest-
ur af London. Þar myrti hann móður
sína, kveikti í húsi sínu og hlóð á sig
skotvopnum og skotfærum áður en
hann hélt áfram ferð sinni.
Að sögn vitna skaut hann á allt sem
hreyfðist með sjálfvirkum riffli og
skammbyssu. Lögreglumaður, sem
reyndi að stöðva hann, varð fyrir ban-
vænu skoti. Leigubílstjóri og kona er
ók bifreið sinni urðu einnig fórn-
arlömb morðingjans sem virtist þyrma
bömum. Morðinginn var að verki á
háannatíma í bænum og hélt sig á
verslunargötu.
Lögreglan, sem hafði umkringt bæ-
inn, fann að lokum morðingjann í
skóla þar sem hann hafði leitað skjóls.
Er lögreglumennimir reyndu að fá
hann til að gefast upp ógnaði hann
Morðinginn réðst meðal annars inn i hús gamals manns og skaut hann til bana.
þeim með handsprengju. Þeir heyrðu
síðan að hleypt var af skoti og fundu
hann dauðan. Umhverfis hann var
fjöldi vopna.
Hann var meðlimur í skotfélagi og
átti mikið safh vopna. Nágranni hans,
sem missti fóður sinn í skothríðinni,
segir manninn ekki hafa komið við
sögu lögreglunnar.
Lögregla hylur leigubil með einu fórnarlamba morðingjans sem skaut til bana
fjórtán manns í bænum Hungerford í Englandi í gær. >
Símamynd Reuter
Útlönd
475 látnir í flóðunum
Fjögur hundruð sjötíu og fimm
manns hafa nú látist og liðlega ein
milljón manna er heimilislaus af
völdum flóðanna sem gengið hafa
vfir Biingladesh undanfarið. Þetta
eru mestu flóð sem þar hafa komið
í fjóra áratugi. Flóðin hafa staðið í
nokkra daga og í gær kom enn til
mikilla rigninga í norðanverðu
landinu, þar sem ástandið er verst.
Yfirvöld aegja að um þrjátíu
manns, að minnsta kosti, hafi látið
lífið undanfama tvo daga vegna
vaxtar í ám og fljótum af völdum
rigninganna.
Margir þeir sem komist hafa lífs af úr flóðunum hafa misst aleigu sína
og verið sviptir möguleikum sínum til að framfleyta fjölskyldum. Talið er
að framundan sé mikil hungursneyð á flóðasvæðunum og að þúsundir kunni
að látast þar ef ekki verður brugðið bart við með hjálparstarfi.
Vonir vakna um aðra gísla
Ævintýralegur flótti bandaríska blaðamannsins Charles Glass frá mann-
ræningjum í Beirút, þar sem hann var í haldi í tvo mánuði, hefur vakið að
n>ju vonir um aö fleiri gíslar kunni að sleppa úr haldi þar eða verði látnir
lausir.
Glass hitti í gær fjölskvldu sína í London en hann kveðst hafa komist
undan meðan mannræningjamir sváfu. Sýrlendingar halda því fram að
ræningjamir hafi heimilað Glass að strjúka og hafi þeir með því hlýtt ráðum
Sýrlendinga. Hafa sýrlenskir embættismenn lýst því vfir að innan tíðar
muni þeir frelsa aðra vestræna gísla í Líbanon á svipaðan máta.
Fjöldamorð í Súdan?
Uppreisnarmenn i Súdan hafa sak-
að stjómarher landsins um að hafa
myrt sex hundruð almenna borgara
í tveggja dagamorðæði fyrr í þessum
mánuði. Fjöidamorðin eiga að hafa
átt sér stað í bænum Wau í suður-
hluta landsins.
Engin viðbrögð við ásökununum
höfðu borist frá stjómvöldum í
morgun.
Enn órói
Námuverkamenn gripu til mót-
mælaaðgerða í Seoul, höfúðborg
S-Kóreu, í gær til þess að leggja
áherslu á kröfúr sínar um hærri
laun. Deilum á vinnumarkaði lands-
ins er því hvergi nærri lokið þótt
tekist hafi að semja við verkamenn
í Hj’undai-verksmiðjunum og vinna
hafi hafist þar að nýju í gær.
llFGoodrich
Bjóðum nú þessi frábæru kjör:
A: Útborgun 25%
B: Eftirstöðvar á 4-6 mánuðum
LT215/75R15 32xll.50R15LT 235/85R16LT
LT235/75R15 33xl2.50Rl5LT 31xl0.50R16.5LT
30x9.50R15LT 35xl2.50Rl5LT 33xl2.50Rl6.5LT
31xl0.50Rl5LT 255/85R16LT 35xl2.5R16.5LT
Einnig fólksbílahjólbarðar AMRTsf
Jeppadekkin sem duga.
Vatnagörðum 14, Reykjavík, s. 83188.